Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Nem-
endur fá
smart-
kort
Kópavogur
KÓPAVOGSBÆR, Spari-
sjóður Kópavogs og Smart-
kort ehf. hafa undirritað
viljayfirlýsingu um að auka
verulega samstarf sitt.
I vetur var gerð tilraun
með rafeyriskerfi, sem bygg-
ist á notkun svokallaðra
smartkorta, í Þingholtsskóla
og hefur Bæjarráð Kópavogs
samþykkt að aðrir grunn-
skólar bæjarins taki upp
sams konar kerfi í samráði
við skólastjórnendur.
Nýtast sem
skólaskírteini
Kerfið byggist á því að allir
nemendur skólans fá í hend-
ur smartkort, sem gefin eru
út af Sparisjóði Kópavogs, en
auk þess að nýtast sem skóla-
skírteini eru kortin notuð
sem greiðslukort í skólanum.
Nemendur nota kortin til að
greiða fyrir mat og drykk í
skólaversluninni, greiða með
þeim efniskostnað, þátttöku-
gjald í skólaferðalög, miða á
skólaböll og önnur útgjöld
tengd skólastarfinu.
Auk þess hefur Kópavogs-
bær lýst yfir vilja sínum til að
kanna notkun kortanna í
stofnunum bæjarins þar sem
því verður við komið.
Lagfæring-
ar á Eiðs-
granda
Vesturbær
ÞRJÚ tilboð bárust í lagfær-
ingar á Eiðsgranda, stígagerð
og ræktun milli götu og sjáv-
ar. Lægsta tilboðið kom frá
Víkurverki hf og nemur tæp-
lega 23 og hálfri milljón
króna.Borgarráð samþykkti á
fundi sínum 10. júlí síðastlið-
inn að gengið yrði til samn-
inga við lægstbjóðanda á
grundvelli tilboðs hans.
Vínbúð á
Spönginni
Grafarvogur
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríkisins áformar að opna vín-
búð á Spönginni í Grafarvogs-
hverfi. Málið var rætt á borg-
arráðsfundi hinn 10. júlí
síðastliðinn. Borgarráð lagð-
ist ekki gegn erindinu.
Jóhann Jónsson tekur sig vel út við bifreiðasmíði.
Bifreiða-
verkstæði
fyrri tíma
Jóhann Jónsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir
borgarminjavörður á verkstæðinu.
GESTUM Árbæjarsafns gefst
nú kostur á að skoða bíliðna-
sýningu sem er samstarfs-
verkefni safnsins og Bíl-
iðnafélagsins -Félags
blikksmiða. Um er að ræða
bílaverkstæði sem er í skúr-
byggingu á safnsvæðinu en
fyrr á öldinni voru bflaverk-
stæðin ■ bænum í slíkum
byggingum.
Sýningin var unnin þannig
að eitt safnahúsanna var gert
að bflaverkstæði í anda
þeirra verkstæða sem var að
finna víða um Reykjavík um
miðja 20. öldina. í bflaverk-
stæðinu gefur að líta muni
sem tengjast bifreiðum og
bifreiðaviðgerðum með ýms-
um hætti.
Koma í veg fyrir
að sagan glatist
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Á sýningunni má sjá Ford-bifreið, árgerð 1931.
Aðdraganda sýningarinn-
ar má rekja allt aftur til árs-
ins 1985 að sögn Jóhanns
Jónssonar, sem starfaði að
uppsetningu sýningarinnar
fyrir hönd Bfliðnafélagsins.
Þá var hafist handa við að
halda utan um hina ýmsu
gripi sem tengdust greininni.
I upphafí var hugmyndin sú
að koma í veg fyrir að sagan
glataðist en svo vatt þetta
upp á sig og endaðisem sýn-
ing á Árbæjarsafni, að sögn
Jóhanns.
Gripir sýningarinnar eru
fengnir víða að, frá gömlum
félagsmönnum, verkstæðum
og einnig utan af landi segir
Jóhann. Sýningin spannar
tímabilið frá upphafí aldar-
innar fram til áranna kring-
um 1950.
Sýningin hluti af safninu
Guðný Gerður Gunnars-
dóttir borgarminjavörður
segir sýninguna vera setta
upp til frambúðar. Hún sé nú
hluti af safninu. Árbæjar-
safnið hefur tekið við raunun-
um og sér um varðveislu
þeirra og skráningu.
Á sýningunni má sjá verk-
færi og aðstöðu bifvéla-
virkja, bflasmiða, og bflamál-
ara.
Guðný segir að ýmsum
minjum tengdum atvinnu-
starfsemi hafí verið bjargað
af félögum og fyrirtækjum
eins og í þessu tilfelli Bíl-
iðnafélaginu-Félagi blikk-
smiða. Einnig hafi einstakl-
ingar varðveitt minjar í
áraraðir og afhent safninu
síðar til vörslu.
Fyrstu bflaverkstæðin
Fyrstu tveir bflamir sem
fluttir voru tíl Islands, 1904
og 1907, reyndust illa og
vom sendir úr landi. Sam-
felld bflaöld hófst 1913 þegar
Vestur-íslendingai- fluttu inn
fyrsta Ford T bílinn. Ásamt,
honum kom Jón Sigmunds-
son frá Kanada sem varð
fyrstur manna til að gera bif-
reiðaviðgerðir að megin-
starfi sínu. Hann kom á lagg-
irnar fyrsta almenna
bflaverkstæði landsinsl918
en þá voru bflar í Reykjavík
orðnir 50-60.Verkstæðið var
í skúrabyggingu við Klapp-
arstíg, skammt ofan Lauga-
vegar. Þar var moldargólf að
mestu og menn notuðu m.a.
kerti til að lýsa sér við vinn-
una.
