Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ptasmdiliifeife
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HVALVEIÐAR ENN Á
NÝ í SVIÐSLJÓSINU
- HRÆSNIBANDARÍKJANNA
HVALVEIÐAR hafa verið í
sviðsljósinu að undanförnu
vegna fundar Alþjóðahval-
veiðiráðsins í Ástralíu. Enn sem fyrr
eru litlar líkur á því, að ráðið muni
samþykkja veiðar að nýju, en þó
hafa þær skoðanir heyrzt, að á
næsta ársfundi þess í London á
næsta ári verði tekin skref til að
heimila einhverjar og þá væntanlega
mjög takmarkaðar hvalveiðar á nýj-
an leik.
Sem kunnugt er hafa samtök
hvalfriðunarsinna og umhverfis-
sinna barizt hatrammlega gegn öll-
um hvalveiðum og hefur þeim orðið
vel ágengt í baráttu sinni sökum
þess, að þessar fallegu skepnur
höfða til tilfinninga fólks, sem þykja
hvalirnir fallegir en þó umfram allt
bráðgáfaðir. Þessarar tilfinninga-
legu afstöðu verður fyrst og fremst
vart í hinum vestræna heimi, sér-
staklega meðal enskumælandi þjóða.
Liggur við að verndun hvala, einkum
í Bandaríkjunum, sé hálfgerð trúar-
brögð, svo djúpstæðar eru tilfinn-
ingar fólks í þessum efnum.
Ein afleiðingin af þessu hugar-
ástandi fólks er, að hvers kyns öfga-
hópar færa sér það í nyt til fjársöfn-
unar. Gott dæmi um það er
kanadíski öfgasinninn Paul Watson,
en samtök hans, Hirðir hafsins (Sea
Shepard), gera út skipið Stríðsmað-
ur sjávar (Ocean Warrior). Það er
einmitt statt þessa dagana við Fær-
eyjar, þar sem yfirlýst ætlan þess-
ara öfgasamtaka er að koma í veg
fyrir grindhvaladráp Færeyinga,
sem þeir hafa stundað um aldir. Að
sjálfsögðu tekst Watson ekki að
koma í veg fyrir hefðbundna nýtingu
frænda vorra á grindhvalnum, en
tilgangur hans er að efna til átaka
og nota þau til að auglýsa starfsem-
ina um allan heim í þeim tilgangi að
afla enn meira fjár til rekstrar sam-
takanna. Watson er íslendingum að
góðu kunnur, eða hitt þó heldur, því
það voru hann og félagar, sem
sökktu hvalbátunum tveimur við
bryggju í Reykjavíkurhöfn aðfara-
nótt 9. nóvember 1986 og unnu mikil
skemmdarverk í hvalstöðinni í
Hvalfirði að auki. Watson stýrði
skipi sínu á íslandsmið oftar en einu
sinni til að trufla hvalveiðar á þeim
tíma, sem þær voru enn stundaðar
hér. Hann er yfirlýstur afbrotamað-
ur í Noregi og Færeyjum og að sjálf-
sögðu hér á landi fyrir framferði sitt
og liðsmanna sinna. Hver sem af-
staða manna er til hvalveiða er full
ástæða til að gjalda varhug við
mönnum sem Watson.
Sú ríkisstjórn í heiminum, sem
hefur beitt sér einna harðast og
ákafast gegn hvalveiðum, er Banda-
ríkjastjórn og virðist hún hafa til-
einkað sér tilfinningaleg fremur en
vísindaleg rök í afstöðu sinni.
Bandaríkjastjórn hefur ekki hikað
við að beita eða hóta beitingu við-
skiptabanns eða viðskiptaþvingana í
því skyni ^að fá ríki til að láta af hval-
veiðum. íslendingar hafa t.d. ekki
farið varhluta af þessu framferði
bandarískra yfirvalda.
