Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Danskir
dagar í
Stykkishólmi
DANSKIR dagar verða haldnir í
Stykkishólmi 17.-20. ágúst en þetta
er í 7. sinn sem þeir eru haldnir.
Eins og áður er dagskráin fjöl-
breytt, heimamenn sjálfir leggja til
megnið af viðburðum hátíðarinnar,
en fá einnig til liðs við sig nokkra
þjóðkunna listamenn.
Dagskráin hófst í gær, fimmtu-
daginn 17. ágúst í Stykkishólms-
kirkju með tónleikum Jóseps Ó.
Blöndals og félögum hans.
í dag, föstudag, verður furðufata-
gangá kl. 14:30. Trúðar, leikir, grín
og gaman. Hátíðin sett, fánar dregn-
ir að húni. Firmakeppni Hesteig-
endafélags Sth. Börn fá að fara á
hestbak. Sund-diskó í sundlauginni.
Grillveisla og brekkusöngur Lions-
manna. Viðurkenning fyrir fegursta
garðinn. Bryggjuball, hljómsveitin
Gos leikur. Flugeldasýning í boði
Borgarverks ehf. Pétur Kristjáns-
son og gargið á Knudsen. Dáta-
dinner og Eyjólfur Kristjáns með
Sæferðum. Pálmi Sigurhjartarson í
Narfeyrarstofu.
Á laugardag verður golímót í létt-
um dúr í umsjón GMS kl. 10. Rat-
leikur Lionsklúbbsins. Flesk og
fríkadellur með Sæferðum. Mark-
aðstjald, sölu- og kynningarbásar.
Súkkulaði- og vöfflusala Lions-
klúbbsins Hörpu. Götuleikhús, tón-
list, dans. Spákona. „Aksjón Lions-
klúbbs Stykkishólms. Knattspyma:
Meistaraflokkur HSH-Fjölnir. Go-
kart-bílakeppni 13 ára og eldri.
Sæþotur við Skipavíkurhöfn. Úti-
dansleikur - hljómsveitir á öllum
aldri - m.a. táningahljómsveit Is-
lands 1971 og Gos. Skemmtun og
dansleikur á Fosshóteli. Hljómsveit-
imar Egon & Eyþór og Stykk. Pét-
ur Kristjánsson og gargið á Knud-
sen. Konunglegur kvöldverður og
Hafsteinn Sigurðsson með Sæferð-
um. Hirðsveinarnir í Narfeyrar-
stofu.
Á sunnudag verður gönguferð
með leiðsögn. Reiðhjólarallý á
þrautabraut. íslensk/dönsk messa í
gömlu kirkjunni. Héraðsmót HSH í
knattspymu 8-15 ára. Sæþotur við
Skipavíkurhöfn. Go-kart-bílar og
góðakstur. Sprautuboltakeppni.
Markaðstjald, sölu- og kynningar-
básar. Súkkulaði- og vöfflusala
Lionsklúbbsins Hörpu. Spákona.
Tónleikar í Stykkishólmskirkju:
Guitar Islancio. Alla dagana verður
danskt hlaðborð á Fosshóteli Stykk-
ishólmi, danskur matseðill á Knud-
sen., danskt bakkelsi í Brauðgerðar-
húsi Stykkishólms, List- og
sögusýning í Norska húsinu.
Listsýning ungra listamanna í X-
inu. Gallerí Lundi opið. Eyjasigling-
ar með Sæferðum og skemmtibáti
Farfuglaheimilisins.
Latabæjar-
leikar á
Flúðum
SÍÐUSTU Latabæjarleikar
sumarsins verða haldnir á
Flúðum laugardaginn 19.
ágúst. Þetta era 10. leikarair í
sumar og sem fyrr verður mik-
ið um að vera og margt í boði
fyrir krakka 1-12 ára.
Dagskráin á laugardaginn
er eftirfarandi: Kl. 11 golf-
þrautir og æfingar á golfvellin-
um á Flúðum. Kl. 14 Latabæj-
arleikarnir, leikir og þrautir
við hliðina á íþróttahúsinu og í
sundlauginni. Kl. 17 bamaball,
persómn- úr Latabæ syngja og
dansa með bömunum, hljóm-
sveitin Þotuliðið spilar undir.
