Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR iKamera í hverjum koppi -•*« Allir sem þaö hafa viljað vita hai'a í mörg ár vitaö aö brottkast á fiski er fremur regla en undantekning. Þetta er auövitaö harðbannaö Hann var áður „Sjómaður dáða drengur“. Broyhill 4394 kr. 103.190,- ijmmSk jrá Vandaðir amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum marger gerðir, mikið úrval áklæða og lita. HÚSGAGNAHÖLUN Bíidshöfða, 110 Reykjavík simi 510 8000 www.husgagnahollin.is Fyrirlestur um Mars Könnun á jökl- um og eldfjöllum JamesW. Head III FYRIRLESTUR fyr- ir almenning um nýjustu niður- stöður könnunar jökla og eldfjalla á Mars verður haldinn fyrir almenning í Háskólabíói á morgun klukkan 14.00 í tengslum við ráðstefnu um heim- skautasvæðin á Mars sem haldin verður dagana 21. til 25. ágúst í Háskólabíói og Odda. Einn fyrirlesara er James W. Head III frá Brown University í Rhode Island. Hann var einnig hér á ráðstefnu sem fyrir- lesari á fundi um eldgos í jöklum á Jörðu og Mars fyrir fáum dögum. „Island er mjög áhuga- vert vegna hinnar miklu jarðvirkni, eldgosa og jök- ulhlaupa. Merki um svipaða virkni sjást á Mars en þau eru mjög forn. Með því að rannsaka þessi fyrir- bæri á Islandi getum við iært margt um það sem gerðist á Mars í fymdinni. Segja má að Mars sé nokkurs konar náttúrulegt „minjasafn" um þessar náttúru- hamfarir en á Islandi má fylgjast með þeim um leið og þær eiga sér stað. Mig langar til að kynna Is- lendingum nýjustu niðurstöður könnunar á jöklum og eldfjöllum á Mars, svo að þeim verði skyldleik- inn betur ljós“ - Eru merki um að eldgos eigi sér enn stað undirjöklum á Mars? „Nei, en þó bendir ýmislegt til að slík virkni hafi átt sér stað fyrir ekki svo löngu, þegar miðað er við jarðsögulegan aldur. Þá ber þess að geta að milljónir og jafnvel tug- milljónir ára eru ekki svo langur aldur í hugum jarðvísindamanna. Um þessar mundir eru jöklar á báðum heimskautum Mars og þeir vekja mikinn áhuga vísinda- manna. Aldur þeirra verður lík- lega talinn í tugum eða hundruð- um milljóna ára.“ - Ætlar þú ífyrirlestri þínum að sýna fram á svipaða atburði á Mars eins og á Islandi íjarðsögu- legu tilliti? „Já, það er mér til dæmis ánægja að geta skýrt frá því að mikill dalur sem gengur inn í norð- urheimskautsjökulinn á Mars virðist bera þess merki að vera myndaður í feiknarlegum jökul- hlaupum. Við munum gera grein fyrir þessum nýju niðurstöðum á fyrmefndri ráðstefriu.11 - Hvaða sambærilegir staðir eru svipað myndaðir hérá íslandi? „Það eru að sjálfsögðu staðir á borð við Skeiðarársand, þar sem mikil jökulhlaup koma fram undan Vatnajökli eins og fslendingum er vel kunnugt." - Er jarðvegur á Mars mjög svipaður og á Islandi? ,Að mörgu leyti eru hliðstæðm-. Til dæmis eru þar gosefni víða í jarðvegi og ýmislegt bendir til um- breytingar bergs af völdum jarð- hita á jarðeldasvæðum hnattarins. Einnig má nefna að ryk- og sand- stormar eru mjög al- gengir á Mars.“ - Hvað með bergteg- undir? „Jú, basalt er al- gengasta bergtegundin á Mars, rétt eins og á íslandi, og á myndum sem teknar hafa verið úr könnun- arförum koma fram hraunflóð sem líkjast mjög hinum stóru hraun- breiðum á íslandi, eins og t.d. Skaftáreldahrauninu. Einnig virð- ist allt benda til að móbergsfjöll séu á Mars.“ - Er veðurfar á Mars mjög frá- brugðið því sem gerist ájörðinni? ► James William Head IH fædd- ist í Virginíu í Bandarikjunum árið 1941. Hann lauk doktors- prófi í jarðvísindinum frá Brown University árið 1969 og hefur starfað hjá NASA og tók þá þátt í að þjálfa geimfaranna sem fóru til tunglsins á árunum 1969 til 1972. Einnig tók hann þátt í að velja lendingarstaði á tunglinu og annarri skipulagningu tungl- ferðanna. Hann kemur enn að þjálfun geimfara og hefur m.a. þjálfað Bjarna Tryggvason. Hann hefur undanfarin ár unnið sem prófessor við Brown- háskóla. Kona hans er Anne Cote listamaður. Head á tvær dætur. „Já, að mörgu leyti. Það sem er mjög einkennandi á jörðinni eru höfin. Á Mars eru engin höf og vatn getur ekki verið í fljótandi formi á yfirborði vegna hins lága hitastigs og lága loftþrýstings. Meðalhiti við yfirborð er nálægt fimmtíu stiga frosti og loftþrýst- ingur er aðeins sjö millibör að meðaltali. Mjög miklir stormar verða á hnettinum.“ - Hvað með frekari rannsóknir áMars? „Undanfarin þrú ár hef ég unnið , í hópi vísindamanna sem taka við nýjustu myndum og gögnum frá könnunarfarinu Mars Global Surveyor sem verið hefur á braut um Mars síðan 1997. Ég mun sýna sumar af þeim myndum í fyrir- lestri mínum. Ég ætla að fara í skoðunarferðir hér til þess að kynna mér ummerki sem jöklar skilja eftir sig er þeir hörfa, til samanburðar við nýlegar upplýs- ingar frá Mars. Síðan eru auðvitað ráðgerðar fleiri könnunarferðir til hnattarins, m.a. verða sendir þangað tveir litlir jeppar sem aka munu um á völdum stöðum á yfir- borði. Athuganir okkar i skoðun- arferðum á íslandi gætu hjálpað til við að velja lendingarstaði geimfaranna sem flytja munu jeppana til Mars.“ - Hvað um líf á Mars? „Mars er kjörinn vettvangur fyrir rannsóknir á að- stæðum sem gætu hafa leitt til kviknunar lífs. Vitað er að vatn hefur verið á yfirborðinu snemma í sögu hnattar- ins og þá hafa skilyrði til kviknunar lífs verið mun betri. Um þessar mundir gæti vatn verið í fljótandi formi undir jöklum, djúpt í jarðvegi eða á jarðhitastöðum. Framtíðarkönn- un hnattaiins gæti leitt í ljós að líf hafi þrifist á hnettinum í fortíð og ekki er loku fyrir það skotið að frumstæðar lííverur séu á ofan- greindum stöðum.“ Ekki loku fyrir það skotið að frumstæð- ar lífverur þrífist á Mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.