Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hugmyndafræði fíallsins Guðrún Alda Harðardóttir MEISTARI Kjarval sagðist gjarnan mála sama mótívið aftur og aftur, í mismunandi veðri eða frá öðru sjónarhorni. Fjall er nefnilega ekki bara fjall, það er sí- breytilegt og ásýnd þess breytist eftir ljósi, birtu, veðri, vindum og sjónar- hornum. Hvert skipti sem við lítum fjallið augum hefur það tekið breyting- um. Þegar að við hugsum um Kald- bak eða Esjuna birtist í huga okkar ákveðin mynd, okkar mynd. Þessi mynd getur aldrei verið fullkomin, hún sýnir aðeins brotabrot af því sem er eða getur verið. Segja má að í þessari hugmyndafræði fjallsins felist kjarni þeirra hugmynda sem unnið er eftir í leikskólum Reggio Emilia í Romagnahéraði á Ítalíu. Þar er nefnilega þessi sýn á barnið nkjandi að barnið sé hæíileikaríkt og getumikið. Að sú mynd sem við höfum svo lengi haft af barninu sem vanmáttugu og hjálparvana, sú mynd sé í raun til komin vegna þess að við höfum valið það sem sjónar- horn og ekki viljað hvika frá því. Aldrei aftur fasismi Kjarnann í leikskólauppeldi Reggio má rekja til samfélagslegr- ar sýnar og samábyrgðar að öll séum við ábyrg fyrir uppeldi og uppeldisaðstöðu barna. Rótina að fyrsta leikskólanum má rekja til foreldra sem eftir seinna stríð seldu skriðdreka sem skildir höfðu verið eftir til að byggja leikskóla. For- eldrarnir höfðu það að markmiði að byggja leikskóla þar sem gengið væri út frá gagnrýninni hugsun, kjörorðið var og er „aldrei aftur fasismi“. Þessi fyrsti leikskóli var í útjaðri borgarinnar Reggio. Þar bjó PABBI /MAMMA Allt fyrk minnsta barnið Úuinalína, Pósthússtr. 13 Heilir sturtuklefar Kristín Dýrfjörð þá kennarinn og sálfræðingurinn Loris Malaguzzi. Hann heillaðist af þessu framtaki og bauð fram starfskrafta sína. Uppruna leik- skólanna má sem sagt rekja til for- eldra sem stóðu saman að rekstrin- um. Þannig er það enn að samstarf foreldra og leikskóla er mjög náið og raunar einn hornsteinn þessa starfs sem þar er. Malaguzzi varð Leikskólauppeldi Þar er nefnilega þessi sýn á barnið ríkjandi, segja Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð, að barnið sé hæfíleikaríkt og getumikið. Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80 90x90 og 72x92 . . . Bæði ferkantaðir og oBB bogadregnir. VA TNSVIRKINN ehf Ármúla 21,533 2020. y strax og til dauðadags 1994 hug- myndafræðilegur leiðtogi leikskól- anna. Til að móta starfið var leitað í smiðjur heimspeki, sálfræði, vís- inda og lista sem og menningar og samfélags Romagnahéraðs. Frá þessum tíma hefur metnaður leik- skólanna legið í því að fylgjast með því sem er að gerast í rannsóknum og skrifum. Því hefur verið sagt að þær hugmyndir sem unnið er eftir séu lifandi og síbreytilegar. Vegna þessa vildi Malaguzzi aldrei skrifa í hverju galdurinn fólgst, því hann er eins og fjallið, síbreytilegur. Þess vegna er heldur ekkert til sem heit- ir Reggiouppeldi nema í Reggio, annarstaðar segjumst við vinna í anda eða með innblæstri frá Regg- io. Ráðstefna um leikskólastarf í anda Reggio Dagana 13. og 14. júní síðastlið- inn var haldin á Akureyri á vegum kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri og Rannsóknarstofnunar Há- skólans á Akureyri alþjóðleg ráð- stefna um leikskólauppeldi. Aðalfyrirlesarinn var Carlina Rin- aldi frá Reggio á Italíu en við and- lát Malaguzzi tók hún við starfi hans sem uppeldislegur leiðtogi leikskólanna, hún flutti m.a. erindi um listina að hlusta og heyra. Frá Reggiostofnuninni í Stokkhólmi komu tveir fyrirlesarar, Anna Bar- sotti flutti fyrirlestur um leikskóla sem viðurkennir og sér öll börn, leikskóla sem sér styrk bama en ekki vanmátt. Harold Götheson flutti fyrirlestur um breytingar á leikskólasamfélaginu í