Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragnar Þor- grímsson fæddist í Reykjavík 3. desem- ber 1908. Hann lést, að hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 10 ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir kennd við Laugar- ^ nes. Systkini Ragii- ars: Jón Kristján, Ól- afur Þorsteinn, Pétur, Guðrún Sig- ríður, Þorbjörg og Gestur, sem er einn eftirlifandi af systkinahópnum frá Laugarnesi. Ragnar fluttist ungur til Viðeyjar með foreldrum sínum. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur haustið 1914 en vorið eftir fengu Þorgrímur og Ingibjörg ábúð í Laugarnesi. Ragnar kvæntist 15. október 1938 eftirlifandi konu sinni, Mar- gréti Þórunni Helgadóttur frá Þyrli í Hvalfirði. Þau eiga tvær Eins og afi er í minningunni var hann stundum svolítið þögull, sat 'kann.ski íhugull yfir taflinu sínu og skoðaði næsta leik. Sömu þohnmæði sýndi hann okkur systkinunum þeg- ar hann kenndi okkur mannganginn, spilaði við okkur og leyfði okkur jafn- vel að vinna endrum og eins með mikilli fyrirhöfn. Sú tilfinning, sem er sterkust hjá mér, er hlýjan og róin sem geislaði af afa og mun alltaf fylgja mér. Afiminn I huga mér égalltafsé, brosogglaðlegaugu. Þarégsá augun b!á, sem mér unnu forðum. Kyrrðogró þar alltaf bjó, semafivaroger. Erkveðéghann með gleði finn, aðhannlifirennímér. (M.Þ.S.) Margrét Þórunn Stefánsdóttir (Magga). Elsku afi. Það er alltaf sárt að kveðja og þú ert búinn að vera eins og klettur í gegnum allt mitt líf. Þú kenndir mér og okkur systkin- inum svo margt. Þú kenndir mér til dæmis að synda, tefla, keyra bfl og varst alltaf boðinn og búinn til að að- stoða okkur á lífsins braut. Það var svo gaman að koma til afa og ömmu á Hofteiginn, það var alltaf svo vel tekið á móti manni þar. Afi sat í stólnum sínum og hlustaði á há- degisfréttirnar eftir hádegismatinn en þegar fréttimar voru búnar var alltaf gripið í taflið. Eg náði nú aldrei neinum árangri á þeim slóðum en * Raggi bróðir var alltaf tilbúinn til að spila eina skák. Amma kom með kaffi handa ykkur tveimur og nokkra suð- usúkkulaðibita með og þá var hátíð í bæ hjá okkur krökkunum. Fyrst og fremst var afi góður mað- ur sem erfitt er að kveðja. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og ég mun alltaf sakna þín. Ástarkveðja, Ingibjörg Stefánsdóttir (Imba). Það var náttúrlega algjört sjokk ,að frétta af andláti afa, seint að kvöldi 10. ágúst. Fyrst á eftir leið mér eins og það væri erfitt að anda. Þessi maður sem hefur verið eins og klettur í lífi mínu, tákn heiðarleika og skynsemi. Maðurinn sem ég man ekki eftir að hafi hækkað róminn eða talað höstuglega til nokkurs manns en gat samt sannfært alla með skynsamlegum rökræðum. Maður- inn sem var fullur kærleika og hlýju í dætur: 1) Kolbrún, f. 12.10. 1939, hún er arkitekt í Þránd- heimi, var gift Ing- vari Mikkelsen, og eiga þau þijú böm; Eddu Mrgréti, f. 11.2. 1963, Ragnar Þór, f. 28.9. 1966 og Ásu Maríu, f. 4.10. 1972. 2) Guðrún, f. 23.8. 1946, nuddari í Reykjavík, gift Stef- áni Ingólfssyni markaðsstjóra, þau eiga fimm börn; Ragnar Inga, f. 5.12. 1964, Ingibjörgu, f. 6.11. 1967, Ingólf, f. 13.1.1970, Margréti Þór- unni, f. 29.11.1978 og Stefán Gest, f. 21.2. 