Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Skattamál á Islandi í Evrópuútgáfu Wall Street Journal
Lágskattastefna sögð
bæta samkeppnisstöðu
FULLYRT er í grein sem birtist í
Wall Street Journal Europe hinn 10.
ágúst sl. að „markaðssinnuð öfl í [ís-
lenzku] ríkisstjóminni“ vilji reyna að
draga enn frekar úr skattlagningu
fyrirtækja en orðið er. Slík skatta-
lækkun myndi laða fjárfestingu til
landsins, en jafnframt kalla á gagn-
rýni af hálfu „háskattaríkja í ESB“,
sem óttist það sem þau öll kalli „skað-
lega skattasamkeppni“.
Greinarhöfundur, Roger Bate við
Institute of Economic Affairs í Lund-
únum, segir íslenzkt efnahagslíf
njóta góðs af því að á síðustu árum
hafi skattalækkunar- og einkavæð-
ingarstefnu verið hrint í framkvæmd.
Hagvöxtur á sl. fimm árum hafi verið
um 5%, ríkissjóður sé nú rekinn með
afgangi og í stað þess að láta tekjuaf-
ganginn fara í aukin ríkisútgjöld séu
íslenzkir ráðamenn að velta því fyrii-
sér að nota tækifærið til frekari
skattalækkana.
„Ég sé enga ástæðu til að tekju-
skattar fyrirtækja ættu ekki að geta
lækkað niður á sama stig og stefnt er
að á Irlandi, nefnilega 12,5%,“ hefur
greinarhöfundur eftir Magnúsi
Gunnarssyni, athafnamanni og fyrr-
verandi framkvæmdastjóra VSI.
Segir Bate að slíkar skattalækkan-
ir myndu verka sem vítamínsprauta
á efnahagslíf sem þó er þegar á góðu
róli. Þetta myndi m.a. auka aðdrátta-
rafi Islands sem fjárfestingarkosts.
„Með því að fá erlend fyrirtæki til Is-
lands myndum við fá hingað fleiri
hátekjustörf fyrir okkar velmenn-
taða vinnuafl. Við höfum meiri þörf á
því en fleiri verksmiðjum," ályktar
Magnús Gunnarsson í greininni.
Þá segir Bate skattalækkanir hafa
fleiri jákvæðar afleiðingar. Þær
myndu gera aukningu ríkisútgjalda í
framtíðinni erfiðari. Þetta myndi
koma Islandi á svipaða braut og Irl-
andi og Sviss, þar sem ríkisafskipti af
efnahagslífinu séu í lágmarki og hag-
vöxtur ör.
„En að sjálfsögðu myndi þetta
koma Islandi á pólitískt hættusvæði,
þar sem önnur lágskattalönd eru fyr-
ir,“ tekur Bate fram. „Einkum og sér
í lagi myndi þetta stefna Islandi á
árekstrarbraut við Efnahags- og þró-
unarstofnunina í París (OECD).“ Að
mati stofnunarinnar fylgja mörg
smáfurstadæmi Evrópu (eða lýðveldi
í tilfelli Sviss) „skaðlegri skatta-
stefnu", svo sem að draga til sín „fyr-
irtæki með engan áþreifanlegan
rekstur". Meint er, að þessi fyrirtæki
séu aðeins „innantómar skeljar" al-
þjóðlegra skattsvikara. Það séu hins
vegar ábyggilega ekki fyrirtæki af
þessu tagi, sem Islendingar sækist
eftir að fá til landsins.
„Samræmdir skattar =
hærri skattar“
Þá segir að OECD sé ekki yfirlýst-
ur andstæðingur skattasamkeppni
milli landa, en stofnunin hafi þó ítrek-
að séð ástæðu til að vara aðildarríki
sín við því að grípa til skattalækkana
nema að vel ígrunduðu máli. Það sé
hins vegar alsiða hjá embættismönn-
um Evrópusambandsins að klifa á því
að nauðsynlegt sé að samræma
skattheimtu á hinum ýmsu sviðum.
Flestir íslendingar geri sér hins veg-
ar grein fyrir hvað málið snúist um í
raun. „Samræmdir skattar eru hærri
skattar. Vilji stjómvöld í einu landi
hækka skatta vita þau að þau eiga á
hættu að missa skattlagða aðila til
annarra landa, þar sem skattar eru
lægri. Sameinist hins vegar allar rík-
isstjórnir ESB um að hækka skatta
eiga skattgreiðendur sér engrar und-
ankomu auðið,“ er haft eftir Roland
Vaubel, hagfræðingi við háskólann í
Mannheim. Skattasamkeppni milli
ríkja sé eina leiðin tU þess að aftra
ESB frá því að koma á sífellt hærri
ogvíðtækari skattheimtu.
„ísland ætti að lækka fyrirtækja-
skatta hvað sem OECD og háskatta-
sinnar segja,“ skrifar Bate og vitnar
tU þess að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra viiji halda viðskiptaum-
hverfinu á íslandi vinsamlegu. „Það
væri góð hugmynd að laða meiri er-
lenda fjárfestingu til Islands," er haft
eftir Davið.
Skattalækkanir, segir Bate,
myndu laða að þá fjárfestingu sem
þeir Magnús Gunnarsson og Davíð
Oddsson vilja, auk þess að veita
skattgreiðendum í öðrum löndum á
Evrópska efnahagssvæðinu ný tæki-
færi.
Bate lýkur grein sinni á þessum
orðum: „Evrópuríki með lága skatta
eru eina örugga leiðin til að halda
skattheimtu í Evrópu í skefjum."
aly -
dýnuframleiðandi
- b an d a rí kj a n na.
eru hannaðar í
samvinnu við færustu
isérfræðinga í bandaríkjunum,
þekkt fyrir dýnukerfi sem gefa
réttan bakstuðning.
getur treyst Sealy á nýrri öld.