En þrátt fyrir þetta er skjöldur
Bandaríkjastjórnar ekki hreinn í
þessum efnum. Hún hefur m.a. bar-
izt fyrir því, að fá undanþágur frá
hvalveiðibanni vegna frumbyggja,
og fjöldi smárra hvala, eins og t.d.
höfrungar, er drepinn á ári hverju af
bandarískum fiskimönnum og öðrum
borgurum. Bandarísk stjórnvöld
bera einnig ábyrgð á annars konar
aðför að hvalastofnum eins og lesa
má um í grein í tímaritinu „Earth Is-
land Journal“. Þar er m.a. vitnað til
eftirfarandi ummæla Chris Clarkes:
„Hvalir í heimshöfunum hafa eign-
azt nýjan óvin - Bandaríkjaflota.
Flotinn stundar nú tilraunir með
nýjan varnarbúnað, þar sem notast
er við lágtíðnibylgjur til að finna
kafbáta óvinarins. Þar eð mörg sjáv-
arspendýr treysta á hljóð til að
halda lífi mun þessi búnaður skapa
mikinn usla í heimshöfunum. Hvalir
hafa t.a.m. svo næma heyrn, að sagt
er að þeir geti numið söngva hver
annars, þótt annað dýrið sé statt
undan ströndum Nýfundnalands en
hitt í Karíbahafi. Því kemur ekki á
óvart, að tilraunir flota Bandarík-
anna hafi breytt hafinu í „hvala-
kirkjugarð". Tilraun, sem gerð var í
marzmánuði við Bahamaeyjar, leiddi
til þess að þrettán hvalir, þ.á m.
hrefna og höfrungur, syntu upp á
land. Að sögn Hafrannsóknastofnun-
ar Bandaríkjanna blæddi úr augum
tveggja dýra, sem er merki um mik-
inn skaða. Samt var hljóðbylgjum
varpað út á mun minni styrk við til-
raun þessa en gert er ráð fyrir, þeg-
ar búnaðurinn verður tekinn í notk-
un. Hvalanna vegna ætti ríkisstjórn
Bandaríkjanna að binda enda á
þessa áætlun flotans.“
Vitnað er í þennan greinarstúf til
að sýna þá hræsni, sem viðgengst í
afstöðu ríkisstjórna til hvalveiða.
Enginn vafi er á því, að sumar hverj-
ar bera ábyrgð á margs konar tjóni á
lífríki sjávar, m.a. hvalastofnum,
vegna tilrauna með nýja tækni og
nýjar tegundir vopna. Þar hefur
áreiðanlega átt sér stað mikil sóun á
náttúruauðlindum, en samt telja
þessar ríkisstjórnir sig þess um-
komnar, að hafa vit fyrir öðrum
þjóðum, sem vilja nýta þessar auð-
lindir sjávar með sjálfbærum hætti.
Þar fer ríkisstjórn Bandaríkjanna
fremst í flokki.
Alþingi Islendinga hefur ákveðið,
að hvalveiðar skuli hefjast að nýju,
og er það í samræmi við grundvall-
arstefnumörkun um sjálfbæra nýt-
ingu náttúruauðlinda. Ríkisstjórnin
hefur hins vegar ekki ennþá tekið af
skarið um, hvenær hvalveiðar skuli
hefjast á ný. Eðlilegt er, að ríkis-
stjórnin fari með varúð í þessum
efnum, því hótanir um aðgerðir gegn
íslendingum eru raunverulegar og
geta skaðað hagsmuni okkar, jafnvel
stórlega. I þeim efnum breytir litlu,
þótt stundum megi rekja andstöð-
una við hvalveiðar til hræsni.
„Barak er svikari, burt með Barak“, segir á spjöldum þessara gyð-
inga sem mdtmæltu friðarumleitunum Ehuds Baraks, forsætisráð-
herra Israels, og Yassers Arafats, forseta heimastjdrnar Palestínu-
manna, í Bandaríkjunum.
I von um
endanlegan
samning
Afstaða Palestínumanna til framtíðar
Jerúsalem gengur þvert á afstöðu Isra-
ela til borgarinnar, og það er illmögulegt
að koma auga á hvernig deila þeirra
verður nokkurn tíma leyst. En það er
ekki bara Jerúsalem sem þessir fornu
fjendur deila harkalega um.
