Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 53
ÞAKKLÆTI
ÞAÐ er viðburður
þegar íslenskum
blaðalesendum er
boðið upp á texta eins
og þann sem birtist á
miðopnu Morgun-
blaðsins föstudaginn
28. júlí síðastliðinn.
Andlegur leiðtogi
þjóðarinnar í áratugi
stígur fram á níræðis-
aldri og flytur mál sitt
af æskuþrótti, anda-
gift og yfirburðavits-
munum, með tungu-
taki sem sjaldan sést
á síðum dagblaða hér
á landi. Máttug orð
rísa allt í einu upp úr
því almenna yfírborðsfjasi og
sjálfsupphafningarvaðli sem hvar-
vetna ríður húsum. Svo langt er
síðan einhver tjáði sig
með viðlíka reisn á op-
inberum vettvangi, að
ég var næstum því
búin að gleyma hvern-
ig það er.
Við lesturinn setur
mann hljóðan og fyll-
ist þakklæti fyrir að
vera samtíða þessum
skrifara. Sigurbjörn
Einarsson biskup er
óvenju fjölgefinn mað-
ur. Þegar hann kýs að
kveðja sér hljóðs
leggja menn við hlust-
ir. Og eins og ort var
forðum:
Það læsir sig gegnum líf og sál
eins og ljósið í gegnum myrkur.
Sigurbjörn biskup bregður birtu
Sigurbjörn biskup
bregður birtu á um-
hverfi sitt, segir
Jónína Michaelsdóttir,
og gerir þjóð
sína stærri.
á umhverfi sitt og gerir þjóð sína
stærri. Mennska og yfirsýn þessa
djúpvitra og skapheita manns er
lýsandi fyrirmynd. Margir hafa
gegnum árin glaðst yfir því að
hann er til - og að hann skuli vera
Islendingur. Kannski hefur aldrei
verið meiri ástæða til að gleðjast
yfir því en einmitt núna.
Jónína
Michaelsdóttir
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.069. þátturþáttur
Athygli mín hefur verið vakin á
því, að nafn eyjarinnar Mostrar
hefur þrásinnis verið beygt
skakkt undanfarið, en hún hef-
ur af skiljanlegum ástæðum
verið mikið í fréttum. Þetta hef-
ur verið í vörpum og blöðum og
grein hér í blaðinu 1. ágúst.
Ekki hefur verið Ijóst hvort
menn hugsuðu sér orðið kari-
kyns eða hvorugkyns, því að
þágufall hefur verið haft
„Mostri“ og eignarfall „Most-
urs“, sem það er hvorugt. Af
fornum heimildum er ljóst að
orðið er kvenkyns, Mostrar.
Það er í heldur fágætum hópi
kvenkynsorða sem eru eins í
öllum fóllum nema eignarfalli
sem endar á -ar. Dæmi önnur
en mostur: gimbur, lifur, vigur
og klömbur (sbr. Klambrar-
tún). Úr Eyrbyggju er kunnur
Þórólfur Mostrarskegg.
Eru menn nú alvarlega beðn-
ir að beygja eyjarheitið eins og
það á að vera: Mostur, um
Mostur, frá Mostur, til Mostr-
ar.
Hins vegar fær Morgunblað-
ið stóran plús fyrir eignarfallið
Haralds í miðopnu 1. ágúst síð-
astliðinn.
★
I Degi 27. júlí er stór fyrir-
sögn á forsíðu: „Blóta fossinum
fyrir goðakastið“. Þetta kom
mér kynduglega fyrir sjónir,
því að ég bjóst við að sögnin að
blóta ætti þama að merkja
dýrka eða færa fóm, og þegar
svo stendur á, stýrir sögnin
jafnan þolfalli. Mér hefði því
fundist eðlilegt að þama stæði
„blóta fossinn".
En margt er til, þó sjaldgæft
sé, og að vel athuguðu máli,
fann ég að fyrirsögnin getur
staðist. Blóta getur nefnilega
tekið með sér tvöfalt þágufall:
blóta einhverjum einhverju.
