Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ungmenni í Strandasýslu fá hvatningu forseta Islands Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðfinna Hávarðardóttir með foreldrum sínum, þeim Sveindísi Guðfinnsdóttur og Hávarði Benediktssyni. Hvetur okkur áfram ÞORSTEINN Hjaltason var meðal þeirra sem fékk hvatningarverðlaun forseta íslands. Þorsteinn hlaut verðlaunin fyrir góðan námsárangur og að hafa sinnt náttúru- og um- hverfismálum sérstaklega. Þorsteinn segist hafa mikinn áhuga á náttúru- fræðum, s.s. blómarækt og upp- græðslu. „Ég tek það eiginlega í arf frá pabba og afa,“ sagði Þorsteinn sem hefur nám á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri í haust. Þorsteini finnst ekkert tiltökumál að þurfa að sækja skóla svo langt í burtu frá heimili sínu. „Maður gæti þurft að fara lengra," sagði Þor- steinn. Hann valdi MA vegna þess að hann taldi hann vera góðan skóla. „Og ég vildi ekki fara beint til Reykjavíkur,“ sagði Þorsteinn. A Akureyri mun Þorsteinn búa á heimavist en hann býst aðeins við því að heimsækja foreldra sína í Trékyll- isvík tvisvar yfir vetrartímann, á jól- um eða páskum. „Maður kemst ekk- ert, það er alveg ófært hérna níu mánuði ársins,“ sagði Þorsteinn. Guðfinnu Hávarðardóttur leist vel á að fá forsetann í heimsókn í Trékyllisvík. „Þetta er rosalega hvetjandi fyrir fólkið í sveitinni og mjög gaman,“ sagði Guðfinna. Hún var ánægð með að hafa hjotið hvatn- ingarverðlaun forseta Islands og sagði að þau yrðu örugglega til þess að hvetja hana til dáða í framtíðinni. Guðfinna er í Finnbogastaðaskóla ásamt sjö öðrum nemendum og finnst gaman, sérstaklega í stærð- fræði, lestri og handavinnu. Hún hef- ur þó ekki enn ákveðið hvað hún ætl- ar gera þegar hún verður stærri. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þorsteinn Hjaltason stefnir á nám í náttúrufræðum. Við hlið hans standa foreldrar hans, þau Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Hjalti Guðmundsson. Tólf fengu hvatn- ingarverðlaun FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti tólf ungmennum ,;Hvatningu forseta íslands til ungra Islendinga", í opinberri heimsókn sinni íStrandasýslu sem lauk í fyrra- dag. Ólafur Ragnar segir hvatning- arverðlaunin, sem fyrst voru afhent haustið 1996, ekki vera eiginleg verðlaun. Þau séu fremur hvatning til allra ungmenna sýslunnar um að halda áfram á réttri braut. Þeir sem hlutu hvatningarverð- laun forseta íslands eru: Guðfinna Hávarðardóttir, 11 ára, Kjörvogi. Guðfinna er afburðanáms- maðm- og hefur verið til fyrirmyndar í allri framgöngu. Guðmundína Amdís Haraldsdótt- ir, 17 ára, Hólmavík. Guðmundína Arndís hefur sýnt mjög góðan náms- árangur, verið virk í félagsstörfum og stundar einnig tónlistarnám. Jón Ingi Skarphéðinsson, 10 ára, Hólmavík. Jón hefur náð mjög góð- um námsárangri og sýnt mikla leikni í skákíþróttinni. Linda Björk Guðmundsdóttir, 18 ára, Finnbogastöðum. Linda hefur sýnt mjög góða námshæfileika og verið afar virk í félagsmálum. Magnús Guðmundsson, 16 ára, Drangsnesi. Magnús hefur verið virkur í félagsmálum og vakið at- hygli fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum. María Björk Einarsdóttir, 11 ára, Drangsnesi. María hefur sýnt frá- bæran námsárangur, stendur mjög vel að vígi í öllum greinum, ekki síst tölvunámi. María Lovísa Guðbrandsdóttir, 18 ára, Hólmavík. María hefur með ein- stakri þrautseigju og dugnaði stund- að nám sitt þrátt fyrir erfið veikindi; verið brautryðjandi og öðrum sann- arlega fyrirmynd. Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, 11 ára, Drangsnesi. Ragna hefur sýnt að hún er gædd góðum listrænum hæfileikum, bæði skrifar hún ljóð og sögur og stundar myndlist og hand- mennt af næmi og þroska. Sigvaldi Bergmann Magnússon, 16 ára, Hólmavík. Sigvaldi er góður og efnilegur íþróttamaður, hefur náð frábærum árangri í skíðagöngu og unnið til margra verðlauna á lands- vísu. Þorgerður Lilja Björnsdóttir, 17 ára, Melum. Þorgerður er mjög góð- ur nemandi og hefur sýnt þroska og dugnað í félagsmálum. Þorsteinn Hjaltason, 15 ára, Bæ. Þorsteinn hefur skilað góðum ár- angri í námi og hefur sinnt náttúru- og umhverfísmálum sérstaklega. Þorsteinn Ingi Sveinsson, 15 ára, Borðeyri. Þorsteinn