Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sumarið er
tíminn!
ÞÆR eru nú ekki fáar
sönglínumar af plöt-
unni Svona er Sumariö
2000 sem þjóðin hefur
veriö með á vörunum
undanfarnarvikur.
Enda er platan geysi-
vinsæl og situr sem
fastast í toppsæti
Tónlistans þar sem platan hefur nú verið í fimm
vikur. Sumarið er því vissulega tíminn og því
hlýtur aó vera við hæfi á síöustu vikurn þess að
halda sem fastast í það.
Á plötunni má finna sumarsmelli eins og
..Endalausarnætur" meö Buttercup, „Sól, ég
hef sögu að segja þér" með Sálinní, „Stopp
nr.7" með 200 þúsund naglbítum. „Hvarer
ég?" með írarfári, „Hvort sem er“ meó Sól-
dögg. „Ennþá" með Skítamóral og „Eina nótt
með þér" með Greifunum.
Rappað á milli
réttarhalda!
ÞRÁTT fyrir það að rapparinn
Eminem eigi ekki sjö dag-
ana sæla í einkalífinu sínu
þá hefur stjarna hans á tónl-
istarmarkaöinum aldrei ver-
ið bjartari. Plata hans The
Marshall Mathers LP. hefur
nú verið í þrjá mánuði á tónl-
istanum og er enn að berj-
ast f toppbaráttunni.
Bretar eru eitthvaó svekktir út f kappann þessa
dagana þar sem hann neyddisttil þess að af-
lýsa tónleikaferð sinni þangað vegna ailra laga-
flæknanna sem hann hefurkomið sérí. Móðir
hans er ein þeirra sem hefur kært hann og nýj-
ustu fréttir úr því máli eru þær aö Eminem neit-
aði beiöni hennar um að útkljá málið fyrir utan
réttarsalinn með því að borga henni svo sem
eina milljón dollara í skaðabætur.
Nr. i var ivikur; T ; Diskur
; FlytjQndi
; Útgefandi ; Nr.
r-*l. • 1- Í 6 ; i Svona er sumorið 2000 iÝmsir iSpor i 1.
2. ; 5. ; 7 ! ; ísfandslög 5 -í kirkjum landsins! Ýmsir : Skífan i 2.
-•3.; 4. ; 12 ! ! Murshall Mathers ;Eminem ! Universol : 3.
4.; 3. ; 9 ; ; Pottþétt 20 :Ýmsir : Pottþétt i4-
5. ;12. i 5 i ; Lifoð 09 leikið i KK og Magnús Eiríksson \ ísl. Tónor : 5.
6. : 9. : 11 i ! Ultimate Collection i Borry White ! Universal i 6.
7. ■ 10.; 2 ! ! Pottþétt Diskó II iÝmsir ; Pottþétt i 7.
8. ; 6. | 12 ; Mission Impossible 2 i Úr kvikmynd i Hollyw. Rec.i 8.
9. • 2. ! 18 i i Ploy :Moby : Mute : 9.
10.’ 8. 1 13 ! Oops 1 Did It Again : Britney Speors ÍEMI i 10.
11.; 7. ! 6 i i Fuglinn er floginn ! Utangarðsmenn : ísl. tónar : 11.
12.! 37. ! 4 ; Riding with the King !Eric Clapton & B.B.King! Warner : 12.
13.; 19. ! 63 ! Ö! Ágætis byrjun !Sigurrós i Smekkleysa; 13.
14.: . ; i ! N! Tourist iSt Germain ; emi ;i4.«
15-1 ' i L ! : Romeo Must Die • Úr kvikmynd ; emi ; 15.
16.; 15. ; 42 ; ! 12 Ágúst 1999 ÍSólin Hans JónsMíns ÍSpor i 16.
17.| 13. ; 8 ; ÍWhifePony : Deftones i Warner i 17.
18.: 20. i 35 ; Sogno : Andreo Bocelli ! Universal i 18.
19.iii,; 22 : ) Hoorey For Boobies : Bloodhound Gang ! Universal i 19.
20.121. ; 30 ! Best of Cesario Evora ! Cesaria Evora ! BMG ; 20.
21.; 49.; 22 ! ; Slipknot ; Slipknot ! Roodrunne > 21.
22.: - ! i ! ! Parothutes ! Coldplay ! EMI ! 22.o
23.; 14. ; 12 ! ; Greotest Hits • Whitney Houston i BMG 23.
