Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 59
BRÉF TIL BLAÐSINS
Umferðarráð á 42
hestafla Porsche
Morgunblaðið/Kristinn
Með sýnikennslu á borð við þessa má
koma brýnum boðskap á framfæri, segir
Leó M. Jónsson.
Frá Leó M. Jónssyni:
DAGANA 8.-11. ágúst var
hópi áhugamanna um sport-
bfla boðið að kynna sér eig-
inleika, getu og öryggisbún-
að Porsche-sportbfla.
Sýningin, þar sem fólk fékk
einnig tækifæri til að reyna
bflana á lokaðri prófunar-
braut, er farandsýning
„Porche Road Show“ sem
fer um á milli landa en
Porche mun vera eini bfla-
framleiðandinn sem gefur
áhugamönnum kost á að
prófa öryggisbúnað sinna
bfla. Hérlendis var þessi
sýning í aksturstækni á veg-
um Bflabúðar Benna og Umferðar-
ráðs. Þýskur sérfræðingur í akstri
sportbfla, Peter Sissel, sýndi hvernig
hægt er að stjórna 420 ha Porehe 911
Turbo við erfiðar aðstæður og akst-
ursíþróttamennirnir Valur Vífilsson
og Guðbergur Guðbergsson sýndu
svigbrautarakstur og nauðhemlun
með ABS-bremsum á 300 ha Porche
Carrerea. Þátttakendur fengu síðan
að prófa sjálfir undir handleiðslu
sérfræðinganna.
Mér kæmi ekki á óvart þótt ég tal-
aði fyrir munn flestra ef ekki allra
þátttakenda að með sýnikennslu á
borð við þessa má koma brýnum
boðskap á framfæri, þ.e. að fólk læri
betur að aka bfl - verða betri öku-
menn. Það er nefnilega ekki nóg að
kunna umferðarreglur og vera á góð-
um bfl ef fólk kann ekki undirstöðu-
atriði í aksturstækni.
Mér finnst sérstök ástæða til að
benda á, í ljósi þeirrar umræðu sem
átt hefur sér stað um gildi ABS-kerf-
isins sem öryggistækis í bflum, að
eftir að hafa kynnst þessum prófun-
um og horft á „venjulega“ ökumenn
læra að beita ABS-bremsum með
árangri þá efast ég ekki og hef
reyndar aldrei gert, um gildi þessa
búnaðar. Hinu má ekki gleyma að
ABS-kerfi geta verið af misjöfnum
gæðum og stundum, t.d. þegar fjór-
hjóladrifsbfl er ekið á malarvegi,
hentar kerfið ekki (margir hafa látið
setja rofa í mælaborðið til að af-
tengja það í ákveðnum tilvikum).
Mér finnst það ánægjulegur vott-
ur um aukið ásmegin Umferðarráðs
undir stjórn Óla H. Þórðarsonar að
standa að svona kynningu í sam-
vinnu við bflainnflytjanda. Vonandi
er þetta byrjun á enn öflugri kynn-
ingu á nauðsyn þess að fólk læri
meira um tæknihlið bíls og umferðar
því þeirri hlið forvarna hefur of lítið
verið sinnt fram að þessu.
LEÓ M. JÓNSSON,
vélatæknifræðingur,
Reykjanesbæ.
Opið bréf til bæjar-
stjórnar Garðabæjar
Frá Önnu Maríu Geirsdóttur:
SÆL.
Ég ferðast um á hjóli að mestu.
Stundum á bfl eða strætó.
Það er ekki gott að hjóla í Garða-
bæ. Engir almennilegir hjólavegir.
Hjóla- og göngustígar þýfðir vegna
frostlyftinga. Brúnir mjög háar við
vegamót. Stundum endar stígur úti í
buskanum.
Þess vegna er best að hjóla á göt-
unni.
Ég fer til annarra kaupstaða t.d.
