Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 92

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 92
'gftNCR Afgreiðslukerfi 563 3000 www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIIT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þúsundir á útihátíðum um land allt í þokkalegu veðri Þrír slasaðir eftir tvær bflveltur ÚTIHÁTÍÐIR hafa farið vel af stað um allt land. Lítið hefur verið um ölvun og umferð gengið þokkalega. Þó urðu tvær bílveltur í gærkvöld, önnur norðan við Akureyri þar sem tveir slösuðust nokkuð en hin í Dals- mynni í Norðurárdal og þar urðu al- varleg meiðsli á einum af þremur sem í bílnum voru. * Stöðugur straumur gesta var á Kántríhátíðina á Skagaströnd í gær og mikil og góð stemmning að sögn skipuleggjenda. Gestir hafa aldrei verið íleiri og í gærkvöldi hafði skemmtanahald farið vandræða- laust fram þótt einhver ölvun haíi verið. Menn á Skagaströnd eru bjartsýnir á framhaldið enda segja þeir fólk greinilega skemmta sér konunglega. Ivið meiri fólksstraumur var í Galtalækjarskóg í gær en undanfar- ■>»in ár að sögn Guðmundar Jónsson- ar, eins af skipuleggjendum. Veðrið á Suðurlandi var vætusamt í gær en að sögn Guðmundar var bjartara yf- ir í gærkvöldi og sólin hafði sést gægjast fram úr skýjunum í suðri. „Hingað hefur legið þéttur straumur í allan dag og aðaltjald- stæðið er að verða fullt. Við erum þó enn með nóg pláss enda annað tjald- stæði innan við bæinn,“ sagði Þröst- ur Rafnsson í Neskaupstað, en hann gerði ráð fyrir að hátt í 6.000 manns hefðu verið á svæðinu í gær að heimamönnum meðtöldum. Þröstur sagði að veðrið hefði verið mjög gott í gær, logn og heiðskírt að kalla. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum voru um 7.000 gestir mættir til Vestmannaeyja í gær- kvöldi. Ólafur Guðjónsson skipu- leggjandi segir að stemmning hafi verið mjög góð í gær og fólk hafi ekki látið smávegis votviðri á sig fá. Að sögn lögreglu á Akureyri var rólegt í bænum í gær og greinilega talsvert minni straumur af fólki í bæinn en undanfarin ár. Allt hafði farið vel fram og lítið verið um ölvun. Kristrún Lind Birgisdóttir segir að stemmning hafi verið góð í bænum í gær í frábæru veðri og hafi margir fylgst með dagskránni á Ráðhústorgi í gær. Umferð gekk greiðlega á landinu í gær en þyngdist eftir því sem leið á kvöldið. Frá höfuðborgarsvæðinu var þétt umferð á norður- og austur- leið í gærkvöldi, en talsvert fleiri bíl- ar fóru austur á bóginn. Morgunblaðið/Kristinn Bílar streymdu frá borginni frá því síðdegis í gær og fram eftir kvöldi. Boeing 737- 300 frakt- vélar voru kyrrsettar BANDARÍSKA flugmálastjórnin óskaði eftir því fyrir rúmum mán- uði að allar fraktvélar af gerðinni Boeing 737-300 yrðu kyrrsettar. Að sögn Valdimars Sæmundssonar, tæknistjóra hjá Flugleiðum, höfðu sprungur komið fram í frakthurð- um í sumum af þessum vélum. Tegundarskírteini yfir vélar af þessari gerð eru gefin út í Banda- ríkjunum og þess vegna fellur það í verkahring flugmálayfirvalda þar í landi að skipa fyrir um viðhald ef grunur um bilanir kemur upp. Tvær slíkar vélar eru í notkun hér á landi, önnur í eigu Flugleiða en hin í eigu íslandsflugs. Að sögn Valdimars kyrrsettu Flugleiðir sína vél í fjóra daga á meðan hún var yf- irfarin og gerðar voru þær endur- bætur sem fyrirskipaðar voru af bandarískum flugmálayfirvöldum, en sprungur höfðu myndast í hlið- arhurðum. Engar sprungur í hurð á vél Islandsflugs Vél Islandsflugs var líka yfirfar- in, en engar sprungur fundust í hliðarhurð vélar félagsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá íslands- flugi er hún ein af fáum vélum af þessari gerð sem ekki þurfti að gera endurbætur á. Aftur á móti hafa komið upp aðrar