tengslum við þær breytingar sem eru að verða á velferðarkerfinu. Breytingar sem hafa m.a. leitt til þess að ákvarðanir að ofan stjórna starfinu. Kristján Kristjánsson prófessor við Háskól- ann á Akureyri flutti fyiirlestur þar sem hann varpaði m.a. upp þeirri spurningu hvort að hægt væri að kenna börnun siðferðisleg gildi. Frá Danmörku fluttu erindi Karin Eskesen og Inger Klyver, þær sögðu frá verkefni sem verið er að vinna að í leikskóla í Vandel um reglur og áhrif reglna á líf og starf. Þær sögðu frá hvernig þær undir- bjuggu sig og hvernig síðan verkið þróaðist. Frá Akureyri flutti Anna Elísa Hreiðarsdóttir fyrirlestur um verkefni sem börnin í leikskólanum Iðavelli unnu síðastliðinn vetur. Verkefnið fjallaði um kirkjur og sérstaklega Akureyrarkirkju. Við fylgdum verkefninu í gegn um skráningar starfsfólksins, hvernig hugmyndin vaknaði, hvaða vanda- mál blöstu við og hvernig tekist var á við þau. Fyrirlesturinn var ein- staklega lifandi og skemmtilegur. Við Islendingarnir á ráðstefnunni fylltumst stolti þegar að börnin af Iðavelli í fylgd foreldra sinna komu inn með módel af kirkjunni sinni og afhentu öllum þáttakendum ferða- mannabækling um Akureyri sem þau höfðu unnið að og má nú sjá á heimasíðu Akureyrarbæjar. Samheldni og samstaða Svona ráðstefna getur ekki átt sér stað nema með samvinnu og samstöðu. Akureyrarbær og Greni- vík ákváðu að standa veglega við bak ráðstefnunar. Fyrri dag ráð- stefnunar fóru allir ráðstefnugestir í heimsókn fil Grenivíkur, þar tók sveitarstjórinn Guðný Sverrisdóttir á móti okkur í kaffi. Hún sagði okk- ur hvernig fólkið á Grenivík hefur verið að byggja upp samfélagslega þjónustu síðari ár og er leikskólinn nýjasta stórvirkið. Hún sagði okkur frá því að til að geta byggt leikskól- ann hafi sveitarstjórn ákveðið að selja hluta kvótans. Leiðin lá síðan í leikskólann í Grenivík. Þar tóku á móti okkur leikskólastjórinn Regína Ómarsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir leikskólakennari. Þær sögðu okkur svolítið frá starfinu og þeirri sýn sem þær hafa á starfið, en leikskólinn starfar í anda Regg- io. Á bakaleiðinni var för okkar heit- ið að Laufási þar sem stutt stopp var gert við gamla bæinn. Dagurinn endaði svo á afmælisboði í leikskól- anum Pálmholti á Akureyri. En hann varð 50 ára nú í júní. Þar tóku á móti okkur Sigrún Jónsdóttir leikskólastjóri og Valgerður Hrólfs- dóttir bæjarfulltrúi. Á Pálmholti hefur verið sett upp metnaðarfull sýning um sögu leikskólans sem gestir fengu tækifæri til að skoða. Akureyrarbær og Pálmholt buðu síðan öllum ráðstefnugestum til rausnarlegrar veislu. Að endingu langar okkur að vitna í bréf sem okkur bárust eftir ráð- stefnuna en þar segir einn leik- skólakennarinn frá því að þegar börnin komu inn með kirkjuna þá „fylltist ég stolti yfir því að vera leikskólakennari" og önnur segir frá því hversu vænt henni þótti um að fá tækifæri til að sjá og upplifa hversu gróskumikið leikskólastarf á íslandi er. Höfundar eru lektorar íleikskóla- fræðum við Háskólann á Akureyri. Breytingar á sjúklingaverði lyfja (niðurgreiðslur TR) 1995-2000 01.06.1995 B- merkt lyf (mest niðurgreidd af T.R.) Elli og örorkuþegar 15.06.2000 Fyrsta greiðsla 150 550 kr. 267% 5% umfram 150 50% umfram 550 kr. 138% (1) Að hámarki 400 Að hámarki 950 kr. 138% Aðrir sjúkratryggðir Fyrsta greiðsla 500 1500 kr. 200% 12,5% umfram 500 65% umfram 1500 kr. 107% (1) Að hámarki 1500 Að hámarki 3100 107% E- merkt lyf (minnst niðurgreidd af T.R) Elli og örorkuþegar Fyrsta greiðsla 150 Fyrsta greiðsla 550 kr. 267% 56,3% (1) 10% umfram 150 50% umfram 550 kr. Að hámarki 800 Að hámarki 1250 kr. 56,3% Aðrir sjúkratryggðir Fyrsta greiðsla 500 Fyrsta greiðsla 1500 kr. 200% 25% umfram Að hámarki 550 3000 80% umfram 1500 kr. Að hámarki 4500 kr. 50% (1) 150% (1) Tekið dæmi af algengum lyfjum. En af sumum lyfjum getur þó munurinn orðið þrefaldur frá því sem áður var þ.e. af beinum greiðsium og prósentugreiðslum. Leitaðu til þeirra er minna mega sín, þá verður þér hjálpað EF smásöluverð lyfja frá 1995 til 1.6. 