Bifreiðum fjölgaði ört
næstu árin. Bifreiðaviðgerð-
um óx mjög fiskur um hrygg
á þriðja áratug aldarinnar
hvað faglega þekkingu og
tækjakost varðar.
Þegar á þessum árum
bjuggu stærri verkstæði yfir
allgóðum verkfærum til að
gera við allar helstu bilanir,
þ.á m. tækjabúnaði til að end-
umýja vélar, log- og rafsuðu-
tækjum, ýmiss konar raf-
magnshandverkfærum,
topplyklasettum auk al-
mennra handverkfæra.
Bifreiðasmíði og bflamál-
un verða atvinnugreinar
Smíði húsa og palla á bfla
hófst þegar við komu fyrstu
bflanna hingað til lands.
Vörubflar komu almennt til
landsins án yfirbygginga.
Undir miðjan þriðja ára-
tuginn tóku menn að gera
smíði bflhúsa, bifreiðasmíði
sem svo var nefnd síðar, að
meginstarfi.
Fram eftir þriðja ára-
tugnum var nær eingöngu
smíðað úr tré, en um 1930
urðu þáttaskil þegar járnið
kom til sögunnar sem klæðn-
ing utan á húsin og síðan sem
hluti af máttarstoðum þeirra.
Formið tók einnig breyting-
um, þök urðu hvelfd, horn
kúpt og framhurðir boga-
dregnar.
Bifreiðasmíði, einkum yfír-
byggingar á langferðabfla og
jeppa, var umfangsmikill iðn-
aður langt fram eftir öldinni
og vel vandað til verka. Sú
iðn mátti sín þó minna gegn
innfluttum yfirbyggiugum er
kom fram á áttunda og
níunda áratug aldarinnar.
I upphafi voru bflar málað-
ir með venjulegri húsamáln-
ingu, bæði tré- og járnfletir.
Sérhæfing í bflamálun hófst
svo um 1930.
Framheimilið að félagsmiðstöð
og Tðnabær að atvinnuhúsnæði
Háaleiti/Hiíðar
REYKJAVÍKURBORG hef-
ur undirritað samning við
Knattspyrnufélagið Fram
um leigu á félagsheimili
Fram við Safamýri.
Þar mun ITR reka félags-
og upplýsingamiðstöð fyrir
ungt fólk í hverfunum þar í
kring og sjá þeim fyrir fé-
lags- og tómstundastarfi í
samvinnu við önnur félög og
skóla í hverfinu. Starfsemi
félagsmiðstöðvarinnar í
Framheimilinu er ætlað að
koma að nokkru leyti í stað
starfsemi félagsmiðstöðvar-
innar Tónabæjar en eins og
fram kom í Morgunblaðinu á
dögunum keyptí fyrirtækið
Þyrping hf., sem áður hét
Eignarhaldsfélagið Kringlan
hf., húsnæði Tónabæjar fyrir
tæplega 67 milljónir króna.
Reykjavíkurborg leigir fé-
lagsheimili Fram til tíu ára
og mun Fram færa starf-
semi sína í íþróttahús sitt
við Safamýri. í samningi
borgarinnar og Fram er
einnig tekið fram að stefnt
sé að því að gera þjónustu-
samning um aukið samstarf
Fram og ITR við skipulagn-
ingu íþrótta-, félags- og tóm-
stundastarfs í hverfinu.
Gamli Tónabær
leigður undir verslun
eða skrifstofur
Þyrping fær húsnæði
Tónabæjar afhent 1. október
næstkomandi og segir Ragn-
ar Atli Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
að ætlunin sé að leigja hús-
næðið út til lengri tíma og
segist hann telja að húsnæð-
ið muni henta ágætlega sem
verslunar- eða skrifstofuhús-
næði. Hann segir að ekki
hafi enn verið gerður samn-
ingur um leigu, en samn-
ingaviðræður standi hins
vegar yfir.
Ragnar Atli segir standa
til að breyta húsnæðinu þó
nokkuð og gera það að nú-
tímalegu atvinnuhúsnæði.
Þær breytingar verði gerðar
í samráði við þann eða þá
sem tækju húsið á leigu og
telur hann líklegt að fram-
kvæmdirnar taki nokkra
mánuði. Húsnæðið verði því
tekið í notkun upp úr næstu
áramótum.
Athuga hag-
kvæmni lestar-
samgangna
Reykjavík
Á FUNDI borgarráðs hinn
11. júlí síðastliðinn var sam-
þykkt tillaga veitustjórnar
um að fram skuli fara forval
á aðilum til að gera hag-
kvæmnisathugun á járn-
braut milli Reykjavíkur og
Keflavíkur og að forval fari
fram á Evrópska efnahags-
svæðinu.
I greinargerð sem fylgdi
tillögunni kemur fram að til
Orkuveitunnar hafa leitað
nokkrir aðilar sem sýnt hafa
áhuga á að framkvæma hag-
kvæmniskönnun á lestar-
samgöngum á milli Reykja-
víkur og Suðurnesja. Þar
segir að í óformlegum til-
boðum þessara aðila séu
mismunandi forsendur.
Eðlilegt sé því að fram fari
útboð þar sem forsendur
séu ljósar og innlendir aðil-
ar hafi möguleika á að koma
að verkinu.