Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Þjóðlaga- og heimstónlistarhátíðin í Falun í sænsku Dölunum
FIMMTÁNDA þjóðlaga- og heims-
tónlistarhátíðin Falun folkmusik
festival var haldin dagana 12.-15. júh'
sl. í Falun sem Uggur um það bil 250
kílómetra norð-vestur af Stokkhólmi.
Hátíðin er sú stærsta sinnar tegund-
ar í Skandinavíu og var nú sótt heim
af um 25 þúsund gestum. Líkt og til
stóð var hátíðin vel heppnað stefnu-
mót fjölbreytilegra tónlistarafbrigða
og fólks af margvíslegum toga. Þótt
mikið hafi breyst á þeim 15 árum sem
liðin eru síðan hátíðinni var hleypt af
stokkunum með htlum efnum en
miklum vilja virðist hátíðin enn búa
yfm sjaldséðum töfrum. Þar rúmast
hlið við hlið margar kynslóðir og
mörg tónlistarafbrigði, sem samein-
ast í þeim góða ásetningi að skapa
eina heild og stemmningu sem gerir
margvísleg stefnumót kleif.
Hátíðin á rætur sínar að rekja til
skandinavískrar þjóðlagahefðar. Þótt
heyra megi tónhst frá öllum heimsins
homum á hátíðinni, og oft samtímis
af einhverju af þremur helstu sviðum
hátíðarinnar, þá er það samt tónn
sænskrar þjóðlagatónlistar sem óm-
ar í gegnum allan fjölbreytileikann.
Það er sá tónn sem er hinn berandi
tónn hátíðarinnar.
Fjölbreytt hátíð
Hátíðin í ár var mjög fjölbreytt að
vanda. Fjölbreytileikinn hefur farið
vaxandi með hverju árinu. En kjam-
inn er enn sá hinn sami þótt umgjörð-
in hafi vaxið og þanist út til alls
heimsins. Kjarninn er og hefur verið
Laugardag 19. ágúst kl. 15.00
Afmælisboð Hlaðvarpans
og síðan
Fínar í Grófinni
- fjör á menningarnótt fram á nótt!
Miðvikudag 23. ágúst
4tet tónleikar kl. xi.oo
— jasskvartett frá Hollandi.
MIÐASALA í síma 551 9055
ísi i:\sk \ oim is w
Sími 511 4201)
ÉUdSídJw
jJ
Gamanleikrit I leikstjórn
Siguróar Sigurjónssonar
lau 26/8 kl. 20
fös 1/9 kl. 20
Miðasölusími 551 1475
Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau.
og fram að sýningu sýningardaga.
Símapantanir frá kl. 10.
I.EIKFÉLAG ÍSt.ANDS
552-3000
THRILLER sýnt af NFVÍ
fös. 18/8 kl. 20.00. UPPSELT
lau. 26/8 kl. 20.00. örfi sæti laus
Síðustu sýningar
530 3030
JON GNARR. Eg var einu sinni nörd
fös. 25/8 kl. 20
lau. 2/9 kl. 20
Miðasalan er opin I Loftkastalanum og
Iðnó frá kl. 11-17. A báðum stöðum er
opið fram að sýningu sýningarkvöld og
gm helgar þegar sýning er. Miðar óskast
sóttir I víðkomandi leikhús.
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir
sýningu.
Tónlist og gleði
í fjóra daga
Sænska tónlistarhátíðin í Falun hefur
stækkað með hverju árinu sem hún er
haldin og þykir nú orðin sú virtasta sinnar
tegundar á Norðurlöndum. Guðni Rúnar
Agnarsson hefur fylgst með henni
í gegnum tíðina og gefur innsýn í hvernig
er að upplifa öðruvísi hátíð en hina
hefðbundnu rokkhátíð.
Papa Wendo, 75 ára öldungur sem lætur hvergi á sjá.
Hápunktur hátiðarinnar Frifot; Lena Willemark,
Per Gudmundsson og Ale Möller.
sænsk þjóðlaga- og þjóðdansahefð.
Sjálft hátíðarsvæðið er ekki ýkja
stórt. Það leggur vissulega undir sig
torgin tvö í miðbæ Falun og garðinn í
námunda þeirra, en allt rúmast samt
eins og í lófa manns. Maður er fljótur
að átta sig á því hvar hvað er og
hvaða tónlist eða stemmning er ríkj-
andi á hveijum stað. Og í þessum
sama lófa rúmast svo mörg þúsund
manna án troðnings og þrengsla.