2000 er skoðað kemur í ljós að hlutur elli- og örorkuþega hefur rýrnað ef á heildina er litið. Fram að þeim tíma var hagur elli- og örorkuþega í þessu til- viki bétur varinn. Úr töflunni má lesa að hlutfallslega hafa beinar greiðslur, pró- sentugreiðslur og há- marksgreiðslur varð- andi B-merkt lyf hækkað verulega meira hjá elli-og ör- orkuþegum en öðrum sjúkratryggðum. í þessum flokki lyfja eru algeng hjarta-, æða-, húðsjúkdóma-, geð-, og róandi lyf, en flestir neytendur þessara lyfja eru í fyrr- nefnda hópnum. Sömu sögu má segja um E-merktu lyfin, nema Ólafur Ólafsson Lyfjaverð Við hættunni af fá- keppni var rækilega varað, segir Ólafur Ólafsson, er ný lyfjalög voru samþykkt fyrir nokkrum árum. hámarksgreiðslur hafa hækkað meira meðal annarra sjúkra- tryggðra en elli- og örorkuþega. Hér er tekið mið af algengum lyfj- um en af sumum lyfjum getur munurinn vegna „prósentu- greiðslna" orðið allt að þrefaldur frá því sem áður var. Aukning á út- gjöldum elli- og örorkuþega vegna lyfja verður á þeim tíma sem bilið milli lífeyrisgreiðslna og almennra launa hefur gliðnað elli- og örorku- þegum í óhag skv. upplýsingum Félagsvísindastofnunar Háskólans og FEB. Þetta gerist þrátt fyrir sí- endurteknar og staðfestar yfirlýs- ingar ríkisstjórna um hið gagn- stæða. Rétt er að nefna að í -NESTISKORFUR------------------ 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 14.900-24.900 r Ir 1PIPAR OG SALT tV0/ Klapparstíg 44 # Sími 562 3614 I framgreindri reglugerð er tekju- viðmiðun endurgreiðslu Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna lyfja og lækniskostnaðar hækkuð um 200.000 kr. á ári og frádráttur vegna barna nær nú einnig til aldurs- flokksins milli 16 og 18 ára eins og lög mæla fyrir. Áhrif fákeppni á lyfjamarkaði Þeir er standa að þessum óhagstæðu breytingum á lyfja- verði verja breyting- una gjarnan með sög- um um mikinn afslátt á lyfjaverði til sjúk- linga sem sumar lyfjabúðir hafa boðið. Staðreynd er því að þeirri „veislu" er að ljúka vegna fákeppni sem er að skapast í lyfjamarkaði. Nú er svo komið að nær 80% lyfjabúða á Stór-Reykja- víkursvæðinu eru komnar í eigu tveggja lyfjarisa. Ef mið eru tekin af viðbrögðum annarra verslunarrisa er næsta ör- uggt að vænta má hækkunar á lyfjaverði í framtíðinni og þar með er afsláttarstefnan kvödd. Stjórnmálamenn vorir - sem lifa í glaumi og gleði að vísu í kristnum anda þessa dagana - virðast hafa sofnað á verðinum og skilið eftir fánýt samkeppnislög í stað þess að bregðast rétt við afleiðingum nær óheftrar markaðshyggju. Sagan endurtekur sig, stöðugt er dregið úr samtryggingu - smátt og smátt - á hinn lævíslegasta hátt. Mér reiknast til að smávægilegar úr- bætur á lífeyrisgreiðslum þurrkist venjulega út fyrir hádegi næsta dags, m.a. vegna stöðugra hækk- ana á þjónustugjöldum. Má þar nefna hækkanir á síma, trygging- um, bensíni, flugi o.fl. o.fl. Við hættunni af fákeppni var rækilega varað er ný lyfjalög voru samþykkt fyrir nokkrum árum - en fáir hlustuðu, enda slælega tekið á mál- inu. Flest bendir til þess að rekja megi slæleg viðbrögð stjórnvalda í samkeppnismálum til yfirþyrmandi áhrifa markaðshyggjunnar. Aðeins sá er framleiðir og af- kastar miklu virðist vera verður launa sinna. Stjórnmálamenn beita gömlu reglunni, ef þú ert fjárvana leitaðu til þeirra er minna mega sín og þá er hjálpar að vænta. Höfundur er formaður Félags eldri borgara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.