Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 12

Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landlæknir hefur áhyggjur af fjölgun alnæmistilfella í heiminum SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir að íslendingar þurfi að vera ákaflega vel á verði gagnvart al- næmissjúkdómnum. Víða erlendis hefur riýjurn sjúkdómstilvikum fjölg- að mikið og meira en spár gerðu ráð fyrir. í Bandaríkjunum hefur orðið umtalsverð aukning, en reynslan þar hefur þótt sýna hvers væri að vænta almennt á Vesturlöndum. )rAuðvitað þurfum við að vera ákaf- lega vel á verði gagnvart þessum sjúkdómi," sagði landlæknir. „Um 130-140 manns hafa fengið sjúkdóm- inn frá upphafi og það er sem betur fer hlutfalislega miklu lægri tala en í mörgum öðrum löndum; við erum undir meðaltali ef við horfum á OECD-lönd og hvergi nærri því sem er í Bandaríkjunum, Frakklandi, Danmörk og Belgíu, svo eitthvað sé nefnt. En allt sem gerist í löndunum umhverfis okkur getur auðvitað haft áhrif hér. Þess vegna verðum við að halda vöku okkar og fylgjast vel með. Það var einu sinni sagt, að þegar Frakkland fær kvef, þá hnerrar Evrópa. Nú má kannski segja, að þegar Bandaríkin fá kvef, þá hnerrar allurheimurinn. Óttast útbreiðslu meðal fíkniefnaneytenda Það sem er sérstakt við ísland, gagnstætt ýmsum öðrum löndum, sem snýr að HlV-dreifingu, er það að við höfum í raun og veru ekki ennþá Við verðum að vera vel á verði séð sjúkdóminn nema að mjög litlu leyti hjá þeim sem sprauta sig með fíkniefnum. Við er- um búin að vera dauð- hrædd um það í tíu ár að þetta myndi dreifast í þeim hópi en það hef- ur ekki gerst enn, þrátt fyrir það að lifrarbólga C fari núna eins og eld- ur í sinu um hópa fíkni- efnaneytenda hér. Um 600 manns bera merki hennar hérlendis nú og er Ilklegt að flestir hafi smitast með sprautu- nálum við fíknieiha- neyslu. HIV dreifist á nákvæmlega sama hátt og lifrarbólga C, þ.e.a.s. með blóðblöndun við fíkni- efnanotkun. Þarna er því um að ræða tímasprengju sem okkur hefur lengi fundist að biði eftir að springa en hef- ur ekki gert það enn, sem betur fer, og er ekki Ijóst hvers vegna. Þetta er sem sagt áhyggjuefni okkar hér á landi og er í raun og veru skilaboð til okkar um að taka fíkni- efnaneyslu á íslandi mjög alvarlega. Um síðustu helgi var 13. alþjóðlega alnæmis- ráðstefnan sett í Durb- an í Suður-Afríku. Talið er að 34,3 milijónir manna í heiminum hafi greinst með HlV-smit, eða eyðniveiruna, fram til þessa dags, og að flesta smitaða ein- staklinga sé einmitt að finna í Suður-Afríku, eða 4,2 milljónir manna. Næst í röðinni kemur Indland en þar nemur fjöldi eyðnismitaðra 3,7 milljónum. „Það sem er að gerast á þessari al- næmisráðstefnu í Afríku er dáh'tið mérkilegt. Annars vegar eru að koma afskaplega sláandi fréttir um út- breiðslu sjúkdómsins í löndunum sunnan Sahara, þarna er heil kynslóð að þurrkast út, unga fólkið sem á að taka við þessum löndum. Og hins veg- Sigurður Guðmundsson ar er það hin áhugaverða uppákoma Thabo Mbekis, forseta Suður-Afríku. Hann er í litlum hópi manna sem heldur því fram að það hafi ekki enn verið sannað að HFV-veiran valdi sjúkdómnum og er með aðrar skýr- ingar. Þessi rök hafa heyrst í um tíu ár og eru upphaflega komin frá Paul