ð vélkomin í verslun okkar
og fáið faglega ráðgjöf um
framtíðardýnuna
'Pú
Möiiviniii i • H)?} KcykjavíU
Síini: 533 350« • l’ax: 533 3510 wvvw.mairo.is
^ við styðjum við bakið á þérí”
AP
Jörg Haider (t.h.) og söngvarinn Hans von Hermagor syngja saman á
alpahátíð í bænum Diex í Karnten sl. mánudagskvöld. Hafa þeir félagar
tekið upp geisjaplötu saman, sem út kom í vikunni. Fylgir ekki sögunni
hvort lífverðir Haiders hafí haldið í við hann á leiðinni á hátíðina.
Haider stingur
lífverðina af
Klagenfurt. AFP.
JORG Haider, ólátabelgur austur-
rískra stjórnmála og fylkisstjóri í
Kárnten, er nú í vondum málum
vegna hraðakstursáráttu sinnar.
Lífverðir hans hafa ekki við honum.
Haider, sem frá því um miðjan
maí hefur haft ríkiskostaða lífverði
til að fylgja sér hvert fótmál, virðist
njóta þess að aka um heimahérað
sitt á kraftmikilli BMW X5-bifreið
sinni á mun meiri hraða en þeim
130 km/klst. sem leyfður er á hrað-
brautum Austurríkis.
„Þeir hafa einfaldlega ekki við
honum,“ hefur fréttastofan AFP
eftir talsmanni lögreglunnar í
Klagenfurt, héraðshöfuðborg
Kárnten. Bætti hann því við að
Haider hefði nýlega lent í slysi
vegna hraðaksturs.
Talsmaður græningja á fylkis-
þinginu í Kámten hefur krafizt
þess að settur verði hraðatakmark-
andi búnaður í bifreið fylkisstjór-
ans, svo að hann aki ekki hraðar en
leyfilegt er. Hefur lífvörðum Haid-
er verið uppálagt að reyna ekki að
halda í við fylkissljórann ef hann
fer yfir 160 km hraða, samkvæmt
því sem fram kemur í skjali frá lög-
reglunni sem birt var í austurríska
vikuritinu News.
k
g
f
Klónun fósturvísa úr mönnum
Leyfa rannsóknir
í Bretlandi
Lundúnum, Bcrlín. AFP, Reuters.
BRESKA ríkisstjórnin ákvað á mið-
vikudag að heimila klónun fósturvísa
úr mönnum í rannsóknartilgangi og
er ákvörðunin talin vera mikill sigur
fyrir vísindamenn en að sama skapi
til þess fallin að vekja upp siðferði-
legar spumingar. Fulltrúar þýskra
stjómvalda sögðu að í ijósi ákvörð-
unar Breta myndu 10 ára gömul lög
sem banna notkun fósturvísa verða
endurskoðuð. Lögð er áhersla á það í
Bretlandi að heimildir til klónunar
verði aðeins veittar í læknisfræðileg-
um tilgangi og samkvæmt tillögu
stjórnarinnar verður löggjöf sem
kveður á um bann við klónun fóstur-
vísa rýmkuð þannig að vísindamenn
geti dregið frumur úr allt að fjórtán
daga gömlum fóstrum með það fyrir
augum að rækta húð og aðra lík-
amsvefi.
Á hinn bóginn munu drög að frum-
varpi stjórnarinnar kveða á um að
bannað verði að framkvæma klónun í
þeim tilgangi að endurgera menn og
mun það tryggja að vísindamenn
reyni ekki að „búa til“ klónað barn.
Vísindamenn telja að þeir geti valdið
straumhvörfum í læknisfræði ef þeir
fái heimild til að nýta tækni sem þró-
uð var og notuð í sambandi við klón-
un kindarinnar Dollý.
Ef frumvarpið verður samþykkt á
breska þinginu, eins og fastlega er
gert ráð fyrir, mun breska stjórnin
verða sú fyrsta sem heimilar klónun
fósturvísa sem kostuð er með opin-
beru fé. Slíkar rannsóknir eru leyfð-
ar í Bandaríkjunum en njóta þó ekki
opinberrar fyrirgreiðslu.
Tillaga ríkisstjórnarinnar mæltist
ekki vel fyrir meðal samtaka sem
berjast gegn fóstureyðingum. „Klón- |
un í læknisfræðilegum tilgangi þýðir |
dráp,“ sagði talsmaður Life-samtak- 1
anna í gær. „Þetta gerir mannslífið
enn léttvægara. Með þessu eru fóst-
ur nýtt á viðkvæmasta skeiði þeirra
- þetta er ný tegund mannáts," sagði
talsmaðurinn.
Tillaga ríkisstjórnarinnar um
lagabreytingai- í þessa veru kom í
kjölfar álitsgerðar sérfræðinga-
nefndar sem Liam Donaldson, land-
læknir Englands, lagði fram í gær. i
Hefur nefndin rannsakað þessi mál
undanfarna tólf mánuði og niður- j
staðan var á þá leið að tækni til klón- '
unar væri allrar athugunar verð en
jafnframt yrði að vera stíft eftirlit
með rannsóknum ef þær verði heim-
ilaðar.
„Nefndin leit vandlega á siðferði-
leg álitamál og komst að þeirri niður-
stöðu að hugsanlegur ábati væri
meiri en áhyggjur og að rannsóknir
séu réttlætanlegar í Ijósi hagsbóta L
fyrir komandi kynslóðir sjúklinga,“ f
sagði Donaldson á fréttamannafundi J
í gær. ®