Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
f
Hallmundarhraun. að búið er að bera grjót að skörum og stögum tjalda.
Á slóðum Ferðafélags fslands
A vit auðn-
arinnar
Norðan og vestan Langjökuls
Auðnirnar norðan og vestan Langjökuls
eru fáfarnar en landslag fjölbreytilegt.
Nýlega var farin fyrsta skipulagða ferðin
á vegum Ferðafélags Islands á þessar
slóðir. Gerður Steinþórsdóttir segir frá
ferðinni og lýsir gönguleið.
Ljósmyndir/Gerður Steinþórsdóttir
Við öðluðumst mikla leikni í að stikla ár og læki. Leysingalækir norðan við Langjökul stiklaðir á fyrsta degi.
;
IfflP
KLUKKUNA
vantaði hálfa
stund í mið-
nætti föstu-
daginn 21. júlí
sl. þegar við
komum á
Hveravelli og
bjuggum um okkur í gamla vinalega
skála Ferðafélagsins. Kannski eru
þessir skálar síðustu menjar bað-
stofumenningar á landinu þar sem
menn sofa og matast í sama her-
bergi. í lauginni fyrir utan voru
nokkrir ferðamenn að baða sig. Úti
var slagveður, dimm og drungaleg
þoka yfir Kili. Vindurinn gnauðaði
við glugga alla nóttina.
Hópurinn, fimmtán manns, ætlaði
að gista eina nótt á Hveravöllum en
halda síðan norður og vestur fyrir
Langjökul um fáfamar slóðir og
koma fimmtudaginn 27. júlí í Geit-
land, þar sem er Jaki, skáli Samtaka
ferðaþjónustunnar, við rætur Lang-
jökuls. Þetta var fyrsta skipulagða
ferð FÍ um þessar slóðir og var Pét-
ur Þorleifsson hvatamaður hennar.
Morguninn eftir var sama þoka,
rok og rigning. Gestur Kristjánsson
og Pétur Þorleifsson, fararstjóramir
okkar, ákváðu að fresta för um sólar-
hnng, því spáð var batnandi veðri.
„Eg fauk eins og þvottur á snúm
þegar við komum upp á hæðina,"
sagði Pétur kankvís þegar þeir Gest-
ur höfðu kannað veður og vinda og
þurftu að tilkynna breytingu á ferða-
áætlun.
I staðinn gengum við að Strýtum,
gömlum eldgígum, sem em sex km
sunnan við Hveravelli. Að áliðnum
degi myndaðist regnbogi yfir Kili
svo skær og fagur að annan slíkan
hef ég ekki augum litið. Um kvöldið
var lesið upp úr árbók FI 1980:
Langjökulsleiðir eftir Harald Matt-
híasson menntaskólakennara á
Laugarvatni, en hann gekk þessa
leið árið 1974 ásamt Kristínu Olafs-
dóttur konu sinni og Kristni Krist-
mundssyni skólameistara.
't' - Arnarfitfn
Krákur
Hveravellir
r vv
L-x Eiríksjökuil\ 2^—
SStrúfUr ,6n. .'.-Mýr
/TKv- N° ÞrístaPa-
“““
mi
Hrútféll'
N Péturshpm
Þursaborg
C eitlands
Í/U- jökull
ytLxi::--
Skálpanes
Við Hundavötn
Gangan hófst klukkan níu á
sunnudagsmorgni í sólskini. Við
gengum fyrst upp á Breiðmel norðan
við skálann og reyndum að hagræða
pokunum sem best á bakinu.
Hveravellir liggja í 650 m hæð.
Fjöllin framundan em blá, ávöl og
með einstaka fönnum: Þjófadalafjöll
með Rauðkolli og Oddnýjarhnjúk.
Fyrir framan hnjúkinn er samnefnt
gil. Sagan segir að Oddný nokkur
hafi verið á grasafjalli er hún varð
viðskila við félaga sína. Henni tókst
að draga fram lífið heilt sumar á
sauðamjólk og fjallagrösum. „Það
hefur verið gott sumar,“ sagði
finnska konan í hópnum. Norðan við
Þjófadalafjöll liggja Búrfjöll, sem er
alllöng fjallaröð með mörgum hnúk-
um. Við stefnum á norðurhluta
Þjófadalafjalla. Göngulandið er gró-
ið mosa, lyngi og víðikjarri, og sums
staðar mjög þýft. Á leið okkar em
þrjár bergvatnskvíslar. Þær em
vatnslitlar núna og við stiklum þær:
Þegjandi fyrst, þá Hvannavallakvísl
og loks Dauðsmannskvísl. Handan
Dauðmannskvíslar tekur gróður-
leysi við, en það kallast því kynlega
nafni Djöílasandur.
