Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 76
76 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Guðbrandur biskup Þorláksson.
Bókin og
bókaþjóðin
Elztu hlutar biblíunnar eru um þrjú þúsund
ára gamlir. Stefán Fríðbjarnarson staldrar
lítið eitt við bókaþjóðina og bók bókanna.
Eitt stórverk gafstu mér, Guð, af náð,
að gjöra með kröftunum ungu:
Nú geymir að eilífu ísaláð
þitt orð á lifandi tungu.
(Matthías Jochumsson lagði í þ'óði
Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni þessi orð í munn.)
Íslendingar vilja gjarnan telj-
ast bókaþjóð. Þeir státa á stund-
um af fornum og nýjum bók-
menntum sínum. Þeirra jól eru
bóka-jól. Aðventan er árstími
bókaflóðs, sem nær inn á flest
heimili landsins. Upp úr þessu
bókaflóði rís - eða ætti að rísa -
bók bókanna, biblían, sem geym-
ir m.a. frásagnir um fagnaðar-
boðskapinn og uppruna jólanna,
birtuhátíðar í skammdegi norð-
urhjarans.
Elztu hlutar biblíunnar vóru um
þúsund ára gamlir þegar Jesús
Kristur gekk um í mannheimi.
Þeir eru því nálægt þrjú þúsund
ára annó 2000. Þeir verða lesmál
milljarða manna fjórða ár-
sþúsundið. Þeir eru um sitthvað í
efni og framsetningu bam síns
tíma. Þeir flokkast samt sem áður
enn í dag sem dýrmætar trúarleg-
ar heimildir um bakland kristn-
innar, auk þess að geyma fagur-
bókmenntir eins og
Davíðssálmana og Ljóðaljóðin.
Sigurbjöm biskup Einarsson
komst svo að orði um þessi fomu
trúarrit: „Jesús tók bókina (sem
var gyðingum eitt og allt) og lauk
henni upp. Og kirkja hans tók við
henni úr hendi hans og þá var
hún orðin ný. Líf hans og kenn-
ing, dauði hans og upprisa, lýstu
hana upp og fæddu að nýju..
Sigurbjöm biskup komst og
svo að orði um nýrri hluta bibl-
íunnar: ,Á næstu áratugum eftir
dauða Jesú urðu svo til þau rit,
sem vér köllum Nýja testament-
ið. Þar em 5 sögurit, 4 um ævi
Jesú, guðspjöllin (gleðitíðindin),
og svo ágrip af sögu kirkjunnar
fyrstu árin, Postulasagan. Síðan
koma tækifærisrit, flest sendi-
bréf skrifúð í flýti af sérstökum
tilefnum, en viðtakendur varð-
veittu þau með dýpstu lotningu,
þau vora lesin við guðsþjónustur
eins og söguritin, afrituð af ein-
stakri alúð og nákvæmni, þeim
var dreift frá einum söfnuði til
annars.“
Biblían barst að sjálfsögðu til
íslands með kristnum mönnum
þegar á landnámsöld. Reyndar
fyrr með írskum munkum, er hér
dvöldu fyrir norrænt landnám.
Það er þó ekki fyrr en undir
miðja 16. öld að Nýja testamentið
kemur út á íslenzku í þýðingu
Gizurar biskups og fræðaþulsins
Odds Gottskálkssonar. í kjölfarið
fylgdi íslenzk þýðing Guðbrandar
biskups Þorlákssonar á biblíunni
í heild. Guðbrandarbiblía á
ómældan þátt í varðveizlu móður-
málsins, lítt breytts, fram á okkar
daga. Og þar með í varðveizlu
homsteins menningarlegs og
stjómarfarslegs fullveldis okkar.
Guðbrandur biskup komst um
þetta efni svo að orði að hann
vildi vinna „móðurmáli vora það
til sæmdar og fegurðar, sem í
sjálfu sér er bæði Ijóst og fagurt
og ekki þarf í þessu efni úr öðrum
tungumálum orð til láns að taka
eða brákað mál né bögur þiggja".