CAMP DAVID-ráðstefn-
an sem nú stendur yflr
er nýjasta tilraunin af
mörgum sem ísraelar
og Palestínumenn hafa gert til að
komast að samkomulagi er trygg-
ir frið í Mið-Austurlöndum. Yass-
er Arafat, forseti heimastjórnar
Palestínumanna, og Ehud Barak,
forsætisráðherra ísraels, eiga
ekki bara í höggi hvor við annan,
þeir eiga líka í höggi við langa
sögu deilna og ófriðar.
Núna er stefnt að því sem talað
er um sem „endanlegt samkomu-
lag“, og hafa deiluaðilar sett sér
frest til miðs september til að ná
því samkomulagi og segjast Pal-
estínumenn munu lýsa yfir sjálf-
stæði ríkis síns um miðjan sept-
ember, hvernig sem fari í friðar-
umleitununum.
Helstu deiluefnin sem leiðtog-
arnir þurfa að reyna að leysa eru
framtíð Jerúsalem, örlög palest-
ínskra flóttamanna, framtíð land-
námssvæða gyðinga á Gaza og
Vesturbakkanum og lega landa-
mæra Israels. En deilur hafa
staðið fyrir botni Miðjarðarhafs
næstum svo lengi sem mannkyns-
sagan hefur verið skráð. Lands-
svæðið sem deilumar standa á og
um hefur verið kallað Palestína í
um það bil tvö þúsund ár og mark-
ast af Miðjarðarhafi að vestan,
Jórdaná að austan, Líbanon að
norðan og Sínaí-skaga að sunnan.
Afdráttarlaus krafa
í sexdagastríðinu 1967 hertóku
ísraelar stór landsvæði sem verið
höfðu í höndum araba, Vestur-
bakkann og Gazaströndina, auk
austurhluta Jerúsalem. Það er ein
afdráttarlausasta krafa þeirra í
viðræðunum nú að þeir muni ekki
gefa neitt af borginni eftir, því að
hún sé heil og óskipt eilíf höfuð-
borg Israelsríkis.
Fyrir sexdagastríðið var Aust-
ur-Jerúsalem í höndum araba og
nú gera Palestínumenn þá kröfu,
sem þeir hvika hvergi frá, að þessi
hluti borgarinnar verði höfuðstað-
ur sjálfstæðs Palestínuríkis. Þetta
er líklega það deiluefni sem erfið-
ast verður að ná nokkrum sáttum
um. Haft hefur verið eftir hátt-
settum palestínskum embættis-
mönnum að Arafat hafi tjáð Bill
Clinton Bandaríkjaforseta að
hann óttaðist að verða ráðinn af
dögum ef hann gæfi hið minnsta
eftir af kröfum Palestínumanna
um réttinn til Austur-Jerúsalem.
Alþjóðasamfélagið fordæmdi
hertöku og innlimun Israela á
borginni 1967. Þeir hafa boðið
Palestínumönnum að sjá eimmgis
um borgarstjórnina, og buðust
líka til að afhenda Palestínumönn-
um nokkur hverfi í grennd borg-
arinnar til fullra yfirráða.
„Fyrirheitna landið“
En landamæri Israels verða
líka erfitt þrætuepli. Barak sagði
áður en hann hélt til Camp David
að hann færi þangað með „fimm
rauð strik“ sem hann myndi
hvergi gefa eftir, og eitt þeirra var
að landamæri Isarels verði ekki
færð aftur til þess horfs sem þau
voru fyrir 1967.
Palestínumenn vilja að Israelar
virði ályktun Sameinuðu þjóðanna
númer 242 sem kveður á um að
ísraelar hverfi á brott fá svæðum
sem þeir tóku í sexdagastríðinu og
kveður einnig á um tilverurétt
Israelsríkis. Israelar hafna því að
breyta landamærunum aftur og
vilja innlima hluta Vesturbakkans
og Gaza, til dæmis land þar sem
stórar landnemabyggðir gyðinga
hafa risið og svæði nálægt núver-
andi landamærum.
