Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN PÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 39 leiðin er farin verður sjóðssöfnunin ætíð til þess að létta þá byrði sem eftirlaunagreiðslurnar leggja á laun- þega framtíðarinnar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að munur er á sjóðssöfnun og einkavæðingu lífeyriskerfa. Hafa verður a.m.k. fjóra þætti í huga í því sambandi: • Einkavæðing þýðir að lífeyris- kerfi sem hið opinbera starfrækir er lagt niður og einkaaðilar taka yfir | þjónustuna. • Sjóðssöfnun merkir einfaldlega ® að eignum er safnað með iðgjöldum til að standa straum af lífeyris- skuldbindingum framtíðarinnar. • Huga verður að fjölbreytni þann- ig að hægt sé að fjárfesta í mörgum mismunandi eignum en ekki ein- göngu ríkisbréfum. • Skilyrtar bætur - skilyrt iðgjöld. I kerfum sem byggja á skilyrtum bótum er tryggingafræðilega áhætt- an hjá þeim stofnunum sem bera ábyrgð á lífeyrissjóðunum. Eftir- ! launin eru þá ákvörðuð út frá ævi- tekjum starfsmanna og því geta þættir eins og framleiðnibreytingar haft áhrif. Skilyrt iðgjöld leggja alla tryggingafræðilega áhættu á herðar starfsmanna auk þess sem eftirlaun- in endurspegla ávöxtun sjóða. Mismunandi samsetningar þess- ara þátta eru mögulegar, t.d. er hægt að einkavæða án sjóðssöfnunar og án þess að þjóðhagslegur sparn- S aður aukist. Hugsum okkur gegn- ™ umstreymiskerfi þar sem ellilífeyrir starfsmanna er beint tengdur ið- gjöldum. Hver starfsmaður á sinn eigin reikning sem sýnir hve mikið hann hefur lagt til kerfisins á hverj- um tíma. Iðgjöldum er síðan breytt í réttindi með tryggingafræðilegum aðferðum. Hugsum okkur nú að hið opinbera ákveði að færa á reikning- ! inn öll þau iðgjöld sem starfsmaður- inn hefur greitt - kerfið hefur verið 0 einkavætt. Til að fjármagna breyt- t| inguna tekur hið opinbera lán og engin breyting hefur orðið á þjóð- hagslegum sparnaði. Það eina sem gerðist var að skuldir hins opinbera skiptu um nafn - breytingin hafði engin áhrif á hagkerfið - en skuld- irnar urðu sýnilegar. Sjóðssöfnun getur einnig verið fyrir hendi án einkavæðingar. Hið opinbera getur sett upp sjóð og i greitt inn allar lífeyrisskuldbinding- fl ar. Þeir sem halda því fram að hið I opinbera geti ekki stundað sjóðs- söfnun benda gjarnan á Bandaríkin. Síðustu tvö ár hafa bandarískir stjórnmálamenn þó meira og minna staðið saman að því að standa vörð um afganginn sem hefur orðið til í al- mannatryggingakerfmu þar til að tryggja sjóðssöfnun. Stuðning okkar við sjóðssöfnun er . s því engan veginn hægt að túlka sem stuðning við einkavæðingu almanna: • trygginga á Norðurlöndunum. í Q skýrslunni er rætt á ítarlegan hátt um kosti og galla þess að hafa einka- vædda og opinbera sjóðssöfnun. Hvað er til ráða? Niðurstaða rannsóknar okkar er að þótt nokkra þætti lífeyriskerfa hinna norrænu landa sé hægt að bæta séu einnig dæmi um vel hönnuð og góð kerfi í löndunum. Þar má nefna FlexJob-áætlunina í Dan- g| mörku sem er ætlað að minnka /j kostnað vegna örorku og hvetja ör- yrkja til vinnu. Annað dæmi er sænska PPM-kerfið sem hefur hvatt erlenda aðila til að bjóða upp á leiðir til lífeyrissparnaðar með litlum kostnaði fyrir starfsmenn og hið op- inbera. Mikil atvinnuþátttaka eldri starfsmanna á Islandi, sem kemur fram í mikilli ft’amleiðslugetu og litl- um kostnaði, er til fyrirmyndar. Að- ferðin sem Finnar nota (sem gerir ráð fyrir framtíðarhækkun launa við útreikning réttinda) til að tryggja réttindi þeirra sem skipta oft um störf er dæmi um gott kerfi er bygg- ir á skilyrtum réttindum. Olíusjóður- inn í Noregi er einnig gott dæmi um sjóð undir stjórn hins