Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Brecker og Metheny sam- an í Tívolí Það er ekki á hverjum degi sem menn eiga kost á því að hlýða á Michael Brecker á tón- leikum, hvað þá Brecker og Pat Metheny saman og Larry Goldings þar að auki. Guð- jón Guðmundsson segir frá mögnuðum tón- leikum sem haldnir voru í Tívolí-garðinum á djasshátíðinni í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Pat Metheny og Michael Brecker léku óhefðbundna útsetningxi á Summertime sem uppklappslag. MIKILL fjöldi tónleikagesta hafði komið sér fyrir framan við sviðið á Plænen í Tivoli rúmum tveimur klukkustundum áður en tónleikarnir hófust og það var eftirvænting í loft- inu. Einhverjir eftirsóttustu djass- leikarar samtímans ætluðu að troða upp saman; Michael Brecker og Pat Metheny í einni og sömu hljómsveit. Meðreiðarsveinarnir voru heldur ekki af lakara taginu; orgelmeista- rinn Larry Goldings og Bill Stewart á trommur. Þessir kappar gáfu út magnaðan disk á síðasta ári sem heitir Time is of the Essence þar sem Elvin Jones og Jeff „Tain“ Watts léku, ásamt Stewart á tromm- ur. Það var því eftir miklu að slægj- ast. Tónleikarnir hófust á Sound Off eftir Larry Goldings af diskinum góða og ljóst var strax í upphafi af frábærri hljómstjóm í Tivoli að hér voru í uppsiglingu ævintýri og und- ur. Ekkert var um kynningar fyrr en talsvert var liðið á kvöldið og Brecker gaf út eftirfarandi tilkynn- ingu: „We are freezing our asses off‘. Þeir voru ekki einir um það því það var verulega svalt þetta kvöld í Kaupmannahöfn. En tónlistin kraumaði. Þéttriðinn nútímalegur djass og fremur flóknar tónsmíðar en alltaf með skírskotun í blús og bláa tóna. Brecker spilar líklega fleiri tóna í takti en flestir aðrir ten- órsaxófónleikarar og spuninn, þar sem allt raddsvið hljóðfærisins er nýtt, gáfulegri en hjá flestum. Svo er bitið í blaðið og hásir tónar og klofnir sendir út í nóttina til leggja sérstaka áherslu á skilaboðin. Og hver eru skilaboðin? Kannski hinn tæri sam- runi í hljómum og sveiflu og fullkom- in virkjun áheyrenda í ævintýrinu. Brecker kynnti lag Metheny, Every Day I Thank You, sem er að frnna á 80/81 sem EMC gaf út árið 1994. Hann kvaðst hafa kynnst Met- heny við gerð plötunnar og sagði að þau kynni hefðu breytt lífi sínu sem tónlistarmanns. Þeir eru ólíkir þessir miklu tón- listarmenn sem hafa haft svo víðtæk áhrif innan djassins. í eðli Breckers liggur fonkið dýpst og vald hans yfir hljóðfærinu er slíkt að það veitir honum sífelld tækifæri til að nema ný lönd - og hann kemst upp með allt, jafnvel örgustu tækniæfingar sem hreinstefnumenn gætu með vissri sannfæringu sagt að jöðruðu við sjálflægni og tilfinningakulda. Brecker hrindir síðan þankagangi af þessu tagi út í hafsauga þegar hann lætur hljóðfærið gráta af tilfinningu, eins og í Renaissance Man, sem einnig er af Time is of Essence disk- inum. Metheny er lýrískari og jafnvel rómantískur á köflum. Þetta kvöld sýndi hann líka á sér nostalgískar hliðar með gamla svuntuþeysa-sánd- inu, sem hann notaði grimmt, t.a.m. á First Circle og Still Life á níunda áratugnum. Larry Goldings lék hvern spun- ann öðrum fallegri og hélt uppi dúndrandi rytma með fótstignum bassanum. Goldings er sá orgel- og píanóleikari sem verðskuldar hvað , mesta athygli þessa dagana og í 1 framhjáhlaupi má geta þess að g píanóleikarinn Agnar Már Magnús- P son hefur verið í læri hjá þessum mikla meistara en í þá stöðu komast ekki nema þeir sem hafa upp á eitt- hvað alveg sérstakt að bjóða. Tónleikamii' stóðu í um tvær klukkustundir og þeim lauk ekki fyrr en Brecker og Metheny höfðu flutt sérlega óhefðbundna útsetn- ingu á Summertime sem var þó svo L lógísk og hefði ekki getað verið öðru- j vísi miðað við aðstæður. Sumartón- leikar við Mývatn LAUGARDAGINN 15. júlí flytja Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari og Margrét Kristjánsdóttir, fiðluleikari, einleiks- og samleiks- verk í Reykjahlíðarkirkju. Á efnis- skrá þeirra eru m.a. verk eftir Mozart, Brahms, Ravel, Þórarin Jónsson og Atla Heimi Sveinsson. Þorsteinn Gauti hefur haldið tónleika bæði hér heima og erlend- is og unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands og hljóðritað geislaplötur. Margrét Kristjánsdóttir er fastráðin fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveitinni og hefur einnig tekið þátt í flutningi kammertónlistar. