Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Til fjölda ára hafa hjónin Vilhjálmur Lúðvíksson og Áslaug Sverrisddttir lagt stund á skógrækt
Umhverfis-
slys land-
námsins bætt
Hafravatn
INNAN um hávaxinn og
gróskumikinn trjágróður glitt-
ir í býlið Brekkukot, við
Hafravatn. Par hafa hjónin
Vilhjálmur Lúðvíksson og Ás-
laug Sverrisdóttir stundað
skógrækt til fjölda ára. Blaða-
maður Morgunblaðsins sótti
þau heim og skoðaði afrakstur
erfiðisins.
Vilhjálmur og Áslaug eyða
sumarleyfum sínum að mestu í
Brekkukoti. Einnig bregða
þau sér gjarnan þangað um
helgar þar sem ekki er langt
að fara.
Landið er alls um 16,5 hekt-
arar. Þar af eru sex hektarar
eignarland úr Óskotslandi
vestan Seljadalsár, en 10,5
hektara leiguland úr landi
Þormóðsdals austan árinnar.
Spilduna vestan árinnar
keyptu Sverrir Sigurðsson og
kona hans Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, foreldrar Ás-
laugar, árið 1958 og hófu þar
skógrækt árið 1960. Landið er
nú í umsjá Vilhjálms og Ás-
laugar. Vilhjálmur hefur ann-
ast skógræktina hin síðari ár.
Ekki talið árennilegt til
ræktunar
Vilhjálmur segir áhuga sinn
á gróðri hafa vaknað þegar
hann var ungur að árum fyrir
tilstilli móður sinnar.
Margir töldu landið ekki
árennilegt til ræktunar í upp-
hafi, segir Vilhjálmur. Miklar
breytingar hafa þó orðið á
landinu frá árinu 1960. Holtin
vestan og austan árinnar voru
örfoka og gróðurlaus jökul-
ruðningur á móbergsklöpp.
Með ánni að vestan var mjög
rofinn lyngmói, en gróður-
snauð sand- og malareyri báð-
um megin árinnar. Austan ár-
innar undir brekkunum var
allmikið tún frá Þormóðsdal
sem náði út að Hafravatni.
Nánast árlega gekk áin yfir
landið í vetrar- og vorleysing-
um. Stórflóð urðu í ánni tvisv-
ar veturinn 1967-1968 sem
skemmdu ræktun mikið. Vai’
þá ýtt upp vamargörðum með-
fram ánni beggja vegna. Aftur
vai’ð stórflóð árið 1977 ogvoru
varnargarðar þá endurbættir.
Hefur áin síðan haldist í far-
vegi sínum að mestu í flóðum.
Vorhret árið 1963
Vilhjálmur segir landið hafa
reynst nokkuð erfitt skóg-
ræktarland. Norðaustanáttin,
sem skellur af Grímannsfelli
og hæðunum ofan Þormóðs-
dals með næðingi og skara-
veðrum á vetrum, hefur fai’ið
illa með ungan gróður. Öllum
nýplöntum hefur því þurft að
skýla með grindum fyrstu
árin.
Jarðvegurinn er rýr segir
Vilhjálmur og hefur hann
þurft að notast rmkið við líf-
rænan áburð. í fyrstu hafi
hann þó ekki gert það og var
árangurinn þá ekki sem
skyldi.
Skógræktin hefur ekki
gengið áfallalaust fyrir sig.
Vorhret sem frægt er orðið og
kom í apríl 1963 varð mörgum
plöntum að fjörtjóni. Þá strá-
féll mestur hluti aspa, sitka-
grenis og blágrenis. Vilhjálm-
ur segir margan skóg-
ræktarmanninn hafa þomð
þrótt við mótlætið en íbúar
Brekkukots héldu þó ótrauðir
áfram.
Sauðfé sótti mikið í landið
fyrstu 20 árin áður en beit var
aflögð. Vilhjálmur segir að eft-
ir að beit var aflögð hafi gróð-
urinn náð að breiðast yfir
stærra svæði á skömmum
tíma. Eins og fyrr segir lék áin
gróðurinn oft illa í vetrar- og
vorflóðum fyrstu árin. Maðkur
hefur einnig herjað á einstak-
ar tegundir gróðurs.