Fregnir herma að ísraelar hafi
boðið Arafat 80% herteknu svæð-
anna undir sjálfstætt Palestínu-
ríki, en ísraelar myndu leigja eða
innlima afganginn. Það gerir ísra-
elskum ráðamönnum svo enn erf-
iðara fyrir í þessu efni, að sumir
Israelar líta svo á, að um sé að
ræða „fyrirheitna landið" sem
Guð hafi gefið ísraelum.
Fjórar milljónir flóttamanna
Þá segjast Israelar vilja reisa
þrjár umfangsmiklar landnema-
byggðir á Vesturbakkanum og
Gaza og gera þær að hluta af ísra-
el. Um það bil 170.000 gyðingar
búa í um 145 landnámsbyggðum á
þessum svæðum, innan um þrjár
milljónir Palestínumanna. Bæði
alþjóðasamfélagið og Palestínu-
menn telja þessar landnema-
byggðir ólöglegar. Segja Palest-
ínumenn að landnemarnir standi í
veg fyrir friðarsamkomulagi og
vilja að endanlegur sáttmáli kveði
á um að þeir verði á brott. Palest-
ínumenn eru ekki andvígir því að
einhverjir Israelar búi í sjálf-
stæðri Palestínu, en vilja ekki að
landnemabyggðir verði á palest-
ínskum landsvæðum.
Yfir fjórar milljónir palest-
ínskra flóttamanna búa við sult og
seyru í flóttamannabúðum á Vest-
urbakkanum, Gaza, í Jórdaníu,
Líbanon og Sýrlandi. Palestínu-
menn krefjast þess að Israelar
virði ályktun Sameinuðu þjóðanna
númer 194 er kveður á um að
flóttamenn eigi rétt á að snúa til
síns heima í þorpum og bæjum
sem nú tilheyra Israel. Þá skuli
þeir, er ekki vilja snúa heim, fá
bætur.
Palestínumenn krefjast þess að
ísraelar axli ábyrgð á að ílótta-
fólkið flosnaði upp í stríðinu 1947-
48 þegar ísrael var stofnað á
mestum hluta þess lands í Palest-
ínu sem Bretar fóru með forráð á.
Israelar neita að þeir beri ábyrgð
á því sem Palestínumenn kalla
Naqba, eða „hörmungarnar
miklu“, 1948, en segjast viljugir til
að taka þátt í sjóði sem myndi
greiða palestínskum flóttamönn-
um bætur.
Aftur til nítjándu aldar
Núverandi deilur eiga sögu að
rekja lengra aftur en til stofnunar
ísraelsríkis 14. maí 1948, í kjölfar
þess að Sameinuðu þjóðirnar
drógu skil á milli ísraela og araba
í Palestínu. Rætur deilnanna
liggja í Síonistahreyftngunni á
seinni hluta nítjándu aldar sem
leitaðist við að stofna heimaland
gyðinga í Palestínu, sem hafði þá
verið partur af Ottomankeisara-
dæminu frá 1516.
Á árunum fyrir fyiTÍ heims-
styrjöld námu Síonistar land víða í
Palestínu innan um íbúa sem voru
að mestum hluta múslímar og
arabar. Á sama tíma var þjóðern-
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 35
Viðskipti stöðvuð um tíma á millibankamarkaði vegna
gengisfalls krónunnar í gærmorgun
við áframhald-
gengislækkun
Gengisvísitala ísiensku krónunnar frá áramótum
ishyggja að aukast meðal araba í
andstöðu við forráð Ottómana og
margir leiðtogar araba vildu
binda enda á landnám gyðinga.
Þegar stríðinu lauk fengu Bret-
ar umboð frá Þjóðabandalaginu
fyrir setu sinni í Palestínu. Þeir
voru fylgjandi hugmyndinni um
heimaland gyðinga í Palestínu, en
tekið var fram að það mætti ekki
verða á kostnað palestínskra
araba. Þá lofuðu Bretar arabísk-
um leiðtogum að hjálpa þeim við
að stofna eigin, sjálfstæð ríki í
skiptum fyrir veitta aðstoð í bar-
áttunni við Ottómanveldið.
