Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR18. ÁGÚST 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Uppsagnir á undir- mannaðri deild UPPSAGNIR þriggja ljósmæðra sem eru í 2,97 stöðugildum á fæðing- ardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri taka gildi í lok september og þá tekur uppsögn einnar ljósmóð- ur gildi mánuði síðar. Alls sögðu fimm ljósmæður við fæðingardeild- ina upp störfum fyrir allnokkru, ein dró uppsögn sína til baka, en nú líður að því að uppsagnir hinna taki gildi. Ljósmæðurnar sem um ræðir eru á kjarasamningi Starfsmannafélags Akureyrar, en hann tekur til Ijós- mæðra sem stunduðu nám við Ljós- mæðraskólann. Ljósmæður sem einnig hafa lokið námi í hjúkrunar- fræði við háskóla fá ekki greitt eftir þeim samningi. Alls eru að sögn Halldórs Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, tæp- lega sjö stöðugildi við fæðingardeildina. Það eru því um 30% ljósmæðra við deildina á förum að óbreyttu. „Við höfum einn og hálfan mánuð til að skoða þetta mál. Við væntum þess náttúrulega að farsæl lending fáist í þessu máli,“ sagði Halldór. „Við munum eftir næstu mánaðamót fara af fullri alvöru að leita lausna.“ Fleiri fæðingar og aukið álag Halldór sagði að deildin væri nú þegar undirmönnuð hvað ljósmæður varðaði og það myndi hafa alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyndist ekki lausn og ljósmæðurnar hættu störfum. „Það hefur verið afskap- lega mikið að gera á deildinni í sum- ar og mikið álag á okkar starfsfólki. Aukið álag má m.a. rekja til þess að fæðingardeildum á Húsavík og í Neskaupstað var lokað um tíma í sumar og því hafa fleiri leitað eftir þjónustu hér. Það veldur auknu álagi, einkum þegar deildin er ekki fullmönnuð," sagði Halldór. Hann sagði að sér virtist sem færri færu í ljósmæðranám nú en áð- ur, enda um langt nám að ræða, eða sex ára háskólanám, og það hefði sitt að segja í því að ljósmæður vantaði á fæðingardeildir. Aglowfundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, byrja nú að nýju með fundi eftir sumarfrí og verður fyrsti fundurinn að því loknu haldinn mánudag- skvöldið 21. ágúst næstkomandi í fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akur- eyri. Fundurinn hefst kl. 20. Ann Merethe Jacobsen flytur ræðu kvöldsins. Þá verður söngur, lofgjörð og fyr- irbænaþjónusta auk þess sem kaf- fihlaðborð er í boði. Þátttökugjald er 450 krónur og eru allar konur vel- komnar. Morgunblaðið/ Margrét Þóra Vandaverk að velja póstkort EINFALDIR hlutir eins og að velja póstkort geta vafist fyrir fólki, en margir taka sér drjúgan tíma í slíkt verkefni. Úrvalið er líka alltaf að aukast þannig að ferðalangar hafa nú úr mörgum rekkum yfirfullum af hinum glæsilegustu myndum úr íslenskri náttúru að velja. Þessi er- lendi ferðamaður var að velta úr- valinu fyrir sér við Bókabúð Jón- asar við göngugötuna í Hafnarstræti á Akureyri í gær. 1 Ráðstefna um byggða- þróun á norðlægum sloðum BYGGÐAÞRÓUN á norðlæg- um slóðum er yfirskrift ráð- stefnu sem haldin verður á Ak- ureyri í byrjun næsta mánaðar. Það er Nordic-Scottish Uni- versity Network for Rural and Regional Development sem heldur ráðstefnuna í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Stofnunin er samvinnuverkefni háskóla á Norðurlöndum og í Skotlandi en þegar hefur hún haldið þrjár ráðstefnur um byggðamál í Finnlandi, Skot- landi og Noregi. Á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir og þróunarstarf í byggðamálum á Norðurlönd- um og Skotlandi, m.a. um byggðaþróun í litlum samfélög- um, gagnkvæm áhrif dreifbýlis og þéttbýlis, sjálfsmynd dreif- býlis og þjónustu og menntun í dreifbýli. Ráðstefnan fer fram á ensku, en almennar upplýsingar um hana veitir Elín Hallgrímsdótt- ir sérfræðingur hjá Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akur- eyri. Faglegar upplýsingar má fá hjá Inga Rúnari Eðvarðs- syni, dósent við Háskólann á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Barnadeildin í notkun í október NÝ BARNADEILD við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður væntanlega tekin í notkun í október næstkomandi að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmda- stjóra. Hann sagði í raun ekki mikið eftir af verkþáttum við hina nýju deild og skamman tíma tæki að ljúka þeim. Nú væri beðið eftir annarri neyðarrafstöð sem setja þyrfti upp við sjúkrahúsið og væri hún væntanleg til landsins í næsta mánuði. Þá væri ýmis frágangs- vinna eftir, bæði innan- og utan- húss. „Þetta er á ágætu róli og ég sé ekki annað en að deildin verði tilbúin til notkunar í októbermán- uði,“ sagði Halldór en samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að deildin yrði tekin í notkun í byrjun þessa árs. „Það hefur ýmislegt orð- ið þess valdandi að framkvæmdir eru 9-10 mánuðum á eftir