opinbera sem er vel hannaður og gefur góða ávöxt- un. Ráðleggingum okkar er í meginat- riðum hægt að skipta í þrjá flokka: 1. Sameiginleg norræn trygginga- fræðistofnun. Góð tölfræðileg gögn eru nauðsynleg fyrir allar stjórn- valdaákvarðanir. Tillaga okkar er Tafia 1: Lágmarks lífeyrir fyrir skatta á Norðurlöndum Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð Opinber eftirlaunaaldur 67 ára 65 ára 67 ára 67 ára 65 ára Lágmarks ellilífeyrir almannatrygginga fyrir skatt fyrir einstakling með engar aðrar tekjur (grunn- og viðbótarlífeyrir) 12.855 evrur 4.452-5.298 evrur 11.844 evrur 10.362 evrur 9.368 evrur Er lágmarkslífeyririnn tekjutengdur? Ekki grunn- lífeyrir, en viðbótarl ífeyri r Já Já Ekki grunn- lífeyrir, en vi ðbótarl íf eyri r Ekki grunn- lífeyrir, en viðbótarlífeyrir samstarfinu var búinn til sérstakur sveiflujöfnunarsjóður sem atvinnu- rekendur greiddu tiltekið hlutfall af launum í. Stærð sjóðsins breytist eftir árferði og er framlag í hann t.ci. 1,4% af launum á þessu ári. Sjóðnum er sérstaklega ætlað að dempa þá ókosti sem fylgja því íyrir Finnland að vera innan hins evrópska mynt- svæðis. Sjóður sem þessi gæti vel þjónað því hlutverki að bregðast við óvæntum áföilum í mannfjöldaþró- un. Mynd 1: Hlutfall mannfjöldans sem er yfir 65 ára 1960 1970 1980 1990 Tafla 2: Kostnaður vegna snemmtekins lífeyris 50 til 64 ára, 1997 Danmörk 7,45% af mögulegri VLF Finnland 10,36% af mögulegri VLF ísland 0,60% af mögulegri VLF Noregur 4,71 % af mögulegri VLF Svíþjóð 3,26% af mögulegri VLF 15 ESB-ríki 11,22% af mögulegri VLF Heimild: Eurostat Yearbook: Data 1987-1997, European Commisson, Winning the Generation Game, UK Cabinet Office (2000) og útreikningar höfunda því að sett sé á fót samnorræn stofn- un sem safnar gögnum og gerir út- reikninga fyrir löndin fimm. Nor- rænu þjóðirnar eru svipaðar, búa við lík lífskjör og aldurssamsetningin þróast á svipaðan hátt miðað við önn- ur lönd. Því er augljós hagur af því að hafa eina sameiginlega stofnun sem gerir spár um lífslíkur, fæðing- artíðni og flutninga til og frá löndun- um. Fylgni þessara þátta á milli Norðurlandanna er hægt að nota til að spá mun betur fyrir um þróunina í einstökum löndum. Við sjáum fyrir okkur að stofnunin safni einnig gögnum um örorkulíkur og gefi út töflur sem lífeyrissjóðir og trygg- ingafélög gætu notast við í trygg- ingafræðilegum útreikningum sín- um. Stofnunin setji einnig staðla um tryggingafræðilegar forsendur og geri óháða útreikninga fyrir aðildar- ríkin. Kostnaður við stofnun sem þessa þarf ekki að vera mikill en ávinningurinn gífurlegur í formi aukinnar vissu um skuldbindingar og fjármögnun. 2. Að hvetja til aukinnar vinnu- markaðsþátttöku eldri starfsmanna. Jafnvel þótt atvinnuþátttaka sé nokkuð mikil meðal eldri starfs- manna á Norðurlöndunum er snemmtekinn lífeyrir vaxandi vandamál. I mörgum tilfellum geta starfsmenn hætt á mjög hagstæðum kjörum, þ.e. tryggingafræðilegar refsingar eru ekki nægjanlegar til að bæta upp þá lækkun á skattatekjum hins opinbera sem verður þegar starfsmaður hverfur af vinnumark- aði. Til að snemmtekinn lífeyrir hafi ekki áhrif á fjármál hins opinbera þarf að refsa starfsmönnum sem hætta fyrir eftirlaunaaldur meira en sem nemur því sem er tiygginga- fræðilega sanngjarnt. Því leggjum við til að skattaleg meðferð snemm- tekins lífeyris verði endurskoðuð. Að auki má benda á dönsku FlexJob- leiðina sem góða leið til að fá eldri starfsmenn aftur út á vinnumarkað- inn. Reynsla Dana gæti verið sér- staklega athyglisverð fyrir Finna og Norðmenn. 