Aðgangur er ókeypis og eiga
krakkar að mæta í fötum sem
mega skitna út. Elsti hópur-
inn, 11-12 ára, mæti með sund-
föt.
Nemendamót
Steinsstaða-
skóla
Á ÞESSU ári era liðin 100 ár frá
fæðingu Hersilíu Sveinsdóttur frá
Mælifellsá sem lengst af starfsævi
sinnar var skólastjóri Steinsstaða-
skóla í Skagafirði. Af því tilefni ætla
nemendur hennar að hittast og
gleðjast á Árgarði laugardaginn 26.
ágúst nk. og sýna minningu hennar
virðingar- og þakklætisvott, segir í
fréttatilkynningu.
Þátttaka tilkynnist Ferðaþjón-
ustu Steinsstaðaskóla sem fyrst,
einnig er hægt að panta gistingu á
sama stað.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Stórkostleg stund
á kristnihátíð
ÉG og fjölskylda mín tók-
um þátt í kristnihátíðinni á
Þingvöllum í júlí sl., báða
dagana. Við vorum afar
ánægð. Allt dagskrárefni
var svo vandað. Uppúr stóð
hátíðarmessan og þótti mér
það stórkostlega stund. Og
þegar allir fóru saman með
trúarjátninguna og það
hljómaði um svæðið: „Ég
trúi á guð föður almáttugan
skapara himins og jarðar"
var eins og Jesús Kristur
væri sjálfur mitt á meðal
okkar, sýnilegur. Þarna var
stórkostlega nærvera hans
sem aldrei gleymist. Við
hefðum alls ekki viljað
missa af þessu og fjöl-
skylda mín minnist þessara
daga með gleði. Mig langar
til að þakka kristnitöku-
nefnd fyrir vel skipulagða
dagskrá.
Halldóra Ásgeirsdóttir,
Hrfsmóum 1, Garðabæ.
Vinkonu leitað
MOÐIR min, Ingeborg
Pederson, fædd Nýgaard
Kristensen, 80 ára gömul,
kemur til Islands í viku frí
26. ágúst nk. Hún leitar að
vinkonu sinni, Sigríði
Sveinbjamardóttur, en
1944-46 voru þær saman í
hjúkrunarskóla. í síðasta
bréfi sem móðir mín fékk
frá henni var hún komin
aftur til Islands og í júní
1948 bjó hún á Frakkastíg
15, Reykjavík. Á þessum
tíma átti Sigríður dóttur,
Lilju, sem þá var 15 mán-
aða. Ef einhver gæti að-
stoðað móður mína við að
komast í samband við Sig-
ríði þá er heimilisfangið:
Ingeborg Nygaard
Pedersen,
Tousparken 12 st.th.
8230 Ábyhoj,
Danmark - eða í síma:
0045-86-255610.
Einnig má skrifa í tölvu-
póst: haugaard@
maill.stofanet.dk
Inge-Lise Haugaard.
Myndir af
ökuníðingum
ÞEGAR þessi alvarlegu
umferðarslys verða þá eru
birtar myndir af fómarlöm-
bunum en mér finnst nóg
að sjá sh'kar myndir og
dánartilkynningar í blöðun-
um. Ég vil snúa þessu við
og fá myndir birtar af öku-
mðingum sem aka of hratt.
Finnst mér rosalegt að
menn skuli jafnvel keyra á
yfir 160 km hraða eftir
þessu miklu slys.
Gömul kona.
Tapað/fundið
Kajak-ár tapaðist
ANNAR hluti tvískiptrar
kajak-árar tapaðist af bíl á
veginum úr Hvalfjarðar-
botni til Reykjavíkur að
kvöldi 15.8. Árin er svört,
úr arðplasti með málm-
enda. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn að hafa
samband í síma 553-1238
eða 863-5381.
Giftingarhringur í
óskilum
GIFTINGARHRINGUR
fannst fyrir utan bensín-
stöð í Hafnarfirði sl.
mivðikudag. Inn í hann er
grafið Stella. Upplýsingar í
síma 567-0161.
