Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulagsstofnun fellst á tillögu að áætlun um mat á umhverfísáhrifum Kárahnjúkavirkjunar
Fícmri Kárshnjúkur
Snasfoli
TölvumyntVVST
Tölvumynd, eftir Ijósmynd Hreins Magnússonar, sem sýnir hvernig verður umhverfis Hálslón. Horft af vesturbakka Jökulsár á Brú og yfir að Snæfelli.
íí-h.
Ekki gerð krafa um
samanburð á virkj-
un og þjóðgarði
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
fallist á tillögu að áætlun um mat á
umhverfisáhrifum Kárahnjúka-
virkjunar, en gerir jafnframt grein
fyrir ýmsum athugasemdum og
fyrirvörum í bréfi til Landsvirkjun-
ar. Segir í niðurstöðum stofnunar-
innar, að í heild virðist hin almenna
lýsing sem kemur fram í tillögu
framkvæmdaaðila ná til allra
helstu þátta sem taka þarf á í mati
á umhverfisáhrifum.
Landsvirkjun sendi Skipulags-
stofnun tillögu fyrirtækisins að
matsáætlun um Kárahnjúkavirkj-
un um miðjan síðasta mánuð og í
kjölfar þess kynnti stofnunin til-
lögu framkvæmdaaðila ýmsum
hagsmunaaðilum, auk þess sem til-
lagan var einnig kynnt með frétta-
tilkynningu og á heimasíðu stofn-
unarinnar á Netinu.
Bárust umsagnir og athuga-
semdir frá fjölmörgum aðilum og
eftir að hafa farið yfir þær hefur
Skipulagsstofnun nú fallist á til-
lögu að matsáætlun vegna
virkjunarframkvæmdanna.
Fram kemur í niðurstöðum
Skipulagsstofnunar að Náttúru-
vernd ríkisins hafi í umsögn sinni
talið að meta eigi sameiginlega um-
hverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar
og álvers á Reyðarfirði. Þá telur
Landgræðsla ríkisins að meta skuli
umhverfisáhrif NORAL-verkefnis-
ins í heild.
Ekki framkvæmdir
á sama svæði
Skipulagsstofnun fellst ekki á
þessi sjónarmið og segir að þótt
bygging Kárahnjúkavirkjunar sé
nátengd byggingu álversins sé ekki
hægt að líta svo á að um fram-
kvæmdir á sama svæði sé að ræða
og því ekki rök fyrir því að meta
framkvæmdirnar saman. Hins veg-
ar mun Skipulagsstofnun beina
þeim tilmælum til framkvæmdaað-
ila að mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdanna verði auglýst um
svipað leyti.
Samkvæmt matsáætlun fyrir ál-
ver í Reyðarfirði er áætlað að
auglýsa matsskýrslu í janúar 2001
og matsskýrslu fyrir Kárahnjúka-
virkjun er fyrirhugað að auglýsa í
mars 2001 samkvæmt tillögu að
matsáætlun. Áætlað er að fram-
kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun
hefjist sumarið 2002.
I niðurstöðum Skipulagsstofnun-
ar er vikið að ábendingum sem
komið hafi fram, þess efnis að í
matsskýrslu þurfi að fjalla um
þann kost að virkja ekki og í þess
stað að stofna þjóðgarð á svæðinu.
Telur stofnunin að við mat á sk.
núll-kosti þurfi að gera grein fyrir
samanburði umhverfisáhrifa við
aðra kosti á þá umhverfisþætti sem
helst hafa gildi í umræðu um þjóð-
garð á svæðinu, s.s. á landslags-
heildir, ósnortin svæði, einstök
búsvæði og útivist og ferða-
mennsku. Ekki sé hins vegar eðli-
legt að gera þá kröfu til fram-
kvæmdaaðila að hann geri beinan
samanburð á virkjun og þjóðgarði
á svæðinu. Hins vegar þurfi í mat-
skýrslu að gera grein fyrir hug-
myndum um stofnun Snæ-
fellsþjóðgarðs og stöðu þeirra nú.
Stofnunin telur ekki ástæðu til
að fresta mati á umhverfisáhrifum
Kárahnjúkavirkjunar þar til liggur
fyrir rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma, sem unnið
er að á vegum ríkisstjórnarinnar
og áætlað er að ljúki árið 2002. Á
hinn bóginn leggur stofnunin
áherslu á mikilvægi samanburðar á
umhverfisáhrifum mismunandi
nýtingar á svæðinu í komandi
væntanlegri matsskýrslu.
Þá telur stofnunin ekki efni til
þess að gera kröfu um að í mats-
skýrslu sé sérstaklega sett fram
fjárhagslegt mat á verðmæti svæða
og áhrifum á þau. Hins vegar sé
eðlilegt að slíkt mat sé lagt til
grundvallar við þjóðfélagslegt mat
á áhrifum framkvæmdanna í mat-
skýrslu.
