Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Æft af innlifun fyrir tónleikaforina. Raddir Evrópu í Reykholti. Búningana hannaði Linda Björg Árnadóttir. Senn líður að tónleika- ferðalagi Radda Evrópu til menningarborganna, en það hefst með tón- leikum í Hallgríms- kirkju 26. og 27. ágúst. Um þessar mundir er hópurinn staddur í Reykholti 1 Borgarfirði þar sem standa yfír strangar æfingar. Eyrún Baldursdöttir fór þangað og hitti fyrir glaðværan hóp. AFYRSTA æfíngadegi blés vindurinn hressilega á söngvarana sem hlupu yfir í Reykholtskirkju frá hótelinu. Öll ungmennin sem skipa Raddir Evrópu mættu á upphitun- aræfingu árla í gærmorgun utan þeirra frá Santiago de Compostella enda voru þeir nýrunnir í hlað eftir næturlangt ferðalag og þurftu á hvíld að halda. Líkt og mörgum er í fersku minni sungu Raddir Evrópu saman á gam- lárskvöld ásamt Björk Guðmun- dsdóttur í alþjóðlegri sjónvarpsút- sendingu. Nú er hins vegar komið að tónleikaför hópsins til menning- arborga Evrópu og hefst hún með tónleikum í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst. Förinni mun ljúka í Berg- en 14. september. Raddir Evrópu er viðamesta sam- starfsverkefni menningarborganna og kom hugmyndin að verkefninu frá íslandi. I kórinn voru valdir tíu söngvarar úr hverri borg og mun á flestum stöðum hafa verið undan- keppni. „Þetta eru allt krakkar sem hafa ótrúlega fallega rödd frá nátt- úrnnar hendi og það yljaði mér að heyra tónana á æfingunni í morgun “ segir Þórunn Björnsdóttir, verk- efnastjóri Radda Evrópu. Næstu daga mun kórinn æfa stíft þau verk sem flutt verða í tónleika- förinni. Það eru verk frá öllum menningarborgunum og að auki tónsmíð eistneska tónskáldsins Arvo Párt sem hann samdi sérstak- lega fyrir kórinn. Heiður að frumflytja verk Arvo Part í hádeginu var gert hlé á söngæf- ingum og þá gafst einnig tími fyrir spjall. Yfir hrísgrjónagraut og ís- lenskum silungi ræddu þátttakend- urnir um verkefnið. „Það mun ör- ugglega ganga vel að æfa,“ segir Helgi Hrafn Jónsson. „Allir söngv- ararnir eru mjög hæfir og vel undir- búnir, það gerir þetta svo auðvelt og við getum framkvæmt mikið á stutt- um tíma.“ Hver tíu manna hópur hefur í sínu landi æft verkin í eitt ár. Inga Harðardóttir bendir á að sam- æfingarnar í Reykholti verði stífar enda fáir dagar til stefnu. Elva hún skyldi ekki vera með,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, aðalstjórn- andi kórsins. „Hugmyndin var að brúa bilið milli popptónlistar og kór- tónlistar. Það olli okkur auðvitað vonbrigðum að þessi þáttur skyldi detta út.“ Þórunn Björnsdóttir bendir á að það hafi hins vegar verið mjög gaman að hafa Björk á tónleik- unum í Perlunni og í Hallgríms- kii’kju um jólin. Á efnisskrá tónleikanna eru ólík verk, sem fulltrúar í hverri borg hafa valið sem kynningu á sinni kór- tónlist. Þar má nefna þekkt verk eins og Agnus Dei eftir Pendereeki, Requiem eftir Jón Leifs og 0 Sacr- um Convivium eftir Messiaen. Einn- ig er þar að finna tónverk sem færri kannast við eins og Negra Sombra eftir Montes frá Santiago de Compostella og Bruremarsj eftir norska skáldið Forde. Hver borg hefur tilnefnt kór- stjóra úr sínum röðum, sem séð hef- ur um undirbúning kórsöngvaranna heima fyrir og stjórnar tónlist sinn- ar borgar. Þau eru Michel Capperon frá Avignon, María Gamborg Hel- bekkmo frá Bergen, Pier Paolo Scattolin