Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 92
'gftNCR
Afgreiðslukerfi
563 3000 www.ejs.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIIT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Þúsundir á útihátíðum um land allt í þokkalegu veðri
Þrír slasaðir
eftir tvær
bflveltur
ÚTIHÁTÍÐIR hafa farið vel af stað
um allt land. Lítið hefur verið um
ölvun og umferð gengið þokkalega.
Þó urðu tvær bílveltur í gærkvöld,
önnur norðan við Akureyri þar sem
tveir slösuðust nokkuð en hin í Dals-
mynni í Norðurárdal og þar urðu al-
varleg meiðsli á einum af þremur
sem í bílnum voru.
* Stöðugur straumur gesta var á
Kántríhátíðina á Skagaströnd í gær
og mikil og góð stemmning að sögn
skipuleggjenda. Gestir hafa aldrei
verið íleiri og í gærkvöldi hafði
skemmtanahald farið vandræða-
laust fram þótt einhver ölvun haíi
verið. Menn á Skagaströnd eru
bjartsýnir á framhaldið enda segja
þeir fólk greinilega skemmta sér
konunglega.
Ivið meiri fólksstraumur var í
Galtalækjarskóg í gær en undanfar-
■>»in ár að sögn Guðmundar Jónsson-
ar, eins af skipuleggjendum. Veðrið
á Suðurlandi var vætusamt í gær en
að sögn Guðmundar var bjartara yf-
ir í gærkvöldi og sólin hafði sést
gægjast fram úr skýjunum í suðri.
„Hingað hefur legið þéttur
straumur í allan dag og aðaltjald-
stæðið er að verða fullt. Við erum þó
enn með nóg pláss enda annað tjald-
stæði innan við bæinn,“ sagði Þröst-
ur Rafnsson í Neskaupstað, en hann
gerði ráð fyrir að hátt í 6.000 manns
hefðu verið á svæðinu í gær að
heimamönnum meðtöldum. Þröstur
sagði að veðrið hefði verið mjög gott
í gær, logn og heiðskírt að kalla.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum voru um 7.000 gestir
mættir til Vestmannaeyja í gær-
kvöldi. Ólafur Guðjónsson skipu-
leggjandi segir að stemmning hafi
verið mjög góð í gær og fólk hafi
ekki látið smávegis votviðri á sig fá.
Að sögn lögreglu á Akureyri var
rólegt í bænum í gær og greinilega
talsvert minni straumur af fólki í
bæinn en undanfarin ár. Allt hafði
farið vel fram og lítið verið um
ölvun. Kristrún Lind Birgisdóttir
segir að stemmning hafi verið góð í
bænum í gær í frábæru veðri og hafi
margir fylgst með dagskránni á
Ráðhústorgi í gær.
Umferð gekk greiðlega á landinu í
gær en þyngdist eftir því sem leið á
kvöldið. Frá höfuðborgarsvæðinu
var þétt umferð á norður- og austur-
leið í gærkvöldi, en talsvert fleiri bíl-
ar fóru austur á bóginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Bílar streymdu frá borginni frá því síðdegis í gær og fram eftir kvöldi.
Boeing 737-
300 frakt-
vélar voru
kyrrsettar
BANDARÍSKA flugmálastjórnin
óskaði eftir því fyrir rúmum mán-
uði að allar fraktvélar af gerðinni
Boeing 737-300 yrðu kyrrsettar. Að
sögn Valdimars Sæmundssonar,
tæknistjóra hjá Flugleiðum, höfðu
sprungur komið fram í frakthurð-
um í sumum af þessum vélum.
Tegundarskírteini yfir vélar af
þessari gerð eru gefin út í Banda-
ríkjunum og þess vegna fellur það í
verkahring flugmálayfirvalda þar í
landi að skipa fyrir um viðhald ef
grunur um bilanir kemur upp.
Tvær slíkar vélar eru í notkun
hér á landi, önnur í eigu Flugleiða
en hin í eigu íslandsflugs. Að sögn
Valdimars kyrrsettu Flugleiðir sína
vél í fjóra daga á meðan hún var yf-
irfarin og gerðar voru þær endur-
bætur sem fyrirskipaðar voru af
bandarískum flugmálayfirvöldum,
en sprungur höfðu myndast í hlið-
arhurðum.
Engar sprungur í hurð
á vél Islandsflugs
Vél Islandsflugs var líka yfirfar-
in, en engar sprungur fundust í
hliðarhurð vélar félagsins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá íslands-
flugi er hún ein af fáum vélum af
þessari gerð sem ekki þurfti að
gera endurbætur á. Aftur á móti
hafa komið upp aðrar bilanir í þess-
ari sömu vél síðustu daga, en hún
er einnig notuð til farþegaflutninga.
