Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 19 VIÐSKIPTI Tuttugu þúsund bokanir í Flug- frelsi „FLUGFRELSI er byltingarkennd- ur, nýr ferðamáti," sagði Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar hf., í samtali við Morg- unblaðið í gær en hann gerir ráð fyrir að í lok mán- aðarins verði bókanimar komnar í um tuttugu þúsund. Hann sagði flug- frelsi vera ólíkt hefðbundnum ferða- máta að því leyti að þegar menn ferðuðust undir reglum flugfrelsis væru í raun engar reglur. Breyting- ar á miðum væru eðlilegur hlutur, en annars kostuðu þær oft mikið eða væru ómögulegar. Helgi sagði að Samvinnuferðir- Landsýn hefði rennt blint í sjóinn þegar flugfrelsið hófst á þessu ári, en margir hefðu viljað nýta sér þennan kost og nú væri svo komið að um tíu þúsund bókanir hefðu verið til Kaup- mannahafnar og um sjö þúsund til annarra áfangastaða. Hann gerir ráð fyrir að í lok júlí verði bókanirnar komnar upp í um það bil tuttugu þús- und samanlagt og að flugfrelsið sé þegar orðið stærsti hluti starfsemi félagsins. Til samanburðar má nefna að bókanir í sólarferðir á vegum Samvinnuferða-Landsýnar eru átján til nítján þúsund. Einnig með viðskiptafargjöld Helgi lýsti þeirri skoðun sinni að hefðbundinn ferðamáti með flugi væri of flókinn og að Samvinnuferð- ir-Landsýn hefðu farið að skoða hvers vegna þetta þyrfti að vera svo. Niðurstaðan hefði verið sú að fyrir þessu væri engin ástæða og að það þyrfti ekki að vera flóknara að kaupa flugmiða en rútumiða, ef menn vildu aðeins bóka aðra leiðina í einu eða breyta um áfangastað ætti það ekki að þurfa að vera erfiðleikum bundið. I flugfrelsi er boðið upp á við- skiptafargjöld eins og í hefðbundnu flugi, en Helgi sagði þau miklu ódýr- ari í flugfrelsinu, eða sautján til tuttugu þúsund krónur. Mætir óskum neytenda Hann sagði jafnframt að útkoman hefði verið sú að nýting væri með ágætum, því þótt einn keypti aðeins miða aðra leiðina væri einhver annar að fara í hina áttina. Helgi sagði þær viðtökur sem flugfrelsið hefði fengið vera hvatn- ingu til að halda áfram og sagði hann að svo yrði örugglega gert. Hann sagðist einnig sannfærður um að innan fárra ára yrði þetta fyrirkomu- lag orðið ofan á í flugi í heiminum, enda væri með þessu verið að koma til móts við óskir neytenda. Strengur semur við NorwegianPX STRENGUR hf. Integra Group hef- ur gert samning við norska fyrir- tækið Norwegian PX um innleið- ingu, rekstur og hýsingu á versl- unar- og upplýsingakerfi. Norwegian PX er einkarekið fyr- irtæki með höfuðstöðvar í Noregi en selur í samstarfi við norska her- inn og Sameinuðu þjóðirnar toll- frjálsar vörur til friðargæsluliða. Starfsemi fyrirtækisins er nú í Pristina og Kosovo. Að sögn Jóns Heiðars Pálssonar, sölustjóra Strengs, er um talsverð- ar fjárhæðir að tefla í samningnum. Lausn sú sem Strengur býður bygg- ist á Navision Financials-viðskipta- kerfinu ásamt InfoStore-versIunar- kerfinu og InfoServer-samskipta- lausnum. Notendur kerfisins munu tengjast því í gegnum Netið og verður miðlægur búnaður kerfisins í umsjón Strengs hérlendis. Allar sölu- og lykilupplýsingar í verslun- arrekstri Norwegian PX verða því uppfærðar á einum stáð. Morgunblaðiö/Jim Smart Þórður Örlygsson og Jón Heiðar Pálsson, hjá Streng hf., við tölvubúnað þann sem hýsir verslunar- og upplýsingakerfi Norwegian PX. ® TOYOTA www.toyota.is Sími S70 5070 Umboösmenn um allt land: Akranes: Bilaröit ehf, slml 4 J1 2218 • Akureyd: Toyota Akureyti, síml 460 4300 • Borgames: Toyotasalurinn, síml 437 1055 fgllsstaðlr: Blfrelöaverkstjeðl Borgþórs, símt 471 2660 • Húsavflc Bflalelga Húsavlkur, sfml 464 1888 • Höfn: Hraun sf, sfml 478 1991 • Isafjöröur. BflaUngl, sfml 4S6 3800 Keflavflc Toyotasalurínn, sfml 421 4888 • Klrkjutuejaridaustur Bflaverkstaeöið, sfmi 487 4630 • Patreksfjöröur BflaverksUeðl Cuðjóns, sfml 4S6 1124 Sauöírkrókur Bókabúð Brynjars, sfml 453 59S0 • Setfoss: Toyotasalurínn, 480 8000 • Vestmannaeyjar. Krtstjín Ólafsson, slml 481 2323 Sýndu tilþrif á leiðinni. Taktu af skarið, sýndu hinum að það ert þú sem ræður ferðinni. Sýndu þeim að þú ert sá sem fylgst er með, sýndu þeim hver fer fyrstur. Kynntu þér einn glæsilegasta sportbíl landsins, nú með sérstökum sumarauka: 17" álfelgum og vindskeið að verðmæti 197.000 kr. Ekki reka lestina Þú ræður ferðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.