Asatrúarmenn gátu því hafa
ætlað að blóta fossinum ein-
hveiju sem þeir hefðu talið til
dýrkunar eða fómar. I því efni
skildist mér að þeir hefðu ætlað
sér að vera á undan („fyrir‘j
kristnum mönnum sem mér er
tjáð að ætli að setja upp ein-
hvers konar sýningu í minningu
Þorgeirs Ljósvetningagoða.
En í sama blaði var sagt
tveimur dögum fyrr að Musso-
lini hefði verið „handtekinn á
Sikileyjum og afsalaður öllum
rfildum“. Þetta þykir mér óeðli-
RCTapl. Ég kannast ekki við
ÍTlat. Sicilia) í fleirtölu og
í staðinn fyrir „afsalaður", sem
mér finnst ekki duga þarna,
hefði verið ólíkt betra að segja
sviptur, eða látinn afsala sér.
★
En víkjum nú betur að sögn-
inni að blóta. Uppmni hennar
er talinn óvís, „umstritten" seg-
ir á þýsku sá góði málfræðingur
Jan de Vries. Hann er jafnan
varkár í upprunaskýringum.
Líklega er þó sögnin skyld blóð
og nær ömgglega blessa. Beyg-
ing sagnarinnar var ekki al-
geng. Hún var í 4. flokki tvö-
fóldunarsagna eins og láta,
gráta, blása og ráða, kenni-
myndir því blóta-blét-blétum-
blótinn. Nú er þessi beyging
löngu fyrir bí og sögnin beygð
veikt eftir fyrsta flokki: blóta-
blótaði-blótað.
★
Hlymrekm- handan kvað:
„Ekki er það gott,“ sagði Ari
í eymd sinni helblár af mari.
Paðhafðisvohent,
aðhannhafðilent
xllundirpari.
★
„Það þai-f ekki að hafa fá orð
um það“, heyrðist í sjónvarps-
fréttum, og skilríkir menn sáu í
einhverju lesmáli, sem varla er
í alvöru letrað, að á „sumrin at-
vikuðust fiska andlát“. Þá er
ótækt að auglýsa 300 vömr í
staðinn fyrir vörutegundir.
★
„Samfúnía. Mér datt í hug
hvort orðið væri myndað í
líkíngu við heitið á þeirri plágu
sem harðar hefur tröllriðið ís-
lendíngum, síðan svarti dauði,
að því er blöðin segja, en það er
synfónían í útvarpinu; eða
hvort hann væri að meina það
óskiljanlega kvikindi sem oft er
talað um í Danmörku og kallað
samfúnnet."
(Halldór Laxness: Guðs-
gjafaþula
★
Hlymrekur handan kvað:
I kaffi er auðvitað kofRn,
í ki’assandi góðlyfjum rnorfín,
úrhumlarót
kemurheilsubót
og úr hanaegginu skoffín.
Sigursteinn Hersveinsson
skrifar mér bréf, sem ég birti
hluta úr, og þakka ég honum
kærlega fyrir. Ég hef reynt að
gera atlögu að orðinu flóra,
þegai- það er notað í rangri
merkingu, en það virðist lítinn
árangm' hafa borið.
„Sérkennilegt er hve orðið
flóra (plönturíki) er mikið notað
nú á dögum og oft á óviðeigandi
hátt. í miðopnu Morgunblaðs-
ins 5. þ.m. er t.d. fyrirsögn:
„Fjölbreytt flóra verkefna" og
er verið að ræða um rannsókn-
arstyrki til námsmanna í há-
skóla. Ætli það sé ekld hægt að
finna eitthvert orð sem mönn-
um finnst jafngOt og fara vel í
munni og á prenti en eyðilegg-
ur ekki merkingu orðsins flóra.
Hefði t.d. „Fjölbreytt val verk-
efna“ eða eitthvað slíkt ekki
komið að sömu notum? Mig
minnir að ég hafi jafnvel séð
eða heyrt notað orðið flóra þar
sem orðið fána (dýraríki) hefði
átt við.
Ætli orðhagir menn gætu
ekki bent á orð eða orðalag sem
bjargar okkur frá því að eyði-
leggja rétta merkingu orðsins
flóra. Gott væri ef þú vektir at-
hygli á þessu í þeim ágætu
vikulegu þáttum þínum um ísl.
mál.
Með virðingu og þökk.“
Umsjónarmaður mun innan
skamms fjalla nánar um þetta
efni.
