Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 6

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR föpgMNKííi ?IíRANÉSI' ' Morgunblaðið/Kristinn Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra tóku á móti Sigurði við Akranes í gær. Endar för við Perluna í dag SIGURÐUR Tryggvi Tryggvason, sem safnar áheitum til styrktar MS-félaginu með því að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur, hitti Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra og Gísla Gíslason bæj- arstjóra á Akranesi í gær. Sigurð- ur hjólaði þangað frá Borgarnesi ásamt langafa sínum, Guðmundi Ó. Guðmundssyni, en hélt svo áfram til Mosfellsbæjar. Gísli og Ingibjörg afhentu Sig- urði áheit frá Akranesbæ, að upp- hæð 15.000 krónur, og heilbrigð- isráðuneytinu fyrir 70.000 krónur. Að auki afhenti Gísli honum IA- knattspyrnutreyju, bók um Akra- nes og einn fimm borða sem fram- leiddir voru vegna leiks IA og Stoke City í kvöld. I dag heldur Sigurður áfram för sem leið liggur frá Mosfellsbæ að Perlunni í Reykjavík. Þangað kemur hann um tólfleytið í dag og mun Helgi Pétursson taka á móti honum fyrir hönd borgarstjórnar. Ekki fundur í Sleipnis- deilunni EKKI hefur verið boðað til fundar í deilu Sleipnis og vinnuveitenda. Deilan er enn í hnút en í dag fellur dómur í málum sem varðar tvo lög- bannsúrskurði á verkfall félagsins. Samningar tókust milli flug- manna hjá íslandsflugi og viðsemj- enda og rafiðnaðarmanna og Sam- taka verslunarinnar í fyrradag. Enn er eftir að gera kjarasamninga hjá sjö hópum, þ.e. fjórum sjómanna- félögum, ófaglærðu starfsfólki hjá Sjúkrahúsi Suðurlands, Verkalýðs- félagi Fáskrúðsfjarðar og Sleipni. Umræður um kaup ríkisins á Geysis- svæðinu á byrjunarstigi Oljóst hversu mikið land verður keypt EIGENDUR Geysissvasðisins í Haukadal hafa áhuga á að selja ís- lenska ríkinu landið en samninga- viðræður eru ekki langt á veg komnar. Þó er ljóst að ríkið hefur áhuga á að eignast svæðið. „Við höfum átt fundi með land- eigendum um uppkaup á landi í kringum Geysi en það er ekki enn komin niðurstaða í það hversu mikið land yrði keypt ef af samn- ingum yrði,“ sagði Þórður H. Ólafsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu. „Það sem um- ræðan snýst fyrst og fremst um núna er jarðhitanýtingin á svæð- inu. Við ætlum ekki að leggja til að sú nýting verði stöðvuð, en hins vegar er ljóst að jarðhitanýtingin getur haft áhrif á gosvirkni Geysis og annarra hvera á svæðinu og þar þurfa aðilar sameiginlega að ná einhverri skynsamlegri niðurstöðu sem allir geta vel við unað. Um- ræður eru ekki komnar það langt að við séum farnir að ræða um verðið." Mjög jákvæðar viðræður Fyrir rétt um ári var sett á laggirnar þriggja manna nefnd á vegum ríkisins sem fékk það hlut- verk að semja um kaup á landi umhverfis gossvæðið í Haukadal. í nefndinni eiga sæti fulltrúi fjár- málaráðuneytis, landbúnaðarráðu- neytis og umhverfisráðuneytis og er Þórður formaður hennar. „Viðræður þessarar nefndar við landeigendur hafa verið mjög já- kvæðar. Nefndin átti m.a. frum- kvæði að því að allir landeigendur eða fulltrúar þeirra voru kallaðir til fundar fyrir um mánuði og þar voru mönnum kynntar þær rann- sóknir sem áður höfði verið gerðar á Geysissvæðinu svo og þær rann- sóknir sem til stæði að gera í sum- ar og sem nú standa yfir og sem skipta í raun og veru meginmáli fyrir framhald þessara viðræðna. Það varð sameiginleg niðurstaða beggja hópa að bíða eftir niður- stöðum þessara rannsókna sum- arsins og taka svo upp þráðinn að nýju að því loknu. Eg met það þannig að það muni áfram verða sama