Dýrkeyptur misskilningur
Úr þessu varð misskilningur
sem dró langvarandi dilk á eftir
sér. Arabar héldu að Palestína
yrði á meðal sjálfstæðu arabaríkj-
anna. Bretar sögðu það aldrei
hafa verið ætlun sína, en þeir
hefðu heldur ekki ætlast til þess
að Palestína yrði einvörðungu ríki
gyðinga. Þeir hefðu ætlast til að
ríki gyðinga yrði í Palestínu.
Bretar lögðu grundvöllinn að
sérstöku ríki araba 1921. Tekið
var frá land austan Jórdanár, þrír
fjórðu þess lands sem forráð
Breta náðu til, eingöngu fyrir ar-
aba og voru völdin sett í hendur
Hashemítafjölskyldunni. Svæðið
var nefnt Jórdan og hlaut fullt
sjálfstæði undan breskri stjórn
1946. Mikil spenna ríkti á því
svæði sem Bretar héldu áfram að
ráða og 1937 lýstu þeir yfir her-
lögum. Breska landstjórnin mælti
með því að svæðinu yrði skipt upp
milli araba og gyðinga og Bretar
héldu áfram að ráða Jerúsalem.
Síonistar samþykktu þessa til-
lögu, þótt þeir væru alls ekki sátt-
ir við hana, en arabar höfnuðu
henni, því þeir óttuðust að verða
reknir burtu af svæðum sem gyð-
ingar fengju. Bretar vissu að þeir
myndu verða að fá stuðning araba
í heimsstyrjöldinni sem vofði yfir,
og ýttu tillögunni til hliðar.
Eftir seinni heimsstyrjöld var
tillagan tekin fram að nýju, þegar
gyðingar sem lifað höfðu af helför-
ina eða af öðrum orsökum orðið að
flýja heimkynni sín flykktust til
Palestínu. Nú voru það Samein-
uðu þjóðirnar sem tóku tillöguna
til athugunar. Samþykkt var að
skiptingin tæki gildi 15. maí 1948
og Jerúsalem yrði alþjóðleg borg.
Gyðingar í Palestínu og annars-
staðar samþykktu tillöguna fegn-
ir, en nágrannaríkin brugðust
ókvæða við og vildu ekki sjá gyð-
ingalendu á svæðinu. Herir
Líbanons, Sýrlands, Jórdaníu,
Egyptalands og íraks réðust inn í
hið nýja land og ætluðu sér að
gereyða þvi. En ísraelar stóðust
árásina, og í júlí 1949 höfðu þeir
hrundið henni að fullu, gengið í
Sameinuðu þjóðirnar og hlotið
viðurkenningu yfir 50 ríkja um
víða veröld.
Með vopnahléssamningum við
Egyptaland, Jórdaníu, Líbanon
og Sýrland komu ísraelar á landa-
mærum svipuðum þeim sem verið
höfðu á Palestínu í tíð forráða
Breta. En ekki ríkti friður og
gekk á með stríðum næstu árin.
En sexdagastríðið 5. til 10. júní
1967 var afdrifaríkast. ísraelar
töldu árásir Egypta, Sýrlendinga
og Jórdana yfirvofandi og ákváðu
að verða fyrri til. ísraelar unnu
stórsigra á öllum vígstöðvum,
tóku Sínaískaga og Gazaströndina
af Egyptum, Gólanhæðir af Sýr-
lendingum og Vesturbakkann af
Jórdönum, þar á meðal gömlu
Jerúsalem.
ísraelar skiluðu Egyptum Sínaí
með friðarsáttmála 1979, undirrit-
uðum í Camp David fyrir milli-
göngu þáverandi Bandaríkjafor-
seta, Jimmys Carters, og Egypta
viðurkenndu í staðinn tilverurétt
ísraelsríkis. ísraelar og Palest-
ínumenn komust að grundvallar-
samkomulagi 1993, svonefndu
Óslóarsamkomulagi, um viður-
kenningu og að Palestínumenn
fengju takmarkaða sjálfstjórn á
Gaza og í Jeríkóborg. Þeir sam-
þykktu einnig að ganga til frekari
viðræðna um endanlegt friðar-
samkomulag, og eru friðarviðræð-
urnar nú byggðar á þessu grund-
vallarsamkomulagi frá 1993.
