Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 > MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t JÓHANN KRISTINN RAFNSSON, heiðursborgari Stykkishólms, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju á morgun, laugardaginn 15. júlí, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar. t Móðir okkar, tegdamóðir, amma og langamma, SIGURSTEINA JÖRGENSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést þann 9. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild K1 á Landspítalanum. Oddný S. Magnúsdóttir, Lárus Þ. Lárusson, Guðbjörg A. Magnúsdóttir, Guðmundur Marinósson, Magnús Lárusson, Svanhildur Másdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Skúlagötu 64, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 12. júli síðastliðinn. Hörður Harðarson, Guðný Guðnadóttir, Brynja Áslaug Sigurðardóttir, Árni Friðriksson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA SIGURRÓS HANSDÓTTIR, Klausturhólum, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 15. júlí kl. 10.30. Ragna María Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson, Einar Gunnarsson, Guðgeir Gunnarsson, Anna Helga Aradóttir, Þórleif Gunnarsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA GÍSLADÓTTIR, Hrísalundi 4e, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, fimmtu- daginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 17. júlí kl. 13.30. Jóhann Þorgilsson, Elsa Axelsdóttir, Jóhann Guðjónsson og ömmubörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÓBERTS BJARNASONAR, Langeyrarvegi 18, Hafnarfirði. Bestu þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir hlýja og góða umönnun. Kristján Róbertsson, Steinunn Eiríksdóttir, Bjarni Sævar Róbertsson, Nanna Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurborg Róbertsdóttir, Magnús Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRSTEINN BERGMANN MAGNÚSSON + Þórsteinn Berg- mann Magnússon fæddist í Uppsölum í Eiðaþinghá 13. maf 1925. Hann lést í Landspitalanum við Hringbraut 9. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jó- hannsson bóndi í Uppsölum, f. í Innri- Drápuhlíð í Helga- fellssveit 6. desember 1887, d. 21. janúar 1982, og Ásthildur Jónasdóttir, f. á Helgafelli í sömu sveit 10. nóvem- ber 1888, d. 7. desember 1968. Magnús og Ásthildur eignuðust þrettán börn, fjögur létust í frum- bemsku, hin eru: Jóhann, f. 1917, Ingveldur, f. 1919, Matthildur, f. 1922, Ásmundur, f. 1924, Þórleif, f. 1926, d. 1983, Jóhanna, f. 1927, Jónas, f. 1928, og Ástráður, f. 1930. Þórsteinn giftist 13. ágúst 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni Karitas Bjargmundsdótlur. Foreldrar hennar vom hjónin Bjargmundur Sveinsson rafvirki, f. f Efri-Ey í Meðallandi 29. ágúst 1883, d. 1964, og Herdís Kri- sfjánsdóttir, f. í Foss- seli Reykjadal 11. ap- ríl 1886, d. 1970. Þórsteinn og Karitas eignuðust tvö börn, Þorstein, f. 1. febrúar 1971, og Berglindi, f. 13. maí 1966. Hennar maki er Stefán Garð- ar Óskarsson og eiga þau þrjú böm, Kari- tas Olfu, ísak Hrafn og Jakob Stein. Þórsteinn gekk í Héraðsskólann á Eiðum. Hann flutti til Reykjavík- ur 1943 og hóf störf í Kiddabúð 1945. Síðar keypti hann verslunina og rak hana undir heitinu Njáls- búð. Hann vann við þann verslun- arrekstur í samfleytt 46 ár. Eftir það varð hann sölumaður hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna og í versl- uniirni Agli Jacobsen. Utför Þórsteins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Fyrirtveimurdögum varstu úti í garði ogbrostir til mín þegar ég kom út. - í blárri skyrtu með sól í fallega hárinu. Égfannylíhjartanu. Ég horfi á svart - hvíta mynd af okkur með ber í fótu. - Man hönd þína sem leiddi mig litla, höndina sem leiddi bömin mín, man glettnina, gleðina og elskuna. Man þig í blárri skyrtu í sólinni. Þú fórst út í morgun en komst ekkiafturheim. í kvöld þegar ég strauk fallega hárið þitt, varstu látinn. Ég veit hvers