jákvæða viðhorfið til þess að leysa málið en eins og ég nefndi fyrr þá er hvorki búið að meta hversu mikið land er nauðsynlegt að kaupa né á hvaða verði. Sú vinna er eftir og því ómögulegt að segja til um það hvert heildarverð- ið verður fyrr en menn eru komnir með alla þræði bundna." Ríkisstjórnin hefur nú þegar veitt 1,5 milljarða króna til land- vörslu á Geysissvæðinu í sumar og Þórh- Sigurðsson er tekinn til starfa sem landvörður og verður fram í september. Hann á að sjá um að lagfæra og setja upp girð- ingar til að koma í veg fyrir slysa- hættu og bæta útlit svæðisins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. Forstjóri Kísiliðjunnar um gagnrýni stj ornarformanns Náttúrurannsóknarstöðvarinnar GUNNAR Örn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar segir Gísla Má Gíslason stjómarformann Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn fara offari í viðbrögðum sín- um við úrskurði skipulagsstjóra um Kísiliðjuna. Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðaði á þriðjudag um áfram- haldandi kísilgúrvinnslu við Mývatn. í Morgunblaðinu í gær segir Gísli m.a. að áratuga rannsóknir hafi sýnt fram á þann skaða sem vinnsla í Ytriflóa hafi haft í för með sér og muni að öllum líkum hafa í Syðriflóa. Gunnar segir það rangt að tekist hafi að sýna fram á skaðleg áhrif Kísiliðjunnar. „Það hefur aldrei tek- ist að sýna fram á neinn skaða enda er ég viss um að ef svo væri þá hefði skipulagsstjóri ekki veitt leyfið.“ Fráleitt móðgun við íslenskt vísindasamfélag Gunnar segir það ekki rétt að úrskurður skipulagsstjóra hvíli á skýrslu þeirri sem unnin var af danskri verkfræðistofu og telur full- yrðingu Gísla, að það sé móðgun við íslenskt vísindasamfélag að kalla til erlenda sérfræðinga, fráleita. „Það er alrangt að þessi skýrsla hafi úrslitaáhrif. Kísiliðjan hefur verið að vinna í því á þriðja ár að draga saman öll gögn sem til eru i málinu, gögn sem aflað hefur verið um lífríki Mývatns á síðustu 20-30 árum. Þar á meðal eru gögn unnin af Líffræðistofnun þar sem Gísli hefur verið í forsvari. Þar að auki höfum við stundað ýmsar rannsóknir, m.a. að kröfu skipulagsstjóra. Hann tek- ur nú þessa ákvörðun sína á grund- velli allra gagna.“ „Ég vil einnig benda á að því er ekki haldið fram í skýrslu hinna er- lendu sérfræðinga í líffræði, sem kom út um áramótin, að iðnrekstur eigi ekki við á Mývatni eða að rann- sóknir við Mývatn séu mjög vel unn- Ekki verið sýnt fram á skaðleg áhrif kísiliðju ar eins og Gísli Már heldur fram. Það er alrangt. I skýrslunni stendur einfaldlega að það sé ekki í verka- hring þeirra að segja til um það hvort atvinnurekstur eins og Kísilið- jan stundi eigi að vera á Mývatni. Jafnframt er víða í þeirra skýrslu hægt að sjá gagnrýni á hvernig stað- ið hefur verið að rannsóknum við vatnið.“ Gunnar segir að það samkomulag sem Gísli Már talar um að iðnaðar- ráðherra, umhverfisráðherra og Náttúruverndarráð hafi gert með sér árið 1993 finnist hvergi í gögnum iðnaðarráðuneytisins. Að sögn Gísla fólst í samkomulag- inu að það námaleyfi sem þá var gef- ið út yrði það síðasta. „Það má vel vera að embættismenn hafi sest nið- ur og gert með sér samkomulag, en það er þá bara ákvörðun og í lýðræð- islegu þjóðfélagi er stjórnvöldum leyfilegt að breyta því ef þeim sýnist svo“. Leitað eftir sérfræðiáliti frá óháðum aðila Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni Gísla Más á Skipu- lagsstofnun. „Það sem hæst ber í gagnrýni Gísla varðar tvö atriði. I fyrsta lagi er gerð athugasemd við að leitað skuli hafa verið til „danskrar verk- fræðistofu" eftir