Dusenbergí Kalifomíu. En með fullri virðingu fyrir Mbeki og fleiri góðum mönnum þá eru sennilega fáir smit- sjúkdómar þar sem búið er að sýna jafn traustlega fram á tengshn milli sýkilsins, sem er veiran í þessu tilviki, og þessa skelfilega sjúkdóms sem hún veldur. Og að halda öðru fram er svona svipað og að halda því ennþá fram að jörðin sé flöt. Þetta hefur greinilega valdið reiði, annars vegar út í það að menn skuli vera að berja höfðinu svona við steininn, þegar aug- ljósar upplýsingar liggja fyrir, og eins vegna þess, að Mbeki er með þessu að drepa máhnu svohtið á dreif. Hins vegar segir hann annað, sem er alveg hárrétt, og það er að HFV-veiran sé ekki eina vandamálið sem hrjáir Afr- íku, það sé líka fátæktin og menntun- arskorturinn, þ.e.a.s. hinar samfé- lagslegu kringumstæður, og það er auðvitað í slíku umhverfi sem HIV- veiran þrífst best. En það breytir því ekki að alnæmi stafar af HlV-veiru, en auðvitað hangir þetta tvennt sam- an og það er ein af ástæðunum fyrir því að alnæmi er algengara í Afríku en annars staðar," sagði landlæknfr. Sýning í nýjum húsakynnum Minjasafnsins á Hnjóti opnuð í sumar Fj allað um nú- tímavæðinguna ’ ,.|v 'Jm 1 1 Morgunblaðið/Helgi Bjamason Jóhann Ásmundsson, forstöðumaður Minjasafnsins, stendur hér við gamla kiukku á kirkjuloftinu sem verið er að útbúa á efri hæð. VERIÐ er að koma upp sýningu í nýrri álmu Minjasafns Egils Olafs- sonar á Hnjóti í Örlygshöfn við Pat- reksfjörð. Stefnt er að því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, opni sýninguna 26. ágúst næstkom- andi. Unnið hefur verið að viðbyggingu Minjasafns Egiis Ólafssonar á undan- fomum ámm og lýkur því verki með uppsetningu sýningarinnar í sumar. í tengibyggingu milli húsanna er kaffistofa. Þar hefúr verið komið upp vísi að dægurlagasafni með upp- setningu gamalla plötuumslaga. Þá er þar píanó Steingríms Sigfússonar organista og er hugmyndin að bjóða gestum upp á lifandi tónlist. Tilgang- urinn er að heiðra minningu tón- skálda og tónlistarmanna sem starf- að hafa á svæðinu. Jóhann Ásmundsson, forstöðu- maður safnsins, segir að nýja sýn- ingin sé hugsuð sem framhald af eldri hluta safnsins, þar verði eink- um fjallað um atburði efri hluta 20. aldarinnar, ekki síst nýsköpun og nútímavæðingu. Nokkrir þættir í sögu atvinnu og þjóðlífs eru teknir fyrir á sýning- unni. Á neðri hæðinni er meðal ann- ars Landssímastöð frá Patreksfirði, gjaldkerastúka úr Eyrasparisjóði, hlutir frá sjúkrahúsinu á Patreks- firði og heimili frá því eftir stríð en það er meðal annars byggt upp með ýmsum heimilismunum frá Upp- sölum í Selárdal. Þá eru þar ýmsir hlutir úr sokknum skipum og fleira til að sýna eyðingarmátt hafsins og er það tengt björgunarsögu togara- aldarinnar. Mögulegt er að sýna stöðugt lif- andi myndir á tjaldi og að vera með iokaða fyrirlestraaðstöðu. I tengsl- um við opnun viðbyggingarinnar verður sett upp sögusýning í texta- formi í miðju salarins. Á efri hæðinni eru fræðslumálin tekin fyrir, mcðal annars með ýms- um munum frá farskólum, sýslu- mannshorn og kirkjuloft þar sem ætlunin er að sýna kirkjuævina frá skírn til fermingar, giftingar og dauða. Jóhann tók við forstöðu safnsins 1. mars síðastliðinn. Hann er félags- fræðingur að mennt