Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 23
sama tímabili í fyrra nam tapið 776
milljónum króna. I reikningum fé-
lagsins er færð til baka skatt-
skuldbinding sem hlaust af sölu-
hagnaði eigna en við það lækkar
tapið um 537 milljónir króna.
Að sögn Sigurðar Helgasonar,
forstjóra Flugleiða, er oft um bak-
færslu á tekjuskatti að ræða hjá
Flugleiðum í sex mánaða uppgjöri
þar sem tapið er yfirleitt mjög mik-
ið á því tímabili. Aftur á móti geng-
ur færslan mjög oft til baka í árs-
uppgjöri þar sem afkoman er mun
betri á síðari hluta ársins. I fyrra
var ekki um bakfærslu á tekju-
skatti að ræða þar sem um mikinn
hagnað af sölu eigna var að ræða á
tímabilinu og um hagnað að ræða í
heildarniðurstöðu rekstrarreikn-
ings. Afkoma Flugleiða er jafnan
neikvæð á fyrri hluta ársins þar
sem einungis einn sumarmánuður
kemur inn í það uppgjör, þe. júní-
mánuður. Aftur á móti er afkoma
félagsins jafnan mjög góð næstu
tvo mánuði að sögn Sigurðar og
gera áætlanir félagsins ráð fyrir að
hagnaður þess í júlímánuði verði
hátt í milljarð króna í júlí og áætl-
anir geri ráð fyrir að svipað verði
upp á teningnum fyrir ágústmánuð.
Kaupþing mælír með
sölu á Flugleiðabréfum
Greiningardeild Kaupþings mæl-
ir með sölu á bréfum Flugleiða í
greiningu sinni á félaginu í gær.
Þar kemur fram að þrátt fyrir að
afkoma Flugleiða sé alltaf verri á
fyrri hluta ársins en þeim seinni er
tapið á tímabilinu nú mun meira en
Landsbank
inn selur
í Básafelli
Kamínur
Tekkhúsgögn
Vönduð gæða
garðhúsgögn
KRISTJÁN Guðmundsson hf. hefur
keypt öll hlutabréf Landsbankans-
Fjárfestingar hf. í Básafelli hf. að
nafnverði 173.735.971 krónur. Hinir
seldu hlutir nema 22,90% af heildar-
hlutafé Básafells hf. Eignarhlutur
Krisjáns Guðmundssonar hf. var
fyrir samkomulagið 0,65% og er því
nú 23,55%. Landsbankinn-Frjáfest-
ing hf. tilkynnti til Verðbréfaþings
Islands þann 2. júní síðastliðinn um
kaup félagsins á 9,8% hlut í Básafelli
hf. og aftur þann 8. júní. Þann 3. júlí
síðastliðinn var svo greint frá því að
Landsbankinn-Fjárfesting hf. hefði
sent bréf til hluthafa Básafells hf.
þar sem félagið gerir hluthöfum
ákveðið tilboð í hlutabréfaeign
þeirra í Básafelli á genginu 1,34.
Guðmundur Kristjánsson tók við
stjórnartaumunum í Básafelli hf. í
lok júlí á síðasta ári þegar hann
keypti 28,53% hlut í Básafelli hf.
Fyrir átti hann þá 7,6% hlutafjár og
varð hann þar með stærsti hluthafi í
félaginu með 36,13% hlut. Guð-
mundur er sonur Kristjáns Guð-
mundssonar en Kristján Guð-
mundsson hf. er nú eftir kaupin af
Landsbankanum-Fjárfestingu hf.
orðinn næststærsti hluthafinn í
Básafelli hf. á eftir Guðmundi Krist-
jánssyni.
Björn Sigtryggsson hjá Lands-
bankanum-Fjárfestingu hf. segir að
viðunandi hagnaður hafi orðið af
kaupum og sölu félagsins á hluta-
bréfunum í Básafelli hf.
Kaupverð fékkst ekki gefið upp.
Gömlu góðu lurka
húsgögnin .
AÐEINS 3 DAGAR
i 1 « f I ^ m fl'M
ifijtj mroi filHl
\ \ ^^ öp
t"' '* % ,u jnm imTiíi ^
, M ti' j>m
]i\ :
S / / L - Lft L te • J V,, v. 5 1
; w ff % jfll f v; i ? rk
l«*. j j i ' / 1
Tap Flugleiða 1.788 milljónir fyrir skatta
537 milljóna króna
bakfærsla tekjuskatts
TAP Flugleiða
fyrstu sex mánuði
ársins nam 1.197
milljónum króna
en á sama tímabili
í fyrra var hagn-
aður félagsins 595 milljónir króna,
líkt og fram kom í Morgunblaðinu í
gær. Tap félagsins fyrir skatta
nemur 1.788 milljónum króna en á
verið hefur undanfarin ár. „Því er
ljóst að félagið verður að grípa til
róttækra aðgera til þess að rétta
reksturinn við. Greiningardeild
Kaupþings telur horfurnar ekki
bjartar á seinni hluta ársins, það er
fátt sem bendir til að þeir liðir,
gengisþróun og eldsneyti, sem
voru félaginu erfiðastir á fyrri
hluta ársins, verði því hagfelldari á
þeim seinni. Auk þess er sam-
keppni að aukast og því minna
svigrúm til fargjaldahækkana þótt
tilkynnt hafi verið um slíkt. Jafn-
framt verður að hafa í huga að því
lengra sem líður frá því gengisþró-
unin snerist gegn félaginu því
minni verða áhrif gengisvarna," að
því er fram kemur í greiningu
Kaupings á Flugleiðum í gær.
Samþykkt að afskrá
Fóðurblönduna
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ GB
fóður hefur tryggt sér yfirráð
yfir um 96,7% af heildarhlutafé
Fóðurblöndunnar hf. Tilboðs-
frestur yfirtökutilboðs til hlut-
hafa Fóðurblöndunnar rann út
14. ágúst sl. og samþykktu alls
um 13,3% hluthafa tilboðið. 69
hluthafar hafa ekki svarað til-
boðinu. Stjórn VÞÍ hefur í
kjölfarið ákveðið að verða við
þeirri ósk stjórnar Fóðurblönd-
unnar að taka bréf félagsins af
skrá, enda uppfyllir félagið ekki
lengur skilyrði fyrir skráningu á
VÞI. í tilkynningu sem send hef-
ur verið til Verðbréfaþings ís-
lands kemur fram að langstærsti
einstaki útistandandi hlutinn sé
að nafnvirði 6 milljónir, en aðrir
hlutir séu undir milljón að nafn-
verði og raunar aðeins 7 sem eru
stærri en kr. 200.000 að nafn-
virði. Reiknað er með því að
krafist verið innlausnar á úti-
standandi hlutum í félaginu.