Sitkagrenið
hefur reynst best
Fyrir utan alaskalúpínu
sem plantað var í jökulmelana
á hæðunum beggja megin ár-
innar og svæðisins fyrstu tvö
árin var í upphafi mestu plant-
að af birki, sitkagreni, berg-
Grenitréð sem Vilhjálmur stendur við var gróðursett um
1960.
Vilhjálmur og Áslaug fyrir framan Brekkukot. Hundurinn
Duna liggur í mestu makindum.
Rétt glittir í þak Brekkukots inn á milli trjátoppanna.
Morgunblaðið/Amaldur
furu, stafafuru og broddfuru,
gulvíði, þingvíði, gljávíði, viðju
og alaskaösp.
Lúpínan sem yfir þrjá ára-
tugi hefur skrýtt holtin bláum
lit á vorin er að hopa innan
landsins en breiðist nú ört út á
ógróin melholtin til suðurs eft-
ir að landið vai’ friðað fyrir
sauðbeit. Hún skilur eftir sig
gras- og mosaþakinn jarðveg
sem er afar næringarríkur,
myldinn og auðugur að smá-
dýralífi.
Sú tegund sem best hefur
reynst er sitkagrenið, segir
Vilhjálmur. Það er jafnframt
sú tegund sem veitir öðrum
gróðri best skjól þegar það
tekur að stækka.
Á síðari árum hefur verið
lögð áhersla á fjölbreytni teg-
unda. Við Brekkukot má með-
al annars finna lindifuru,
fjallaþin og kóreuþin, fjalla-
lerki, evrópulerki og rússa-
lerki, selju, sitkaelri, hæruelri,
ilmbjörk, bæði af innlendum
og erlendum uppruna, stein-
björk, blátopp, dúntopp,
skógatopp, bergsóley og jörfa-
víði svo eitthvað sé nefnt.
Síðustu tvö til þijú árin hef-
ur Vilhjálmur hafist handa við
að grisja skóginn sem er nokk-
uð þéttur. Hann segir grisjun-
ina gjarnan hafa setið á hakan-
um hjá sér en hún sé nú
vaxandi þáttur í skógræktinni.
Fjölbreytni í skógrækt
Vihjálmur segir það í raun
umhverfisslys að meirihluti
gróðurs á landinu hafi eyðst
við landnám. „Mér finnst mik-
ilvægt að bæta fyrir það,“ seg-
ir Vilhjálmur. Hann segir
íramleiðslugetu landsins langt
undir því sem náttúruskilyrði
bjóði upp á ef rétt sé staðið að
skógrækt.
Vilhjálmur leggur áherslu á
fjölbreytni í skógræktinni.
„Þær tegundir sem bárust
hingað til lands eftir ísöld voru
fátæklegar," segir Vilhjálmur.
„Þegar menn segja að þær séu
hæfastar til að eiga við ís-
lenska náttúru er það beinlínis
rangt. Það eru margar hæfari
tegundir til annars staðar sem
lifað geta við þau skilyrði sem
hér eru.“
Vilhjálmur hefur farið til Sí-
beríu í leit að gróðri sem dafn-
að getur hérlendis. Hann hef-
ur gert tilraunir með fjölda
mismunandi arfgerða plantna
víða að úr heiminum. Margai’
þeirra hafa gefist vel en aðrar
ekki náð að festa sig í sessi.
Þeim sem eru að taka sín
fyrstu skref í skógrækt ráð-
leggur Vilhjálmur að nota hús-
dýraáburð til að koma rækt-
inni af stað. Einnig skipti
aðstæður máli. Skilyrði séu
misjöfn til skógræktar. Loks
segir Vilhjálmur að miklu
skipti að vel takist um val á
tegundum og arfgerðum mið-
að við landslag og jarðvegs-
gerð. Velja þarf arfgerðir sem
henta hverjum stað fyrir sig.
En fyrst og fremst ber að hafa
í huga að þolinmæðin þrautir
vinnur allai’.
Fræðasetur fyrir skólabörn í Gróttu
Grótta
GAMLA vitavarðarhúsið og
hlaðan úti í Gróttu hafa fengið
nýtt hlutverk, en nú er búið að
gera húsin upp og breyta þeim
í fræða- og menntasetur. Setr-
ið er einkum ætlað leikskólum
og grunnskólum Sel-
tjarnameskaupstaðar, en
einnig öðmm íbúum höfuð-
borgarsvæðisins. Setrið verð-
ur tekið í notkun í haust eða
byijun næsta árs, en fram-
kvæmdir hófust síðasta sum-
ar.