með mann- færði sem aukagrein. Jóhann vann í menntamálaráðuneytinu áður en hann réði sig til starfa við safnið en hafði unnið töluvert með Agli Ólafs- syni. Hann bjó meðal annars til tölvuskráningarkerfi fyrir safnið og skráði með Agli alla munina í eldra safninu og voru þeir einnig byijaðir á skráningu annarra muna þegar Egill lést síðastliðið haust. „Egill var búinn að ræða við mig um fast starf við safnið en ég var þá hikandi. En þegar liann lést lá beint við að ég tæki við,“ segir Jóhann um ráðningu sína. „Nei, það verða engar breytingar á safninu sjálfu. Ég þekkti vel til hugmynda Egils og reyni eftir fremsta megni að fylgja þeim eftir,“ segir Jóhann þegar hann er spurður að því hvort einhverjar breytingar verði á starfinu með nýjum manni. Hann segir að starfið sé spenn- andi og gefandi. Þangað komi oft fróðir menn sem þekki atburði og muni af eigin raun og hafi frætt sig um ýmislegt. Fjármálin hafi hins vegar verið erfið, safnið hafi ekki fengið þær tekjur sem gert hafi verið ráð fyrir. Kveðst Jóhann þó vonast til að það bjargist og að unnt verði að halda áfram við undir- búning opnunarinnar síðar í sum- ar. Andlát JOHANN KRISTINN RAFNSSON JÓHANN Kristinn Rafnsson, heið- ursborgari Stykkishólms, er látinn. Hann fæddist 10. febrúar 1906 og var sonur hjónanna Guðrúnar Gísla- dóttur og Júlíusar Rafns Símonar- sonar. Móðir hans lést árið 1912 og var Jóhanni þá komið í fóstur. Eftir að Jóhann var kominn á full- orðinsár starfaði hann við ýmis skrif- stofu- og verslunarstörf, og vann m.a. í Sparisjóði Stykkishólms og útibúi Búnaðarbankans 25 ár. Jóhann var útnefndur heiðurs- borgari Stykkishólmsbæjar 10. febr- úar 1981; þá 75 ára gamall. Hann átti eitt merkasta persónumyndasafn á íslandi í einkaeign, með yfir 3.000 ljósmyndum. Árið 1997 afhenti hann Stykkishólmsbæ safnið til eignar. Jóhann andaðist 6. þessa mánað- ar. Eftirlifandi eiginkona hans er Unnur Ólafsdóttfr og eignuðust þau þrjú börn. Tilmæli frá Geðhjálp MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi tilmæli frá stjórn Geð- hjálpar: „Stjórn Geðhjálpar beinir þeim til- mælum til þeirra sem tjá sig í fjöl- miðlum að þeir grípi ekki til þess að líkja andstæðingum sínum og þeim sem fremja ódæðisverk við geðsjúka. Fjölmiðlamenn eru vinsamlegast hvattir til að gera ekki slík mistök að áberandi fjölmiðlaefni. Forðast ber að beita þeim málsrökum í deilum að geðheilsu kunni að vera ábótavant hjá þeim sem eru annarrar skoðunar. Það er lítilsvirðing við geðsjúka að útskýra ódæðisverk með vísan til þess að brotamaðurinn hljóti að vera geðsjúkur. Slíkt er jafnan gert, án þess að nokkuð liggi fyrir sem bendi til þess að svo sé. Þannig málflutn- ingur stuðlar að fordómum í garð þeirra sem eiga við geðræn vand- kvæði að etja.“ Samgönguráðuneytið hefur sent bréf til allra leigubifreiðastöðva á landinu Vill að gjaldmæl- ar séu notaðir SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur sent bréf til allra leigubifreiðastöðva á landinu og félaga leigubifreiðastjóra þar sem vakin er athygli á því, að samkvæmt gildandi lögum eigi gjald- mælar að vera í öllum fólksbifreiðum og sendi- bifreiðum sem notaðar séu til leiguaksturs. 