Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR18. ÁGÚST 2000 4íþ
takti. Allt þetta hnígur í átt að full-
komnu samræmi svo sálin fyllist af
flæðandi ljósi.
Kristinn hafði sterkar taugar til
Seljaness en Drangar voru hans
staður, þar bjó hann með Önnu og
öllum börnunum á meðan þau voru
ung. Hann yfirgaf Drangana ekki
fyrr en í fulla hnefana, 1966, þegar
nærliggjandi bæir voru famir í eyði.
Það var sárt, rétt einsog það hefur
sárt fyrir Kristin að kveðja Drang-
ana í sumar og vita að hann kæmi
aldrei aftur. Hann var ekki bara að
kveðja stórbrotna náttúru og allan
tímann sem hann hafði lifað þama og
starfað, hann var að kveðja sjálfan
sig, slíta þá brennandi taug sem batt
hann þessum stað, fastara en allt
annað.
Þegar hann vissi hvað hann var
veikur skipaði hann sonum sínum að
smíða sér líkkistu úr rekaviði. Samt
var honum ekki sama. Ég fann það
þegar ég heimsótti hann um daginn,
við sátum og spjölluðum einsog við
höfðum gert fyrir tuttugu ámm. Svo
kvöddumst við og ég tók ekkert sér-
staklega eftir handabandi hans því
ég bjóst við að sjá hann aftur, hann
mundi jafnvel hafa þetta af. Þegar
ég var komin langleiðina útá þjóð-
veginn fann ég alltíeinu einkennileg-
an þrýsting utanum höndina, einsog
handtak hans hefði stimplast í hönd
mína. Og ég hugsaði: Hann hefur
verið að kveðja. Eg sé hann ekki aft-
ur. En hugsaði svo að þetta hlyti að
vera vitleysa. Ég hringdi í hann áð-
uren ég fór í viku til Stokkhólms og
hann sagði: Ég veit ekki hvort ég
verð lifandi þegar þú kemur aftur.
Ég fékk lánaða íbúð í Stokkhólmi og
viti menn: Fyrir ofan rúmið mitt í
milljónaborginni hékk mynd af
Kristni á Dröngum. Þetta var einsog
hver önnur stríðni úr honum sjálf-
um.
Kristinn var eldheitur persónu-
leiki, skapheitur, tilfinningaríkur, of-
urnæmur, húmoristi af guðs náð,
fíngerður, feiminn, örlátur, ögi'andi,
afburða gáfaður, gæddur djúpu inn-
sæi og eðlislægri forvitni. Honum
þótti vænst um forvitnina af öllum
sínum eiginleikum, hún hélt honum
vakandi og kynti undir aðra eigin-
leika og hæfÚeika. Hann hélt inn-
blásnar ræður um mikilvægi forvitn-
innar sem hann kallaði kjarna
mannlegrar tilveru og hve nauðsyn-
legt væri að halda henni við. Þegar
ég hitti hann um daginn sagði mér að
nú væri forvitnin farin. Hún hefði
farið einn daginn í vor. Þá vissi ég að
hann var mikið veikur. En allir þess-
h- eiginleikar gæddu hann ómót-
stæðilegum persónutöfrum sem eng-
inn stóðst, útlit hans kórónaði
persónuna, hann var afskaplega lag-
legur, með leiftrandi augu, lág-
stemmda rödd og ríka af blæbrigð-
um, og svo fallega og karlmannlega
vaxinn að enginn hafði bak eða herð-
ar einsog hann.
