Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ný sýning- ^ arvél tekin í gagnið I DAG er komið að merkum tíma- mótum í sögu Háskólabíós er tekin verður í notkun ný sýningarvél í sal 1. Nýja vélin kemur í stað vélar sem hefur verið í notkun samfellt frá árinu 1962 og hefur því sinnt sínu hlutverki í 38 ár. Gamla vélin þótti framúrskarandi á sínum tíma en uppfyllir varla lengur kröfur nú- tíma bíógesta. Því var ákveðið að endurnýja sýningarbúnað. Að sögn Ægis Dagssonar, mark- aðsstjóra Háskólabíós, er ætlunin að gera gömlu vélina upp og hafa Morgunblaðið/Jim Smart Einar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Háskólabíds og Sigurjón Jó- hannsson er sá um uppsetningu vélarinnar. hana til sýnis í anddyri Háskólabíós að því loknu, „enda um merkisgrip að ræða sem leikið hefur stórt hlut- verk í kvikmyndasögu landsins." Nýja sýningarvélin er af gerðinni Cinemeccanica V8 og getur varpað allt að 40% meira ljósmagni en gamla vélin og gefur betri upplausn og stilltari mynd. „Nauðsynlegt var að kaupa mjög fullkomna vél þar sem salur 1 í Há- skólabíói hefur á að skipa stærsta bíótjaldi á íslandi eða um 200 fer- metra tjaldi," segir Ægir. Islenski draumurinn Nýtt einkaviðtal Eldri viðtöl Tímalína hljómsveitarinnar Lukkupottur og fleira Tónleikar Utangarðsmanna um ísland 14. júlí Hótel Egilsbúð Neskaupsstað 15. júlí Sjallinn Akureyri 20. júlí Félagsheimilið Hnífsdal 21. júlí Flugskýlið í Borgarnesi 22. júlí Laugardalshöll Reykjavík Forsalan er hafin! Hvað er furðu- legra en að borða svínsheila? SOS SPURT & SVARAÐ Erpur Þórólfur Eyvindsson ERPUR Þórólfur Eyvindsson er piltur sem kom fram á sjónar- sviðið þegar hljómsveit hans XXX Rottweilerhundar sigraði síðustu músíktilraunir. Síðustu vikur hef- ur hann heillaö sjónvarps- áhorfendur í hlutverki Johnnys Nationals í þættinum „íslensk kjöt- súpa“ á Skjá einum, Hvernig hefur þú það í dag? Mjög gott, en þú? Hvad ertu med í vösunum í augna- blikinu? Veski með flestu öðru en peningum, múmín-lykiakippuna mína með lyklum að fjórum mismunandi íbúðum þ.m.t. að playboy-íbúöinni lyklum að hjólinu mínu. Ef þú værir ekki rappari/sjónvarps- stjarna hvad vild- irdu þá helst vera? Ég myndi gera kvik- myndir, gefa út mitt eigiö vikulega teiknimynda- söguhefti og klappa höfrungum í Karíbahafinu þess á milli. Hvernlg eru skifabodin á sím- svaranum/talhólfinu hjá þér? Sindri Dirrindri félagi minn til- kynnir fólki hvert það var að hringja og hvað ég heiti. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég fór á landsmót lúörasveita ’88 á Seltjarnarnesi og sá Sálina hans Jóns míns skipta fjórum sinnum um jakka á sviði og spila „Hey kanína" jafn oft. Hvada hlut myndlr þú fyrst bjarga úr eldsvoda? Ég myndi bjarga sem mestu af því sem hefur með sköpun mína að gera, kvikmyndun, myndlist, tónlist, Ijóðum/textum. Líka Ijós- myndum, heimilisföngum og öðru minningardóti. Ef ég hefði nokkrar mínútur í viðbót myndi ég líka bjarga Kúbuvindlunum mínum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég þarf að læra að ganga á hönd- um. Hvenær táradist þú sídast í bfói? Á „Stjörnufangaranum" hans Guiseppes Tornatores. Finndu fimm ord sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Vinir mínir og „La Familia" eru þau einu sem geta fundiö þessi . fimm orð. Hvada lag kveíkir blossann? í augnablikinu „Mind Sex“ með Dead Prez en líka mörg laga Sade, D’Angelo, Mos Def og Marvin Gaye. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Þegar ég var 12-13 sprautuöu ég, Haffi og íana vinir mínir með brunaslöng- um á krakka í danskennslu. Hver er furdulegasti matur sem þú hefur bragdad? Ég hef borðað snigla, héra, bjór, hreindýr, elg, froska, hvali, seli, svínsheila og skemmdan þorra- mat en maturinn í Select og „Seven Eleven" er og verður það fáránlegasta sem ég hef smakk- aö. Hvada plötu keyptirdu sídast? Ég er búinn að ganga frá pöntun og kaupum á klassíkernum „Don Dada“ með Super Cat. Hvada leikari fer mest í taugarn- ar á þér? 9/10 af Hollywood-leikurum eru á rangri hillu og ættu frekar að sækja um starf á Burger King. Ef nefna á einhvern einn þá er það kannski Sandra Bullock. Hverju sérdu mest eftir í lífinu? Fyrir að hafa verið Eyjólfi bróður mínum erfiður litlibróðir og fyrir að hafa oft verið stríðnissvín í grunnskóla. Trúir þú á líf eftir daudann? Já, ég trúi á líf annarra eftir minn dauða. Ég þarf ekkert meira en þaö. Lifandi staður lifandi tónlist Glæsilegur sumarmatseðill alla daga. Bofðapantanir i síma 568 0878 Föstudags- og laugardagskvölci Hljómsveit Rúnars Júlíus- sonar HiMÆá f Leikur fyrir dansi frá kl. 23-03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.