Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nem- endur fá smart- kort Kópavogur KÓPAVOGSBÆR, Spari- sjóður Kópavogs og Smart- kort ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að auka verulega samstarf sitt. I vetur var gerð tilraun með rafeyriskerfi, sem bygg- ist á notkun svokallaðra smartkorta, í Þingholtsskóla og hefur Bæjarráð Kópavogs samþykkt að aðrir grunn- skólar bæjarins taki upp sams konar kerfi í samráði við skólastjórnendur. Nýtast sem skólaskírteini Kerfið byggist á því að allir nemendur skólans fá í hend- ur smartkort, sem gefin eru út af Sparisjóði Kópavogs, en auk þess að nýtast sem skóla- skírteini eru kortin notuð sem greiðslukort í skólanum. Nemendur nota kortin til að greiða fyrir mat og drykk í skólaversluninni, greiða með þeim efniskostnað, þátttöku- gjald í skólaferðalög, miða á skólaböll og önnur útgjöld tengd skólastarfinu. Auk þess hefur Kópavogs- bær lýst yfir vilja sínum til að kanna notkun kortanna í stofnunum bæjarins þar sem því verður við komið. Lagfæring- ar á Eiðs- granda Vesturbær ÞRJÚ tilboð bárust í lagfær- ingar á Eiðsgranda, stígagerð og ræktun milli götu og sjáv- ar. Lægsta tilboðið kom frá Víkurverki hf og nemur tæp- lega 23 og hálfri milljón króna.Borgarráð samþykkti á fundi sínum 10. júlí síðastlið- inn að gengið yrði til samn- inga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans. Vínbúð á Spönginni Grafarvogur ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins áformar að opna vín- búð á Spönginni í Grafarvogs- hverfi. Málið var rætt á borg- arráðsfundi hinn 10. júlí síðastliðinn. Borgarráð lagð- ist ekki gegn erindinu. Jóhann Jónsson tekur sig vel út við bifreiðasmíði. Bifreiða- verkstæði fyrri tíma Jóhann Jónsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður á verkstæðinu. GESTUM Árbæjarsafns gefst nú kostur á að skoða bíliðna- sýningu sem er samstarfs- verkefni safnsins og Bíl- iðnafélagsins -Félags blikksmiða. Um er að ræða bílaverkstæði sem er í skúr- byggingu á safnsvæðinu en fyrr á öldinni voru bflaverk- stæðin ■ bænum í slíkum byggingum. Sýningin var unnin þannig að eitt safnahúsanna var gert að bflaverkstæði í anda þeirra verkstæða sem var að finna víða um Reykjavík um miðja 20. öldina. í bflaverk- stæðinu gefur að líta muni sem tengjast bifreiðum og bifreiðaviðgerðum með ýms- um hætti. Koma í veg fyrir að sagan glatist Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á sýningunni má sjá Ford-bifreið, árgerð 1931. Aðdraganda sýningarinn- ar má rekja allt aftur til árs- ins 1985 að sögn Jóhanns Jónssonar, sem starfaði að uppsetningu sýningarinnar fyrir hönd Bfliðnafélagsins. Þá var hafist handa við að halda utan um hina ýmsu gripi sem tengdust greininni. I upphafí var hugmyndin sú að koma í veg fyrir að sagan glataðist en svo vatt þetta upp á sig og endaðisem sýn- ing á Árbæjarsafni, að sögn Jóhanns. Gripir sýningarinnar eru fengnir víða að, frá gömlum félagsmönnum, verkstæðum og einnig utan af landi segir Jóhann. Sýningin spannar tímabilið frá upphafí aldar- innar fram til áranna kring- um 1950. Sýningin hluti af safninu Guðný Gerður Gunnars- dóttir borgarminjavörður segir sýninguna vera setta upp til frambúðar. Hún sé nú hluti af safninu. Árbæjar- safnið hefur tekið við raunun- um og sér um varðveislu þeirra og skráningu. Á sýningunni má sjá verk- færi og aðstöðu bifvéla- virkja, bflasmiða, og bflamál- ara. Guðný segir að ýmsum minjum tengdum atvinnu- starfsemi hafí verið bjargað af félögum og fyrirtækjum eins og í þessu tilfelli Bíl- iðnafélaginu-Félagi blikk- smiða. Einnig hafi einstakl- ingar varðveitt minjar í áraraðir og afhent safninu síðar til vörslu. Fyrstu bflaverkstæðin Fyrstu tveir bflamir sem fluttir voru tíl Islands, 1904 og 1907, reyndust illa og vom sendir úr landi. Sam- felld bflaöld hófst 1913 þegar Vestur-íslendingai- fluttu inn fyrsta Ford T bílinn. Ásamt, honum kom Jón Sigmunds- son frá Kanada sem varð fyrstur manna til að gera bif- reiðaviðgerðir að megin- starfi sínu. Hann kom á lagg- irnar fyrsta almenna bflaverkstæði landsinsl918 en þá voru bflar í Reykjavík orðnir 50-60.Verkstæðið var í skúrabyggingu við Klapp- arstíg, skammt ofan Lauga- vegar. Þar var moldargólf að mestu og menn notuðu m.a. kerti til að lýsa sér við vinn- una. Bifreiðum fjölgaði ört næstu árin. Bifreiðaviðgerð- um óx mjög fiskur um hrygg á þriðja áratug aldarinnar hvað faglega þekkingu og tækjakost varðar. Þegar á þessum árum bjuggu stærri verkstæði yfir allgóðum verkfærum til að gera við allar helstu bilanir, þ.