bilanir í þess- ari sömu vél síðustu daga, en hún er einnig notuð til farþegaflutninga. Frétta- vakt á mbl.is um helgina FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt á Fréttavef Morgun- blaðsins á Netinu, mbl.is, alla verslunarmannahelgina eins og aðrar helgar. Morgunblað- ið kemur næst út miðviku- daginn 9. ágúst. Föst fréttavakt verður á Fréttavefnum frá klukkan 9- 19 frá laugardegi til mánu- dags en fréttamenn eru einn- ig á vakt utan þess tíma. Vilji lesendur koma ábend- ingum um fréttir á framfæri er hægt að hringja í síma 569 1204, 569 1285 eða 861 7970. Þá er hægt að senda tölvu- póst á netfangið net- frett@mbl.is. Fornleifagröftur heldur áfram við Eiríksstaði í Haukadal Fundu vísi að litlu húsi frá 10. öld VÍSIR að litlu húsi frá tíundu öld eða söguöld, fannst við forn- leifagröft við Eiríksstaði í Hauka- dal í fyrradag. Guðmundur Ólafs- son, fornleifafræðingur frá Þjóðminjasafninu, sagði að fund- ist hefði hlaðinn torfveggur v'ið hlið sjálfs skálans, sem talinn er hafa verið bústaður Eiríks rauða. Að sögn Guðmundar er rann- sóknin á frumstigi, en hann sagði að húsið hefði hvorki verið mannabústaður né smiðja og að ekki væri vitað hvert notagildi þess hefði verið. Hann sagði að ekki hefði fundist nein gólfskán sem safnast á gólf við traðk manna eða dýra, sem benti til þess að húsið hefði jafnvel verið skilið eftir óklárað, en talið er að aðeins hafi verið búið á Eiríksstöðum í einn til tvo áratugi á tíundu öld. Lítið hæg’t að segja um notkun hússins Guðmundur sagði að að svo komnu væri því ósköp lítið hægt að segja um húsið, hann sagðist ætla að vera á staðnum í tvær vik- ur í viðbót og að á þeim tírna myndi hann m.a. leita að inngangi og frekari vísbendingum um notk- un hússins. Skáli Eiriks rauða var fyrst grafinn upp af Þorsteini Erlings- syni skáldi árið 1895, en einnig fór fram uppgröftur á svæðinu ár- ið 1938. Síðan 1997 hafa forn- leifafræðingar unnið töluvert við rannsóknir og uppgröft á svæðinu og m.a. hefur verið reist svokallað tilgátuhús þar. Tilgátuhúsið er nákvæm eftirlíking af bústað Eir- íks rauða og var byggt á hug- myndum fornleifafræðinganna um það hvernig bærinn hafi litið út þegar hann var í notkun. Helgina 11. til 13. ágúst fer fram svokölluð Leifshátíð á Eir- íksstöðum, til þess að minnast þess að 1000 ár eru frá Vínlands- siglingu Dalamannsins Leifs heppna og gefst gestum m.a. tækifæri á að skoða rústirnar. Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur og Anna Rut Guðmundsdóttir sýna áhugasömum gesti fornan torfvegg, sem fannst í fyrradag. MITSUBISHI CRRISMR A MITSUBISHI - demantar í umferö 0 HEKLA - ÍJórystu á nýni öld / Sjónvarpsútsendingar frá Efstaleiti hefjast 9. ágúst REIKNAÐ er með að útsendingar Sjónvarpsins frá Efstaleiti 1 hefj- ist að hluta til 9. ágúst næstkom- andi, að sögn Bjarna Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Sjón- varpsins. „Við byrjum svo að senda út Kastljósið þann 14. og fréttir 21. ágúst,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Að hans sögn mun öll starfsemi Sjónvarpsins verða komin í Efsta- leitið eftir þann tíma og er eftir- væntingin mikil á meðal starfs- manna. „Þetta verður allt annað líf,“ sagði Bjarni. „Við erum að flytja okkur úr húsnæði sem var áður bílasmiðja í húsnæði sem er sér- staklega hannað fyrir rekstur sjónvarpsstöðvar." Bjarni sagði að allur sá búnaður sem nýtanlegur væri yrði fluttur í nýja húsnæðið en töluvert yrði endurnýjað af tækjabúnaði, enda sá búnaður kominn mjög til ára sinna. Kostnaðaráætlun vegna flutn- inganna og fjárfestinga vegna þeirra nemur um þúsund milljón- um og að sögn Bjarna mun sú áætlun ganga eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.