En fyrst og fremst var hann afi
Kristjóns, elsta sonar míns. Og þeg-
ar ég var ófær um að ala hann upp
vegna veikinda af alkóhólisma tóku
Kristinn og Anna hann að sér í fjög-
ur ár fyrir utan öll sumrin sem hann
var hjá þeim á Dröngum. Fyrir það
hef ég aldrei vitað hvernig ég ætti að
þakka. Þau voru á sjötugsaldri þegar
það var og búin að ala upp öll sín
böm. En kannski þakkar maður
bara fyrir slíkt örlæti með því að láta
sér batna. Þegar ég leitaði mér
lækninga hafði ég ekki heyrt lengi í
Kristni. Hann hringdi svo í mig um
vorið og hafði frétt af því og sagðist
hafa verið að hugsa til mín í allan
vetur og reyna að ná í mig því hann
hefði fundið á sér að eitthvað mikið
væri að gerast. Þegar einhver fer
sem er svona næmur á mann verður
sársaukinn yfir því að hann skuli
vera farinn einsog glóandi eldfjalla-
kvika.
Önnu Jakobínu, börnunum fjór-
tán, barnabörnunum, öðrum afkom-
endum og ástvinum sem elskuðu
Kristin og sakna hans votta ég mína
dýpstu samúð - í dag eru fuglarnir
hljóðir og selurinn grætur.
Elísabet K. Jökulsdóttir.
Hversu oft gerist það ekki á lífs-
leiðinni að stefnumóti, sem maður
hugðist eiga við mætan samferða-
mann, stundum skyldmenni, stund-
um vandalausan, er sífellt slegið á
frest og er svo í skyndingu að engu
gert með því að dauðinn hrifsar þann
burt, sem maður hugðist sækja
heim. Stundum vissi maður að lítill
tími var til stefnu, stundum ekki.
Frásögn manns á fömum vegi fyrir
alllöngu þess efnis að Kristinn Jóns-
son frá Dröngum hefði fyrirskipað
sonum sínum að fara velja rekavið af
Ströndum í líkkistu sína og hefja
smíðina, því stundin mikla nálgaðist,
var viðvörun, sem ég hefði átt að
taka mark á. Áform um að þiggja
boð þitt heim að Dröngum urðu síð-
an að engu gjörð við fréttina af and-
láti þínu, Kristinn. Fyrirhugað sam-
tal okkar dagar nú uppi í eintali
mínu, sem leitar útrásar í þessum
skrifuðu orðum sveipað ódauðlegri
minningu um þig.
Þú varst okkur kvikmyndagerðar-
mönnunum meira happ við gerð
kvikmynda okkar Verstöðin ísland 1
- 4 og íslands þúsund ár en ég hef
náð að tjá þér.
Ástæðurnar eru margar en allar
koma þær saman í þessum eina
punkti: Þú sjálfur barst með þér lif-
andi arfleifð þjóðmenningar okkar í
þúsund ár. I veru þinni allri, sál og
ásjónu, holdgerðist þessi arfleifð
með svo sterkum hætti að meira að
segja auglýsingamenn hér á malbik-
inu fyrir sunnan fóru ekki varhluta
af útgeisluninni, þegar kom að því að
velja táknmynd fyrir sjávarútvegs-
sögumyndaflokkinn Verstöðina Is-
land. Mynd þín ummyndaðist sam-
stundis í huga þeirra í táknmynd
íslenska sjómannsins í þúsund ár. Og
þeir gengu lengra og völdu þessa
mynd sem táknmynd þúsund ára
sögu sjávarútvegs okkar íslendinga
og lögðu til að hún yrði notuð á vegg-
spjald, sýningarskrá og myndban-
dskáp myndaflokksins. Hvorki við
kvikmyndagerðarmennimir né for-
svarsmenn LÍÚ, sem kostuðu gerð
myndarinnar, efuðust um það eitt
andartak að þetta væri rétt val.
Seinna fullkomnaðir þú þessa ímynd
íslenska sjómannsins í árabáta-
myndinni Islands þúsund ár, hvort
heldur sem þú lagðist á árar, dróst
lóðir eða sast undir þönndum seglum
á siglingu heim að loknum fisk-
drætti. Og sólin hnígur til viðar að
baki þér.
Það er engin furða þótt falast hafi
verið eftir ljósmyndum af þér í ver-
mannsgervi þínu, Kristinn, til birt-
ingar í bókum hér heima og erlendis.