á m. tækjabúnaði til að end- umýja vélar, log- og rafsuðu- tækjum, ýmiss konar raf- magnshandverkfærum, topplyklasettum auk al- mennra handverkfæra. Bifreiðasmíði og bflamál- un verða atvinnugreinar Smíði húsa og palla á bfla hófst þegar við komu fyrstu bflanna hingað til lands. Vörubflar komu almennt til landsins án yfirbygginga. Undir miðjan þriðja ára- tuginn tóku menn að gera smíði bflhúsa, bifreiðasmíði sem svo var nefnd síðar, að meginstarfi. Fram eftir þriðja ára- tugnum var nær eingöngu smíðað úr tré, en um 1930 urðu þáttaskil þegar járnið kom til sögunnar sem klæðn- ing utan á húsin og síðan sem hluti af máttarstoðum þeirra. Formið tók einnig breyting- um, þök urðu hvelfd, horn kúpt og framhurðir boga- dregnar. Bifreiðasmíði, einkum yfír- byggingar á langferðabfla og jeppa, var umfangsmikill iðn- aður langt fram eftir öldinni og vel vandað til verka. Sú iðn mátti sín þó minna gegn innfluttum yfirbyggiugum er kom fram á áttunda og níunda áratug aldarinnar. I upphafi voru bflar málað- ir með venjulegri húsamáln- ingu, bæði tré- og járnfletir. Sérhæfing í bflamálun hófst svo um 1930. Framheimilið að félagsmiðstöð og Tðnabær að atvinnuhúsnæði Háaleiti/Hiíðar REYKJAVÍKURBORG hef- ur undirritað samning við Knattspyrnufélagið Fram um leigu á félagsheimili Fram við Safamýri. Þar mun ITR reka félags- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk í hverfunum þar í kring og sjá þeim fyrir fé- lags- og tómstundastarfi í samvinnu við önnur félög og skóla í hverfinu. Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Framheimilinu er ætlað að koma að nokkru leyti í stað starfsemi félagsmiðstöðvar- innar Tónabæjar en eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum keyptí fyrirtækið Þyrping hf., sem áður hét Eignarhaldsfélagið Kringlan hf., húsnæði Tónabæjar fyrir tæplega 67 milljónir króna. Reykjavíkurborg leigir fé- lagsheimili Fram til tíu ára og mun Fram færa starf- semi sína í íþróttahús sitt við Safamýri. í samningi borgarinnar og Fram er einnig tekið fram að stefnt sé að því að gera þjónustu- samning um aukið samstarf Fram og ITR við skipulagn- ingu íþrótta-, félags- og tóm- stundastarfs í hverfinu. Gamli Tónabær leigður undir verslun eða skrifstofur Þyrping fær húsnæði Tónabæjar afhent 1. október næstkomandi og segir Ragn- ar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að ætlunin sé að leigja hús- næðið út til lengri tíma og segist hann telja að húsnæð- ið muni henta ágætlega sem verslunar- eða skrifstofuhús- næði. Hann segir að ekki hafi enn verið gerður samn- ingur um leigu, en samn- ingaviðræður standi hins vegar yfir. Ragnar Atli segir standa til að breyta húsnæðinu þó nokkuð og gera það að nú- tímalegu atvinnuhúsnæði. Þær breytingar verði gerðar í samráði við þann eða þá sem tækju húsið á leigu og telur hann líklegt að fram- kvæmdirnar taki nokkra mánuði. Húsnæðið verði því tekið í notkun upp úr næstu áramótum. Athuga hag- kvæmni lestar- samgangna Reykjavík Á FUNDI borgarráðs hinn 11. júlí síðastliðinn var sam- þykkt tillaga veitustjórnar um að fram skuli fara forval á aðilum til að gera hag- kvæmnisathugun á járn- braut milli Reykjavíkur og Keflavíkur og að forval fari fram á Evrópska efnahags- svæðinu. I greinargerð sem fylgdi tillögunni kemur fram að til Orkuveitunnar hafa leitað nokkrir aðilar sem sýnt hafa áhuga á að framkvæma hag- kvæmniskönnun á lestar- samgöngum á milli Reykja- víkur og Suðurnesja. Þar segir að í óformlegum til- boðum þessara aðila séu mismunandi forsendur. Eðlilegt sé því að fram fari útboð þar sem forsendur séu ljósar og innlendir aðil- ar hafi möguleika á að koma að verkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.