Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 43

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 43 með eiga eftir að minna okkur á væntumþykjuna sem þú sýndir okkur og einnig pabba þegar hann var lítill strákur og alla tíð. Við kveðjum þig með söknuði og góðum minningum. Elsku Birgir Þór, Ragnar og fjöl- skyldur, við sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur frá okkur og foreldrum okkar. Þórsteina, Baldvin Þór og Selma Rut. Það var alltaf svo ofboðslega gott þegar Hulda frænka tók utan um mig, svo hlýtt og einlægt var faðm- lag hennar og svo með einum kossi fékk ég að finna hvað henni þótti vænt um mig, hún vildi alltaf það besta fyrir mig. Og elsku Hulda mín, ég vona að þú hafir vitað hve vænt mér þótti um þig. Guð, það er svo sárt að kveðja, það virðist allt svo endanlegt, en ég veit að þú ert á betri stað með honum Gulla þínum, sem þú hafðir saknað svo lengi. Síðustu daga hefur mér oft orðið hugsað til þess þegar ég og Krist- björg systir fengum að gista hjá þér og Gulla í Kópavoginum. Það var alltaf svo gaman, en ekki lengur. Ég sit bara ein eftir að dýrmæt- um minningum um ykkur þrjú. Elsku Hulda þetta er svo sárt, ég er bara ekki tilbúin að kveðja þig og finn svo til í hjartanu því það að þekkja þig var sem gjöf og nú vil ég þakka þér því þú varst svo dýrmæt fyrir mig og ég dáði þig og þess vegna verður skarð þitt aldrei fyllt. Við höfum öll misst svo mikið. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um fóla kinn þín minning björt. (Ingibj. Haraldsd.) Þín frænka Þórdís. Elsku Hulda mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Ég veit að það á eftir að koma sú hugs- un upp hjá mér, hvernig væri að hringja í hana Huldu mína, eða þeg- ar ég kem til Reykjavíkur að skreppa í heimsókn til þín. Við höf- um átt svo yndislegar stundir sam- an. Þegar ég bjó í Reykjavík hitt- umst við oft og fórum á kaffihús eða vorum bara heima og spjölluðum. Það var svo gaman að heyra þig segja frá því þegar þú og Gulli kynntust, þið voruð svo skotin í hvort öðru. Þið voruð svo nægju- söm, það var nóg fyrir ykkur að hafa hvort annað. Því skil ég söknuð þinn svo mikið þegar Gulli dó, þú áttir svo erfitt lengi á eftir. En núna ert þú komin aftur í faðminn hans Gulla sem þú hefur þráð svo lengi. Ég er svo þakklát að hafa kynnst þér, því þú ert svo góð og yndisleg manneskja. Þú talaðir svo oft um hvað þessi og hinn væri góður en sást ekki hve yndisleg og hjartahlý þú sjálf varst. Ég er svo fegin að hafa heyrt í þér kvöldinu áður en þú fékkst áfallið, við spjölluðum eins og vanalega. Þegar við kvöddumst kom sú hugusun upp hjá mér hve vænt mér þætti um þig, en ég sagði það ekki. Ég ætla að vona að þú haf- ir heyrt til mín þegar þú varst á spítalanum, þegar ég hvíslaði að þér öllum fallegu orðunum. Þakka þér fyrir allt og allt, elsku Hulda mín, ég og stelpurnar mínar eigum eftir að sakna þín, en minningin um þig lifir í okkur. Ég bið góðan guð að styrkja okk- ur öll í þessari sorg. Þín Hafdís. Elsku Hulda, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það hvarflaði ekki að mér sunnu- daginn 2. júlí þegar þú kvaddir mig, Arnar Orra og foreldra mína, að þetta væri okkar síðasta stund sam- an. Við áttum svo yndislegan dag í Nauthólsvíkinni, Perlunni og svo heima hjá mér. Þú varst að rifja upp hvað það hefði verið gaman að hitta systur þínar og frændfólk daginn áður og hvað jóðlið hefði tekist vel hjá ykkur systrunum. Þessi dagur verður mér alltaf dýr- mætur. Ég á eftir að sakna allra kaffihúsa- og menningarferðanna okkar. Ég gleymi aldrei ferðinni GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR + Guðbjörg Gísla- dóttir var fædd 9. október 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands 2. júlí síðast,- liðinn. Foreldrar hennar voru Eyrún Valtýsdóttir, f. 13.6. 