Ég ætlaði að vera búinn að sýna
þér þessar bækur, en nú er það um
seinan.
Einnig hefði ég átt að vera búinn
að segja þér frá því hvílíka hrifningu
íslands þúsund ár hefur vakið í
Sjóminjasafni Islands á undanförn-
um árum en þangað koma gestir víða
að úr héiminum. Þessi mynd þín
gegndi og mikilvægu hlutverki á ára-
bátasýningunni „Fólk og bátar á
Norðurlöndum", sem farið hefur um
öll Norðurlönd og nú ertu til sýnis í
Hafnarhúsinu, þar sem sýningin
„Lffið við sjóinn“ stendur yfir og
verður síðan sett upp í öðrum lönd-
um. Mynd þinni hefur verið dreift
víða, bæði hér heima og erlendis, t.d.
til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs,
Frakklands, Spánar og Japans. Og
forsetinn okkar hafði hana meðferðis
í fyrstu ferð sinni á íslendingaslóðir
vestur um haf.
Öll lögðum við mikið á okkur við
að endurskapa sem sannferðugast
sjávarhætti liðinna alda veturna
1990 og 1993 en það ár varðst þú átt-
ræður, Kristinn. Ætli við höfum ekki
fundið það innra með okkur að tæki-
færið var einstakt og óvíst að það
byðist aftur seinna. Við kappkostuð-
um að hagnýta okkur allt sem vitað
var um viðfangsefnið og nutum Sjáv-
arhátta Lúðvíks heitins Kristjáns-
sonar og ráðlegginga hans sjálfs auk
óþreytandi liðsinnis Geirs Guð-
mundssonar, sem nú heldur merki
árabátatímans á lofti í „verstöðinni
okkar“ í Ósvör í Bolungarvík. Oftar
en ekki komu samt upp vafaatriði
varðandi handbrögð eða verklag
meðan á tökum stóð. Þá var ómetan-
legt að hafa þig nærri, Kristinn, til
að gera út um álitaefnin. Ég gleymi
því aldrei hversu ánægjulegt og
fróðlegt var hlýða á þig segja frá
með þinni þýðu lágværu röddu, sem
umsvifalaust fangaði athygli nær-
staddra án þess þú þyrftir að hækka
róminn, hve frásagnargáfan bar
keim af frásagnarlist þeirri, sem
best hefur lifað með þessari þjóð í
gegnum aldir.
Það vakti aðdáun okkar allra
hversu ósérhlffinn þú varst í þessari
þreytandi vinnu bæði á sjó og landi.
Þegar við komum í land eftir langan
tökudag á sjó tókst þú þátt í því til
jafns við aðra samstafsmenn okkar á
besta aldri að sinna nauðsynlegum
frágangi fyrir nóttina. Já, það var
gott að eiga þig að, Kristinn, í þessu
verki.
En laun heimsins eru oft og tíðum
undarlega saman sett. Við uppskár-
um Menningarverðlaun DV fyrir
þessa kvikmynd okkar, en frávísun
af hálfu Námsgagnastofnunar ís-
lands, stoftiunarinnar sem við héld-
um að myndi fagna þessari kvik-
mynd sem einu lifandi heimildinni
um sjávarhætti og lífsbaráttu for-
feðra okkar við sjóinn, mynd sem
menn eru sammála um að sé til þess
fallin að viðhalda lifandi sambandi
við rætur þjóðmenningar okkar og
ætti því að vera skyldunámsefni í
skólum fyrir æsku þessa lands, eins
og gagnrýnendur komust að orði.
Nú óttast maður að þetta sé enn eitt
merki þess að þráðurinn sem bindur
okkur saman og tengir okkur við
rætur okkar og grundvöll sé raun-
verulega að trosna, svo ekki sé meira
sagt. Og kannski er ágætt að okkur
gafst ekld tækifæri til að fara ofan í
saumana á því máli, Kristinn. Það
hefði ekki glatt þig, nema ef vera
skyldi að okkur hefði fundist það dá-
lítið broslegt að voldugasta sjávar-
útvegsfyrirtæki landsins sá sér ekki
fært að kaupa eina spólu af Islands
þúsund árum, þegar hún vai' boðin
því til kaups.
