Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 23

Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 2 3 Hagnaður Unilever dregst saman á öðrum ársf]órðunffl Rekstur félagsins verður klofínn í tvennt Lundúnir. AFP. Gott gengi hjá Deutsche Bank STJÓRNENDUR ensk-hollenska matvælarisans Unilever hafa til- kynnt að þeir hyggist skipta fyrir- tækinu í tvær aðskildar einingar, matvöruframleiðslueiningu, en hin eining Unilever mun sjá um sölu og framleiðslu á öðrum þáttum í rekstri Unilever. Þessi ákvörðun kemur að hluta til í kjölfar minnk- andi hagnaðar hjá Unilever, en hagnaðurinn á öðrum fjórðungi ársins dróst saman um 14% en auk þess hefur verið unnið að endur- skipulagningu innan fyrirtækisins og á stjórn þess undanfarna mán- uði. Endanlegur aðskilnaður talinn liklegur Sérfræðingar telja að þessi skipting muni að lokum leiða til þess að Unilever verði klofið í tvö aðskilin fyrirtæki. Hagnaður Uni- lever fyrir skatta á öðrum fjórð- ungi ársins nam 928 milljónum evra, jafngildi liðlega 67 milljarða íslenskra króna og jukust sölutekj- ur félagsins um 3% á tímabilinu, eða í alls 10,9 milljarða evra, jafn- gildi 799 milljarða íslenskra króna. Unilver keypti á þessu tímabili þrjú fyrirtæki, bandaríska fyrir- tækið Bestfoods fyrir 24,3 millj- arða dala auk SlimFast diet foods og Ben & Jerrys’s icecream. Hagnaður af reglulegri starf- semi Unilever fyrstu sex mánuði Góður hagnaður hjá Barclays HAGNAÐUR Barclays, sem er einn af stærstu bönkum Bretlands, nær tvöfaldaðist á fyrra helmingi þessa árs. Hagnaður Barclays jókst úr 967 milljónum punda í fyrra í 1,84 milljarða punda eða 216 milljarða íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins. Bankinn virðist hafa náð að hrista af sér neikvæða um- fjöllun í fjölmiðlum á Bret- landi í upphafi ársins, meðal annars vegna lokunar útibúa og fækkunar starfsfólks en ekki þótti bæta úr skák að einmitt á sama tíma og úti- búum var lokað var bankinn með auglýsingaherferð þar sem lögð var áhersla á það að Barclays væri einn stærsti banki heimsins og fór þetta nokkuð fyrir brjóstið á mörg- um Bretanum. Betri afkoma en spáð var Þrátt fyrir þetta er aukinn hagnaður Barclays að mestu til kominn vegna þess að við- skiptavinum hans hefur fjölg- að verulega. Afkoma Barclays er heldur betri en markaðs- sérfræðingar áttu von á og segja þeir að það hafi komið bankanum til góða hversu dreifð og víðtæk starfsemi hans sé. „Breytingar á einstökum mörkuðum eða ákveðnum þjónustuþáttum hafa ekki mikil áhrif á afkomu okkar því eignasafn okkar er mjög dreift auk þess sem viðskipta- hópur bankans er sundurleit- ur og við störfum mjög vítt og breitt um Bretland," sagði Peter Middleton, stjórnar- formaður Barclays. ársins nam um 107 milljörðum króna og jókst hagnaður af reglu- legri starfsemi um 10% frá því í fyrra. Velta Unilever fyrstu sex mánuði ársins nam 1.491 milljarði íslenskra króna sem er litlu meira en á sama tímabili í fyrra. Á síð- asta ári hækkaði gengi bréfa Uni- lever á FTSE All Share 35% minna en sem nam meðaltals- hækkun allra fyrirtækjanna á FTSE. Gengi bréfa í Unilever var 650 pens í júlí í fyrra en fór lægst í 324,5 pens í febrúar í vetur. METHAGNAÐUR varð af rekstri Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, á fyrra helmingi ársins að því er segir í Suddeutsche Zeit- ung. Hagnaður bankans eftir skatta nam 3,777 milljörðum evra eða um 273 milljörðum íslenskra króna. Fyrstu sex mánuðina í fyrra var hagnaður Deutsche Bank um 127 milljarðar króna og hann jókst því um 114,5% milli tímabila. Hagnaðurinn er heldur meiri en flestir verðbréfasérfræðingar höfðu spáð. Meginskýringin á auknum hagnaði bankans eru auknar þjón- ustutekjur auk vaxandi tekna af verðbréfa- og skuldabréfaviðskipt- um bankans. Hagnaður bankans fýr- ir skatta á öðrum fjórðungi ársins nam liðlega 100 milljörðum króna og er það nokkru minni hagnaður en fyrstu þrjá mánuði ársins en hann var um 177 milljarðar króna. www.sheH.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.