1870, d. 11.11. 1942, og Gísli Gíslason, f. 17.4. 1864, d. 13.4. 1918. Systkini henn- ar voru: Guðrún, f. 13.12. 1889, d. 6.9. 1935. Hún var gift Guðmundi Ólafssyni og bjuggu þau í Króki í Holtum. Þau eignuðust fjórtán börn og er mikil ætt af þeim komin. Valdís, f. 23.6. 1896, d. 30.5.1979. Gísli, f. 3.10.1899, d. 3.5. 1974. Guðmundur, f. 20.10. 1903, d. 10.1.1987. Guðbjörg ólst upp í Árbæjar- helli í Holtum og bjó þar með systkinum sínum. Síðustu árin bjó hún á Hellu og dvaldi frá haust- dögum 1996 á Dvalarheimilinu Lundi. Utför Guðbjargar fer fram frá Árbæjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það má segja að Hekla og allur fjallahringurinn hennar Böggu minnar hafi skartað sínu fegursta sunnudaginn 2. júlí, þegar hún kvaddi okkur. Núna þegar komið er að kveðjustund streyma minn- ingarnar fram. Ég kom sex ára gömul til sumardvalar til systkin- anna í Árbæjarhelli og kom það mest í hlut Böggu að hugsa um mig. í níu sumur var ég í sveit hjá þeim og man ekki til þess að heim- þrá hafi gripið mig öll þessi ár. Það eru for- réttindi að hafa fengið að kynnast þeim Ar- bæjarhellissystkinum og búskaparháttum þessarar kynslóðar, því ekki var tækninni fyrir að fara hjá þeim. Verkaskipting var alla tíð skýr hjá þeim, þeir bræður unnu að mestu útiverkin en þær systur meira inni við. Vel var hugsað um skepnurnar og þótt búskaparhættir hefðu verið frumstæðir var hrein- lætið mikið og var mjólkin frá þeim ávallt í fyrsta flokki. Það er ekki hægt að minnast Böggu án þess að geta þeirra systkina, Gisla, Dísu og Gumma. Sterkir persónuleikar voru þau öll, ólík á margan hátt, en þau áttu það sameiginlegt að vera mjög orðvör og trygg, barngóð og miklir dýra- vinir. Bagga var mikill kattavinur og má segja að kettirnir hennar hafi fengið alla þá ást og umhyggju sem hún átti. Þau áttu marga vini og gestagangur var mikill hjá þeim á sumrin. Kræsingar voru bornar fram í litlu baðstofunni og skil ég ekki hvernig hún Bagga mín gat galdrað allar þessar veitingar fram. Bagga var búin að kaupa sér lítið hús á Hellu nokkru áður en þau hættu búskap í Árbæjarhelli og bjuggu þau Gummi þar saman en því miður lést Gummi fljótlega eftir að þau fluttu. Éftir lát Gumma bjó Bagga ein með kisa sínum á Hólavangi og var okkar í Bláa lónið í vor þegar þú sagðir mér frá fyrstu kynnum ykk- ar Gulla. Hann var stóra ástin í lífi þínu. Það var yndislegt að hlusta á þig segja frá þessari fallegu ástar- sögu um ykkur. Ég veit að nú ert þú að dansa við hann Gulla þinn á himnum með bros á vör og glampa í augunum. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman og hvað þú varst góð við okkur Arnar Orra, við eigum eftir að sakna þín sárt, elsku Hulda mín. Guð geymi þig, elsku frænkaog kysstu hann Gulla frá okkur. Þín, Lára Huld. Reiðarslag er síminn hringir. Sorgmædd rödd vinkonu segir Huldu vera að deyja, þvílíkt högg. Hvers vegna er þetta svo sárt? Óll förum við jú einhvern tímann en það er þessi undurgóða væntum- þykja sem við berum til þeirra sem við löðumst að. Og það gerðum við svo sannarlega margar skólasyst- urnar í Húsmæðraskólanum 1953- 54 sem höfum haldið hópinn öll þessi ár. Hulda var glæsileg kona, hlátur- mild, björt og hlý, sem gott var að koma til, heilsast með kossi á kinn og vera boðin til veislu á hennar fallega heimili að