Það sem gefur okkur von um að
heimsmynd okkar sé ekki alveg að
hruni kominn er t.d. vaxandi áhugi á
síðari árum á endurreisn fortíðar-
minja með aðferðum fyrri tíða. Gott
er til þess að vita að þarna koma
nokkrir sona þinna við sögu. Það hef-
ur veitt mér mikla gleði að fylgjast
úr fjarlægð með framlagi Guðjóns á
sviði stein- og torfhleðslu að hætti
fyrri tíðar og ég veit að Guðmundur
Oli og Benjamín leggja sitt af mörk-
um til trésmíða og tréskurðar.
Nú fullyrða vísir menn að endur-
reisn og aðhlynning menningar-
minja sé skærasti vaxtarbroddurinn
fyrir viðgang og þróun ferðaþjónust-
unnar og er það vel og þessi upp-
bygging og tengsl við rætur okkar
eflir auðvitað lífsgæði okkar sjálfra
svo fremi við forheimskumst ekki í
eftirsókn okkar eftir vindi og hætt-
um að geta notið þess að vera við
sjálf í lifandi sambandi við gengnar
kynslóðir.
Nú þegar ég kveð ég þig, gamli
vinur, finn ég að ég mun ætíð sakna
þess að ekki varð af endurfundum
okkar á Ströndum og fyrirhuguðu
samtali. En ég hugga mig við síðustu
myndina af þér sem er þó ekkert
annað en hugsýn mín af þér og til-
búinni líkkistunni þinni með eld-
smíðuðum höldunum, allt gert af
sonum þínum samkvæmt fyrirmæl-
um þínum. Þannig kveður holdgerv-
ingur hinnar lifandi arfleifðar þús-
und ára þennan heim og mætir
skapara sínum í fullkomnu æðru-
leysi. Og minningin um þig heldur
áfram að lifa á meðal vor í lifandi
myndum lífs og leiks.
Ég bið eftirlifandi eiginkonu þinni
og lífsfórunaut, henni Önnu Jak-
obínu Guðjónsdóttur, blessunar, sem
og Guðjóni, Guðmundi Óla og Sveini,
sem allir aðstoðuðu okkur við að
endurskapa liðna tíma, svo og öllum
öðrum afkomendum þínum.
Erlendur Sveinsson.
• Fleiri minningargreinar
um Kristin Hall Jónsson bíða birt■
ingar ogmunu birtast íblaðinu
næstu daga.
' BiómabwðiKí >
Ga^ðskom
k v/ Possvo0ski»*Ujug[at*ð *
X. Sími«554 0500 /
TRAUSTI
MARINÓSSON
trúum, að líf okkar
stefni á æðri vegu.
Eitthvað þessu líkt
kemur upp í hugann er
við úr árgangi ’39 frá
Vestmannaeyjum
minnumst góðs vinar og
félaga, Trausta Marin-
óssonar. Hann var sá er
hélt árgangnum saman
og hafði jafnan forustu
um að árgangsmót yrðu
haldin með reglulegu
millibili. Trausti vai-í
jafnan hlýr og einlægur.
Aldrei heyrðist hann
+ Trausti Marinós-
son fæddist í
Vestmannaeyjum 18.
ágúst 1939. Hann
lést á Landspitalaum
12. júlí síðastliðinn
og fór útför hans
fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Guðgefiméræðruleysi
tilaðsættamigviðþað,
semégfæekkibreytt
kjarktilaðbreytaþví,
seméggetbreytt
ogvittílaðgreinaþará
milli.