áætlun, en nú bíðum við bara eftir að þessu langþráða verkefni verði lokið og deildin verði flutt,“ sagði Halldór. Norðuróp, samstarfshópur um óperustarf á Akureyri Morgunblaðið/ Margrét Póra Fulltrúar Norðuróps, Elín Halldórsdóttir og Jóhann Smári Sævarsson auk Hannesar Guðrúnarsonar, fulltrúa Listasumars á Akureyri, kynna barnaóperuna Sæma sirkusslöngu á blaðamannafundi. Barnaóperan Sæmi sirkusslanga fyrsta verkefnið NORÐURÓP er vinnuheiti sam- starfshóps sem stefnir að þvf að setja upp óperur á Akureyri og flytja þær árlega og skapa með því hefð fyrir óperuflutningi á staðn- um. I hópnum er fólk úr Tónlistar- skólanum á Akureyri, Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, Leikfélagi Akureyrar og lista- sumri svo ogatvinnusöngvarar á svæðinu. Fyrsta verkefni hópsins er uppsetning á barnaóperunni Sæma sirkusslöngu eftir Malcom Fox og verður frumsýning hennar á fimmtudag í næstu viku. Jóhann Smári Sævarsson, for- stöðumaður söng- og óperudeildar Tónlistarskólans á Akureyri, er einn af forkólfum hópsins, en hann starfaði við Kölnaróperuna um þriggja ára skeið og hefur víðar komið fram í óperum. Jóhann Smári sagði að barnaóperan Sæmi sirkusslanga herttaði vel sem fyrsta verkefni hópsins og í raun væri þetta upplagt tækifæri til að kynna þessa tegund tónlistar fyrir börnum. Óperan er skrifuð fyrir fjóra söngvara, píanó og slagverk en hún fjallar um Sæma sirkusslöngu og ferð hans í leit að rödd sinni, en á ýmsu gengur áður en takmarkið næst. Helga Laufey Finnbogadótt- ir sér um píanóleik, Karl Petersen um slagverk, Jóhann Smári syng- ur hlutverk sterka mannsins, Elín Halldórsdóttir syngur trúðinn og Sallý Sue, Sigríður Elliðadóttir syngur sirkusstjórann og óperu- dívuna og Sveinn Arnar Sæ- mundsson syngur hlutverk Sæma slöngu. Leikstjórn er í höndum Jó- hanns Smára Sævarssonar og Jóns Páls Eyjólfssonar en Jóhann Smári sér einnig um hönnun leikmyndar og búninga og þýddi verkið. Vilja byggja upp óperuhefð Þessi ópera var samin sérstak- lega fyrir menntamálaráðuneytið í Ástralíu til að kynna þarlendum börnum þetta listform og í textan- um er víða komið við hvað varðar tónlistarheiti, sagt frá fjórum að- alröddunum, sópran, alt, tenór og bassa, og sýnt. fram á hvernig þær mynda hljóm og syngja saman í kór. Tónlistin er létt og skemmti- leg, hún minnir um margt á söng- leikjatónlist og hefur inn á milli djassaða sveiflu en auk þess eru gefín sýnishorn af háklassík. Jóhann Smári kvaðst vonast til þess að félagsskapnum, Norður- ópi, myndi með tíð og tíma vaxa fiskur um hrygg og þannig að hefð yrði fyrir því að setja upp óperur á Akureyri. Hann benti einnig á að kynna mætti óperur án mikilla fjárútláta, til dæmis með því að syngja á kaffihúsum og efna til óp- eru-galamáltíða. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði Akureyri sá staður þar sem óperur geti þrifíst, en það yrði mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og einnig fyrir ferða- þjónustu því margir ferðamenn sækjast eftir því að njóta menning- ar meðan á ferð þeirra hér á landi stendur," sagði Jóhann Smári. í kjölfar þess að menningarhús verður reist á Akureyri sagði hann að unnt væri að halda glæsilegar óperuhátíðir árlega og stefndi hópurinn að slíku í fyllingu tím- ans. „Enn sem komið er er ekki mikil óperuhefð á Islandi, en við munum leggja okkar af mörkum til að byggja hana upp,“ sagði Jó- hann Smári. Óperan verði einn af hápunktum listasumars Uppsetning óperunnar er hluti af listasumri 2000 sem staðið hef- ur yfir á Akureyri og sagði Hann- cs Guðrúnarson, framkvæmda- stjóri þess, að hann sæi fyrir sér að innan fárra ára yrði flutningur óperu einn af hápunktum þess. Frumsýning barnaóperunnar verður fimmtudagskvöldið 24. ágúst næstkomandi, þá verður sýning á föstudag og tvær sýning- ar á laugardag, 26. ágúst. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Verði áhugi mikill er mögu- leiki á að bæta við sýningum síðar, en einnig er fyrirhugað að fara með Sæma sirkusslöngu í ferðalag og sýna óperuna í skólum. Umsdkn um nætur- klúbbaflokkun hafnað EIGENDUR tveggja veitinga- staða á Akureyri, Bernharð Steingrímsson á Setrinu og Ein- ar Gunnlaugsson á Venus, hafa óskað eftir þvf við bæjaryfirvöld á Akureyri að veitingastaðir þeirra verði flokkaðir undir vinnuheitið „næturklúbbar" og fái vegna sérstöðu sinnar að hafa annan afgreiðslutíma en aðrir veitingastaðir. Bæjarráð fjallaði í gær um erindi þeirra en hafnaði beiðni þeirra að svo komnu máli. Bæjarstjórn hefur samþykkt að takmarka afgreiðslutíma vín- veitingastaða í bænum frá því hann var gefinn frjáls fyrir fáum misserum. Nýr afgreiðslutími tekur gildi um miðjan september en samkvæmt honum mega veit- ingastaðir vera opnir til kl. 01 virka daga og til kl. 03 um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.