Byggt á CNN, BBC og AP.
Búist
andi
Gengi íslensku krón-
unnar lækkaði um 1,4%
í gær þrátt fyrir að
Seðlabankinn keypti
krónur fyrir 2,9 millj-
arða. Viðskiptavakarnir
stöðvuðu um tíma við-
skipti. Búist er við
áframhaldandi þrýstingi
til lækkunar krónunnar.
Fjármálaráðherra segir
eðlilegt að sveiflur séu í
gengi og mælir með að
menn haldi ró sinni.
GENGISVÍSITALA krón-
unnar hækkaði í gær úr
112,68 stigum í 114,23
stig. Vísitalan mælir virði
erlendra gjaldmiðla gagnvart krón-
unni og því þýðir hækkunrísitölunn-
ar lækkun krónunnar. Órói var á
gjaldeyrismarkaðnum í gærmorgun
í framhaldi af gjaldeyrisviðskiptum í
fyrradag þegar gengið lækkaði í
miklum viðskiptum. í upphafi dags-
ins í gær fór vísitalan í 114,55 stig og
ákváðu viðskiptavakar þá í samein-
ingu að stöðva viðskipti á millibanka-
markaði klukkan tíu. Eftir að við-
skipti hófust klukkan tólf kom
Seðlabankinn inn á markaðinn,
keypti krónur fimm sinnum, og vísi-
talan lækkaði niður í 113,9. Eftir það
veiktist krónan heldur og við lok
dagsins var gengisvísitalan 114,23
stig sem þýðir að gengi krónunnar
hafði lækkað um 1,4% yfir daginn.
Gjaldeyrisviðskipti voru mikil,
14,7 milljarðar króna sem er meira
en í fyrradag og næstmestu viðskipti
frá upphafí frjálsra gjaldeyrisvið-
skipta.
Seðlabankinn skipti 36 milljónum
Bandaríkjadala og keypti lyrir það
krónur að fjárhæð 2,9 milljarða.
Daginn áður keypti bankinn krónur
fyrir 15 milljónir dollara og hefur því
varið rúmum fjórum milljörðum til
að styrkja gengið á tveimur dögum.
Er það gert með erlendum lántökum
því gjaldeyrisforðanum er ávallt
haldið sem næst viðmiðunarlág-
marki. „Þegar lokað var fyrir við-
skiptin var gengið á fljúgandi ferð
niður á við og hefði haldið áfram ef
við hefðum ekki komið til. Það náðist
takmarkaður árangur en við komum
þó í veg fyrir frekara fall krónunn-
ar,“ segir Yngvi Örn Kristinsson,
framkvæmdastjóri peningamála-
sviðs Seðlabankans, þegar hann er
spurður að því hvort kaup bankans á
krónum hafi haft tilætluð áhrif.
Loka framvirkum
samningum
Almenn gjaldeyrisviðskipti eru
talin ástæðan fyrir lækk-
un á gengi krónunnar.
Vegna hærri vaxta hér
en í nágrannalöndunum
og væntinga um tiltölu-
lega stöðugt gengi krón-
unnar hafa fjárfestar séð hagnaðar-
von í að kaupa krónur. Eru nú
útistandandi skiptasamningar og
framvirkir samningar fyrir 150 millj-
arða króna. Hefur það fjármagnað
viðskiptahallann og kaup lífeyris-
sjóða og fleiri aðila á erlendum verð-
bréfum. Samkvæmt upplýsingum
Seðlabankans er nettófjárhæðin, það
er að segja keyptar krónur umfram
seldar með þessum hætti, um 50
milljarðar króna.
Þegar gengið lækkar minnkar
hagnaðarvonin. Svo virðist sem fjár-
festar hafi að einhverju leyti misst
trú á gengi krónunnar og hafi verið
að loka þessum framvirku samning-
um í stórum stíl og það hefur ýtt
undir frekari lækkun krónunnar.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir að menn verði að átta sig á því
grundvallaratriði að gengi krónunn-
ar sé nú ákveðið á markaði þar sem
verðið ráðist af framboði og eftir-
spurn. Ekki sé óeðilegt að sjá
ákveðnar sveiflur á genginu og að
það geti verið heilbrigt. „Það hefur
verið mikil spákaupmennska í kring-
um þann mun sem er á vöxtum hér
og í nágrannalöndunum og fólk tekið
áhættu til að hagnast. Það er ekki
óeðlilegt að menn brenni sig á slíku
annað slagið,“ segir Geir.