1982. Barnabarnabörn eru fjögur. Ragnar sterfaði hjá SVR í nær 55 ár og var ökukennari lengst af. Utför Ragnars fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. garð okkar allra. Eftir að ég jafnaði mig svolítið og minningarnar komu upp í hugann breyttist líðan mín. Þar sem það er ómögulegt að minnast afa á annan hátt en þannig að manni líði betur. Ég minntist þess hvemig hann kenndi mér að synda, öllum ferðalög- unum sem við fórum með afa og ömmu, þegar hann kenndi mér skák með ótrúlegri þolinmæði og á bfl þar sem hann þurfti að vera nokkuð ákveðinn til að sannfæra mig um að ég væri ekki í Formúla 1. Einnig þegar maður tók ákvarð- anir í lífinu vildi hann alltaf fá að vita hvað væri á seyði og ég gat alltaf treyst á stuðning hans þegar á þurfti að halda. Afi minn, ég kveð þig með sorg í hjarta en aðdáun og einlægu þakk- læti í huga. Ragnar Ingi. „Ó, Jesú, bróðir besti“ sungu bömin í Laugarnesi og á bæjunum í kring þegar ég var lítill. Kannski hef- ur Inga kennt okkur þetta. Inga var vinnustúlka, á óvissum aldri frá vöggu til grafar, vinkona mömmu og hjálparhella. Hún vissi allt um bróð- urinn besta. En ég vissi það líka. Það var hann Ragnar, bróðir minn. Ég held að Ragnar hafi verið ham- ingjusamur maður allt sitt líf. Það sést á öllu því góða sem hann gerði, og því sem hann gerði ekki. Hann var alltaf glaður, alltaf gefandi, án þess að krefjast umbunar. Svo eignaðist hann Möggu, og hún hann, og heimurinn þau bæði og dæturnar tvær. Nú er Ragnar dáinn og hann dó eins og hann lifði, í æðm- lausri sátt. Samt lifir hann enn og mun lifa í minningu þeirra sem nutu hans og gjarnan vfldu feta í fótspor hans, meðan enn er stund. Gestur. Elsku afi, mig langar að fá að kveðja þig með fáeinum orðum. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért búin að yfirgefa þetta jarðlíf. Þar sem þú varst búinn að vera veikur um tíma vissi maður að hverju stefndi en þrátt fyrir það kom fregn- in um andlát þitt sem reiðarslag. Það er einhvem veginn ekki hægt að hugsa sér að afi sé ekki lengur hér. Fyrir 14 árum kom ég inn í fjöl- skylduna, sem kærasta Ragnars Inga, barnabarns Ragnars. Mér var strax tekið eins og dóttur og hefur alltaf fundist ég umvafin sterkum kærleika, vináttu og traustum stuðn- ing, sem mér hefur þótt einstaklega vænt um. Afar mínir létust báðir áður en ég fæddist og mér hefur oft fundist eins og Ragnar væri sá afi sem ég sakn- aði. Hann var traustur klettur í til- verunni ásamt konu sinni, Margréti, sem varð líka eins og amma mín. Árið 1990 fluttum við til Svíþjóðar og bjuggum þar í 10 ár. Við komum heim á hverjum jólum og fyrstu árin gistum við alltaf hjá afa og ömmu á Hofteignum. Það var yndislegur tími þar sem við fengum að njóta þeiira ótrúlegu gestrisni og góðra samverustunda. Það var alltaf gott og gaman að sækja þau heim. Þegar að ég hugsa um afa koma upp í huga mér orð eins og traustur, heiðarlegur, ráðagóður og ástríkur. Alltaf hefur afi verið tilbúinn að að- stoða okkur með hvað sem er, hvort sem það var að gefa okkur góð ráð, lána okkur bílinn sinn eða hjálpa okkur að kaupa hús. Hann fylgdist vel með hvað við vorum að gera hveiju sinni og sérstaklega núna síð- ustu mánuði þegar að við vorum að flytja aftur heim til Islands. Þrátt fyrir veikindi sín gat hann alltaf spurt hvernig gengi nú að selja húsið og fyrirtækið í Svíþjóð. Og hvemig Ragga gengi nú í motocrossinu. En nú ert þú horfinn á vit feðr- anna. Maður fylhst söknuði og finnur mikinn tómleika hvolfast yfir sig. En um leið og maður fer að hugsa um þig fyllist hugurinn af ótal minning- um og allar eru þær góðar. Þú verður ljóslifandi og þannig muntu lifa áfram í minningum okkar. Elsku amma, Gúkka, Stebbi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu, en við vitum að allar góðu minningarnar sem þið eigið um hann afa eiga eftir að gefa ykkur styrk. Guð blessi þig! Þúblómfékkstgrætt og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll. Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Steinunn Valdimarsdóttir. Mér brá við á sunnudagsmorgun- inn var þegar ég fregnaði andlát Ragnars Þorgrímssonar, föðurbróð- ur míns, yfir hafið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem ég var á ferð. Þó þurfti það ekki að koma á óvart eins og heilsu hans var háttað síðustu misserin. Engu að síður datt mér ekki í hug þegar ég heimsótti hann fyrir um þremur vikum að það yrði síðasta sinn sem fundum okkar bæri saman. Úthafið og hálft amer- íska meginlandið skildu okkur að þegar hann lést en ferð mín var senn á enda og ég komst heim í tæka tíð til þess að kveðja frænda minn sóma- samlega. Ragnar ólst upp í sjö systkina hópi í Laugamesi, sem var þá rétt utan við Reykjavík, og varð stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn þegar hann stálpaðist. Árið 1929 tóku hann og Sigríður, systir hans, við búð bræðra sinna, Olafs og Péturs, á horni Sundlaugavegar og Laugar- nesvegar og voru um hríð kaupmenn í þessu litla sveitaþorpi. Ólafur og Pétur stofnuðu Strætisvagna Reykjavíkur árið 1930. Tveimur ár- um síðar fór Ragnar að keyra strætó og rak búðina í nokkur ár samhliða akstrinum en seldi hana síðan og starfaði eftir það alla starfsævi sína hjá Strætisvögnunum, var lengst af eftirlitsmaður og sá um daglegan rekstur vagnaflotans. Hann kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Helgadóttur frá Þyrli í Hval- firði, haustið 1938. Ragnar lét sér ekki nægja að starfa hjá Strætó heldur gerðist hann ökukennari og vann við þá iðju meira en hálfa öld. Þolinmæði hans við ökukennsluna var við brugðið og ég efast ekki um að allir þeir nem- endur sem hann tók að sér hafi náð bflprófi með sóma. Einkum var hann þó þekktur fyrir sérstakt lag sitt á að gera rosknar konur að fyrirmyndar- bflstjórum. Rósemi og jafnaðargeð einkenndu Ragnar Þorgrímsson öðru fremur og frá honum stafaði hlýja og traust. Það var ætíð þægilegt að vera sam- vistum við hann og gaman að spjalla við hann. Hann var sósíalisti af innstu hjartans sannfæringu en haf- inn upp yfir alla stjórnmálaflokka sem kenna sig eða kenndu sig við þá hugsjón. Sósíalismi Ragnars byggð- ist á samkennd hans með samferða- fólki sínu og umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín. Væru fleiri jafnheilir og einlægir í þeim efnum og hann var væri heimurinn betri en hann er nú. Það var í fullkomnu samræmi við aðra þætti í persónu Ragnars að helsta áhugamál hans var skák, sá íhuguli og hljóðláti leikur og forðum tóku þeir Kristján bróðir hansmarga skákina við búðarborðið í Laugar- nesbúðinni, blindskák af hálfu Ragn- ars sem hélt áfram að sinna við- skiptavinum sínum. Hann tefldi mikið hjá Strætó og lagði fyrirtækinu lið sitt í firma- keppni, náði góðum árangri en taldi sig þó aðeins í hópi minni spámanna í skákinni. Það var þó eflaust meh'a af lítillæti hans en raunsæju mati á eigin getu en undir niðri vissi hann vel hvers hann var megnugur og reyndi meira að segja að gera mig, frænda sinn ungan, að skákmanni. En þar brást honum bogalistin! Ragnar lét af störfum hjá