Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Aherslumunur í mati Þjóðhagsstofnun- ar og Seðlabanka á þenslubreytingu Teikn en merkin ekki mælanleg Davíð Oddsson forsætisráðherra í Molde í Noregi Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen ræða við Knud Ödegard. í baksýn eru Kjell Magne Bondevik og Bjorg eiginkona hans. Ræðir við Jens Stolt- enberg á mánudag „PAÐ er ánægjulegt að fá hingað í heimsókn Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen, en þau eru mjög góðir vinir okkar,“ sagði Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs, við blaðamann Morg- unblaðsins í gær, skömmu eftir komu Davíðs Oddssonar og förun- eytis hans til Molde í Noregi, heima- bæjar Bondeviks. Þangað er ráðherrann kominn til að vera viðstaddur alþjóðlega bók- menntahátíð, Bjornsson-hátíðina, á sunnudag, sem kennd er við norska skáldið Bjornstjerne Bjornsson. Mun hann halda þar opnunarræðu og taka síðan þátt í pallborðsumræð- um sem bera munu yfirskriftina „Davíð Oddsson forsætisráðherra og rithöfundur", ásamt þeim Bondevik og Knut Ödegard fyrrverandi for- stjóra Norræna hússins og fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Fer til Oslóar á mánudag Á mánudag heldur Davíð til Os- lóar þar sem hann mun ræða við Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs. Davíð kvaðst, skömmu eftir komuna til Molde í gær, afskaplega kátur yfir höfðinglegum móttökum í Molde. í flugstöðvarbyggingunni tók á móti honum bæjarstjóri Molde, Rolf Myhre, ásamt Knut Ödegard. Þegar út var komið beið þeirra stúlka í norska þjóðbúningnum sem afhenti ráðherra og fylgdarliði hans rauðar rósir. Með ráðheiTa í for eru eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, eins og fyiT segir og Ólafur Davíðsson ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Þá eru með honum Kristinn F. Árna- son sendiherra íslands í Noregi og eiginkona hans Ásdís Þórarinsdóttir. Tóku þau á móti ráðherra þegar hann millilenti í Osló í gær og fylgdu honum til Molde. Á mánudag bætast við í fylgdárliðið Albert Jónsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt- inu og Snjólaug Ólafsdóttir deildar- stjóri. Bondevik sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins á flugvellin- um í gær að hann hlakkaði til að sýna Davíð Oddssyni og Ástríði Thorar- ensen bæinn sem hann ólst upp í, en í dag fylgir hann forsætisráðherra- hjónunum ásamt föruneyti innar í fjörðinn sem bærinn stendur við, þar sem m.a. verður komið við á Nesset- prestsetrinu, fæðingarstað norska skáldsins Bjornsson. „Þá er ætlunin að fara í laxveiði," bætti Bondevik við. Skýrði hann frá því að för Davíðs Oddssonar til Molde hefði löngu ver- ið ákveðin þar sem Bondevik hefði boðið forsætisráðhen-a í heimsókn til Noregs á síðasta ári þegar Bondevik var sjálfur í opinberri heimsókn á Is- landi sem forsætisráðherra Noregs. FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar og aðalhagfræðingur Seðlabankans vilja ekki gera of mikið úr þeim áherslumun sem virðist liggja í mati stofnananna tveggja á horfunum á því að draga muni úr þenslu í efna- hagslífinu, sem kom fram í fréttum Morgunblaðsins í gær. Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, segir þó að staðreyndin sé sú að enn sjái þess engin mælanleg merki að ofþensla hafi tekið að hjaðna en Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir ljóst að merkin séu fyrir hendi þó að þau séu ef til vill ekki óyggjandi. Már Guðmundsson segir að tekið sé mið af þjóðhagsspá Þjóðhags- stofnunar í verðbólguspá Seðlabank- ans. Hér sé annars vegar verið að tala um það að vöxtur þjóðarútgjalda hjaðni á næsta ári, sem Már segir Seðlabankann ekki gera neina at- hugasemd við og hins vegar sé verið að tala um það hvort ótvíræð merki um hjöðnun ofþenslu séu í raun farin að mælast í hagstærðum fyrir fyrri helming ársins. „Og niðurstaða okkar er sú að það séu engin ótvíræð merki ennþá um að ofþensla sé tekin að hjaðna. Það getur vel verið að hún sé tekin að hjaðna en við höfum engar mældar hagstærðh’ þar um,“ segir Már. Hann segir að vissulega geti vel farið svo að oíþensla hjaðni á næstu mánuðum. Ymis teikn séu á lofti um að svo geti farið. Þannig sé líklegt að vöxtur innlendrar eftirspurnar fari niður fyrir langtímavöxt framleiðslu- getu, hækkun langtímavaxta á þessu ári muni hugsanlega di'aga úr efth'- spurn og spennu og það muni síðan leggjast á sömu sveif ef fasteigna- verð hætti að hækka, auk þess sem lækkun hlutabréfaverðs undanfarna mánuði gæti líka haft