Hátíðin er engu að síður umfangs-
mikil. Við hana starfa þessa daga um
400 manns, flestir sjálfboðaliðar. Há-
tíðin leggur undir sig að meira eða
minna leyti allt borgarlífið í þessum
35 þúsund manna bæ þessa hátíðar-
daga. Öll hótelin eru yfirfull af tón-
listarmönnum, hvarvetna á götum úti
er leikin lifandi tónlist, af börnum,
unglingum eða fullorðnu fólki, flest-
um aðkomnum til að vera með á há-
tíðinni á einn eða annan hátt. Tónlist-
in er þannig ekki lokuð við
hátíðarsvæðið eitt, tónleikar eru í
kirkjum, á söfnum, í tónleikasölum og
á götum úti. Bærinn iðar af tónist.
Það gefur hvarvetna að heyra tónlist.
Einnig á tjaldstæðunum. Það sem
einkennir þessa tónlist sem heyrist í
Falun þessa daga er að hún reynir
ekki að yfirgnæfa aðra tónlist. Hér
gildir það ekM að spila sem hæst og
heyrast sem mest. Tónlistin sem hér
er flutt er lágstemmd og kallar á allt
aðra hlustun en til dæmis rokktónlist.
Tónlistin nær þarna sínu markmiði
að sameina fólk og skapa hugljúfa
stemmningu og það er sjaldgæft að
hún nái slíku marki hér í Norðurálfu
- og svo oft og svo lengi. Stemmning-
in kallar á gleði og það var gleði sem
ríkti á hátíðinni, einnig þetta árið,
þrátt fyrir rigningu fyrstu þrjá dag-
ana og þar af úrhelli stundum.
Hátíð fólksins
Ölvun var lítt áberandi. Á götunum
og fyrir framan sviðin gat hvoru-
tveggja að líta unglinga og öldunga
sem virtust jafn staðráðnir í ásetningi
sínum að njóta tónlistarinnar og
skemmta sér þótt tjáningin væri mis-
munandi. Hátíðin var jafnt hátíð
þjóðlaga- og heimstónlistarinnar,
sem og hátíð fólksins. Fólkið naut og
skemmti sér saman. Hátíðin virtist
ná því markmiði sínu að endurspegla
tónlist sem er leitandi og endumýj-
andi, jafnframt því að bjóða upp á
tónlist sem höfðar til stundarinnar,
sem kallar á dansinn, þjóðdansa,
jafnt sem magadans og tango. Hátíð-
inni virtist takast að axla það erfiða
hlutverk að vera í senn bæði nýskap-
ari, vettvangur tilrauna og þreifinga,
og vera burðarásinn í gróinni þjóð-
dansatónlist og jafnframt að bjóða
upp á fyrsta flokks hágæða afþrey-
ingartónlist á sviði heimstónlistar.
Markið var hátt sett og ekki bar á
öðru en að það næðist.
Sýnt í Tjarnarbíói
Sýningar hefjast kl. 20.30
i kvöld fös. 18/8 ðrfá sæti laus
fös. 25/8
lau. 26/8
Miðapantanir í síma 561 0280.
MiðasölusNTH er opinn alia daga kl. 12-19.
Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
Falun-tónlistarhátíðin hefur haft
óhemju mikla þýðingu íyrir sænska
tónlist, ekki aðeins íyrir þann menn-
ingargeira sem lýtur að sænskum
þjóðlögum. Áhrifin skríða langt yfir
mörk þjóðlaga- og heimstónlistarinn-
ar. Frá hátíðinni streyma áhrif til
allra geira sænskrar tónlistar.
Hátiðin hefur breyst
En ekki eru samt allir á einu máli
um ágæti þeirrar þróunar sem á Fal-
un folkmusik festival hefur orðið.
Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að
því að til hátíðarinnar hafa á síðustu
árum verið fengnir listamenn sem
ekki geta kallast flytja þjóðlagatón-
list og varla einu sinni heimstónlist.
Um hefur verið að ræða aðsópsmikla
tónlistarmenn sem búast má fyrir-
fram við að dragi að fjölda manns.
Gagnrýnendurnir meina að þama sé
verið að draga að fleira fólk til Falun
en ástæða er til og það sé verið að
umbreyta hátíðinni í sams konar fyr-
irbæri og rokkhátíðimar sem fyrst og
fremst fjalla um það að lokka til sín
fólk. Við þetta breytist stemningin,
hávaðastyrkur tónlistarinnar eykst,
þrengslin verða meiri og hið fín-
stemmda hörfar undan.
Kannski er eitthvað til í þessari
gagnrýni, því vissulega hefur margt
breyst með auknum umsvifum og
auðvitað er hægt að setja visst spum-
ingarmerki við hvaða erindi lista-
menn á borð við Eric Gadd, Billy
Bragg og Gipsyland eigi á hátíð innan
um sænska fiðluleikara sem bera
áfram hefð sænsku þjóðdansanna.
Þar kann sitt að sýnast hverjum.