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa í eina klukkustund. Aðgangseyrir er 500 kr. ----------------- Tríó Snorra Sigurðarson- ar á Jóm- frúnni SJÖUNDU sumartónleikar veit- ingahússins Jómfrúrinnar í Lækj- argötu fara fram laugardaginn 15. júlí kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram tríó trompetleikarans Snorra Sigurðarsonar. Snorri útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1998 og hefur stundað framhaldsnám í djasstrompetleik í Hollandi síðan. Aðrir meðlimir tríósins eru gítar- leikarinn Eðvarð Lárusson og bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson. Tónleikamir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Að- gangur er ókeypis. Djasstónleikar verða síðan á Jómfrúnni á sama tíma alla laugar- daga í júlí og ágúst. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eva Dögg Þorsteinsdóttir við trönumar í vinnustofu sinni í Vík Eva Dögg Fagradal. Morgunblaðið. EVA Dögg Þorsteinsdóttir sem er fædd og uppalin á Vatnsgarðshól- um í Mýrdal opnar sína fyrstu mál- verkasýningu í Halldórskaffi í Brydebúð í Vík í Mýrdal laugar- daginn 15. júlí. Eva hefur frá bam- æsku haft gaman að teikna og rnála, hún fór fljótt, að mála á reka- viðardrumba sem hún tíndi niðri í fjöru. Að loknu menntaskólanámi sýnir í Vík nam hún einn vetur í fornámsdeild í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands en síðastliðinn vetur sótti Eva einkatíma hjá Bjarna Jónssyni listmálara, sem hefur hjálpað henni að ná góðum árangri í myndlist- inni. Á sýningunni eru myndir sem Eva hefur málað síðastliðinn vetur og vor, sýningin er sölusýning og mun standa til 15. ágúst. Unglingakór frá Luxemborg syng- ur í Hveragerði UNGLINGAKÓRINN Musel- fenkelcher frá Grevenmacher í Luxemborg er staddur hér á landi og mun halda þrenna tónleika meðan á dvöl hans stendur. Á sunnudagskvöld, 16. júlí, heldur kórinn tónleika í Hveragerðis- kirkju kl. 20.30. Á mánudagskvöld syngur kórinn í Kópavogskirkju kl. 20.30 og á miðvikudag syngur kórinn á undan hádegisbænum í Dómkirkjunni kl. 11.30. Muselfenkelcher er einn kunn- asti unglingakór í Luxemborg og hefur haldið tónleika víða um Evrópu, m.a. kom kórinn til ís- lands 1988. í kómum eru um 50 stúlkur á aldrinum 12-20 ára. Efnisskrá kórsins er frá Ijúfum ballöðum til fjörugra negrasálma. Stjómandi kórsins er Adely Urwald-Krier. Ástarljóð um lífið og dauðann, gleð- ina og sorgina Öll fallegu orðin er heiti á nýjustu Ijóða- bók Lindu Vilhjálms- dóttur. Þetta er fjórða ljóðabók Lindu og kemur út hjá Máli og menningu. Linda hefur áður gefið út bækurnar Bláþráður (1990), Klakabörnin (1992) og Valsar úr síðustu siglingu (1996). Þórhildur El- ín Elínardóttir gerði kápu bókarinnar og sá um útlitshönnun að öllu leyti. Bókin sem nú kem- ur út er ljóðabálkur með þrjátíu og einu nafnlausu Ijóði, sem öll fjalla um sama efni. „Að mínum dómi eru þetta ástar- ljóð um dauðann og sorgina, en fjalla um leið um lífið og gleðina," segir Linda. „Ég tel mig hafa ort nokkur ástarljóð áður en þau hafa kannski ekki verið svona gegnsæ. Ég vildi yrkja falleg ástarljóð sem væru skiljanleg fyrir hvern sem er og leitast við að höfða í Ijóðum til fleira fólks en þau hafa náð til hingað til.“ Bókin virðist fylgja ákveðnum þræði, líkt og upp- rifjun. „Þetta er eiginlega upprifjun. Bókin hefst á tileinkunarljóðum og svo er rifjað upp, smátt og smátt. Ljóðunum í bókinni er raðað upp í tímaröð, í sömu röð og þau voru skrifuð." Lesandanum er fylgt gegn um aðstæður þegar mann- eskjur kynnast og dauðinn aðskil- ur þær. „Fólk segir við mig að bókin sé eiginlega eins og sorgar- ferli eru, en ég var ekki að reyna það sérstaklega. Þetta er bara ós- jálfrátt." Titill bókarinnar vísar sérstak- Linda Vilhjálmsdöttir lega í eitt ljóðið. Inni- heldur bókin fallegu orðin sem hefði átt að segjai'„Já, þaö má segja það. Eg er alltaf með sömu setningarn- ar og orðin, það eru svona minni sem elta mig aftur og aftur. Margar setningarnar í bókinni hafa verið í glósubókum hjá mér í tuttugu ár og eru fyrst að rata í rétt sam- hengi núna.“ í bókinni er þrjátíu og eitt ljóð í lausu formi. „Hvert ljóð hef- ur sitt vissa stflbragð. Ég er ekki með hefðbundna ljóð- stafí en af því að ég hef frekar sterka hrynjandi koma þeir ósjálfrátt í þau. Það eru miklar endurtekningar í Ijóðunum. Eitt Ijóðið í bókinni er þula og svo er einn prósi, það er lýsing á draumi sem mig dreymdi.“ En er ljóðabók- in skrifuð vegna persónulegrar upplifunar? „Ég skrifa bara út frá minni eigin reynslu og mun alltaf gera, ég kann ekkert annað.“ svo hvarfstu inn í myrkrið og ég stóð í ljósinu rammvillt í sárum með ósögð orð eins og hráviði í hjartanu þrálátan grátstaf í kverkunum og svart tómarúm eins og helli í höfðinu þar sem bergmálið hangir frosið í loftinu hangir eins og kerti á hvolfi frosið í loftinu tír Ijóðabókinni Öll fallegu orðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.