24.! 30. ; 4 ; ; Mer de Noms i Perfect Cirde ÍEMI ■24.
25. • 22. i 52 i i Significont Other : Limp Bizkit : Universol i 25.
26. i 29. i 10 1 1 ; Eurovision Song Contest : Ýmsir ÍBMG i 26.
K3 r* t_n ; CO : ! ! Guitor Islondico : Guitar Islondico : Polarfonio i 27.
28.116. ; 14 : : í dalnum: Eyjolögin sívinsælu ! Ýmsir •' ísl. tónar '28.
29. |I07.; 1 ! H ! Von Brigði ! Siqur Rós I Smekkleysa'; 29.
30.:24.: n -——-j——i ! ! Bellmon ! Bubbi i Skífon •30.
Á Tónlisfonum eru plötur yngri en tveggjo óro og eru I veröflokknum „fullt verð
Tónlistinn er unninn of PricewoterhouseCoopers fyrir Sombond hljómplötufromle'tðondo og Morgunbloðið í somvinnu
, Bónus, Hogkoup, Jopís Brouíorhofti, Joprs Kringlunni, Jopis Lougovegi, Músík
og Myndir Austurstræti, Músik og Myndír Mjódd, Somtónlist Kringlunni, Skífon Kringlunni, Skífon Lougovegi 26.
Fallhlífarokk!
HUÓMSVEITIN breska
Coldplay hefur lokkaö
marga rokkáhugamenn að
öngli sínum meö sérstak-
lega blíðu og melódísku
lagi þeirra „Yellow". Tónlist
sveitarinnarerí anda „Ind-
ie"-bylgjunnar svokölluðu
sem réð ríkjum í bresku rokki fyrir um þaö bil
tíu árum.
Platan Parachutes, sem er þeirra fyrsta, hefur
vakiö mikla lukku meðal þegna konungs-
veldisins breska sem rífast um eintök af plöt-
unni í plötubúðum. Hljómsveitin þykireinnig
líklegtil stórræðna á næstu bresku tónlistar-
verðlaunahátíð.
Þess má til gamans geta aö sveitin Coldplay er
vinahljómsveit kvenskörunganna ogtromm-
arans með Ijósu lokkana í Bellatrix og hafa
sveitirnar oft leikið saman á tónleikum.
Franskur fjórtándi!
ÞAÐ ER franski djass-
raftönlistarfrömuöurinn
St Germaín sem á
hæstu nýju plötuna á
tónlistanum þessa vik-
una. Platan hans Tour-
ist sem er sú þriðja í
röðtnní fer beint T fjprt-
ánda sæti listans. Sfð-
asta platan hans, Boulevard, varafar vin-
sæl í Bretlandi og lenti t.d. inn á mörgum
listum þar yfir bestu plötur þess árs. Tónl-
istarmaðurinn heitir réttu nafni Ludovic Nav-
arre og fékk nafn sitt af furðufugli sem var
uppi á nítjándu öld og hélt því fram að hann
væri orðinn nokkurra alda gamall. St Germa-
in nútímans er þó ekki nema um þrítugt en
hefur samt gert margt á æviskeiði sínu t.d.
aðstoði hann frönsku tónlistarmennina í
Daft Punk, Air og Dimitri from Paris við það
að koma sér á framfæri utan heimalands-
ins.
Mel C á meðan hún hafði enn
drengjakoll.
Mel C stjakar
við Robbie
MEL C afrekaði það sem fæstir
bjuggust við - að steypa Robbie af
stalli. Nýja lag þessarar fyrrverandi
tengdadóttur íslands „I Tum To
You“ er ekta sólstrandarsmellur -
Ijúfsárt og kröftugt danslag sem svip-
ar mjög til Evró-poppsins og reyndar
einnig Madonnu en í myndbandinu er
Mel C allt í einu komin með sítt Ijóst
hár og líkist söngdrottningunni ansi
mikið - spurning hvort hægt sé að
ganga svo langt að tala um stælingu?
Ronan heldur hinsvegar velli á
breiðskífulistanum og má búast við
að hann geri það á meðan tíðindalítið
er í útgáfumálum. Rapparinn Nelly
fór loksins á toppinn á breiðskífulist-
anum bandaríska í þessari viku með
breiðskífu sína Country Grammai- og
má rekja vinsældir hennar til titillags
skífunnar sem hefur undanfarin mis-
seri ómað ótt og títt í bandarísku út-
varpi. Þessi metsölurappari frá St.