Kærleikurirm umber allt, fyrirgefur allt
Elsku Trausti minn. Það var kær-
leikurinn sem þú umvafðir okkur öll
með, ekki bara þína nánustu, heldur
alla stórfjölskylduna.
Ég kveð þig með miklum söknuði
og einnig miklu þakklæti fyrir alla
hjálpina og stuðninginn við mig og
bömin í gegnum árin.
Og ég veit að það hafa verið miklir
fagnaðarfundir þegar þú komst til
himnaríkis, það hjálpar okkur í gegn
um sorgina elsku Trausti.
Elsku afi. Guð geymi þig og varð-
veiti, og enn og aftur, takk fyrir allt og
allt.
Svava, Gísli Birgir,
Kristín Sjöfti
og Sigrún EUa.
Eitt sinn skal hver deyja. Sá ör-
lagadómur er óumflýjanlegur, eins og
dagur fylgir nótt og sumar vetri. Dag-
ar líða. Ár og aldir renna í tímans
djúp. Hver stund ævi okkar fellur eft-
ir aðra, eins og sandkom í stundaglas-
inu. Og fyrr en varir er mælirinn full-
ur, ævin liðin og dauðans lúður gellur.
Við spytjum gjaman: Hvað er fram-
undan, handan við gröf og dauða? Við
fáum ekkert svar. En við vonum og
kvarta, hvorki í veikind-
um sínum né öðra.
Við biðjum góðan guð að blessa
minningu hans og biðjum jafnframt
að hann styrki böm og aðra ástvini
Trausta í sorg þeirra.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann allsheijardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú er þú genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni. ^
(Friðrik Steingrímsson.)
Árgangur ’39 úr
Vestmannaeyjum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug
þakkahér.
Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gleym-
isteigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér. <"
(Ingibj. Sig.)
Elsku Trausti, við kveðjum þig og
biðjum góðan Guð að geyma þig.
Sigrún, Guðmundur
ogAgnes Svava.
JÓHANNA
ÖGMUNDSDÓTTIR
+ Jóhanna Ögmundsdóttir
fæddist í Reykjavík 31. maí
1945. Hún lést á Landspítalanum
- háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 2.
ágúst síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Langholtskirkju
9. ágúst.
Elskulega vinkona. Mikið óskap-
lega er það sárt, að þú skulir vera
farin frá okkur. Ég hélt og vonaði
svo heitt og innilega, að þú myndir
að lokum sigrast á meini þínu. Það
átti ekki eftir að ganga þrátt fyrir fá-
dæma hetjulega baráttu. Mig langar
að þakka þér fyrir tólf ára ómetan-
lega vináttu. Við kynntumst gegnum
sönginn í Pólífonkórnum. Þú hvattir
mig til að koma og syngja með þér í
Söngsveitinni Fílharmóníu haustið
1988 og síðar einnig í kirkjukór Ár-
bæjarkirkju. Þessar söngstundir
voru mjög dýrmætar og gefandi. Við
stóðum ávallt hlið við hlið á æfingum
og tónleikum, því okkur fannst gott
að heyra í hvor annarri. Ég á erfitt
með að sætta mig við, að við skulum'
ekki framar taka þátt í því saman að
flytja margar af fegurstu tónlistar-
pei'lum, sem samdar hafa verið. Ég
minnist allra góðu og skemmtilegu
stundanna sem við áttum saman.
Eftirminnileg var ferðin, sem við fór-
um til Edinborgar eitt haustið. Þá
grófum við meðal annars upp tón-
leika hjá feikigóðum skoskum kór,
sem við hlýddum á í fallegri alda-
gamalli kirkju. Jóhanna mín, ég veit
að þú áttir ákaflega góða og sam-
henta fjölskyldu, sem á nú mjög um
sárt að binda. Ég sendi elskulegum
föður þínum, systur, mági og systra-
bömum, sem þú sást ekki sólina fyr-
ir, mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. *
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Sólveig Jónsdóttir.
UTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfcirarstofa.ehf.is