hönd leiðir þig nú ogsúvissaogsútrúsefa sorginamína. Ég ætla að hafa kveikt á útiljósinu fyrir hann Steina minn sagði mamma þegar ég fór frá henni í kvöld. Hjá mér verður alltaf ljós fyrirþig,pabbiminn. Sofðu rótt f Guðs friði. Þín dóttir að eilífu, Berglind Karitas. Elsku besti pabbi minn. Það er svo margt sem ég þarf að segja þér og ég hef kosið að gera það svona, því ég veit að þú skilur mig: I gegnum móðu’ og mistur égmikilundursé. Eg sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Afennidaggirdrjúpa, og dýrð úr augum skín. A klettinn vil ég krjúpa ogkyssasporinþín. Ég fell að fótum þínum ogfaðmalífsinstré. Með innri augum mínum égundurmikilsé. Þústýrirvorsinsveldi ogvemdarhveijarós. Fráþínumástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stef.) Hvfldu í friði, vinur minn. Þinn elskandi sonur, Þorsteinn Þórsteinsson. Þórsteinn Bergmann Magnússon var Austfirðingur. Til Reykjavíkur, kominn frá bænum Uppsölum ná- lægt Egilsstöðum, þar sem hann var fæddur, leitaði Þórsteinn gæfunnai-. Þórsteini varð að ósk sinni. Nýkom- inn til Reykjavíkur, ókunnugur öll- um, réð hann sig til Kristjáns Jóns- sonar, Kidda í Kiddabúð, sem verzlunarstjóra í verzlun hans á Njálsgötu 64. Kiddabúðimar voru verzlunarkeðja hér í borg. Þar var starfsvettvangur Þórsteins í yfir 40 ár, fyrst sem verzlunarstjóri, og síð- ustu árin sem kaupmaðurinn á hom- inu, fyrir eigin reikning. Engan hefi ég þekkt sem hefur borið titilinn „Kaupmaðurinn á horninu" með meiri sóma en Þórsteinn, sem þekkt- ur var í öllu hverfinu og bókstaflega um allan bæ sem Steini í Kiddabúð. Þórsteinn hefur sjálfsagt átt óskil- greint erindi í þetta hús Njálsgötu 64. Það var ekki aðeins atvinnu að hafa þar, það bjó margt fólk í húsinu og þess vegna gerði Þórsteinn sér grein fyrir því að ef hamingjan yrði honum hliðholl var framtíðargæfu ef til vill þar að hafa líka. Honum varð að ósk sinni. I húsinu bjó ung kona, Karitas Bjargmundsdóttir. Þór- steinn og Karitas gengu í hjónaband sem stóð í tæp 40 ár. Börn þeirra em tvö, Berglind Karitas og Þorsteinn. Barnabömin em þrjú. Eftir að Þórsteinn hætti verzlun- arstörfum starfaði hann um nokk- urra ára skeið hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, þar til fullum eftirlaunaaldri var náð. Þórsteinn var mjög félagslyndur. Þegar Þór- steinn var við verzlunarstörf í Kidda- búð á Njálsgötu 64, var verzlunin oft á tíðum eins og hálfgerð félagsmið- stöð. Fólkið í hverfinu sótti margt í búðina, fleira en venjulega innkaupa- ferð, því Steini réð til starfa ágætis- starfsfólk, sem seinna urðu þekktir skemmtikraftar landsmanna og fengu tækifæri til að tjá sig við mis- munandi persónur að ógleymdum Kjarval sem bjó í húsinu sem var að- dráttarafl fyrir allskonar fólk, sem lífgaði upp á tilvemna þarna í kring- um Þórstein. Allir sem kynntust Þór- steini, bám honum vel söguna, líka sem kaupmanninum á hominu enda var Þórsteinn hlý persóna og vinmar- gur. Kristjana, sambýliskona mín, mágkona Þórsteins, saknar einstak- lega góðs og trausts vinar. Um leið og við Kristjana þökkum Þórsteini einstaklega mikið vinarþel, óskum við Karitas Berglindi Karitas, Þorsteini og öllum ættingjum bless- unar. Þorkell Valdimarsson. Njálsgata 64 var alltaf fastur punktur í tilverunni hjá okkur. í heimsóknum okkar til Islands sner- ist mikið í kringum þetta hús, því þar bjuggu Kiddi (móðurbróðir okkar) og Sigga, ásamt ömmu og afa okkar. Á jarðhæðinni var síðan Kiddabúð, þar sem var að finna hann Steina hennar Dídíar, móðursystur með meiru. Steini var kaupmaðurinn á hominu í orðsins fyllstu merkingu. í þessari matvömbúð á horninu á Bar- ónsstíg og Njálsgötu, sem Dídí og Steini keyptu síðan og endurskírðu Njálsbúð, var alltaf gaman að vera. Það leyndi sér aldrei í brosinu á hon- um Steina að við vomm alltaf inni- lega velkomin og aldrei til ama, og okkur leið alltaf vel 1 návist hans. Til var hann með kókið í annarri hendi og nammið í hinni, sem