Sjálfur naut ég þess að heyra gamla
pönkarann Billy Bragg ausa úr
branni enska þjóðlagarokksins og
Gipsyland vom ekki síðri en Gipsy-
kings, frábærir að dansa eftir. En
eins og Hans Hjörth, helsti for-
sprakki hátíðarinnar, sagði: „Hátíð-
inni er ætlað að endurspegla fjöl-
breytileikann. Hver og einn getur
valið eftir eigin hentugleika saman
þær einingar sem hentar og búið sér
til sína eigin hátíð sem passar."
Og vissulega er það hægt, því úr
nægu er að velja. Úr meir en 50
skipulögðum tónlistaratriðum á
sjálfri hátíðinni, fyrir utan allt annað
sem skaut hér og hvar upp kollinum
og sem í sumum tilvikum var með því
eftirminnilegasta.
Hápunktarnir
Ef ég ætti að nefna nokkur eftir-
minnileg atriði þá er fyrst að telja
hljómsveit Papa Wendos frá Kongó.
Þrátt fyrir árin 75 er enga hrömun að
finna hjá Papa Wendo, ramban er
óaðfmnanleg, útgeislunin er sterk.
Röddin er líka furðu kraftmikil og all-
ar hreyfingar hans á sviði em glæsi-
legar og bera vott um fágun og stfl.
Þá varð ég orðlaus yfir snilli þeirra
félaga Martin Hayes og Dennis Ca-
hill. Þvílíkui' töframaður Martin
Hayes var með fiðluna sína. Það er
ekki einlefldð hvemig þeir blanda og
þræða saman írskum rælum og jigg-
um í langar og unaðslegar svítur.
Mörgum á óvart kom hin óþekkta
hljómsveit Filska frá Hjaltlandseyj-
um. Og sömuleiðis hin nokkuð þekkt-
ari Ekova frá Frakklandi.
En líklega vom mínar mestu
ánægjustundir á hátíðinni tengdar
Ale Möller. Hann er óhemju fjölhæf-
ur tónlistarmaður, einn helsti lykil-
maðm- sænskrar þjóðlagatónlistar og
einn helsti lykilmaður tónlistarhátíð-
arinnar í Falun. Á honum hvfldi
hvorki meira né minna en að halda
utan um alla tónlistina sem fram fór í
heimstónlistartjaldinu 2-3 klukku-
tíma á hverju kvöldi. Hann hafði þar í
liði með sér úrvalssveit sænskra tónl-
istarmanna og síðan var gestum héð_-
an og þaðan boðið til að spila með. Á
sviðinu var því alltaf fjöldi manns,
tónlistarmenn hvaðanæva úr heimin-
um, þótt sami kjaminn væri alltaf til
staðar, með Ale Möller í fararbroddi.
Tónlistin tók breytingum eftir því
hver eða hverjir gestimir vom hverju
sinni, þar hljómuðu á sama kvöldi, af
sama sviði með svo að segja sömu
hljómsveit mörg mismunandi tónlist-
arafbrigði. Eitt sinn var það suður-
ríkjablús þegai’ blúshetjan Louisiana
Red steig á svið og dreif hijómsveit-
ina með sér. Þá vom einnig á sviðinu,
auk sænska kjarnans, meðlimir úr
frönsku hljómsveitinni Ekova og
blúsuðu með. Rétt áður hafði stór-
hljómsveitin fylgt þeim í tónlistar-
ferðalag um allan hinn fransk-arab-
íska tónlistarheim þaðan sem ofnar
vora saman ólíkar laglínur og taktar
við hina sænsk-norrænu músíkhefð.
Og þannig var það kvöld eftir kvöld í
heimstónlistartjaldinu. Stundum var
bræðingurinn tregur á að renna sam-
an en oftar en ekki small allt saman
og tjaldið iðaði af tónlistarstraumum
sem vom að skapast og koma fram
einmitt þá stundina.
Nokkuð í sama anda og þetta fram-
tak Ale Möllers vom tónleikar Global
Vocal Meeting. Þar lágu vissulega að
baki langar æfingar þannig að svig-
rúmið fyrir spunann og hið óvænta
var ekki svo mikið. í Global Vocal
Meeting vom saman komnir söngv-
arar og tónlistarmenn frá ólíkum
tónlistarheimum, frá Indlandi, Malí,
Madagaskar, Bandaríkjunum, Ung-
veijalandi og Sviss og fundu sameig-
inlegan farveg fyrir tónlist sem þau
sköpuðu saman. Þeir spiluðu einnig
hvert fyrir sig sína tónlist, en hápun-
kturinn var samt þegar þau tóku
saman höndum og fluttu tónlist sem
gat jafn mikið átt heima í Malí sem
Sviss, eða á Indlandi og meðal síg-
auna í Ungverjalandi. Frábært.
Þess má að lokum geta að Rflds-
útvarpið Rás 1 var á hátíðinni og mun
u.þ.b. tíu tónleikum þaðan verða út-
varpað í vetur.