Misvísandi skilaboð frá
Seðlabankanum
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningar og útgáfu hjá
FBA, segir Ijóst að væntingar fjár-
festa og annarra aðila á markaðnum
til krónunnar hafi minnkað. Menn
hafi búið við mikla verðbólgu í marga
mánuði og væntingar um lækkun
hennar ekki gengið eftir. Fréttir um
niðurskurð aflaheimilda hafi bæst
við. „Síðan gerist það í gær og í dag [í
fyrradag og gær] að markaðurinn
fékk misvísandi skilaboð frá Seðla-
bankanum. Bankinn brást hart við
þegar gengið lækkaði í júní og menn
voru með yfirlýsingar um að krónan
yrði varin með kjafti og klóm. Út frá
þessu byggðu fjárfestar spár sínar
um að krónan myndi ekki veikjast
frekar," segir Almar.
Af viðbrögðum á markaðnum að
ráða virðast margir hafa treyst því
að Seðlabankinn myndi með inngrip-
um sínum í markaðinn sjá til þess að
gengisvísitalan færi ekki yfir 112. í
fyrradag fór vísitalan í fyrsta skipti
yfir það mark án þess a bankinn
gerði mikið til að verja þá stöðu og
staðfestir Almar Guðmundsson að
við það hafi komið verulegur órói á
markaðinn. Menn hafi
verið með væntingar í
kringum ákveðið gildi
gengisvísitölunnar. Hann
segir að hreyfingamar
nú sýni að menn sem
fjárfest hafi í krónum treysti geng-
inu ekki jafn vel og áður og loki stöð-
um sínum.
Yngvi Örn í Seðlabankanum segir
að markaðsaðilarnir hafi ekki ná-
kvæmar upplýsingar um stefnu
bankans í þessu efni og ekki væri
heldur heppilegt að þeir hefðu þær.
Hann sagði að í þessari stöðu væri
ekki talið skynsamlegt að verja
ákveðið gengi og léti bankinn mark-
aðsaðilana ekki þvinga sig til þess.
Frekar væri reynt að dempa sveifi-
umar og leita að gengi þar sem krón-
an gæti náð jafnvægi á nýjan leik.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri neitar því að bankinn
hafi breytt um stefnu í gengismálum.
„Við höfum áhuga á að halda gengi
krónunnar sterku. Öll túlkun á gerð-
um okkar í aðra átt er á misskilningi
byggð,“ segir hann.
Áframhaldandi
veiking
Því er spáð að áfram verði til-
hneiging til lækkunar íslensku krón-
unnar. Yngvi Örn segir að Seðla-
bankinn búist við áframhaldandi
þrýstingi á gengið næstu daga. Segir
hann að það stafi meðal annars af því
að trú manna á stöðugleikann fari
minnkandi. Þá megi búast við því að
hreyfing á genginu út af fyrir sig
valdi gárum.
FBA telur einnig að fátt geti kom-
ið í veg fyrir frekari veikingu krón-
unnar til skemmri tíma litið. Að mati
bankans má búast við að gengisvísi-
talan sveiflist á bilinu 113,5 til 116 á
næstu vikum.
Almar Guðmundsson segir að
veikleikamerki séu á krónunni og
búast megi við áframhaldandi þrýst-
ingi á gengið. Hann leggur áherslu á
að markaðurinn þyrfti sterkari skila-
boð frá þeim sem fara með ríkisfjár-
málin, um að þeir vildu treysta
grunn efnahagslífsins. Það gæti auk-
ið sjálfstraust markaðarins. Nefnir
hann sem dæmi að skýrara útspil í
sambandi við einkavæðingu myndi
hafa jákvæð áhrif, einnig skilaboð
um frekara aðhald í ríkisútgjöldum.