★
Matthías Þórðarson þjóð-
minjavörður samdi vandað og
mikið ritverk um Jónas Hall-
grímsson skáld. Strákurinn
kom upp í Jóni Helgasyni
skáldi og prófessor og hann
kvað:
íslensku skáldin ástmey furt
angurvær súpa á glasi,
lognast svo út af lítilsvirt
frá lífsins argaþrasi;
um þeirra leiði er ekkert hirt,
alltferákafígrasi.
Síðast er þeirra saga birt,
saminafMatthíasi.
★
Á Stöð 2, í kvöldfréttum 23.
júlí sl„ var sagt að maður hæfði
annan mann „í fótlegginn".
Umsjónarmanni finnst þetta
kyndugt tal. Á íslensku skjóta
menn sig í fótinn.
En Haukur Hólm fær plús
fyrir biðstöðvar strætisvagna.
V axandi
lyfjakostnaður
NÚ þegar sól tekur
að lækka á lofti og
sýnilegt er að sumarið
er á förum kveður orð-
ið við þann tón hjá
ýmsum þeim er taldir
eru hafa puttana á
slagæð fjárstreymisins
að nú sé einnig sól góð-
ærisins tekin að lækka
á efnahagshimni þjóð-
arinnar.
Þótt e.t.v. sé enn of
snemmt að skrifa hér
einhverskonar minn-
ingargrein um liðið
góðæri dylst naumast
nokkrum manni að af
téðu góðæri mun héð-
an af skömm saga ganga.
Á líkan hátt og á áliðnu sumri þeg-
ar ekki nutu allir sólar, og sumir
urðu að láta sér nægja að súpa
hregg lungann úr sumrinu og hlusta
á sólskinsfréttir úr fjarlægum lands-
hlutum, þá eru þeir einnig til sem að-
eins sáu góðærið í fréttum af líflegri
sölu hlutabréfa.
Versnandi kjör
ellilífey risþ ega
Af hverju einmitt
sjúklingar áttu að
hjálpa upp á sakirnar
og reiða fram á þessu
ári upphæð sem sam-
svaraði kostnaði við
eina kristnihátíð er
engum ljóst nema rík-
isstjórn Davíðs Odds-
sonar. Grunnlífeyrir að
viðbættri tekjutrygg-
ingu hefur á árabilinu
frá 1997 til ársins 2000
hækkað um 23,5% en
kostnaðarhlutdeild
notenda í lyfjaverði
hefur á sama tíma
hækkað um 120%. Við
gerð síðustu fjárlaga
vai' ítrekað á það bent af stjórnar-
andstöðunni að til heilbrigðisgeirans
vantaði a.m.k. einn milljarð til að
mæta vaxandi kostnaði. Meirihlut-
inn tók ekki fremur en endranær
Verðlag
✓
Eg bendi á þá ónáttúru
núverandi ríkisstjórnar,
Sigríður
Jóhanncsdóttir
Þótt almennir launamenn fylli að
mestu þennan flokk þá trúi ég að
þeir sem verst hafa orðið úti séu elli-
lífeyrisþegar og öryrkjar sem ekki
hafa annað sér til framfærslu en
tryggingabætur. Það er nefnilega
ekki nóg með að þeir hafi verið skild-
ir eftir í góðærinu heldur hafa kjör
þeirra beinlínis verið skert. Þessir
þjóðfélagshópar standa verr nú en
þeir gerðu áður en góðærið brast á.
Hér ætla ég þó ekki að gera að
umtalsefni þá gjá milli ofgnóttar og
hreinnar fátæktar sem hér fer
breikkandi með degi hverjum, að
stórum hluta íýrir tilverknað ríkis-
stjórnar og meirihluta Alþingis.
Slíkt væri efni í aðra grein.
Kostnaðarvitundin
Ég vil með þessu skrifi benda á þá
ónáttúru núverandi ríkisstjórnar að
höggva æ og sí í þann sama knérunn
að íþyngja sjúklingum með vaxandi
álögum.
Það má heita árviss uppákoma að
ríkissjóður dragi úr kostnaðarþátt-
töku Tryggingastofnunar ríkisins í
lyfjaverði og auki þar með kostnað
sjúklinga.