áhrif. Þetta sé hins vegar ekki mælan- legt í hagstærðunum ennþá. Kemur í ljós hvort langvarandi breyting hefur átt sér stað Þórður Friðjónsson bendh' á að Seðlabanki sé í spá sinni fyrst og fremst að vísa til þess hvernig hann metur horfumar alveg á næstu vik- um og mánuðum. „Mér sýnist hins vegar að ef litið er á helstu kennileiti í efnahagsmálunum núna sé hægt að draga þær ályktanir að það sé heldur að draga úr þenslunni í þjóðarbú- skapnum,“ segir hann. Segir Þórður að gangi spár eftir feli þær í sér minni þenslu á næsta ári, eingöngu sé rökrétt að tala um vaxandi þenslu ef menn séu að tala um aukningu eftirspurnar og þjóðar- útgjalda umfram það sem má ætla að rúmist innan jafnvægishagvaxtar hverju sinni. „í Morgunblaðinu í gær benti ég á tvær staðreyndir máli mínu til stuðn- ings: í fyrsta lagi er vöxtur innflutn- ings greinilega að dragast saman undanfarna tvo mánuði, innflutning- ur í júlí er sennilega litlu eða engu meiri en hann var í júlí í fyrra. Það eru auðvitað skýr merki þó að það sé kannski ekki sönnun eins eða neins.“ Hitt hafi síðan komið fram að minnkandi eftirspurn sé eftir hús- næði, nokkuð sem bendi eindregið til þess að slegið hafi á þensluna. Segir Þórður að einungis stigs- munur sé á túlkunum Þjóðhags- stofnunar og Seðlabankans. „Eg vil nú ekki gera mikið úr þessum mun á túlkun okkar. Ég held hins vegar að það sé ofsagt að það séu engin merki um hjöðnun þenslu. Það er kannski hægt að segja að það séu engin óyggjandi merki ennþá, ég gæti tek- ið undir það, en ekki að þau séu alls ekki fyrir hendi,“ sagði hann. Mesta ferðahelgi ársins skollin á og mikil umferð víða um land „Við keyrum bara rólegau UMFERÐ frá höfuðborginni fór hægt af stað í gærdag en þyngd- ist þegar leið á kvöldið og var bílaröðin orðin talsvert þétt þeg- ar blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins voru á ferðinni. Mest var umferðin inn á Suður- landsveginn en einnig voru fjölmargir á norðurleið. Á bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg var nokkur fjöldi fólks síðdegis í gær. Flestir voru að gera bílana klára fyrir ferða- lagið og seðja sárasta hungrið. Miklu betra en sumarbústaður Einar Finnsson og Áslaug Guðmundsdóttir voru á leið aust- ur í Laugarás með sonarsoninn Einar Óla Einarsson, sem er fjögurra ára, en hjónin koma oft í Laugarás og finnst gott að vera þar. Þau voru með heljarmikinn húsvagn í eftirdragi og segir Ás- Iaug að Bandaríkjamenn kalli þennan húsakost fimmta hjólið. „Ég gæti ekki hugsað mér að skipta á þessu og sumarbústað," segir Áslaug, en henni finnst mikill kostur að geta farið þang- að sem veðrið er best hverju sinni. Ferðalagið með ömmu og afa lagðist vel í Einar Óla. „Hann hefur ferðast með okkur frá því að hann var þriggja mán- aða gamall en við höfum verið með hjólhýsi í rúm 11 ár og ferðumst mikið um landið,“ segir Áslaug. Ætlunin er að koma heim á mánudag enda bíður vinnan. „Við látum umferðina ekkert stressa okkur. Er ekki annars nægur tíma þegar fólk er í fríi?“ segir Einar. Haldið á hálendið Elín Jónsdóttir, Nökkvi And- ersen, Guðmundur Jónsson og Björn Þór Gunnarsson höfðu sett stefnuna á Vestfirðina þar sem foreldrar Nökkva búa. Þau ætl- uðu að koma við í Bolungarvík, kíkja á landsmót UMFÍ á Tálkna- firði og fara þaðan til Suðureyr- ar. í fyrra höfðu Elín og Nökkvi farið til Vestmannaeyja. „Það var alveg frábært en okkur lang- aði til þess að fara eitthvert ann- að núna,“ segir Elín. Þau koma í bæinn á mánudaginn og segjast ekkert vera að stressa sig yfir umferðarþunga í bæinn. „Við keyrum þá bara rólega. Okkur liggur ekkert á,“ segir Elín. Það eru ekki allir sem láta sér nægja iðjagrænar sveitir, malbik og bundið slitlag um helgina. Svan- ur Brandsson var í gær að búa sig undir að keyra Gæsavatna- leið, norðan Vatnajökuls. Með Svani í för voru kona hans og barn en fjölskyldan verður í samfloti með fólki úr öðrum jeppa. Brandur er ekkert hrædd- ur um að veður verði válynd á hálendinu um helgina. „Það skiptir engu máli hvernig veðrið verður. Við erum undir allt búin,“ segir Svanur og greinilegt var að hann hlakkaði til helgar- innar eins og aðrir sem Morgun- blaðið ræddi við. Morgunblaðið/Kristinn Svanur Brandsson athugar ástandið í húddinu. Áslaug Guðmundsdóttir, Einar Óli Einarsson og Einar Finnsson ætluðu í Laugarásinn. Guðmundur Jónsson, Björn Þór Gunnarsson (í aftursæti), Nökkvi Andersen og Elín Jónsdóttir komu við á Skeljungsstöðinni á leiðinni vestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.