Norður frá Langjökli og Eiríks-
jökli liggur mikil háslétta. Hún er
hæst við norðurenda Langjökuls
(900 m) en hallar þaðan hægt til
austurs, norðurs og vesturs. Þegar
við emm komin upp á hæðina opnast
smám saman fjallasýn: Mörg ávöl
fjöll en hæst þeirra er Krákur á
Sandi, 1.188 m á hæð (ný mæling).
Krákur þýðir hrafn, enda er fjallið
kolsvart, ílangt og óreglulegt að lög-
un og sést víða að. Þarna era Hunda-
vötn, eystra og vestra.
Við sjáum í það eystra á hægri
hönd, stórt vatn, hvítt af jökulleir. Á
vinstri hönd er Langjökull, næst-
stærsti jökull landsins, 960 km2, ílat-
ur á að líta. Þaðan renna margir
leysingalækir sem við stiklum. Á
rennur austan við Krák, en líkist
núna stöðuvatni.
Loks komum við að silfurtæmm
læk umvöfðum mosa mitt í auðninni.
Þar veljum við okkur náttstað. Það
var hvasst og erfitt að tjalda. Menn
bám grjót að sköram og stögum.
Um kvöldið könnuðu fararstjórar
vað á ánni að Krák, aðrir skoðuðu
Hundavatn hið vestra, sem er græn-
leitt að lit en minna en hið eystra.
Þarna vora snjóskaflar. Um tíuleytið
lygndi skyndilega og lækurinn fékk
að syngja sín öræfaljóð fyrir tjald-
búana ótraflaður af vindinum.
Gengið á Krák
Morguninn eftir var logn og sól-
skin. Það gekk vel að vaða tvær
kvíslar á leið okkar að Krák, en við
stöndum við rætur hans eftir tæp-
lega klukkustundar göngu. Leiðin
liggur upp fjallið eftir hrygg sunnan-
megin.
Brattinn er töluverður og grjótið
nokkuð laust. Á hábungunni er
myndarleg varða sem landmælinga-
menn hafa reist. Af fjallinu er
víðsýni mikið, en í dag liggur hita-
móða yfir landinu. í austri sjást fjöll-
in á Kili, í norðri Mælifellshnjúkur
yfir Blöndulóni, í vestri Baula í
Borgarfirði og í suðri Eiríksjökull,
svo fáein fjöll séu nefnd. Sólin brenn-
ir. Við fömm niður aðra leið, niður
skarð sem liggur milli syðsta hlutans
og hábungunnar. Þar er mölin sand-
borin. Við komum í tjaldstað eftfr
fimm tíma göngu á Krák. Við fáum
okkur að borða og tökum farangur-
inn saman. Hér væri hægt að reisa
gönguskála og fara ferðir frá Hvera-
völlum til að skoða Hundavötn og
ganga á Krák. Upp úr þrjú hefst
gangan meðfram Langjökli; yfir ár,
hraun, sanda og jökulurðir. Við emm
í Strýtuhrauni. Næturstaður er
óviss. Þarna eru fleiri á ferð; hvít ær
með lamb sem stefnir í sömu átt og
við en nokkru vestar. Einhvers stað-
ar eru hagar. Á leiðinni göngum við
niður þrjá stalla. Fyrir neðan þann
fyrsta er lítil tjörn, nokkra fyrir neð-
an annan stallinn hefur stórgrýti
hranið úr hlíðinni og skömmu síðar
komum við að á sem rennur eftir
sandinum. Þarna eram við að hugsa
um að tjalda þegar fáeinir stórir
regndropar falla til jarðar. Við flýt-
um okkur að setja regnhlífar á bak-
pokana og áður en varir styttir upp.
Við höldum áfram í von um hlýlegri
næturstað. Þriðji stallurinn er sá
hæsti og fyrir neðan hann tekur við
gróið land. Þessi stallur heitir
Hraunshorn. Við göngum þar til við
komum að lítill tjörn. Frá henni
rennur lækur milli mosavaxinna
þúfna. Hér era Efri-Fljótadrög. Við
höfum gengið í fimm tíma meðfram
jöklinum án þess að sjá hann, því
dökk skriðuhlíð með fönnum liggur
meðfram honum og skyggir á jökul-
inn. Framundan er lág ávöl hæð,
Guðnahæð. Á milli hennar og jökuls-
ins sést í vestasta hluta Eiríksjökuls.
Um kvöldið horfum við á sólarlagið;
sólin glóir við sjónarrönd sveipuð
skýjaslæðu. Mý sveimar hljóðlaust í
kvöldhúminu. Oræfakyrrð.
Ljósberi í Hallmundarhrauni
Morguninn eftir, hinn 25. júlí,