Þegar menn fyrst fetuðu sig út á
þessa braut var farið hægum og
feimnislegum ski'efum. Talað var
um nauðsyn þess að auka „kostnað-
arvitund almennings". Sljó kostnað-
arvitund er vissulega til staðar á ís-
landi. Hún er til dæmis að verki hjá
þeim gróðaöflum sem nú reyna
markvisst að verðfella krónuna til
þess að auka eigin gróða, án nokkurs
tillits til þess kostnaðar sem almenn-
ingur yrði að bera af slíku verðfalli.
Það fólk sem baslast áfram frá
degi til dags á smánarlaunum og
verður æ oftar að neita sér eða börn-
um sínum um læknishjálp vegna
þess að endar ná ekki saman; það
fólk skortir flest fremur en kostnað-
arvitund.
Skattur á sjúklinga
Enda er þessi orðaleppur um
kostnaðarvitund nú að mestu horf-
inn úr umræðunni. Hinn 15. júní sl.
þegar heilbrigðisráðherra gaf út
reglugerð, sem eina ferðina enn
fjallaði um aukinn hlut sjúklinga í
lyfjakostnaði, voru skýringarnar á
þeirri ráðstöfun einkum þær að
kostnaðurinn af heildarsölu lyfja
væri rúmir 9 milljarðar og af þeirri
tölu greiddi ríkissjóður hálfan sjötta
milljarð. Nú bæri því brýna nauðsyn
til þess að hlaupa undir bagga með
ríkissjóði. Hér var þó talað um þann
sama ríkissjóð og fjármálaráðherra
lýsti yfir á dögunum að væri svo
bólginn af peningum að til vandræða
horfði.
Sá hópur sem ríkisstjórnin valdi
til þess verks að létta greiðslubyrði
ríkissjóðs var, að sjálfsögðu, sjúk-
lingar.
segir Sigrtður
Jóhannesdóttir,
að höggva æ og sí í þann
sama knérunn að
íþyngja sjúklingum
með vaxandi álögum.
nokkurt tillit til þeirrar ábendingar,
líklega stóð alltaf til að sækja þá
peninga í vasa sjúklinga.
Dýrari lyf
Það er vissulega rétt sem bent
hefur verið á til að skýra vaxandi
kostnað að undanfarin ár hafa sem
betur fer komið fram ný og árang-
ursríkari lyf, að vísu oft dýrari og
m.a. af þeim sökum hefur kostnaður
við lyfjameðferð aukist og vísast er
það rétt sem haft er eftir Ingibjörgu
Pálmadóttur {Mbl. 29.
júní að með sömu þróun muni sá
kostnaður vaxa um 12-16% árlega
verði ekkert að gert.
Líklegt má þó telja að með nýjum,
betri lyfjum, þótt dýrari séu, dragi
úr kostnaði við sjúkrahúsvist og
skurðaðgerðm, en þær eru, eins og
flestir vita, mun dýrari kostur. Sú
hlið málsins er þó sjaldan tekin með
í dæmið. Slíkt kynni að skekkja
fyrirframgefna niðurstöðu.
Einnig hefur lítið farið fyrir þeirri
staðreynd í umræðunni að sjúkling-
ar borga 24,5% skatt af lyfjum sem
þeir nota. Af þeim hálfa sjötta millj-
arði sem ríkissjóður þarf að sjá af
vegna lyfjakostnaðar koma ríflega
tveir til baka í formi virðisauka-
skatts.
Sjúkdómar valda, svo sem kunn-
ugt er, oftast skertri starfsorku og
þar með tekjurýrnun.
Lækkun skattprósentu, að ég nú
ekki tali um afnám skatta á lyf, væri
stuðningur við þá sem standa höllum
fæti. Sá háttur núverandi rikis-
stjórnar, að draga jafnt og þétt úr
þátttöku Tryggingastofnunar ríkis-
ins í lyfjakostnaði og auka þannig á
erfiðleika sjúklinga, er siðleysi.
Höfundur er nlþingismaður
Samfylkingarinnar í
Reykjaneskjördæmi.
Dilbert á Netinu
vg> mbl.is
_ALLTAf= £ITTH\SA£> tJÝTT