Hrakfarir ungs
drengs
MIG langar til að segja
ykkur frá hrakforum sonar
míns í sumar. j júnílok fór
hann í sund í Árbæjarlaug-
ina og þar var skónum hans
stolið, nýjum skóm frá
versluninni Smash. Þeir
voru merktir með nafni og
síma en ekki var þeim skil-
að. Nokkrum dögum síðar
var handklæðinu hans stol-
ið þrátt fyrir að handklæðið
var merkt með stórum stöf-
um með nafninu hans.
En í gær 15. ágúst glat-
aði hann GSM-símanum
sínmn, Nokia 3210, í svörtu
leðurhulstri. Sonur minn er
bara þrettán ára og hann
hafði safnað fyrir símanum
sjálfur á löngum tíma.
Hann var á leið heim með
SVR leið 6, frá Skelja-
granda að Lækjargötu,
hann gekk upp Laugaveg-
inn að Hlemmi, á þessari
leið hefur síminn dottið upp
úr hliðarhólfi á sundtösku
sem hann var með. Eins og
nærri má geta er sonur
minn alveg niðurbrotinn
vegna missisins, ef einhver
heiðarlegur og góðhjartað-
ur finnur símann er hann
vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 861-9599.
Fundarlaunum heitið.
Svart fjallahjól týndist
SVART Mongoose-fjalla-
hjól hvarf frá Brávallagötu
um verslunarmannahelg-
ina. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 552-9338.
Dýrahald
BANGSI er 3ja ára gul-
bröndóttur geltur kisi.
Hann hvarf að heiman úr
Setbergshverfi, Hafnar-
firði, föstudaginn 11. ágúst.
Hann er merktur með
blárri ól og nafnspjaldi.
Bangsi er afskaplega gæf-
ur og mannelskur og svarar
kalli. Þar sem hann er afar
forvitinn gæti hann hafa
farið einhvers staðar inn í
bílskúr og lokast inni. Hann
hefur líka bíladellu og gæti
hafa borist eitthvað með
bíl. Ef einhver veit Um af-
drif Bangs væru allar upp-
lýsingar vel þegnar því
hans er sárt saknað. Okkur
er að finna í símum 565-
3690,896-3568 og 551-1980.
SKAK
Umsjón Ilelgi Áss
Crélarsson
STAÐAN kom upp í
Mipap mótinu í Olomouc
er lauk fyrir skömmu.
Hvítt hafði tékkneska
skákkonan Lenka
Ptacníková (2232) gegn
stöllu sinni frá Spáni, Mon-
iku Calzettu (2282). 38.
Rf5! Dxe3 39. Rxe3 Bf3 40.
Rxc4 Bxdl 41. Hxdl bxc4
42. b5 Re6 43. b6 og svart-
ur gafst upp. Lokastaða
mótsins varð þessi: 1. Dav-
id Navara (2433) 8 Vz v.
2.-3. Radek Sluka (2302)
og Lenka Ptacníková
(2232) 7 '/> v. 4. Richard
Biolek (2420) 6 V4 v. 5.
Dimitry Schneider (2382) 6
v. 6.-8. Petr Bazant yngri
(2274), Eduard Hagara
(2373) og Bemd Rechel
(2402) 5 v. 9.-11. A.
Czerwonski (2375), Lúkas
Cemousek (2259) og Mon-
ika Calzetta (2282) 4 v. 12.
John Nicholson (2204) 3 v.
Borgarskákmótið verð-
ur haldið í dag, 18. ágúst, í
Ráðhúsi Reykjavíkur kl.
15:00. Tefldar verðar 7 um-
ferðir með 7 mínútna um-
hugsunartíma. Aðgangur
og þátttaka er ókeypis!
Vflkverji skrifar...
XXX
VÍKVERJI kvartaði yfir því í lið-
inni viku að Breiðvarpið næðist
ekki í götunni þar sem hann býr og
Landssíminn hefði af einhverjum
ástæðum ekki hug á að ráða bót á
því ástandi. Af þessu tilefni barst
honum eftirfarandi bréf frá Sigurði
Þór Salvarssyni á Akureyri:
„Vegna skrifa Víkveija í blaðinu í
dag (11.8.) um Breiðvarp Landsím-
ans og óánægju með að Breiðvarpið
skuli ekki nást í öllum hverfum höf-
uðborgarinnar, vil ég bara benda á
að þetta ágæta Breiðvarp næst
hvergi á landinu nema á höfuðborg-
arsvæðinu ef Húsavíkurkaupstaður
er undanskilinn. Og Víkverji spyr
hvort fólk í Hlíðunum sé ekki talið
jafn mikilvægt og fólk á Melunum
og þurfi þess vegna ekki Breiðvarp.
