Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 25

Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 25
MORGÚNBLAÐÍÐ FÖSTTJDAGUR 14. JÚLÍ 2000 25 ERLENT Finnar andvígir NATO RÍFLEGA helmingur Finna er andsnúinn aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu (NATO) jafnvel þótt tæplega helmingur svarenda í könmm dagblaðsins Ilat-Sanomat segist telja að ríkið muni gerast aðili að bandalaginu áður en langt um Mður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 64% Finna á móti aðild, 23% eru hlynnth- og 12% hafa enn ekki gert upp hug sinn. Nýverið var gerð önnur könnun á sama máli og voru nið- urstöður afar áþekkar og undir- strikar þetta hefðbundna and- stöðu Finna við aðild að bandalögum. Stuðningur við að- ild hefur verið um 20% undan- farið en var um 30% er NATO hóf loftárásir sínar á Júgóslavíu. Rigningin skattlögð BELGAR munu áður en langt um líður þurfa að greiða sér- stakan regnskatt fyrir að veita rigningarvatni í frárennsli húsa ef áætlanir yíirvalda í Flanders ná fram að ganga. Samkvæmt tillögunni munu þeir húseigendur sem aðskilja ekki regnvatn frá frárennslis- kerfúm húsa sinna þurfa að greiða gjöld og mun þetta minnka hættuna af því að niður- fóll yfirfyllist eins og títt er í Belgíu. 136 fórnar- lömb í Manila ÍBÚAR á öskuhaugum Maniia á Filippseyjum kenndu í gær embættismönnum um að ekkert hefði verið gert til að afstýra slysinu hörmulega íyrr í vikunni sem varð a.m.k. 136 manns að bana. Enn er verið að leita að fórnarlömbum slyssins í haug- unum og sögðu talsmenn hers- ins að líklegt væri að ef fólk hefði lifað sjálfa skriðuna af hefði það kafnað síðar vegna metangass sem myndast í rusl- inu. Enn er a.m.k. 155 manna saknað og telja björgunarmenn að engar líkur séu á að finna fólk á lífi. Annað væri kraftaverk. Tilhæfulaus frétt TÖLVUPR.JÓTAR brutust íyr- ir nokkrum dögum inn á heima- síðu Politika, útbreiddasta dag- blaðs Júgóslavíu, sem jafnframt styður stjórn Slobodans Milos- evics, og komu þai- fyrir frétt um að Júgóslavíuforseti hafi farist í sprengjuárás. Talsmaður dagblaðsins sagði í gær að fréttin hefði verið með fyrirsögn og texta sem skýrt hefði hvemig atvikið átti sér stað. Utrýmingar- hætta EINN af hveijum fimm fuglum í Astralíu er í útrýmingarhættu vegna gríðarmildls skógarhöggs sem á sér stað í landinu, að sögn ástralskra vísindamanna. Aætla þeir að um sjö og hálf milljón íúgla drepist árlega en talið er að 25 fuglategundir hafi dáið út vegna skógarhöggsins og er þessi gríðarmikli vandi eignaður timb- ui'íyrirtælqum sem rýma um 60.000 hektara skóglendis árlega. Talebanastjórnin í Afganistan vegur að starfí alþjóðlegra hjálparsamtaka íslamabad. Reuters. Bandarískri konu gert að yfirgefa landið BANDARISKUR hjálparstarfs- maður sem hafði verið gert að hverfa á brott frá Afganistan vegna ásakana um njósnir yfirgaf landið í gær og fór til Pakistan. Hin 71 árs gamla Mary MacMakin var hneppt í varðhald sl. sunnudag ásamt sjö konum sem störfuðu fyrir hana eftir að hafa verið gefið að sök að njósna í land- inu. Var henni sleppt úr haldi á miðvikudag og gefnar 24 klukku- stundir til að yfirgefa landið. Síð- degis í gær sögðust sjónarvottar hafa séð hana fara um borð í flug- vél Alþjóðaráðs Rauða krossins sem haldið hefði til Pakistan. MacMakin sagðist ekki hafa ver- ið beitt ofbeldi á meðan á varð- haldinu stóð en gagnrýndi stjórn Talebana harðlega fyrir stefnu þeirra í málefnum kvenna sem hún sagði vera á góðri leið með að eyðileggja líf kvenna. „Peir vilja ekki að konur starfi utan veggja heimilisins, þeir vilja ekki að þær mennti sig eða fái smjörþefinn af frelsi eða frumkvæði. Þeir vilja halda þeim heima þar sem þær eiga að ala upp börn,“ sagði MacMakin við fréttamenn áður en hún hélt frá landinu. MacMakin hefur verið viðloðandi hjálparstarf í Afganistan síðustu 24 ár og starf- rækir stofnun þar sem afgönskum konum, aðallega ekkjum, er kennt að veita sér lífsbjörg. í kjölfar handtöku MacMakin bönnuðu Talebanar erlendum hjálparstofnunum að ráða afgansk- ar konur í störf og hefur það vald- ið miklu uppnámi í öllu hjálpar- starfi í hinu stríðshrjáða landi. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna í New York bjuggust þó við því að banni þessu verði hnekkt eftir vel heppnaðar samningavið- ræður fulltrúa SP í Afganistan og leiðtoga Talebana í borginni Kandahar á miðvikudag. ... í tiiefni eíns árs afmæiís ba&sta&arins víS Bláa lóniS Nú er ár liðið síSan nýr og glæsilegur baSstaSur opnaSi viS Bláa lóniS. I tilefni þess mun selló- og hörpudúó þeirra Stefáns Arnar Arnarsonar og Marion Herrera leika fyrir baSgesti. Ljúfir tónar munu hljóma yfir Bláa lóniS frá kl. 20:30 - 22:30 í kvöld. * Allir baSgestir fá gjöf ® Sérstakur sumarmatseSill á veitingastaSnum í Bláa lóninu Komdu i Bláa lóniS i kvöld og njóttu þess aS eiga meS okkur góSa og rólega kvöldstund. OpiS frá kl. 9:00 til kl. 22:00 alla daga vikunnar. Gestir geta dvalist i Bláa lóninu til kl. 22:45. 0 p i ð □ I I □ daga vikunnar 420 8800 • logoon@bluelagoon.is » www.bluelagoon.is 1CEIAN0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.