sérfræðiáliti um strauma og setflutninga þegar fyrir liggja skýrslur frá íslenskum vís- indamönnum m.a. í Háskóla íslands og Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og að það álit hafi verið unn- ið á 6 dögum. í öðru lagi er gerð at- hugasemd við að í úrskurði sínum varpi skipulagsstjóri ríkisins ábyrgð á framtíð kísilgúrvinnslunnar yfir á leyfisveitendur og taki þar með póli- tíska ákvörðun. Varðandi fyrra at- riðið þá ákvað Skipulagsstofnun nauðsynlegt vegna misræmis í upp- lýsingum um strauma og setflutn- inga í gögnum sem lögð voru fram við frummat og frekara mat að leita eftir sérfræðiáliti frá óháðum aðila um þessi atriði. Að vel athuguðu máli var ákveðið að leita til DHI Water & Environment í Danmörku. DHI er sjálfseignarstofnun sem varð til um síðustu áramót með sameiningu Straumfræðistofnunar Danmerkur (Dansk Hydrologisk Institut) og Vatnsgæðastofnunar (Vandkvalitet- instituttet). Hjá stofnuninni starfa í dag rúmlega 450 manns og er tengi- liður hennar og ráðgjafi á íslandi í hlutastarfi Gestur Guðjónsson, um- hverfisverkfræðingur. Eftir að hafa fundað með Gesti fyrri hluta maí skrifaði Skipulags- stofnun DHI bréf dags. 16. maí þar sem óskað var eftir sérfræðiáliti um strauma og setflutninga og mögu- legar mótvægisaðgerðir í Mývatni á grundvelli þeirra gagna sem lögð höfðu verið fram við frummat og frekai-a mat á umhverfisáhrifum kís- ilgúrvinnlu úr Mývatni. Gestur vann að þessu verkefni fyrst hér á landi og fór síðar til Danmerkur þar sem hann gekk frá endanlegu áliti í sam- ráði við yfírmann setflutningadeild- ar DHI, Anders Jensen. Alitið var síðan afhent Skipulagstofnun 16. júní 2000. Skipulagsstjóri ríkisins byggði ákvörðun sína m.a. á áliti DHI Wat- er & Environment um áhrif kísilgúr- náms á strauma og setflutninga, til- teknum mótvægisaðgerðum sem þar eru tilgreindar og þeim ábendingum að vakta þurfi vatnið stöðugt og setja upp vöktunarkerfi sem geri kleift að stjórna námuvinnslunni með tilliti til ástands vatnsins á hverjum tíma. Frekari upplýsingar um DHI er að finna á vefslóðinni www.dhi.dk. Varðandi seinna atriðið þá telur Gísli að í úrskurði sínum hefði skipu- lagsstjóri í-íkisins átt að setja ákveð- in skilyrði fyrir leyfisveitingum í stað þess varpa þeirri ábyrgð yfir á þá aðila sem veita nýtingarieyfi, starfsleyfi, byggingarleyfi og fram- kvæmdaleyfi. Niðurstaða skipulags- stjóra ríkisins varðandi kísilgúrnám á námusvæði 2 byggir á því að til grundvallar leyfisveitingum liggi m.a. fyrir ítarleg framkvæmda- og vöktunaráætlun þar sem fram komi skýr viðmið í leyfum til framkvæmda um hvenær umhverfisáhrif teljist slík að þörf sé á breytingum eða afturköllun á leyfi þannig að unnt sé að stýra vinnslu út frá vöktun á ástandi umhverfisins. Nákvæm út- færsla á vöktunaráætlun og ákvörð- un viðmiða eiga ekki í þessu tilviki frekar en öðrum heima í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Það er leyfisveitenda að fjalla um tillögur framkvæmdaraðila að vöktunar- áætlunum og taka ákvarðanir um viðmið. Grundvallaratriði er að í þeirri vinnu verði tryggt að fullt tillit sé tekið til þeirra ströngu skilyrða sem sett eru fyrir kísilgúrvinnslu úr Mývanti í niðurstöðum og úrskurði skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Leyfisveitendum, fram- kvæmdaraðila og eftirlitsaðilum ber að taka mið af varúðarreglu verði ekki unnt að sýna fram á með fram- kvæmda- og vöktunaráætlunum að unnt sé að koma í veg fyrir óæskileg áhrif námuvinnslu á lífríki vatnsins," segir í yfirlýsingu skipulagsstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.