Þjóðarsaga okkar færir heim
sanninn um að stórverk Guð-
brandar biskups var ekki einung-
is unnið íslenzkri þjóð til sæmdar
og trúarlegrar uppbyggingar,
þótt það eitt út af fyrir sig sé
stórkostlegt, heldur varð og gild-
ur þáttur í menningarlegri og
stjómarfarslegri fullveldis-
baráttu íslendinga. Og nú geym-
ir að eilífu ísaláð Guðs orð á lif-
andi tungu.
Biblían er trúlega lesin og túlk-
uð með misjöfnum og ólíkum
hætti - nú sem fyrr í kristnisög-
unni. Hér verður ekki farið stór-
um orðum um það, hvaða skiln-
ingur eða túikun á texta hennar
sé réttur, né hver rangur. Bezt
fer á því að við virðum rétt hvert
annars til að lesa textann með
eigin hætti - og rétt hvert annars
til skoðanamyndunar og túlkun-
ar. Það er hins vegar rangt, að
mati höfundar þessa pistils, að
nýta biblíutexta til að meiða eða
niðurlægja aðra manneskju, jafn-
vel þótt skoðanir hennar fari í
bága við okkar skoðanir. Við
skulum hafa það í huga að Krist-
ur kenndi að með eigin dómum
yfir samferðafólki leggjum við
drög að því, hvemig við sjálf
verðum dæmd. „Nýtt boðorð gef
ég yður,“ sagði hann (Jóhannes
13,31), „að þér elskið hver annan.
Eins og ég hef elskað yður, skuL
uð þér einnig elska hver annan. Á
því munu allir þekkja, að þér er-
uð mínir lærisveinar, ef þér berið
elsku hver til annars.“
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kvörtun
MIG langar til að koma á
framfæri kvörtun til Mjólk-
ursamsölunnar. Þannig er
að sonur minn, 9 ára, safn-
aði kókómjólkurfernum og
sendi þeim í von um að fá
bolta. Viti menn, hinn 14.
júní kemur nafnið hans
ásamt fullt af öðrum nöfn-
um og orð um að þau fái
boltann sendan til sín um
mánaðamótin júní/júlí.
Sonur minn beið rólegur
þar til 3. júlí en þá var hann
farið að lengja eftir send-
ingunni. Þegar komið var
fram í miðjan mánuð
hringdi ég í MS og talaði að
öllum líkindum við sumar-
starfsmann sem vissi ekk-
ert um það hvenær eða
hvernig boltinn kæmi, svo
við biðum. Nú er kominn
einn og hálfúr mánuður frá
birtingu nafna vinnings-
hafa og fengum við okkur
þá bíltúr til MS til að at-
huga um boltann og töluð-
um við símastúlkuna á
staðnum. Var henni vor-
kunn að þurfa að taka á
móti okkur sem áttum von
á boltum því hún hafði eng-
in svör og fékk ekki heimild
til að vísa okkur á annan
starfsmann sem hafði með
þetta að gera. Yfirmanni
hennar fannst vlst best að
þessir óánægðu vinnings-
hafar og viðskiptavinir töl-
uðu bara við símastúlku
sem engu ræður. Mikið
hefði það nú verið léttara
fyrir hana og ánægjulegra
fyrir okkur ef hún hefði
haft eitthvað til að rétta
drengnum í sárabætur fyr-
ir biðina eftir boltanum og
er ég þar að tala um eins og
einn íspinna eða eitthvert
dót með merki MS sem
hefði glatt barnið. Sem
sagt, enn bíðum við og von-
umst til að það verði ekki
farið að snjóa mikið þegar
Sumarleiks-vinningurinn
skilar sér.
100458-4039.
Fyrirspurn til Einars
Odds Kristjánssonar
VEGNA Kastljóss í RÚV 2.
ágúst sl. og ummæla for-
seta Islands um misskipt-
ingu á lffsafkomu þegna á
Islandi. Einar mótmælti
harðlega og sagði að allir á
Islandi hefðu það mjög gott
samkvæmt erlendum
skýrslum. Hvernig væri að
háttvirtur fyrrverandi al-
þingismaður og útgerðar-
maður kynnti sér raun-
veruleikann og íslenskar
skýrslur? Ég skal aðstoða
hann.
