Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 57

Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 5 7 eiginkonu sinnar og fjölskyldu sem studdi hann eftir getu uns yfir lauk. Theodór var hár maður vexti, grannbyggður og stæltur. Stórskor- inn nokkuð á andlitsfall og svipmikill. Framkoman virðuleg, hæversk, glað- vær og hlý. í návist hans hygg ég að öllum hafi liðið vel. Við Elísabet vott- um Ragnheiði konu hans, börnum þeirra og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð á þessari saknaðar- stund. Jafnframt deilum við með þeim þeirri ljúfsáru gleði sem því fylgir að mega kveðja góðan mann sem skilur eftir sig sjóð kærra minn- inga. Slíkt auðnast ekki öllum. Tærirberast úrtjamarsefi tónarumfjöll. - Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumirkveðja, ogsíðanekki söguna meir. -Aðrirmeðsöng, eralteideyr. (Þorst Valdimarss.) Ámi Gunnarsson. Um leið og ég kveð Theodór Krist- jánsson, langar mig að minnast nokk- urra atriða úr okkar samstarfi. Það má aldrei geyma sér sjúka og aldraða sem forðakistu, því fyrr en varir eru þeir horfnir af sjónarsviðinu og ekki lengur hægt að ræða áhugamálin, eða fara í þeirra viskukistu. Þannig var með Tedda og þannig vildi ég hafa hann, en núna er það of seint, þó eftir liggi nokkrar hljóðspólur og geisla- diskur. Ég kynntist Tedda eftir að hann flutti til Hveragerðis, fyrir tæpum tuttugu árum. Þá hafði hann verið skólastjóri í Villingaholti. Ég hafði þá heyrt hans getið sem píanóleikara, og við nánari kynni komst ég svo sannar- lega að því hver hann var, því píanó- leikur hans við veisluborð landans var með eindæmum, með tilliti til þess að hann var sjálfnuminn í þeirri list. Ég tel að fáir hafi verið honum betri á því sviði. Fljótlega eftir að Teddi kom til HveragerðiSj stofnaði hann ásamt Kristjáni Olafssyni og fleirum, Harmonikkufélag Hveragerðis. Gegndi hann gjaldkerastöðu þar um margra ára skeið. Við Teddi hófum að leika saman á harmonikkur, fljótlega eftir fyrstu kynni, með allgóðum árangri og þótti það með þvi besta sem fram kom á Saumastofudansleik- jum Hermanns Ragnars Stef- ánssonar í Útvarpshúsinu. Teddi var manna Ijúfastur og lagði aldrei Ijótt orð til annarra því hóg- værð og bjartsýni voru aðaleinkenni hans. Eg minnist þess t.d. þegar ég sagði við hann að ég hafi aldrei öfund- að fólk, nema ef til vill þá sem höfðu tækifæri til tónlistarnáms, en Teddi svaraði: „Þú þarft ekki að öfunda neinn því við getum gert svo margt sem hinir geta ekki!“ Svona var Teddi! Víða fórum við til að spila, en þó einna mest í gamla Skíðaskálanum og seinna þeim nýja. Það yrði löng upptalning að rifja upp allar minnis- stæðu ferðimar sem við lögðum upp í saman, við félagamir, þó langar mig til að minnast einnar ferðar með har- monikkuvinum að Kirkjubæjar- klaustri árið 1985. Allnokkrar tafir vom vegna veðurs, en þetta var fyrsti „hvellur" haustsins með snjó og vindi, svo fjárskaði var hjá nokkmm bænd- um. Það vom þreyttir og veðurbarðir félagar sem skráðu sig á hótelið og án þess að hvflast, héldu á dansleik til að skemmta. Morguninn eftir var vinur minn heldur syfjaður og kom ekki í morgunmat, ég fékk því handa hon- um samloku og pilsner og hélt til her- bergis okkai'. Teddi reis strax úr rekkju er hann sá veitingamar og sagði „þetta kallar maður nú sörvis!" Auk þess að vera harmonikkufé- lagar og góðir vinir, þá vann hann hjá mér tvö sumur við málningarvinnu. Má segja að við Teddi höfum í gegn- um árin slegið taktinn saman. Kæra Ragnheiður mín, þegar Hálf- dán sonur þinn hringdi með fréttina, varð mér mikið um, og syrgi sárt góð- an, náinn og tryggan vin. Svo náin var vinátta okkar að fjölskylda mín og þeir sem til vináttu okkar Tedda þekktu hafa vottað mér samúð. Guðs huggunar og blessunar bið ég þér, bömunum þínum og fjölskyldu þeirra. Megi Guð blessa minningu hans Tedda. Gísli H. Brynjólfsson, Vestmannaeyjum. Elsku