Seltjarnamesbær keypti
Gróttu af ríkinu fyrir nokkra
og fijótlega kom upp sú hug-
mynd að nýta svæðið á ein-
hvern hátt fyrir æskuna.
Einnig er ætlunin að bjóða
fræðimönnum aðsetur í þess-
um húskynnum, þar sem þeir
geta dvalið í lengri eða
skemmri tíma.
I sumar var Sigurlín
Sveinbjamardóttir ráðin
verkefnisstjóri þessa verkefn-
is, og segir hún að aðstaðan í
húsunum sé góð. Nemendur
Morgunblaðið/Arnaldur
Vitavarðahúsið í Gróttu hefur fengið nýtt hlutverk sem mennta- og fræðasetur, og búið er
að gera hlöðuna upp í sama tilgangi.
geta heimsótt setrið með
kennuram sínum og jafnvel
gist á svefnlofti sem þar hefur
verið útbúið.
í kjallara gamla hússins
verður ýmis tækjabúnaður og
náttúrafræðistofa sem hægt
verður að ganga beint inn í úr
fjöranni, á stígvélunum, og
skoða plöntur og dýr í smá-
sjám, segir Sigurlín. Einnig
verður þar kennslustofa með
tölvum.
Umhverfi fræða- og
menntasetursins segir Sigur-
lín einstakt. Nálægðina við
náttúrana telur hún tilvalda
til náttúrafræðikennslu.
Fuglalífið sé fjölbreytt og
fjörarnar skemmtilegar.
Metnaðarfullt verkefni
Sigurlín hefur útbúið hug-
myndamöppu þar sem fjallað
er um hvemig kennarar geta
nýtt sér setrið við kennslu.
Hún gengur út frá aðalnáms-
skrá grannskólanna. Sigurlín
leggur áherslu á að verkefnin
sem hægt sé að sinna á setrinu
séu fjölbreytt og verði ekki
eingöngu bundin náttúra-
fræði, heldur henti setrið til
kennslu i öllum námsgreinum.
„Þetta er metnaðarfullt
verkefni hjá bæjarstjóminni",
segir Sigurlín. Hún vonast til
að hægt verði að þróa verk-
efnið áfram. Sigurlín segir
setrið bjóða upp á ótal mögu-
leika. Fullorðnir geti nýtt sér
setrið, það sé ekki einvörð-
ungu ætlað æskulýðnum.
Einnig sé hægt að nýta hús-
næðið fyrir umhverfisfræðslu
og ýmis námskeið.
Lokið
við sal
Tönlist-
arskól-
ans
Garðabær
LJUKA á að fullu frá-
gangi á sal Tónlistar-
skólans í Garðabæ á
næstunni, en bæjarráð
Garðabæjar samþykkti
á síðasta fundi sínum
að leggja fram auka-
fjárveitingu til skólans
að upphæð 2,6 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir
að hægt verði að ljúka
þeim framkvæmdum
við tónleikasal skólans
sem miða að því að
gera salinn betri til
tónleikahalds. Einnig
er markmiðið að gera
salinn þannig úr garði
að hann henti vel til al-
mennra fundarhalda,
en í því felst uppsetn-
ing á tilheyrandi hljóð-
kerfi, skjávarpa og
fleira þess háttar.
Fjöl-
breytt
fuglalíf
og feng-
sæl
verstöð
Grótta
GRÓTTA var forðum feng-
sæl verstöð. Á 18. öld var
búið þar góðu búi en eftir
hin miklu sjávarflóð árið
1799 fór heldur að halla
undan fæti og Grótta var
um tíma talin óbyggileg. I
flóðunum tók jafnframt af
hluta af nesinu svo eftir
varð grandi sem fer á kaf í
flóði.
Árið 1897 var reistur viti
í eyjunni. Síðasti vitavörð-
urinn var Albert Þorvarð-
arson en hann drukknaði í
róðri árið 1970. Síðan þá
hafa húsin í Gróttu að
mestu staðið auð, þar til að
ákvcðið var að útbúa þar
fræða- og menntasetur.
í Gróttu er mikið og fjöl-
breytt fuglalíf og er eyjan
friðuð fyrir umferð frá 1.
maf til 1. júlí. Grótta er
eyja sem mjór grandi teng-
ir við land. Sæta verður
sjávarföllum til að komast í
eyjuna.