Engjaseli 70. Hún var ein af Vestmannaeyjastelpun- um sem héldu fast utan um hópinn okkar, svo fast að tryggðarbönd hafa ekki heldur slitnað við þær sem búa í Eyjum og mæta í sauma- klúbbinn okkar þegar leið liggur til Reykjavíkur. Sorgin skall á Huldu eins og hjá flestum í lifanda lífi og drúpti hún höfði í áföllum þeim er yfir gengu í stórum systkinahópi en þó sárast er eiginmaðurinn dó eins snögglega og hún sjálf nú. Tregaði hún hann alla tíð, svo mikið var ástríkið á milli þeirra. Höggið sem laust okkur vin- konurnar linast þegar við hugsum að ef til er annað tilverustig þá sjá- um við Huldu svífa bjarta og fagra á glitrandi vængjum í faðm Gulla síns. Þar verða fagnaðarfundir. Vottum við sonum hennar og allri fjölskyldu innilega samúð. Saumaklúbburinn. gott að koma til hennar þangað. Helst vildi hún vita af okkur áður en við komum, því þá var hún búin að dekka upp borð í eldhúsinu og staflarnir af pönnukökum og öðru góðgæti biðu okkar. Bagga átti marga góða að, vinir og ættingjai’ voru duglegir að heimsækja hana og á Dvalarheimil- inu Lundi þar sem hún dvaldi síð- ustu árin naut hún góðrar aðhlynn- ingar. Að hafa átt Böggu að er stór fjársjóður sem ég mun geyma alla tíð í hjarta mínu. Við Guðmundur vottum Sigur- björgu og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúð en hún reyndist Böggu mjög vel alla tíð. Með þakklæti fyrir að hafa átt þig að kveð ég þig Bagga mín. Sigríður Jónasdóttir. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá sem lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésd.) Annan dag þessa mánaðar lauk elskuleg móðursystir mín, Guð- björg Gísladóttir, lífsgöngu sinni hér á jörð. Æviárin voru orðin mörg, nærri áttatíu og átta, og elli og þreyta sóttu á, hún var því farin að þrá hvíldina. Á bernskuárum mínum var ég oft langdvölum í Ár- bæjarhelli hjá ömmu minni og móð- ursystkinum. Þau bönd sem þá voru hnýtt hafa enst til þessa dags. Að leiðarlokum vil ég þakka frænku minni samfylgdina og öll okkar kynni frá fyrstu til síðustu stundar. Vertu guði falin, elsku Bagga mín. Sigurbjörg. SIGURSTEINA JÖRGENSDÓTTIR v + Sigursteina Jör- gensdóttir fædd- ist á Króki í Ölfúsi 28. janúar 1918. Hún lést á líknardeild Landa- kots 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Sigur- steinu voru Anna Bjarnadóttir frá Minnibæ, Grímsnes- hreppi, f. 4. ágúst 1885, d. 17. febr. 1970, og Jörgen Björnsson frá Eystri- Þurá, Ölfushreppi, f. 28. apríl 1879, d. 20. maí 1974. Sigursteina átti sex systkini; Þórð Sigurstein, látinn, Rögnu Sigríði, látin, Guðbjörgu, látin, en einungis eru þrír bræður eftirlifandi, þeir Bjarni, Guð- mundur og Ingimar. Eiginmaður Sigursteinu er Magnús Jónsson, f. 3. júlí 1917, d. 26. maí 1981, og bjuggu þau í Reykja- vík. Giftu þau sig 13. júní 1948 á Borgar- firði eystri. Börn þeirra Oddný Sig- rún, f. 24. okt. 1949, og Guðbjörg Anna, f. 18. ágúst 1957. Eig- inmaður Oddnýjar er Lárus Þ. Lárus- son, börn þeirra Magnús, f. 17. feb. 1966, uppeldissonur Sigursteinu og Magnúsar, og Ágúst Ingjaldur, f. 29. júlí 1968. Eiginmaður Guðbjargar er Guðmundur Marinóssson, börn þeirra Jóna Sigurbjörg, f. 30. sept 1977, Steinunn Ragnhildur, f. 10. ág. 1981, og Marinó Magnús, f. 30 jan. 1985. Útför Sigursteinu fór fram í kyrrþey hinn 13. júlí síðastliðinn. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við eram gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag. Því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur sitja margar og skemmtilegar minningar eftir. Ef ég ætti að fara að nefna þær allar væri það efni í heila bók og meira til. En mig langar að rifja upp nokkrar og er valið erfitt því margar voru stund- irnar sem ég átti með þér á Skúla- götunni og Norðurbrúninni. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar við sátum einn daginn sem oftar við eldhúsborðið á Skúlagötunni að spila, við spiluðum alltaf svarta Pét- ur og er það eins og við höfum verið að spila í gær. Þegar ég var farin að nálgast unglingsárin leið ekki sú bæjarferð að ekki var komið við hjá þér á Skúlagötunni og þá oftar en ekki með vin eða kunningja með í för. Var alltaf tekið jafnvel á móti mér, sama hvort ég var ein eða ein- hver kom með mér til þín. Ég mun ávallt muna hvað þú hafðir mikið dá- læti á dýrum. Þegar þú passaðir fuglana hans Marinós og það endaði þannig að þeir voru bara hjá þér því þú vildir ekki láta þá frá þér. Eins hvað þér þótti vænt um Bóbó köttinn minn og hvað þú saknaðir hans mikið þegar keyrt var yfir hann því hann kom alltaf til þín og vildi vera hjá þér öllum stundum. Þú varst líka alltaf svo hógvær, vildir ekkert umstang í kringum þig og skyldir ekkert í mér þegar ég birtist upp úr þurru í dyr- unum hjá þér með rós eða eitthvað annað smávægilegt í hendinni. Þú varst alltaf jafnhissa og þakklát í senn. Svo í lokin vil ég minnast á all- ar búðarferðirnar með þér, svo ekki sé minnst á heimsóknimar þínar til okkar. Varla liðu þau jól að þú kæmir ekki í mat til okkar á aðfangadag í mat og þau fáu jól sem þú komst ekki var alltaf eitthvað sem vantaði. Kveð þig með söknuði en núna veit ég að þér líður vel og ert komin til afa. Mun ég líka ætíð muna hvað þér leið vel og líkaði vel á líknardeild Landa- kots, þú varst svo ánægð þar. Svoerþvífarið: Sá er eftir lifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni manna er hans sakna. Þeireruhimnamir honum yfir. (Hannes PéL) Þín dótturdóttir, Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma mín, nú er runnin upp kveðjustundin og ég kveð þig með miklum söknuði. En minningin um þig mun ávallt lifa í huga og hjarta mér. Það er erfitt að trúa því að ég muni aldrei aftur geta farið til i< þín í heimsókn og spjallað við þig og hlegið með þér. Við áttum svo marg- ar góðar stundir saman ég og þú, sérstaklega þegar ég kom til þín til að fara með þér í göngutúr út í búð eða flakka um allan bæ með strætó. Einnig þegar við áttum það til seinna meir að fara saman upp í kirkjugarð að leiðinu hans afa og fara svo í Perl- una og fá okkur kaffi. Það var svo margt sem okkur datt í hug að gera saman, þessar stundir okkar saman gáfu mér svo mikið elsku amma. Það^ á líka eftir að vera tómlegt án þín á jólunum amma mfn. Sárt er ástvinar að sakna sorgin er djúp og hljóð minningar mætar vakna svo var þín samfylgd góð daprast hugur og hjarta húmskuggi féll á brá lifir þó Ijósið bjarta lýsir upp myriaið svarta ástvinur þó faUi frá góðar minningar geyma gefursyrgjendumfró til þíh munu þakkir streyma þér munum við aldrei gleyma sófðuísælliró. (Höf. ók.) Elsku amma, ég er svo þakklát^ guði fyrir að ég fékk að vera hjá þér og halda í höndina á þér þessa síð- ustu stund og að við Maggi skyldum vera hjá þér svo þú værir ekki ein. Ég bið Guð að blessa þig og varð- veita að eilífu og ég bið Guð að gefa mömmu, pabba, Steinunni og Mar- inó styrk á þessari sorgarstundu. Ég bið guð einnig að gefa Oddnýju og hennar fjölskyldu styrk og blessun. Ég elska þig elsku amma mín og ég mun alltaf geyma minninguna um þig á sérstökum stað í hjarta mér. Þín dótturdóttir, Jóna Sigurbjörg Guðmu ndsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.