1 Ráðuneytið hvetur bifreiðastöðvar og félög [ leigubifreiðastjóra til þess að fylgjast með og j sannreyna að lögum og reglum þar að lútandi sé framfylgt. Að sögn Sturlu Böðvarssonar samgöngu- : ráðherra var talið nauðsynlegt að minna á þessar reglur þar sem heyrst hafi í fréttum undanfarið að viðskiptahættir væru ekki í öll- um tilvikum eðlilegir og ráðuneytinu hafi einn- ig borist ábendingar þess efnis. Sturla segir reglurnar fyrst og fremst snúast um að gjaldmælar séu notaðir þannig að viðkomandi neytanda sé ljóst að viðskiptin séu með eðlilegum hætti. „Eftir sem áður er leigu- bílstjórum heimilt að semja um lægra gjald við farþega sína. Reglurnar eru settar til þess að verðið sé ekki hærra en gjaldskrá gerir ráð fyrir,“ segir Sturla. Fréttir sem borist hafa um of hátt fargjald tengjast allar akstri frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, en flugstöðin er á vinnusvæði bílstjóra á Suðurnesjum og hafa þeir einir rétt til þess að taka upp farþega við flugstöðina hafi bíll ekki verið pantaður. Aðspurður segir Sturla að til greina komi að endurskoða svæðaskiptinguna. „í framhaldi af þessu ástandi, sem nú er viðvarandi, og að fenginni reynslu, vegna vandræða sem komið hafa upp, tel ég nauðsynlegt að taka þessi mál til skoðunar og mun láta gera það í haust,“ seg- ir Sturla. Fréttir af of háu fargjaldi eiga ekki við rök að styðjast Magnús Jóhannsson, stöðvarstjóri hjá Öku- leiðum í Reykjanesbæ, segir fréttir af of hárri gjaldtöku leigubílstjóra hreinan rógburð og eigi ekki við nein rök að styðjast. „Það dettur engum leigubílstjóra í hug að reyna svona vit- leysu. Fullyrðingar, einsog þær sem heyrst hafa í fréttum undanfarið, gera ekkert nema að skaða ferðaþjónustuna í heild og þá finnst mér undarlegt að frammámenn í ferðaþjónustu séu þarna í fararbroddi með upphrópanir sem eiga ekki við nein rök að styðjast,“ segir Magnús. Magnús segir að fargjaldið frá flugstöðinni til Reykjavíkur eigi að kosta í kringum 8.000 krónur ef farið er eftir gjaldmæli. Bílar hafi hins vegar verið að bjóða sætið á 2.000 krónur og sé þá hverjum farþega ekið heim að dyrum en að sögn Magnúsar kemur það betur út fyrir farþegann. Aðspurður segir Magnús að minna sé nú um að leigubílar frá Reykjavík séu að taka upp far- þega frá flugstöðinni í óleyfi en nokkrir bíl- stjórar eigi yfir höfði sér kærur vegna þessa. Undrast yfírlýsingar fulltrúa samtaka ferðaþjónustunnar Bifreiðastjórafélagið Frami hefur gefið út skriflega yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af leiguakstri frá flugstöðinni. Þar kemur meðal annars fram að gjald, sem tekið er fyrir akstur frá Reykjavík til flugstöðvarinnar, sé sambæri- legt við innanbæjargjald. Einnig segir að félagið undrist einhliða um- ræðu um að lausnin sé fólgin í að sameina at- vinnusvæðin en fagni því þó að samgöngu- ráðhen-a vilji að fagleg skoðun fari fram á málinu. Félagið undrast yfirlýsingar fulltrúa sam- taka ferðaþjónustu um að fyrirkomulag á leiguakstri sé úrelt þar sem þjónusta á íslandi sé góð og verð á leigubílum lágt hérlendis mið- að við nágrannalöndin. Félagið lýsir auk þess skömm á því meinta okri, sem talað hefur verið um í fjölmiðlum, en undrast að ekki hafi verið bent á ákveðna bílstjóra í þessum tilfellum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.