hann rétti okkur og settist slðan og sagði okkur sögur, þangað til að inn kom við- skiptavinur, en þá stökk hann á fæt- ur og aðstoðaði með sinni einstöku þjónustulund. Svo kynnti hann okkur iðulega fyrir þeim sem bar að garði með sínu blíða brosi á vör þannig að við fundum svo vel fyrir hlýju hans í okkar garð. Alltaf var hann hress við fólkið og spjallaði um daginn og veg- inn á meðan hann tók allt saman sem beðið var um. Þegar við fylgdumst með fannst okkur að allir þeir sem komu inn væra góðir vinir. Þannig var andrúmsloftið í búðinni, gott og heimilislegt. Allir gengu ánægðir út úr Njálsbúð og við vomm alltaf stolt af Steina okkar. En ekki er hægt að minnast Steina án þess að Dídí komi þar að. Það var alltaf sagt „Dídí og Steini“, svo sam- rýnd vom þau í okkar huga. Það var mikið samband milli fjölskyldna okk- ar, bæði þegar við voram á landinu og eins í ótal mörgum heimsóknum þeiiTa til okkar í Bandaríkjunum. Ferðalög innanlands, ótal fjölskyldu- bóð og sumarbústaðurinn sem fjöl- skyldur okkar byggðu og áttu saman í Grímsnesinu, geyma öll ógleyman- legar minningar. Reyndar má segja að þessi óvenju góðu og sterku fjöl- skyldutengsl hafi orðið til þess að föður okkar, sem var bandarískur, fannst hann eiga svo mikil og sterk tengsl við Island að hann ákvað að hér vildi hann vera þegar árin færð- ust yfir og fjárfesti hér í íbúð til að svo yrði. Þó sá draumur hafi ekki ræst vegna ótímabærs fráfalls hans fyrir aldur fram, þá hefur þetta haft mikil áhrif á það að allir fjölskyldu- meðlimirnir eru nú búsettir á íslandi. Nú þegar við kveðjum Steina, kemur margt upp í hugann, m.a. að dugnaðurinn í Steina virtist alltaf vera óþrjótandi, hvort sem hann var að byggja sumarbústaðinn, bjóða heim í mat eða sinna hinu daglega amstri. En jafnframt var hann mikill fagurkeri og örlátur maður. Við þökkum einstaka natni, hlýhug og hjálpsemi í garð móður okkar, en hún hefur ætíð kallað hann Steina „besti vinur minn“. Elsku Dídí, Berglind, Þorsteinn og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk. Blessuð sé minning hans. Karen og Marilyn. Loftleiðir, 14 tíma flug til íslands, Kiddabúð á Njálsgötu 64, Sundhöll- in, grásleppuveiði með afa, amma alltaf í peysufötum, sumarhúsið við Álftavatn, Kiddi, Sigga, Heddy, Haf- steinn, Dídí - og Steini, fyrsti full- orðni maðurinn sem tók mig sem jafningja á sinn ljúfa hátt. Bernsku- minningar mínar frá sumarheim- sóknunum á Islandi munu ávallt fylgja mér, og þær komu nú upp í hugann hver á fætur annarri þegar ég frétti lát míns góða gamla vinar, Þórsteins Magnússonar. Og þó að við hittumst sjaldnar síðustu árin eftir að hann hætti í verzluninni á Njáls- götunni sem var honum svo kær, þá finn ég nú fyrir djúpum söknuði og um leið fyrir þakklæti. Steini var góður maður og í litlu veröldinni á Njálsgötunni á þessu litla skeri okkar hér í Norður-Atlantshafi var hann mikil- menni. Steina þótti vænt um fólk, og hann sýndi það í sínu daglegu lífi, t.d. í því hvernig hann tók á móti við- skiptavinum sínum með nafni, og hvernig hann hafði alltaf tíma til að sinna óskum hvers og eins. Sérhver viðskiptavinur var mikilvægur, ekki fyrst og fremst vegna viðskiptanna, heldur vegna þess að þeir gáfu hon- um tækifæri til að leggja sitt fram til að gera tilverana léttari, hlýlegri og betri. Það var alltaf gaman að koma ogversla við Steina. í bakherberginu á Kiddabúð bað hann mig stundum að fylla brúna bréfpoka með sykri eða kartöflum og mér fannst þá ég heldur betur vera orðinn maður með mönnum. Hann treysti litla stráknum, og að launun fékk ég svo appelsín, sínalco eða spur-cola, og að ógleymdri lakkrís- rallunni. Og ég settist á trékassa undan banönum og fann til mín þegar viðskiptavinir hans horfðu í áttina til mín með smáforvitni. „Hann er frá Ameríku,“ sagði hann, og viðskipta- vinurinn kinkaði þá kolli og brosti til mín, og mér hlýnaði um hjartað og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.