Kveðja,
Guðrún Einarsdóttir,
aðgerðarhópi aldraðra,
sími 561-1294.
Póstlagt í dag
PÓSTLAGT í dag - til þín á
morgun. Þannig hljóðar
slagorð íslandspósts. En
hvað bregst? Föstudaginn
7. júlí var póstlagt bréf með
myndum frá Egilsstöðum
sem átti að fara í Ásgarð,
108 Reykjavík. En nú, 3.
ágúst, er þetta bréf ekki
enn komið til skila. Bið ég
því þá á póstinum að at-
huga hirslur sínar og hvort
ekki leynist bréf einhvers
staðar á bak við.
Aðalheiður
Sigurðardóttir.
Ábending
ÍBÚI í Þingholtunum hafði
samband við Velvakanda
og vildi koma þeirri ábend-
ingu á framfæri við borgar-
yfirvöld að láta hreinsa
Fjólugötuna. Sagði íbúinn
að gatan hefði verið mal-
bikuð fyrir 17. júní og hefði
þá möl og sandur gengið
upp á gangstéttir og væri
þar enn og ekkert hefði
verið hreinsað þar síðan,
hvorki gata né gangstéttir.
Tapað/fundid
Hjól í óskilum
24" 10 gíra hjól fannst 24.
júlí sl. við Geitland. Upplýs-
ingar í síma 699-2616.
Jakki og peysa
týndust í Eldgjá
I göngu í Eldgjá sl. mánu-
dag týndist rauður vind-
jakki, renndur að framan.
Inni í jakkanum var peysa.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553-2482 eða
farsíma 854-3370.
Myndavél týndist
íEden
KONICA-myndavél í tví-
skiptu leðurhulstri týndist
við eða í Eden í Hveragerði
11. júh'. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 566-6150.
Myndavél
í óskilum
MYNDAVÉL fannst við
Þingvallavatn norðaustan-
vert sunnudaginn 30. júlí sl.
Upplýsingar í síma 588-
4651.
Med morgunkaffinu
Nei, ég er ekki húsmóöir.
Eruð þér húsbóndi?
Þarna. Nú getur þú ekki
sagt að ég hugsi betur um
blómin en þig.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI heyrði óvart á tal
ungs manns í farsíma nú í vik-
unni. Ekki það að Víkverji væri að
hnýsast í einkamál piltsins heldur
var þetta í fjölmenni og ungmenninu
var mikið niðri fyrir og lá hátt róm-
ur. Hann var sem sagt að láta ein-
hvern vita af því að hann væri
nýkominn í bæinn og sagði eitthvað
á þá leið að hann hefði „farið þetta á
þremur tímum“ og bætti síðan við:
„Við vorum svona í 130 mest alla
leiðina." Síðan kom stutt þögn og
viðmælandinn hefur þá eflaust verið
að tjá sig um afrekið og ungi maður-
inn sagði svo: „Þetta er nú ekkert
miðað við þessa brjálæðinga sem era
á 150...“
Líklega lýsir þetta samtal í
hnotskum viðhorfum ungra manna
almennt til hraðaksturs á þjóðveg-
um landsins. Það er sem sagt ekki
tiltökumál þótt ég aki á 130 kíló-
metra hraða þegar „hinir vitleysing-
amir“ era á 150 kílómetra hraða, -
eða hvað? Nú vill Víkveiji ekki
kenna ungum mönnum alfarið um
það ófremdarástand sem ríkir í um-
ferðarmálum okkar íslendinga, en
engu að síður er það staðreynd að
samkvæmt opinberam tölum er það
ungt fólk, á milli 17 ára og 25 ára,
sem veldur mestu tjóni í umferðinni,
og oft má um kenna vítaverðum
hraðakstri, kæraleysi, tillitsleysi og
þjösnaskap. Úr þessu þarf vitaskuld
að bæta.
xxx
VÍKVERJI hefur að vísu ekki
neina „patent“ lausn á reiðum
höndum á því hvernig bregðast skuli
við aukinni slysatíðni á þjóðvegum
landsins. Þó má nefna nokkur atriði
sem hugsanlega gætu haft þar ein-
hver áhrif svo sem hækkun á öku-
leyfisaldri, hert viðurlög við hrað-
akstri og aukið umferðareftirlit.
