Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 45 Við rætur Eiríksjökuls þar sera landslagið minnir á Vonarskarð. Skriðjökullinn heitir Ögmundaijökull, kennd- ur við Ögmund Sigurðsson, fylgdarmann Þorvalds Thoroddsens náttúrufræðings um óbyggðir. Horft af Krák yfir Hundavötn vestra og eystra, sem er íjær. lögðum við af stað kl. 10. Skömmu síðar komum við að á. Þar þraut gróður og hinum megin tók við sandauðn. Eftir stutta stund komum við að sóttvarnargirðingu, sem greinilega hefur verið lagfærð ný- lega og lágu gömlu staurarnir eins og hráviði við hana. Þar handan við í lægð blasti við lítil tjörn, og vestar fleiri tjarnir. í fjarska sést til skál- ans við Áfangatjörn, en í veðurblíð- unni þurfum við ekki á húsi að halda, Eiríksjökull (1.672 m) sést nú í allri sinni dýrð, þar sem hann ríkir einn undir bláum himni með hvítan skjöld, mikilfenglega skriðjökla, sem falla í stöllum, og svarta hamra. Vindur er í bakið. Nokkru síðar gengum við út á Hallmundarhraun sem liggur í sömu hæð og Hveravellir. Það er geysi- stórt og hefur komið úr tveimur gíg- um upp undir Langjökli. Þessir gíg- ar eru dularfullir og var mér tjáð að ekki væru til myndir af þeim. Við áðum í hrauninu, klæddum okkur úr skóm og sokkum. Vera, sem er þýsk, tók tjaldið sitt í sundur og hengdi það á göngustafina sína til að verjast brennandi sólargeislunum og Pétur, sem var með regnhlíf með sér, notaði hana sem sólhlíf. Ferð okkar sóttist seint gegnum hraunið sem var mjög úfið á köflum, gróið grámosa. Og ljósberar teygðu bleika kollana upp úr mosanum. Við stefn- um á Þrístapafell (695 m), en þar ætluðum við okkur náttból. Á vinstri hönd sér nú í Langjökul og koma nokkrir svartir höfðar úr honum, en þeir eru nafnlausir. Á þessum slóð- um er ekkert vatn og voru margir orðnir æði þyrstir. Við Þrístapafell tjölduðum við á sandi um sjöleytið við hvítlitað jökulvatn, allstórt og mjög leirborið. Það var volgt. Hér heitir Jökulkrókur. í Flosaskarði Miðvikudagsmorgunn. Þoka yfir landinu, fluga á sveimi. Við göngum milli Þrístapanna, sem kannski eru fleirí en þrír, og þar sjáum við tví- lembda á. Mikið eru þær fallegar á fjöllum. Göngulandið er sandorpið hraun, víðir, holurt. Þoka er á Eiríksjökli, en hún leysist smám saman upp eftir því sem við nálgumst hann. Á vinstri hönd er einn af skriðjöklum Langj- ökuls og heitir Þrístapajökull, flatur og breiðvaxinn. Hægra megin við hann sjást nokkur gróðurlaus sker í jökulröndinni. Þau heita Mókollar. Uppi á jöklinum rís Þursaborg og fjær sér í Péturshorn sem er nefnt eftir fararstjóranum okkar. Við ræt- ur Eiríksjökuls er slétt breiðgata og þarna minnir auðnin á Vonarskarð. Hér finnst mér fegurðin mikilfeng- legust. Framundan er Flosaskarð (600 m), sem liggur milli jöklanna og afmarkast af tveimur vötnum. Nyrðra vatnið er hvítt á leirum. Það dunar í jöklinum. Frá honum falla litlir fossar og lækir liðast eftir sand- inum. Við borðum hádegismatinn í steikjandi sólskini undir stórum kletti og njótum útsýnisins. Það var einhvers staðar hér sem Haraldur Matthíasson tjaldaði um miðjan dag í júlí 1974 og lýsir svo í árbók: „Hér er svo fagurt og friðsælt að naumast er unnt að fara um án þess að nema staðar; hvítir jökulhjálmar, ljósar leirur, bjartir skriðjöklar, dökkir hamrar, gráar skriður, svart hraun- flæmi milli jöklanna með himinbláu vatni spegilsléttu í logninu. Og hjá því kúrir grænt tjald þriggja ferða- langa, sem eru komnir á vit auðnar- innar. Á slíkum stundum og stöðum skynja menn bezt kyrrð, fegurð og mikilleik öræfanna.