3. Að hvetja til sjóðssöfnunar. Skýrsla okkar tíundar kosti sjóðs- söfnunar hvort heldur hún er í hönd- um hins opinbera eða einkaaðila. Ef einkaleiðin er farin er rétt að benda á að gagnsæi og reglur sem gera inn- lend og erlend fyrirtæki jafnsett eru mikilvæg atriði til að tryggja sam- keppni og lítinn kostnað. Við leggj- um því til að Norðurlöndin skoði lög og reglur landa sinna um starfsemi einkaaðila og samræmi þær með það í huga að tryggja jafna aðstöðu og gagnsæi. 4. Sveigjanleiki. Rannsókn okkar undirstrikar ekki aðeins kosti sjóðs- söfnunar heldur einnig það að reglur um söfnunina þurfa að vera sveigjan- legar til að hægt sé að bregðast fljótt og vel við breytingum sem verða á efnahagsumhverfinu og þróun mannfjölda. Þessum sveigjanleika er hugsanlega auðveldara að ná með sjóði undir stjórn hins opinbera en lífeyrisreiknihgum í umsjá einkaað- ila. Reynsla Dana (ATP-sjóðurinn) og Norðmanna (olíusjóðurinn) af op- inbei’um sjóðum er það góð að það er vel þess virði að beina fyrst sjónum að þeim möguleika að sjóðssöfnunin sé undir opinberri stjórn. I skýrslunni er einnig lagt til að opinberir sjóðir Norðurlandanna fjárfesti hver í öðrum til að jafna áhættu eftirlaunaþega á Norður- löndunum, þ.e. hlutdeildir í verð- bréfasöfnum sjóðanna væri hægt að ákvarða m.t.t. hve náið mannfjölda- breytingar á Norðurlöndunum fylgj- ast að. Þannig gæti t.d. olíusjóðurinn í Noregi fjárfest í ATP-sjóðnum í Danmörku og öfugt og þjóðirnar þannig skipt með sér áhættu. Annað dæmi sem vert er að skoða þegar fjallað er um sjóðssöfnun er finnska kerfið sem byggir einungis að hluta á sjóðssöfnun. Þegar Finn- land varð aðili að evrópska mynt- Niðurlag Væntanleg fólksfjöldaþróun á Norðurlöndunum mun skapa aukinn þrýsting á lífeyriskerfi landanna sem mun væntanlega endurspeglast í auknum ríkisútgjöldum til mála- flokks aldraðra. Rannsókn okkar leitast við að gefa yfirlit yfir nor- rænu lífeyriskerfin, greina hugsan- leg vandamál sem upp gætu komið og fara yfir hugsanlegar úrlausnir, úrlausnir sem jafnvel hafa ekki enn náð eyrum stjómmálamanna. Þó svo að skýrslan beinist fyrst og fremst að vandamálum er óþarfi að vera svartsýnn. Norðurlöndin eru mun betur sett hvað varðar lífeyris- skuldbindingar en nágrannar þeiiTa í Evrópu. Hafa ber í huga að þróun aldurssamsetningarinnar er varan- leg en ekki tímabundin og með því að auka sjóðssöfnun, letja launþega til að fara á eftirlaun, hlúa að myndun viðbótarlífeyris og notfæra sér kosfy- norrænnar samvinnu geta stjórn- málamenn á Norðurlöndunum létt enn frekar þær byrðar sem fyrirsjá- anleg fjölgun eftirlaunaþega og lengri meðalævi munu leggja á starf- andi hluta þjóðanna. Þessi grein byggir á úttekt á líf- eyriskerfum Norðurlandanna fimm sem unnin var fyrir norrænu ráð- herranefndina. Hana ber að túlka sem skoðanir höfunda en ekki nor- rænu ráðherranefndarinnar eða ein- stakra aðildarríkja. í greininni er stiklað á stóm í úttektinni, en haníT má skoða í fullri lengd á www.ioes.- hi.is, www.sbgo.com/papers.htm eða www.pensions-research.org/nordic. Ttyggvi Þór er hagfrædingur við Hagfræðistofnun HÍog Michael og Peter Orszag eru hagfræðingar. Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiöst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Rnmilerilii Kerrur 09 vagnar ÖRYGGI 0 G ENDINgI Varðar lugtir Öll galvaniseruð í öLlum stærðum Auðveldjog fljótleg lokun Rúnnaðar hjóLskálar Góðir aksturseiginLeikar Öruggur rafmagnsbúnaður Öruggasta kúpLing á markaðinum 13" bíLhjóL oq feLqa Extra sterkur botn Brenderup Island Dalvegi 16b, Kópavogur Sími 544 4454 • Fax 544 4457 Bílasala Akureyrar Freyjunesi 2, Akureyrí Sími 461 2533 • Fax 461 2543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.