Áð sama skapi mætti þá spyrja
hvort fólk á landsbyggðinni sé ekki
talið jafn mikilvægt og obbinn af
íbúum höfuðborgarsvæðisins, því
mér vitanlega era mörg ár þar til
íbúar landsbyggðarinnar geta gert
sér vonir um að njóta þjónustu
Breiðbands Landssímans."
Víkverji dagsins er afhjúpaður
sem fáfróður um Breiðbandsmálin
úti á landi og hefði betur kynnt sér
þau áður en hann fór að tjá sig um
eigin vanda. En eftir stendur að
hann og Sigurður Þór vita jafn lítið
um forsendur Landssímans fyrir því
að bjóða sumum íbúum landsins
þessa þjónustu en ekki öðram.
Hverjar ætli þær séu?
VÍKVERJI er fyrrverandi reyk-
ingamaður og eins og aðrir
slíkir gamlir syndarar, fullur
hneykslunar gagnvart þessum
minnihlutahópi. Honum finnst það
fagnaðarefni að sífellt færri íslend-
ingar skuli eitra fyrir sjálfa sig með
þessum öragga en seinvirka hætti.
Hann verður samt að viðurkenna að
stöku sinnum er of langt gengið. Á
sumum vinnustöðum virðast menn
gleyma öllu tilliti til þeirra sem vilja
fá að stunda sína heimsku án af-
skipta annarra. Ef þeir gera það án
þess að dæla reyknum rakleitt niður
í lungun á Víkverja og öðram er
vafalaust ekki skynsamlegt að refsa
þeim með öðru en háðsglósum.
Ef við hin gengjum lengra og
skipuðum þeim að greiða meira til
heilsugæslukerfisins en reyklausum
gæti reikningsdæmið orðið flókið.
Þeir benda okkur þá á að megnið af
kostnaði kerfisins hlýst af umönnun
aldraðra og lyfjum fyrir þá. En
vegna óhollustunnar lifa reykinga-
menn að jafnaði skemur en við og
valda þess vegna minni útgjöldum
þegar upp er staðið.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin legg-
ur til að tóbaksverð sé hækkað, það
sé einfaldasta leiðin til að draga úr
neyslunni. En undarlegt er að ein af
ástæðum þess að fjármálaráðherra
er illa við að hækka skatta á tóbak
til að draga úr notkuninni er að þá
hækkar vísitalan! Víkverja finnst að
sé þetta þröskuldurinn hljóti að vera
kominn tími til að ræða við þá sem
reikna út vísitöluna. Varla er það
gert af öflum sem era utan við
valdsvið okkar manna.
XXX
NÝ hætta vofir nú yfir eða það
óttast Víkverji að minnsta
kosti. Hann sá að breskt dagblað
fjallaði um niðurstöður vísinda-
manna hjá Islenskri erfðagreiningu.
Þeir hafa rannsakað erfðaefnið í
okkur og segja að það gefi til kynna
að flestir karlar sem námu hér land
til foma hafi komið frá hinum Norð-
urlöndunum. Konurnar hafi hins
vegar skipst nokkuð jafnt, önnur
hver þeirra hafi verið frá Bretlands-
eyjum. Blaðið veltir því upp hvort
víkingamir hafi rænt breskum kon-
um eða fengið þær til að koma með
sér af fúsum og frjálsum vilja.
Vonandi nægir að við karlar biðj-
um afkomendur bresku formæðr-
anna afsökunar á þessu athæfi og
bendum á að forfeðurnir hafi nú ver-
ið hálfgerðir villimenn og fátt vitað
um mannréttindi. Hitt væri verra ef
þær færu í mál og heimtuðu skaða-
bætur fyrir hönd landnámskvenn-
anna þótt langt sé um liðið. Hver
veit hvað lögfræðingar geta fundið
af röksemdum ef þeir halda að von
sé um að vinna málið?