Strætó árið 1978, þegar hann varð sjötugur, en svo vildi til að þá vantaði mann til að annast far- miðasölu á Hlemmi. Þar sem hann var vel kunnugur þeim þætti starf- seminnar tók hann starfið að sér og sinnti því í 12 ár. Þegar hann dró sig loksins í hlé, rúmlega áttræður, var hann enn vel á sig kominn líkamlega og andlega, fór í sundlaugar eld- snemma á morgnana með Margréti konu sinni og „krolaði", eins og hann nefndi skriðsundið, ekki minna en 400 metra í einu. Ragnar og Margrét reistu hús við Hofteig 21, ásamt Ingibjörgu móður hans árið 1946 og áttu þar heimili sitt í 47 ár. Árið 1993 seldu þau íbúð sína á Hofteignum og keyptu íbúð á 12. hæð í Árskógum 8, við rætur Breið- holts, þar sem sér yfir Laugarnes- landið gamla, æskuslóðir Ragnars. Um þær mundir fór heilsu hans að hraka, elli kerling náði smám saman yfirhöndinni og kraftarnir dvínuðu. Fjölskyldan umvafði hann hlýju þennan erfiða tíma, einkum Margrét sem er enn við ágæta heilsu þótt hún nálgist nú nírætt. Guðrún dóttir þeirra og Stefán Ingólfsson, eiginmaður hennar, litu til með þeim daglega og Kolbrún, eldri dóttir þeirra, sem hefur verið búsett í Noregi meira en þrjá ára- tugi, kom heim eins oft og henni var unnt, var hér síðast fyiir þremur vik- um. Eftir fráfall Ragnars Þorgríms- sonar er aðeins Gestur faðir minn eftir af systkinunum í Laugarnesi. Heimurinn er ekki samur en minn- ingin um góðan mann sem bætti til- veruna með hérvist sinni, hún deyr aldrei. Þorgrímur Gestsson. Fátt er betra en leggjast til hvfld- ar eftir langan og strangan vinnu- dag. Þann veg hygg ég að Ragnari, móðurbróður mínum, hafi liðið þegar hann sofnaði svefninum langa á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Það á ekki að ríkja sorg yfir því að rúmlega níræður maður hverfi af sjónarsviðinu, en það er samt sárt og tómarúmið mikið. Þá er gott að ylja sér við minningarnar sem enginn getur frá manni tekið. Þau voru mjög náin, móðir mín og Ragnar, og umgangur alltaf mikill milli heimila okkar. Þegar ég missti föður minn kornungur var það því ekkert undarlegt að Ragnar yrði mín föðurímynd - sá maður sem ég taldi mestan og vildi líkjast, sá maður sem alltaf var hægt að leita til ef á þurfti að halda, maðurinn sem allt gat. Það var Ragnar sem fór með mig í sund og á skíði þegar ég var lítill og það var Ragnar, ásamt fleirum, sem kenndi mér að spila á spil og fór að nota mig sem fjórða mann í bridds þegar annan betri vantaði. Það var líka Ragnar sem sagði mér, skömmu eftir að ég var fermdur, að nú væri ég kominn í fullorðinna manna tölu, og nú gæti ég talað um pólitík. Ég var stoltur eins og hani þegar ég kom heim og sagði móður minni að við Ragnar hefðum verið að tala um póli- tík, en þegar hún spurði nánar út í umræðurnar varð mér svarafátt, því ég botnaði ekkert í pólitík þá frekar en núna, - vissi bara að slíkum um- ræðum fylgdi mikill hávaði. Það var líka Ragnar sem vakti mig einn laugardagsmorgun, skömmu RAGNAR ÞORGRÍMSSON áður en ég varð sautján ára, og sagði að nú væri ekki til setunnar boðið með að fara að læra á bfl. Seinna á lífsleiðinni tók Ragnar á sig ímynd ættarhöfðingjans, því Ragnar var svo lánsamur að eiga góða konu, hana Möggu, og saman ráku þau á Hofteignum „félagsmið- stöð Laugarnesættarinnai'". Þar kom ættin saman við hin ýmsu tæki- færi. Þar hitti maður frænda og frænkur og sum þeirra fjarskyldari en svo að ég kynni skil á þeim fyrr en á