Morgunblaðið - 14.07.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 14.07.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Járnkokkurinn vekur athygli í bandarísku sjónvarpi Kokkurinn, áskor- andinn, gula paprik- an og bardagi þeirra Dómncfndin að störfum. Járnkokkurinn er yfir- skrift æsispennandi jap- anskrar matreiðslu- keppni sem lítil kapal- rás í New York, „Matarrásin“, hefur haft til sýninga frá því í fyrra haust. Hulda Stefánsdóttir segir frá þætti sem notið hefur mikilla vinsælda í Japan um árabil og virðist sem þar sé fundið krydd sem lengi hefur vantað í bandaríska sjón- varpsmenningu. * IJÁRNKOKKINUM, á ensku „The Iron Chef', hefur matar- gerðarlist verið færð í form íþóttakappleiks þar sem tvö lið kljást undir tímapressu við að framreiða sem bragðbesta, óvenju- legasta og ekki síst glæsilega út- lítandi rétti. Tilburðirnir eru miklir og eins og í íþróttunum kemur það fyrir að keppendur meiðist í hita leiksins. Aldrei hefur nokkur dottið úr keppni þó fyrsti kvenkokkur keppninnar hafi verið hætt komin þegar hún skar sig illa við salat- gerð. Eins og sannur samúræi vafði hún um skurðinn og hélt áfram að beita hnífnum undir hvatningaróp- um áhorfenda. í stað þess að fara út á lífið á föstudagskvöldum hittist ungt fólk nú gjarnan í heimahúsum til að fylgjast saman með vikulegri atlögu Járnkokksins við gest sinn í eldhúsinu. Þátturinn virðist reynd- ar sífellt vera að ná til breiðari hóps, svo sem greina má á menn- ingarlegum úttektum Japanssér- fræðinga á fyrirbrigði þessu. Nýverið var fjallað um þættina á síðum The New York Times þar sem gengið var svo langt að halda því fram að Járnkokkurinn kunni að vera fyrirboði um breyttar áherslur í dægurmenningu 21. ald- ar. Hrærigrautur ólíkra stílbrota Járnkokkarnir eru sjö talsins og er stfll þeirra með ólíkum áherslum sem ýmist byggja á japönsku, kín- versku eða frönsku eldhúsi. Allir eru þeir listakokkar sem taka starf sitt alvarlega þótt leikræn umgjörð þáttarins kunni í fyrstu að benda til annars. í útliti og framsetningu þáttanna blandast saman óhk menningaráhrif. Greina má inn- blástur frá Elvis Presley á gullald- arárunum í Las Vegas, lágmenn- ingar sjónvarpsefni á borð við sápuóperur og glímukeppnir en einnig bardagalist Kung-Fu og fág- aðrar japanskrar matarhefðar. Úr þessu verður til hrærigrautur and- stæðna þess nauma og stranga, of- gnóttar og íburðar. Sannkallað nútímarokokkó þar sem margar stfltegundir verða að einni öfgakenndri. Gestgjafinn, Takeshi Kaga, er dramatíkin holdi klædd. í glitrandi silkibúningi, gull- bróderaðri skikkju og svörtum leð- urhönskum stígur hann fram á sviðið og sveiflar um sig skikkjunni. „Segðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hver þú ert“ hljóðar tilvitnun í franskan 18. ald- ar heimspeking og nautnasegg, Brillat-Savarin, sem flutt er i upp- hafi hvers þáttar. Með miklum til- burðum bítur Kaga í gula papriku og glottir. Fram úr reykjarmökki og inn á flóðlýst sviðið ganga járn- kokkarnir hver af öðrum og áskor- andi þáttarins er kynntur til sög- unnar. Leikar geta hafist. Frumleika hráefnis engin mörk sett Japönsku kokkarnir eru nokkurs konar samúræjar eldhússins. Vopn- aðir stórum hnífum og gulum og rauðum silkiklæðum ráðast þeir til atlögu gegn eindæma frumlegu úr- vali hráefnis, en hver þáttur hefur sitt þemufæði sem keppendur skulu vinna úr í