í Hálffimm fréttum Búnaðarbank-
ans verðbréfa í gær kemur fram að
íslenska krónan sé að veikjast í takt
við breyttar horfur í efnahagslífinu.
„Atburðir síðustu daga sýna að pen-
ingamálastjórn Seðlabankans nægir
ekki til að koma í veg fyrir frekari
veikingu enda eru aðgerðir bankans
ótrúverðugar á meðan samræmdar
aðgerðir í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum vantar. Gengi gjaldmiðla
endurspeglar styrk efna-
hagslífsins og verður
ekki haldið uppi með
lánsfé erlendis frá. Stórir
og sterkir erlendir seðla-
bankar hafa lært þá lexíu
af sárri reynslu, með tilheyrandi af-
leiðingum fyrir almenning og at-
vinnulíf," segir í fréttum Búnaðar-
bankans.
Seðlabankinn hefur í aðalatriðum
tvær leiðir til að stuðla að háu gengi
íslensku krónunnar, að kaupa krón-
ur fyrir gjaldeyri og að hækka vexti
enn frekar. í Hálffimm fréttum Bún-
aðarbankans segir að gera megi ráð
fyrir allt að 100 punkta vaxtahækkun
á næstunni.
Menn haldi
ró sinni
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir að ekkert sérstakt tilefni sé til
þessara atburða sem orðið hafa á
gjaldeyrismarkaðnum undanfarna
daga. Almennt séð sé traust staða í
efnahagslífinu og blikur á lofti í sam-
bandi við viðskiptahalla og verð-
bólgu séu ekki ný tíðindi heldur hlut- 1
ir sem lengi hafi verið vitað um. „Ég
mæli með því að menn haldi ró
sinni,“ segir ráðherrann.
Hann segir að ekki sé að vænta út-
spils í ríkisfjármálunum og hvetur þá
sem þess óska til að líta á dagatalið.
Geir segir að fyrir liggi stefna ríkis-
stjómarinnar um einkavæðingu
Landssímans og bankanna og þau
mál séu í vinnslu. Ekki sé Ijóst hve-
nær komi að sölu.
Lækkun gengis íslensku krón-
unnar stuðlar almennt séð að hækk-
un innflutningsverðs og þar með
aukinni verðbólgu. Þannig gerir
Seðlabankinn ráð fyrir að lækkun
gengis um 1% auki verðbólguna um
0,4%. i
Geir tekur undir það að frekar
megi reikna með neikvæðum áhrif-
um gengislækkunar á verðlagsþró-
un. Vegna breytinga í þjóðfélaginu
og aukinnar samkeppni sé hins veg-
ar ekki hægt að fullyrða að beint
samhengi sé þar á milli.
Jákvætt fyrir ferðaþjónustu
og fiskútflutning
Lækkandi gengi krónunnar hefur
jákvæð áhrif á tekjuöflun þeirra at-
vinnugreina sem fá tekjur sínar í er-
lendum gjaldmiðlum, meðal annars
ferðaþjónustuna og útflutning sjáv-
arafurða. Fyrirtækin fá fleiri krónur
fyrir gjaldeyrinn en áður.
Steinn Logi Björnsson, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
að Seðlabankinn hafi haldið uppi
gengi íslensku krónunnar í þeim eina
tilgangi að halda niðri verðbólgu.
Löngu sé Ijóst að undirliggjandi
kraftar í hagkerfinu standi ekki und-
ir genginu. Því séu menn
á útflutningshlið ferða-
þjónustunnar sáttir við
þróunina að undanförnu.
Steinn Logi leggur þó
áherslu á að ekki sé gott
að breytingin gerist svo hratt að
stöðugleikanum verði stefnt í hættu.
Það sé engum til góðs.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að
stjómendur fiskvinnslufyrirtækja
hafi haft áhyggjur af hækkun krón-
unnar á síðasta ári. Nú sé gengið að
nálgast það sem var fyrir ári. Hann
leggur þó, eins og Steinn Logi,
áherslu á að verðlagi verði haldið
stöðugu.
Hagnaðar-
vonin
minnkar
Spá
hækkun
vaxta