frá Bologna, Denis Menier frá Brussel, Timo Lehtovaara frá Helsinki, Stanislaw Krawzynski frá Kraká og Maximino Zumalave frá Santiago de Compostella Reykholt tilvalinn æfingastaður Verkið sem frumflutt verður eftir Arvo Párt heitir ...Wich was the son of... og mun höfundurinn verða við- staddur frumflutninginn í Hall- grímskirkju. „Hugmyndin á bak við verkið er mjög í samræmi við hans djúpu hugsun sem nær út fyrir fagsviðið tónlist. Hann valdi texta úr Lúkasarguðspjalli, þar sem fai'ið er með ættartölu Jesú, vegna þess að hann varð svo hrifinn af nafnahefð okkar íslendinga þegar hann kom hingað fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður en verkið er jafnframt tileinkað henni. Raddir Evrópu munu einnig flytja Evrópskt rapp eftir Atla Heimi Sveinsson. „I tónverkinu á að vera einskonar viðkoma í öllum borgum, sem felur í sér sameining- armerkingu," útskýi-ir Þorgerður. Helgi Hrafn Jónsson mun spila á básúnu í því verki en að öðru leyti verða engin hljóðfæri á tónleikum kórsins. Þórunn bendir á að margt sé á dagkrá kórsins í Reykholti utan hefðbundinna söngæfinga. „I kvöld verður haldin íslensk kvöldvaka, við fáum þjóðdanshóp úr Borgarnesi sem ætlar að kenna krökkunum ís- lenska þjóðdansa og svo ætlar Diddi fiðla að koma og spila. Á laugar- dagskvöldið ætlum við einnig að fara og skemmta okkur með sveit- ungum á töðugjaldaballi í Loga- landi.“ Þær Þorgerður og Þórunn eru sammála um að Reykholt henti einkar vel fyrir undirbúning af þessu tagi. „Það er mjög gott að æfa í kirkjunni og andrúmsloftið hér í Reykholti er yndislegt," segir Þor- gerður. Raddir Evrópu munu á sunnudaginn syngja messu í Reyk- holtskirkju. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kórinn hóf æfíngar í Reykholti í gær en þar munu krakkarnir vera til 25. ágúst. Raddir Evrópu hljóma í Reykholti Dögg Melsteð segir það vera hrein forréttindi að taka þátt í þessu verk- efni með einvala liði söngvara og stjórnenda. í framhaldi af því bend- ir Helgi á að efnisskráin sé mjög metnaðarfull. „Það er til dæmis mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í heimsfrumflutningi á verki Arvo Párt,“ segir hann. „Það að hann skuli semja verkið fyrir kórinn sýnir í raun hvað það er lagt mikið í þetta verkefni." Raffaele Glordani frá Bologna á Italíu er á því að það sé blæbrigða- munur á söngstíl þeirra sem koma annars vegar frá Skandinavíu og hins vegar Suður-Evrópu. „Við get- um lært mikið af hvert öðru, en við þurfum að nota tímann til að sam- hæfa okkur og mynda áhrifaríka heild.“ Rrökkunum er tíðrætt um fyrir- hugað tónleikaferðalag. Af máli þeiira er ljóst að þau hlakka í senn mikið til en búast einnig við hörku púli. „Eg veit að það verður ákaf- lega skemmtilegt að koma fram í öll- um þessum borgum og syngja með kórnum. En ég veit líka að maður verður þreyttur eftir öll ferðalögin," segir Marta Stanczyk frá Kraká. Eitt helsta markmið verkefnisins er að kynna tónlist frá öllum menn- Þorgerður Ingólfsdóttir, aðalstjórnandi kórsins, og Þórunn Björnsdótt- ir verkefnastjóri ásamt Pier Paolo Scattolin, kórstjóra frá Bologna. ingarsvæðunum og verður því sung- Guðmundsdóttur með í tónleikaför- ið á mörgum þjóðtungum. I upphafi inni en frá því hefur verið horfið. var hugmyndin einnig að hafa Björk „Það breytti auðvitað töluverðu að ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.