hverjum hinna 5-7 rétta. Getur þetta verið frá jafn fá- brotnu hráefni og salatblöð eða kartöflur, til hvers kyns fiskmetis, sjaldséðra ávaxta eða með eindæm- um frumlegri fæðu fuglshreiðurs og róta hafra. Engar uppskriftir fylgja matreiðslunni en á borð hafa verið bornir réttir eins og styrjuis og frosk-fiska créme brulée. Þættirnir eru klukkutímalangir og ber kepp- endum að hafa lokið verki sínu á sextugustu mínútu ella hljóta bágt fyrir. Tveir fyrrverandi íþróttafrétta- menn lýsa keppninni með ákafa og æsingi sem íþróttafréttamönnum einum er lagið. Áhorfendur í sal taka svo vel undir með hvatningar- orðum og klappi. Bíða þeir þess spenntir að sjá hvort það sem lítur helst út fyrir að vera súkkulaðisósa í pottinum kunni að fara yfir krydd- leginn og djúpsteiktan hörpudisk- inn á borðinu. Framkvæmdir kokkanna eru dæmdar með sama hætti og mis- glæsilegar sóknir í knattspyrnu. Ahrif þessarar nálgunar við mat- reiðslu verða enn magnaðri í enskri talsetningu þáttanna þar sem engu er sleppt að þýða. Þannig kemst hver flissroka poppstjörnunnar og hvert undrunarandvarp glímukapp- ans í dómnefndinni til skila, en dómnefndin er jafnan skipuð þekkt- um persónum í Japan. I lok hvers þáttar eru réttirnir bornir á borð fyrir dómnefndina sem bragðar á og gefur stig sem síðan verða til þess að skera úr um sigurvegara „matarbardagans“. Ólíkt því sem bandarískir áhorfendur eiga að venjast úr hvers kyns keppnisleikj- um í sjónvarpi þá er það eingöngu heiðurinn sem sigurvegarinn hlýtur að launum. Áhorf eykst hratt Þátturinn hóf göngu sína í Japan árið 1993 og hefur hann verið með vinsælla sjónvarpsefni þar í landi. Fyrir þremui’ árum hófu japanskar kapalstöðvar á vesturströnd Banda- ríkjanna sýningar á Járnkokkinum á japönsku og varð þátturinn samstundis að tískufyrirbrigði með- al ungs fólks þar um slóðir. Matar- rásin keypti síðan til sín þættina 290, talsetti á ensku, og hóf sýning- ar á þeim sl. vetur. Vinsældirnar komu aðstandendum stöðvarinnar í opna skjöldu. Fyrir sjö mánuðum fylgdust 131.000 áhorfendur með þáttunum en í maimánuði voru þeir orðnir 222.000. Þátturinn hefur lítið sem ekkert verið auglýstur og vel- gengni hans því einungis skýrð með orðrómi manna á milli. Ákveðin þáttaskil urðu þó fyrir tveimur vik- um þegar járnkokkarnir mættu til leiks í New York og skoruðu á hólm þekktan matreiðslumann í borginni, Bobby Flay. Áhangendur þáttarins komu til borgarinnar hvarvetna að í Bandaríkjunum í von um að fá að sitja í upptöku þáttarins og berja matreiðslugoð sín augum. Lauk líf- legri keppninni með fullnaðarsigri járnkokksins Morimoto yfir banda- rískum keppinaut sínum. 'Nœturgatinn simi 587 6080 I kvöld og laugardagskvöld verður dúnurstuð með Galabandinu ásamt Önnu Vihjálms. V^|^^^th^FrfttJnn^íkvöld2il^kL^23^30^ HARMONIKUBALL Félagar úr Harmonikufélagi Færeyja og Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi frá kl. 22.00 í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Færeyski dansinn verður stiginn um miðnættið. Allir velkomnir. Oleðitökuhátíð Kenéurunnar oíDublmer O , 1 ,jO um hel^ma Við höldum upp á frábærann áran^ur Astralska landsliðsins á EM 2000 Ættarmót Kenýirunar alla heléína. kenýirnr. vinir þeirra o£ samlandar velkomnir, Komdu o£hoppaðu með okkur alla helyna!!!!! Kátasta kráin í hænum Haf narstræti 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.