Teddi. Ég sit hér úti á verönd með penna í hönd. Sólin skín í heiði og laufið á ösp- unum hvíslar sinn miðsumarsöng. Hugurinn reikar aftur tfl ársins 1963. Þá bjugguð þið Ragnheiður á Sel- fossi, þar sem ég stundaði nám við Iðnskólann og naut tilsagnar ykkar í stærðfræði. Eg var tíður gestur á heimilinu því um þessar mundir spil- uðum við saman í hljómsveit. Þetta var hljómsveitin Safír sextett. Þú lékst á píanó og ég á gítar, Bjarni Sig- urðsson á bassa, Guðmar Ragnarsson á saxófón, Sighvatur Eiríksson á rythmagítar, Bragi Amason á trommur og síðast en ekki síst Hjör- dís okkar Geirsdóttir söng. Við lékum vítt og breitt um Suðurlandið, allt frá Kirkjubæjarklaustri til Keflavíkur. Þetta var skemmtilegur tími og lögð- um við mikið á okkur til að halda út- gerðinni gangandi. Keyptum m.a. gamlan mjólkurbfl með 10 manna húsi til að ferðast á. Stundum bilaði sá gamli á örlagastundum. Þá vorum við mjög samhent í að leysa málið, sem tókst alltaf nema einu sinni þegar annað framhjólið skoppaði undan á Keflavíkurveginum um miðja nótt. Þá var j álkurinn skilinn eftir. Eitt skilyrði urðum við að setja þar sem hljómsveitin spilaði; það varð að vera píanó á staðnum (þá var ekki búið að finna upp rafinagnspíanó). Ekki voru píanóin alltaf upp á marga fiska í öllum þessum sam- komuhúsum og Selfossbíóum sem við spiluðum í, en það var svo undarlegt að þér tókst aÚtaf að laða fram ein- hvem undurblíðan tón úr þessum skriflum, sem engum öðmm hefði tekist. Já, það var einmitt þetta, Teddi minn, þessi stfll, þessi hárfína viðkvæma sveifla sem var svo ein- stök. Þú varst einmitt þannig sjálfúr, afskaplega næmur og háttvís, pínulít- ið brothættur, góður húmoristi og um leið traustasti vinur í heimi. Nú ertu farinn og það er skarð fyr- ir skfldi. Ef til vill hefur drottin vant- að góðan undirleikara fyrir englakór- inn sinn og fer „niður á lager“ og sækir einn slíkan. Já, hann kann að velja sér listamenn ekki síður en aðra. Þótt leiðir okkai' hafi ekki legið sam- an nema í gegnum síma núna síðustu ár, ég á Akureyri og þú í Hveragerði, þá urðu strengimir okkar aldi'ei falskir. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinui', og votta Ragnheiði, börn- um og öllum fjölskyldumeðlimum dýpstu samúð. Bjöm Þórarinsson. Theodór Kristjánsson er nú allur. Harðri bai'áttu við illvígan óvætt, krabbameinið, er lokið og þrautimar á enda. Eftir lifir skýr mynd af mikl- um heiðursmanni, sem lagði gott til allra mála og vildi öllum vel. Theodór þekkti ég skamma stund, en þau kynni vom bæði góð og hlý. - Það hefur löngum verið tahð til góðra siða, að þakka það sem vel er gert. Við hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði nutum ósjaldan tónlistarhæfi- leika Theodórs. Hann var ávallt boð- inn og búinn að leika á píanó á kvöldvökum sjúklinga, á jólatrés- skemmtunum barna starfsmanna og við önnur þau tækifæri þar sem góð tónlist var við hæfi. Tónlistina flutti hann af mikilli alúð og hæfileikar hans vora óumdeildir. Það vissu þeir, sem höfðu notið góðra stunda með Theodóri þar sem hann lék djass af fingrum fram. Lögin runnu fram endalaust og aldrei slegin feilnóta. Þegar þakkir vora bomar fram með klappi, kom á andlitið þetta sérstaka bros, sem í senn lýsti gleði og lítfllæti. Einhvem veginn hefi ég það á til- finningunni, að Theodór hefði getað orðið mikfll tónlistarmaður. En vafa- laust hefur brauðstritið sett honum lífsreglur, sem veittu ekki margar stundir til náms og æfinga. - En hann miðlaði mörgum af list sinni og hæfi- leikum og við munum sakna hans innilega. Hann var hógvær og hljóð- látur og skilur eftir skýra mynd af góðum og gegnum manni. Honum er þakkað. Ámi Gunnarsson. Kveðja frá Zontaklúbbi Selfoss Haustlaufið íykur. - Fyrr en veit fólnar skógurinn allur. Hlynur, sem gnæfði í hlýjum reit horfði mót sól og var prýði í sveit, stóð af sérveðrin, uns