hefur sýnt góða námshæfileika og náð góðum ár- angri í íþróttum og tónlist. ' Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gaman í fjarkennslu ERLING Birkir Höskuldsson og systir hans Jóhanna Huld tóku bæði þátt í fjarkennslu sl. vetur. „Mér fannst þetta alveg eins og venjuleg kennsla, bara skemmti- legra,“ sagði Erling Birkir. „Maður getur kynnst nýjum krökkum í Broddanesi og svoleiðis," sagði Er- ling Birkir sem vonar að fjar- kennslan verði aftur næsta vetur. Jóhanna Huld var sammála bróður sínum þótt hún væri ekki alveg viss um hvað það væri sem gerði Qar- kennslutímana svona skemmtilega. Fjarkennslubúnaður notaður í grunnskólunum á Hólmavfk og í Broddanesi á Ströndum Fjarkennsla notuð í fyrsta skipti í grunnskólum Morgunblaðið/Höskuidur B. Erlingsson Anna Margrét Valgeirsdóttir hefur kennt ensku með fjarkennslubúnaði. BÖRNIN í grunnskólanum á Hólmavík og í Broddanesi hafa vetur notað fjarkennslubúnað við nám sitt, en það er í fyrsta skipti sem fjar- kennslubúnaður er notaður við kennslu í grunnskóla. Anna Margét Valgeirsdóttir, kennari í grunnskól- anum á Hólmavík, segir fjarkennsl- una hafa gengið afar vel. Fjar- kennslan er tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga og Hólmavíkur- og Brodda- neshrepps. Félagsleg tengsl Anna Margrét segir fjarkennslu gera nám í litlum skólum fjölbreytt- ara og um leið betra. í litlum skólum séu eðlilega fáir kennarar en eftir því sem kennurum fjölgi verði kennslu- aðferðimar margbreytilegri þar sem hver kennari hefur mismunandi sýn á námsefnið. Enn mikilvægara sé þó hvemig fjarkennslan stuðli að bætt- um félagslegum tengslum. Nemend- urnir í Broddanesskóla sækja nám í efstu bekkjum til Hólmavíkur. Anna Margrét telur það skipta miklu fyrir bömin að hafa áður kynnst nýjum bekkjarfélögum í gegnum fjar- kennslu. „Það myndast alveg aug- Ijóslega tengsl á milli þessara krakka sem myndu ekki myndast annars. Sem þýðir það náttúrulega að þegar þau síðan koma hingað þá koma þau ekki inn í ókunnugan hóp. Þau eru þegar orðin hluti af hópnum," segir Anna Margrét. Hún bendir á að oft séu jafningjahópar í litlum skólum afar litlir ef þeir eru þá yfirleitt til staðar. Með fjarkennslu gefst nem- endunum kostur á að sækja kennslu- stundir með jafnöldrum sínum, jafn- vel þó þeir séu 40 km í burtu. Ekki hægt að klappa nemendum á öxlina Anna Margrét segist þurfa að huga að ýmsu þegar hún noti fjar- kennslubúnaðinn. Það þurfi að hugsa einfalda hluti, t.d. að skrifa á töfluna upp á nýtt. Kennarinn þurfi því að vinna úr mörgum nýjum úrlausnar- efnum. Það flæki málin enn frekar að í báðum skólunum eru blandaðir bekkir, þ.e.a.s. tveimur árgöngum er kennt saman. Það hafí einnig sín áhrif ef kennarinn er í 40 km fjar- lægð, hann hefur að sjálfsögðu ekki lengur sömu líkamlegu nánd og áður. „Maður klappar ekki nemandunum á öxlina og hvíslar í eyrað á honum til þess að allir hinir taki ekki eftir því hvað hann er óþekkur,“ segir Anna Margét. Engu að síður hafi fjar- kennslan tekist afar vel og jafnvel verið notuð við kennslu í neðstu bekkjarstigunum. Anna Margrét tel- ur að það megi kenna næstum allar námsgreinar með fjarkennslu. Um- ræðutímar og leikir séu ekkert vandamál en líklega verði seint farið að kenna íþróttir og heimilisfræði með fjarkennslubúnaði. Sjálf hefur hún kennt næstum alla ensku í 5. og 6. bekk með fjarkennslubúnaðinum. Kennarar á Hólmavík og í Brodda- nesi hafa unnið að verkefninu í sam- vinnu við Háskólann á Akureyri. Anna Margrét segir að áður en fjark- ennslan hófst hafi verið leitað að hlið- stæðum dæmum annarsstaðar í ver- öldinni. Þá kom í Ijós að fjarkennsla hafði aðeins verið reynd einu sinni áður. Tilraunin sé því merkileg á heimsmælikvarða. „Við erum að gera þetta í dag víða á íslandi í há- skólum og í framhaldsskólum. En það er bara verið að gera þetta á Hólmavík og í Broddanesi í grunn- skólum,“ segir Anna Margét. Hún vonast til þess að fjarkennslan haldi áfram. „Þetta er góður kostur fyrir skóla sem búa við landfræðilega ein- angrun.“ Nemendurnir kunna líka vel að meta þessa viðbót við venju- legt skólastarf. Þegar tilrauninni lauk vildu nemendumir gjarnan halda henni áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.