Louis hefur verið inni á topp fimm
allt síðan skífan kom út fyrir sjö vik-
um og hafa hátt í 2 milljónir eintaka
mokast út. Litla ljóshærða kvenna-
gullið Sisqo á vinsælasta lagið vestra
sem fyrr, „Incomplete" en Janet
Jackson hrifsar það mjög líklega af
honum innan skamms því lagið henn-
ar „Doesn’t Really Matter“ stekkur
úr tíunda sæti í fimmta.
ERLENDAR
Ronan heitir nýja platans hans Ronans.
reyndar það sem mér finnst aðal-
lega mega setja út á diskinn, lögin
eru alltof ALLTOF lík en aðeins
þrjú lög eru eitthvað öðruvísi en
hin. Það þýðir sennilega að ég fæ
fljótt leið á diskinum. Vinir mínir
hlusta ekki sérstaklega mikið á
Ronan Keating en lögin hans eru
samt mikið spiluð í útvarpi, ég
vissi t.d. varla hver hann var fyrr
en ég fékk diskinn.
Ég held að Ronan sé mest að
syngja um ástina og lífið og svona
en hann gerði það líka með strák-
unum í Boyzone. Ég hef reyndar
ekki hlustað mikið á Boyzone en
mér finnst tónlistin á þessum disk
alls ekki lík tónlist Boyzone og það
er gott hjá honum. Eg hugsa að
hann Ronan gæti alveg haldið
áfram að syngja bara einn, þessi
diskur er alla vega nokkuð góður.
Hann ætti samt að finna nýjar lag-
línur fyrir næstu plötu!
03000
★★★☆☆
Oddný Þóra Logadóttir,
fjórtán ára, fjallar um
RONAN, fyrsta sólódisk
söngvarans Ronans Keatings.
Keimlík en
þægileg
RONAN er fyrsta sólóplata söng-
varans Ronans Keatings en flestir
kannast sennilega við hann úr
hljómsveitinni Boyzone. Hann á
víst líka heiðurinn af írsku stráka-
sveitinni Westlife, er þar aðal-
’ sprautan bak við tjöldin. Hann er
samt bara 23 ára og skrítið að
hann hafi verið svona lengi þekkt-
ur í tónlistinni.
Þegar ég hlustaði á þennan disk
fyrst var ég búin að heyra tvö lög
af honum áður. Þau heita „Life Is
a Rollercoaster" og „When You
Say Nothing at All“ og hafa verið
mjög mikið spiluð upp á síðkastið,
og einmitt núna er „Life Is a Roll-
ereoaster“ mjög vinsælt enda flott
lag sem er gaman að syngja með.
Á disknum eru aðallega lög í ró-
„ legri kantinum en engin mjög fjör-
ug og hressandi lög þannig að mér
finnst lögin vera svona svolítið lík.
Þau byrja t.d. flest eins en auð-
vitað eru textarnir og hljóðfæra-
leikurinn aldrei eins. Það eru
kannski bara laglínurnar sem
breytast pínulítið, alla vega við
fyrstu hlustun þá virðast þau svo
jík að þetta gæti næstum allt verið
sama lagið! Diskurinn hefur mjög
róandi áhrif á mann sem er bara
gott og það er kannski ágætt að
hlusta á hann áður en maður fer
að sofa.
Eitt af skemmtilegustu lögunum
á diskinum finnst mér vera „Life
Is a Rollercoaster" sem er svona
með rólegri lögum. Það sem mér
finnst skemmtilegt við þetta lag er
viðlagið og líka sjálft lagið. Það
fylgir ekki textablað með disknum
(alla vega ekki eintakinu sem ég
fékk) sem er alls ekki nógu gott,
það væri gaman að vita betur um
hvað hann er að syngja.
Mér finnst lagið „When You Say
Nothing at All“ líka skemmtilegt
lag, það er rólegt, líka með
skemmtilegu undirspili, og mér
líður mjög vel þegar ég er að
hlusta á það. Það hefur líka verið
mjög mikið spilað og margir vinir
mínir hafa heyrt það og finnst það
bara ágætt.
Einnig er Heal Me mjög áhuga-
vert lag, það er svona svolítið fjör-
ugt og hressir mann við, ég myndi
segja að það væri hressilegasta
lagið á disknum. Lögin sem eru
róleg eru eiginlega öll eins en
samt ekkert leiðinleg! Það er