Ljóst er að bregðast þarf við með
einhveijum hætti, en hér þarf auð-
vitað fyrst og fremst að koma til
hugarfarsbreyting gagnvart akstri
og meðferð ökutækja. Akstur er
dauðans alvara. Um leið þarf vita-
skuld að taka á því agaleysi sem
virðist færast í vöxt í þjóðfélaginu,
ekki síst meðal ungs fólks.
Mesta umferðar- og ferðahelgi
ársins er nú runnin upp og viðbúið
að þúsundir íslendinga séu á far-
aldsfæti á þjóðvegum landsins þegar
þessar línur birtast á prenti. Áf því
tilefni vill Víkverji endurtaka varn-
aðarorð sín og áskoran frá því síð-
astliðinn laugardag þess efnis að
ökumenn gæti fyllstu varúðar, líti í
eigin barm um leið og þeir setjast
undir stýri, líti á hraðamælinn og
spyrji sig hvort þeim liggi í raun
svona lífið á? Það getur varla skipt
svona miklu máli hvort menn kom-
ast klukkutímanum fyrr eða seinna á
áfangastað. Er ekki lífið meira virði?
x x x
AÐGERÐ Heimdellinga, að
leggjast yfir álagningarskrár á
Skattstofunni í Reykjavík til að
meina öðram aðgang að þeim, hefur
vissulega vakið menn til umhugsun-
ar um hvort birting álagningar- og
skattaskrár sé brot á friðhelgi einka-
lífsins. I þessum efnum sýnist sitt
hverjum og varaformaður Félags
ungra jafnaðarmanna lýsir þeirri
skoðun sinni í einum fjölmiðlanna nú
í vikunni að sér hafi „alltaf fundist
ótrúverðugt og hlægilegt þegar ung-
ir sjálfstæðismenn þeyta lúðra í
nafni persónufrelsis“.
Orðrétt segir varaformaðurinn
meðal annars: „Þetta era sömu ung-
mennin og sitja í kjörklefum fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins til að
fylgjast með hverjir neyta atkvæðis-
réttar síns. Hjá Sjálfstæðisflokknum
skal allt fela sem viðkemur fjármál-
um og launum og ekki skirrast við að
brjóta lög í því sambandi en svo er
fólk elt uppi til að vita hvort það hafi
ekki kosið Flokkinn. Þá er ekki rætt
um persónuvernd og friðhelgi ein-
staklingsins. Þetta er hræsni af
verstu gerð,“ segir varaformaður
ungra jafnaðarmanna.
Formaður Heimdallar segir hins
vegar af sama tilefni: „Þessi sýning á
persónulegum upplýsingum fólks er
enn undarlegri í ljósi þess að hún
hefur engan tilgang annan en að
svala forvitni Islendinga um náung-
ann. Fólk fær sínar eigin tölur send-
ar í pósti og þeir sem þurfa nauðsyn-
lega upplýsingar um aðra geta óskað
eftir þeim eftir öðram leiðum. Það er
sérstaklega ógeðfelld tilhugsun að
fólk skuli gera sér sérstaka ferð á
skattstofu til að fletta upp nágrönn-
um sínum og vinnufélögum.“
Víkveiji tekur ekki afstöðu til
þessara deilna, en það sem vekur
hann stundum til umhugsunar, þeg-
ar fjölmiðlar birta skrár yfir hæstu
skattgreiðendur, er ekki endilega
tengt þeim nöfnum sem era á listan-
um, heldur miklu fremur þeim sem
era þar ekki, en ættu kannski að
vera þar. Skal ekki farið nánar út í
þá sálma að sinni.