Kópavogs, Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar. Að ferðast á hjóli frá Garða-
bæ hjólandi, svo ég tali nú ekki um
fótgangandi, er ekki mönnum bjóð-
andi eins og umferðarþungi og hraði
bifreiða er orðinn. Það eru engar
tengdar gangstéttir eða hjólabrautir
úr Garðabæ í nærliggjandi byggðar-
lög, bara eitthvað óákveðið í kantin-
um. Samt lætur fólk sig hafa þetta.
Mér finnst þetta vera til algjörrar
skammar og sérstaklega með það í
huga að það er verið að leggja
göngu- og hjólreiðastíg fyrir botni
Arnarnesvogar sem ekki þjónar
neinum öðrum tilgangi en að vera
skemmtistígur.
Það eru margir sem fara í vinn-
una á hjóli og eru alveg jafnmikið að
flýta sér og menn á bifreiðum og
vilja geta valið beinustu leið.
Mér og vafalaust fleirum finnst að
Garðabær ætti að sjá sóma sinn í því
að leggja a.m.k. göngu- og hjólreiða-
stíga til nærliggjandi byggðarlaga
þannig að maður þurfi ekki að vera
með lífið í lúkunum á leið til vinnu
eða annað.
Ég tek sem dæmi að þegar ég
hjóla til Hafnarfjarðar frá Arnar-
nesi fer ég um undirgöng yfir í Silf-
urtún. Þar hjóla ég á þýfðum göngu-
og hjólastíg eða miklu heldur á
sléttri götunni. Svo þarf ég að taka
180° beygju upp á stéttina sem held-
ur áfram meðfram Hafnarfjarðar-
vegi. Yfir á ljósunum hjá Vífilsstaða-
vegi. Brúnir eru allháar á þessari
stétt og vondar yfirferðar. Á ljósun-
um hjá Lynghálsi og Lækjarfit end-
ar þessi stétt. Til Hafnarfjarðar er
svo fyrrnefnt óákveðið í kanti þar til
kemur að ljósunum hjá Áiftanesvegi
og Fjarðarhrauni. Þar eru bara
brúnir yfir vegamótin að stéttinni
Hafnarfj ar ðarmegin.
Víða er pottur brotinn í göngu- og
hjólreiðastígum í Garðabæ og næstu
byggðarlögum en engir eru stígarn-
ir á milli Garðabæjar og næstu
bæja.
Með von um bót í máli.
ANNA MARÍA GEIRSDÓTTIR,
Blikanesi 17, Garðabæ.
Handboltinn á Netinu
yÁÚmbl.is
_ALLTAf= e!TTH\fAÐ NÝTl-
AZINC
Menopause
Arkopharma
í apótekum
Sérstök blanda bætiefna:
• Þorskalýsi
• Kvöldvorrósarolía
• Soja lecitin
• Kalk
• Betakarotín
• E-vítamín
• Zink
mn gœ*ði j
\ chilimatseðlinum er að finna ýmsa spennandi
étti sem upprunnir eru í Mexíkó, Spáni, Tælandi
)g (talíu:
Spánskur chilipipar
Kryddlegin hörpuskel með sóljifdshýði
og chilipipar-engifersósu
Tcelenskur chilipipar
„ Tom Yum “ súpa
„Chipotle“ chilipipar
Lambahryggvöðvi með kúrbítsfrauði,
salsa og chipotle-chilipiparsósu
Hér fjefst aódáendum dul*-
rétta. svo otj forvitlHMm
4a,|kerum.elnstakU»k«*rl
ú\ að njóta frábrucjðtns
kvöidverðar i Pertunni.
Okkur er sönn ánægja að kynna sænska matreiðslu-
meistarann Christian Reimeringer. Christian hefur
sérhæft sig í chilipiparréttum. Chili er ekki bara sterkt
bragð, það gefur matnum sérstakan keim sé það rétt
notað. Þeir sem komast á bragðið elska chilipiparrétti.
Ancho chilipipar
Súkkulaði „soufflé" með vanillujroðu
og kókos og engiferís
SÍMI 56 20 200
MDWHAHflSAilA
Faxafeni 8
r i y \ ~ vT' ~\ L -C'' ^ ‘TTS —, i—l > \ __ U—
1 08 Reykj L——_——— j a v i k