stormi lostinn stofninn prúði var brostinn. (S.E.) Það er sem haustlaufin séu farin að falla - þó er hásumar. Theodór Krist- jánsson samferðarmaður okkar til margra ára er nú kvaddur með trega og söknuði. Hann var kvæntur Ragn- heiði Guðmundsdóttur hjúkrunar- fræðingi sem er ein af félögum í Zontaklúbbi Selfoss. Við í Zontaklúbbi Selfoss viljum með fátæklegum orðum þakka íyrir okkur, þakka fyrir fómfysi og hlýju í okkar garð. Öll árin sem hann hefur leikið fyrir okkur á flygilinn á hátíðar- stundum eða bara þegar hann var beðinn um það, era okkur ógleyman- leg, það tekur enginn sæti hans. Það er ekki hægt. Alltaf var Teddi tilbúinn og þó hann ætti að sitja til borðs með okkur hinum var alltaf sjálfsagt að renna fingrunum yfir nótnaborðið og við nutum frábærra tóna fí'á þessum stórbrotna listamanni. Við þökkum honum samfylgdina, hlýju og fómfýsi. Ragnheiði og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðai'kveðj- ui'. Guð styrki ykkur í sorginni. Svo mælti hver hugur, er man þig og ann þeim manndóm, er fegurstan h'tur. Sjálft þreklyndið meitlað í miskunn og sann í manninn, sem hvarvetna dugar og kann. Sá stofh er hér fallinn styrkur og góður, og stórt er hið auða rjóður. (S.E.) F.h. Zontaklúbbs Selfoss, Pálína Tómasdóttir. Hann Deddi frændi minn var að kveðja þessa tilvera. Við vorum alin upp í umræðum um greind og gáfur. Hann átti hvort tveggja í ríkum mæli, nú veit ég að hann hefur fengið svar við spumingum sem hann þreyttist aldrei á að spyrja. Ég þakka honum alla viðkynningu og votta aðstan- dendum hans samúð, þau hafa mikið misst. Valgerður Bára Guðmundsdóttir. ■ IM Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja Sími 551 1266 vvvvw. UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Ástkær faðir okkar, bróðir og tengdafaðir, INGVI ÞÓRÐARSON, Vesturgötu 103, Akranesi, sem lést laugardaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Hólmavíkurkirkjugarði 9. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erlendur Ingvason, Helga Arnberg Matthíasdóttir, Þorkell Ingvason, Þórður Ingvason, Sigríður Ingvadóttir, Sveinn Þórðarson, Björg Loftsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Sigurrós Kristín Árnadóttir og aðrir aðstandendur hins látna. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, ömmu og systur, GUÐRÍÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Elín Harpa Jónsdóttir, Elmar Þór Benediktsson, Unnur Regína Gunnarsdóttir, og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, systur okkar og mágkonu, LILJU ÁRNADÓTTUR frá Hæringsstöðum, síðast til heimilis í Dvergagili 40, Akureyri. Sérstakar þakkir til sambýlisfólks hennar og allra þeirra, sem hafa annast hana á liðnum árum. Bergþóra Stefánsdóttir, Sigurlína Árnadóttir, Páll Sveinsson, Áslaug Eva Árnadóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Stefán Árnason, Sólveig Bragadóttir, Sigurbjörg Árnadóttir, Jouko T. Parviainen, Jón Árnason Þórdís Guðmundsdóttir, Óskar Árnason, Ásdís Jónasdóttir, Kristján B. Árnason, Margrét Stefánsdóttir, Ósk Jórunn Árnadóttir, Guðmundur H. Jónsson, Sveinn Árnason, Margrét Guðmundsdóttir. + Við fráfall og útför INGIMUNDAR INGIMUNDARSONAR frá Svanshóli, viljum við af alhug þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu minningu hans virðingu og fjölskyld- unni samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigvaldadóttir, Sigvaldi Ingimundarson, Sigurrós G. Gunnarsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Pétur Ingimundarson, Margrét H. Ingadóttir, Svanur Ingimundarson, Anna Inga Grímsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Hallfríður F. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför INGIBJARGAR ELÍSABETAR JÓHANNESDÓTTUR frá Flateyri, Úthlíð 35, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda Helgi Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.