Skipulagsstofnun segir í bréfi
sínu að Kárahnjúkavirkjun sé um-
fangsmikil framkvæmd sem feli í
sér marga framkvæmdaþætti sem
hver um sig séu matsskyldir, og
taldir geta haft í för með sér um-
talsverð umhverfisáhrif, sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum. Það gildir m.a. um öll lón
sem eru stærri en þrír ferkílómetr-
ar, alla efnistökustaði sem eru
stærri en 50 þús. rúmmetrar og
150 þús. rúmmetrar, alla vegi sem
eru 10 km eða lengri. Aðrir ein-
stakir framkvæmdaþættir Kára-
hnjúkavirkjunar falli eftir atvikum
undir ákvæði 6. gr. og 2. viðauka
laga um mat á umhverfisáhrifum
um tilkynningaskýldar fram-
kvæmdir og kunni þannig hver og
einn einnig að geta haft í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif.
Það sé því ljóst að mat á um-
hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj-
unar hljóti að verða mjög umfangs-
mikið.
REYKJA VÍKURMARAÞON
2000
Breytt dagsetning gæti
fjölgað þátttakendum
BM’VAIIÁ
Söludeild { Fornalundi
Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050
Oxfordsteinn
Breskur stíll í steinlögnum.
Kynntu þér spennandi
hugmyndir fyrir garðinn þinn
á www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
REYKJAVÍKURMARAÞON fer
fram á laugardaginn og verða
fyrstu keppendur ræstir af stað frá
Lækjargötu klukkan 12 á hádegi.
Maraþonið fer nú fram í sautjánda
skipti en það hefur alla tíð verið
haldið næstsíðasta sunnudag í
ágúst í tengslum við afmæli
Reykjavíkurborgar 18. ágúst. í ár
ákváðu skipuleggjendur maraþons-
ins hins vegar að breyta til og
halda hlaupið á laugardegi.
Ágúst Þorstcinsson, starfsmaður
hjá Reykjavíkurmaraþoni, segir
Árétting
VEGNA frétta um bilanir í
GSM-símkerfi Landssímans
skal áréttað að GSM-kerfi Tals
hefur verið í gangi og í fullri
þjónustu allan tímann. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Tali
hefur kerfið gengið snurðulaust
þau rúm tvö ár sem fyrirtækið
hefur starfað.
það gert til að gefa hlaupurum kost
á að njóta dagskrár menningarnæt-
ur Reykjavíkur en hún hefst á laug-
ardag og stendur fram eftir nóttu.
Ágúst segir einnig gott fyrir fólk
að hafa sunnudaginn til þess að
hvfla sig eftir hlaupið.
í ár verður hlaupið maraþon,
sem er 42 kflómetrar, hálfmaraþon,
sem er 21 kflómetri, 10 kflómetra
hlaup, 7 kflómetra skemmtiskokk
og þriggja kflómetra skemmtis-
kokk. Einnig verður hlaupið 10
kflómetra línuskautahlaup en það
mæltist mjög vel fyrir í fyrra þegar
boðið var upp á það í fyrsta skipti.
Þátttakendur í maraþonhlaupi
þurfa að hafa náð 18 ára aldri,
hálfmaraþonið er opið öllum 16 ára
og eldri en 10 kílómetra hlaup og
línuskautahlaup og skemmtiskokk
er opið öllum 12 ára og eldri.
Sæbraut lokuð um tíma
Hlaupaleiðin í ár verður sú sama
og í fyrra en meðal annars er
hlaupið út á Seltjarnarnes og aust-
ur í Voga. Þeir sem hlaupa 10 kfló-
metra og þaðan af styttra munu þó
ekki hlaupa um austurhluta borg-
arinnar.
Lögregla og björgunarsveitir sjá
um gæslu og félagar úr hjólreiðafé-
lagi íslands munu aðstoða hlaupara
auk þess sem læknar og hjúkrunar-
fræðingar verða til taks.
Hlaupaleiðin liggur að nokkru
Ieyti um Sæbraut og verður henni
af þeim sökum lokað frá klukkan
12 til klukkan 5 á laugardaginn.
Bflar sem þurfa að komast yfir
Sæbrautina af þvergötum munu þó
hafa tækifæri til þess en lögregla
mun sjá um umferðarstjórn við göt-
urnar. Lækjargata verður einnig
lokuð á meðan á hlaupinu stendur
svo og svæðið í kringum hana.
Skráning í Skauta-
höllinni í kvöld
Ágúst segir að undanfarin ár
hafi keppendur í hlaupinu verið í
kringum 3.000 og býst hann við
svipuðum fjölda í ár. Hann segir að
skráning hafi gengið vel en gera
megi ráð fyrir að hún fari á fullt
skrið í kvöld, en skráð er í Skauta-
höliinni í Laugardal.