fullorðinsárunum. Það er ljúft að minnast þess, þegar borðin á Hof- teignum svignuðu undan bakstrinum hennar Möggu og pólitíkin var kom- in á fullt inni í stofu og hávaðinn, að- allega í þeim Júlla og Pétri, yfir- gnæfði allt annað í húsinu. Jafnframt því að standa fyrir sam- komum ættarinnar hélt Ragnar áfram að vera þessi rólyndi, jarð- bundni og trausti maður sem alltaf var hægt að leita til þegar góð ráð vantaði. Þessi bjargfasti klettur sem tilveran byggðist á. Imynd fjölskyld- ubanda og þeirra róta sem ég er kominn af. Það var tilhugsunin um þessar rætur sem gerði það að verk- um að ég gat aldi-ei hugsað mér að setjast að erlendis. Ég gat einfald- lega ekki hugsað mér tilveruna fjarri þessum rótum, - mér hefði liðið eins og ég væri aleinn í heiminum. Það verður gott til þess að vita, þegar þar að kemur, að Ragnar verð- ur í móttökunefndinni sem tekur á móti mér hinum megin. Þorgrímur Eiríksson. „Ronja hafði aldrei séð neinn deyja og hún grét ofurlítið. En hann var orðinn svo þreyttur upp á síð- kastið, hugsaði hún, nú getur hann kannski hvílt sig ofurlítið á einhverj- um öðrum stað sem ég þekki ekki. En Matthías gekk hágrátandi fram og aftur í steinsalnum og hróp- aði: „Hann hefur alltaf verið til! Og nú er hann horfinn!" Þá sagði Lov- ísa: „Matthías, þú veist að enginn verður alltaf til. Við fæðumst og við deyjum, þannig hefur það alltaf ver- ið, því ertu að barma þér?“ „En ég sakna hans,“ hrópaði Matthías. „Ég sakna hans svo að hjartað er að springa!" ... Síðan sat hann og hallaði sér ýmist að Lovísu eða Ronju og grét úr sér sorgina yfu' Skalla-Pétri sem hafði alltaf verið til í lífi hans og var nú ekki lengur til.“ Þessar línur úr bók Astrid Lind- gren um Ronju ræningjadóttur koma oft upp í huga minn þegar ég hugsa um fráfall einhvers sem hefur alltaf verið til, einhvers sem er órjúf- anlegur hluti af lífi mínu. Með ein- földum orðum hittir frásögnin hvern þann sem hefur lifað slíkan missi beint í hjartastað. Það er alltaf sárt að kveðja, jafnvel þegar löngu og góðu lífi lýkur, jafnvel þegar þján- ingar eru á enda. Ragnar föðurbróðir minn hefur alltaf verið til í lífi mínu. Og ekki bara hann, heldur þau bæði, Ragnar og Magga, sjaldan nefnd nema í sömu andránni. Við systkinin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í stórri fjöl- skyldu þar sem talsverður samgang- ur var milli frændfólksins, en sam- bandið við þau Möggu og Ragnar og fjölskyldu þeirra var alltaf nánara en við nokkra aðra fjölskyldumeðlimi. Það var ekki langt að fara niður á Hofteig frá heimili okkar á Laugar- ásveginum og í þá daga leit fólk enn- þá inn, skrapp í kvöldkaffi eða sunnudagsheimsókn án formlegra heimboða. Okkur krökkunum stóð heimilið alltaf opið ef við þurftum samastað milli skólatíma eða eftir skóla, stundum í lengri tíma ef pabbi og mamma fóru í ferðalag. Ég finn ennþá vellíðan og friðsæld þegar ég hugsa til stunda á Hofteignum, sé fyrir mér holið og skotið við glugg- ann þar sem ég sat og lék mér í sólskinsbletti með leikföng systr- anna, bollastell og dúkkur í hekluð- um kjólum. Magga söng við vinnu sína í eldhúsinu og þegar við sett- umst að hlöðnu kaffiborðinu borðuð- um við fyrst brauðsneið, svo kökur. Stundum settist Ragnar við fallega taflborðið með okkur og kenndi okk- ur að tefla. Þegar ég fullorðnaðist og eignað- ist sjálf fjölskyldu urðu heimsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.