“ Um nón erum við stödd við enda vatnsins, en Þor- steinshnúkur, nefndur eftir Þor- steini Jósepssyni blaðamanni og ljósmyndara, skilur á milli vatna, en þó komumst við ekki á milli þeirra þurrum fótum. Syðra vatnið er grænt og formfagurt. Þarna sáum við til mannaferða, tveggja manna sem komu niður fönnina ofan við vatnið. Þeir ætluðu til Hveravalla, öfuga leið við okkur. Við ákváðum að tjalda við vatnið á sjötta tímanum og leggja af stað snemma morguninn eftir. Vatnið var ískalt en finnska konan fór léttklædd út í vatnið og jós því yfir sig úr potti. Slíkt hef ég séð á málverkum frá Finnlandi. Pétur sagði við eiginmann hennar fullur aðdáunar: „Þú átt stórkostlega konu.“ Aðrir léku þetta ekki eftir henni. Á Langjökli Við áttum að leggja snemma af stað, en seinkaði vegna dimmrar þoku, klukkan orðin níu þegar lagt var upp á hæðina í átt að Hafrafelli og Langjökli. Þokunni létti fljótt og fagurt var að horfa yfir vatnið. Framundan var jökulurð. Þarna við jökulinn er lítið lón og þræddum við fyrir það og lentum sum í sand- bleytu upp að hné. Um hádegi erum við komin á jökul og ég finn þægileg- an svala frá honum. Við gengum síð- an á jökli það sem eftir var leiðar. Ótal lækir renna niður hann og stöð- ugur lækjaniður er í eyrum. Brátt sér til Geitlandsjökuls (1.390 m) sem er jökulkrýndur stapi sem stendur upp úr jaðri Langjökuls. Þarna var nokkur þoka yfir fjöllum. Nú blasir sveitin við: „Þarna er Gilsbakki,“ segir fararstjórinn og bendir. Það brestur í klaka undir fótum okkar og lækirnir niða og niða. Um þrjúleytið lýkur göngu okkar við Jaka, skála Samtaka ferðaþjónustu. Leiðin í beinni línu er um 90 km en við höfðum gengið 140 km að mati Gests þessa daga. I Jaka er hópur ferðamanna frá Austurríki. Ég ræði við fararstjóra hópsins, sem er Aust- urríkismaður og vel kunnugur á Is- landi, en hann sýnir ferð okkar mik- inn áhuga. Rútan þarf að koma hópnum hans niður á þjóðveginn fyrst, á meðan bíðum við í glampandi sól undir jöklinum. Höfundur er ritari Ferðafélags ísiands. !~UhUt 7LP uor~\ Tísku- og tónlistar- viðburður ársins í Bláa Lóninu 11. og 12. ágúst. ....á mbl.is Á mbl.is geturdu fengid aö víta aflt um Futuríce, iesiö greirsar sem hafa birst í Mogganum um viðburöinn, seö kynningar- myndband, hlustaö á tóndæmi meö Björk, Gus Gus. Móu & The Vinalistics og Bang Gang ásamt þvi að taka þátt i spennandt netieik. Med þvi að svara iéttum spurnmgum geturðu haft heppnina rpeö þér og endað á Futurice t Biáa Lóninu! Vinningar _ 4' 30.000 kr. uttekt i TOPSHOP ■ skópörfráXIS midar á Futuriœ geislatliskar með Sjórk, Gus Gus, Sang Gang og Móu Dagskta Föstuciagur II. ágúst r Sokteiit ihíldur og Bára Hóimgeirsdætur fMUíSyrvng f Artaf - i TwVuiynt 'g / Æ • UeuK- Mos S t": ,v v ív) -StiCS f T? sv.*'* Vtebber Mtdaverd kr. 4.900,- Laugartíagur U.agúst C.i-s-.-vídSV.- : -v. v, • !■■•■. • •.mnv* íy.n TS íto\Aíávik Héhml' fienje Miöaverð kr. 3.9DÖ,- E rsnso <•* hregt að kaupa mida baða dagana a V. 7.90Q Msðasata i TOPSHO? TOPSHQP fiva taka þátt ■ futur cc vcd bv að set,a: .. : sk. ,.••- 'uu '.: .• v:. a iienni s aa --mMÚsv! 'augarelaginn l§, ágövt k 17:00 REYKJAVÍK •U«»IK6«»OBC tVBOHI ARtP 2900 -M Nordisk Kulmrtoad u i • ■ i Km TOPSHOP KI8 F U T U R I C E Á e s k i m o mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.