Frétta-
vakt á
mbl.is um
helgina
FRÉTTAÞJÓNUSTA verður
veitt á Fréttavef Morgun-
blaðsins á Netinu, mbl.is, alla
verslunarmannahelgina eins
og aðrar helgar. Morgunblað-
ið kemur næst út miðviku-
daginn 9. ágúst.
Föst fréttavakt verður á
Fréttavefnum frá klukkan 9-
19 frá laugardegi til mánu-
dags en fréttamenn eru einn-
ig á vakt utan þess tíma.
Vilji lesendur koma ábend-
ingum um fréttir á framfæri
er hægt að hringja í síma 569
1204, 569 1285 eða 861 7970.
Þá er hægt að senda tölvu-
póst á netfangið net-
frett@mbl.is.
Fornleifagröftur heldur áfram við Eiríksstaði í Haukadal
Fundu vísi að litlu
húsi frá 10. öld
VÍSIR að litlu húsi frá tíundu öld
eða söguöld, fannst við forn-
leifagröft við Eiríksstaði í Hauka-
dal í fyrradag. Guðmundur Ólafs-
son, fornleifafræðingur frá
Þjóðminjasafninu, sagði að fund-
ist hefði hlaðinn torfveggur v'ið
hlið sjálfs skálans, sem talinn er
hafa verið bústaður Eiríks rauða.
Að sögn Guðmundar er rann-
sóknin á frumstigi, en hann sagði
að húsið hefði hvorki verið
mannabústaður né smiðja og að
ekki væri vitað hvert notagildi
þess hefði verið. Hann sagði að
ekki hefði fundist nein gólfskán
sem safnast á gólf við traðk
manna eða dýra, sem benti til þess
að húsið hefði jafnvel verið skilið
eftir óklárað, en talið er að aðeins
hafi verið búið á Eiríksstöðum í
einn til tvo áratugi á tíundu öld.
Lítið hæg’t að segja
um notkun hússins
Guðmundur sagði að að svo
komnu væri því ósköp lítið hægt
að segja um húsið, hann sagðist
ætla að vera á staðnum í tvær vik-
ur í viðbót og að á þeim tírna
myndi hann m.a. leita að inngangi
og frekari vísbendingum um notk-
un hússins.
Skáli Eiriks rauða var fyrst
grafinn upp af Þorsteini Erlings-
syni skáldi árið 1895, en einnig
fór fram uppgröftur á svæðinu ár-
ið 1938. Síðan 1997 hafa forn-
leifafræðingar unnið töluvert við
rannsóknir og uppgröft á svæðinu
og m.a. hefur verið reist svokallað
tilgátuhús þar. Tilgátuhúsið er
nákvæm eftirlíking af bústað Eir-
íks rauða og var byggt á hug-
myndum fornleifafræðinganna um
það hvernig bærinn hafi litið út
þegar hann var í notkun.
Helgina 11. til 13. ágúst fer
fram svokölluð Leifshátíð á Eir-
íksstöðum, til þess að minnast
þess að 1000 ár eru frá Vínlands-
siglingu Dalamannsins Leifs
heppna og gefst gestum m.a.
tækifæri á að skoða rústirnar.
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur og Anna Rut Guðmundsdóttir
sýna áhugasömum gesti fornan torfvegg, sem fannst í fyrradag.
MITSUBISHI
CRRISMR
A
MITSUBISHI
- demantar í umferö
0
HEKLA
- ÍJórystu á nýni öld /
Sjónvarpsútsendingar frá
Efstaleiti hefjast 9. ágúst
REIKNAÐ er með að útsendingar
Sjónvarpsins frá Efstaleiti 1 hefj-
ist að hluta til 9. ágúst næstkom-
andi, að sögn Bjarna Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Sjón-
varpsins. „Við byrjum svo að
senda út Kastljósið þann 14. og
fréttir 21. ágúst,“ sagði Bjarni í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Að hans sögn mun öll starfsemi
Sjónvarpsins verða komin í Efsta-
leitið eftir þann tíma og er eftir-
væntingin mikil á meðal starfs-
manna.
„Þetta verður allt annað líf,“
sagði Bjarni. „Við erum að flytja
okkur úr húsnæði sem var áður
bílasmiðja í húsnæði sem er sér-
staklega hannað fyrir rekstur
sjónvarpsstöðvar." Bjarni sagði að
allur sá búnaður sem nýtanlegur
væri yrði fluttur í nýja húsnæðið
en töluvert yrði endurnýjað af
tækjabúnaði, enda sá búnaður
kominn mjög til ára sinna.
Kostnaðaráætlun vegna flutn-
inganna og fjárfestinga vegna
þeirra nemur um þúsund milljón-
um og að sögn Bjarna mun sú
áætlun ganga eftir.