Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 72
JteWiiM
-sctur brag á sérhvem dag!
Reiknaðu með
framtíðinni
lnrgawMnMlí samlrf
Sameinaða iíftryggingarfélagið hf.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRLKA UPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Bíistjóriim sem synti í ísköldu jökulfljótinu eftir aðstoð í fyrradag
Ekki annað að
gera en að stinga
sór í fljótið
Landverðir sem lögðu sig í lífs-
hættu þakka hvor öðrum lífgjöfína
Banaslys
í Þorska-
* firði
BANASLYS varð innarlega í vestan-
verðum Þorskafírði á Barðaströnd
um klukkan 15 í gær þegar fólksbíll
valt út af veginum eftir að ökumaður
hafði misst stjóm á bílnum. Þýskir
feðgar voru í bílnum sem var bíla-
leigubíll og lést sonurinn. Hann var
sextán ára. Faðirinn, sem er fimmt-
ugur, var fluttur með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á Landspítala - há-
skólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn
læknis á slysadeild slasaðist faðirinn
ekki lífshættulega. Hann fékk áverka
á höfði og mar á lunga. Hann mun
dvelja áfram á spítalanum.
Þyrlan var komin á slysstað tæpum
-^álftíma eftir að slysið átti sér stað en
nún var á eftirlitsflugi yfir Snæfells-
nesi. Um klukkan hálffimm lagði hún
af stað með manninn til Reykjavíkur.
Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði
þurfti að klippa bílinn í sundur til að
ná mönnunum út. Alls hafa 22 látist af
völdum umferðarslysa það sem af er
árinu, þar af þrír Þjóðverjar.
---------------
Margir hætta
búskap með sauðfé
Mikilfækk-
un í Eyja-
fírði o g á
Vesturlandi
ÚTLIT er fyrir talsverða fækkun
sauðfjárbænda í haust. í Eyjafirði
er líklegt að sauðfjárbændur selji
um 14% af greiðslumarki sínu til
ríkisins. Sömu sögu er að segja af
Vesturlandi. Margir bændur á Suð-
urlandi hyggjast einnig hætta sauð-
íjárbúskap.
^ Samkvæmt upplýsingum frá
Bændasamtökum Islands er talið að
bændur muni selja ríkinu um 30-
33.000 ærgildi í haust sem er tals;
vert meira en gert var ráð fyrir. í
nýgerðum sauðfjársamningi ríkis-
ins við sauðfjárbændur var samið
um að ríkið myndi kaupa 45.000
ærgildi af bændum á næstu árum.
Semji bændur um sölu fyrir 15. nóv-
ember nk. fá þeir 22 þúsund krónur
fyrir hvert ærgildi. Sauðfjárbóndi
sem býr meðalstóru búi ætti því að
fá um 4-5 milljónir í sinn hlut.
Bændur sem Morgunblaðið
ræddi við töldu að margir hyggðust
notfæra sér það fjármagn til að
kaupa mjólkurkvóta en verð á
, jjgjreiðslumarki fyrir hvern mjólkur-
Iítra mun nú vera rúmlega 200 kr.
Aðalsteinn Jónsson, formaður
Landssambands sauðfjárbænda,
segir að gera megi ráð fyrir að
sauðfjárbændum fækki um 400-500
á næstu árum.
BÍLSTJÓRI rútunnar, sem lenti í
Jökulsá á Fjöllum á miðvikudag,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að aldrei hefði staðið til að taka
neina áhættu við árnar í Herðu-
breiðarlindum. Hann segir að
ákvörðun um að halda áfram þrátt
fyrir skilti um lokun vegarins hefði
verið tekin að yfirlögðu ráði. Um það
afrek að stinga sér í ískalt jökulfljót-
ið til að ná í aðstoð segir hann aðeins
að ekki hafi annað komið til greina.
Landverðirnir Kári Kristjánsson
og Elísabet S. Kristjánsdóttir
reyndu að koma fólkinu til hjálpar á
litlum gúmmíbát, en straumhörð
jökulsáin sogaði bátinn undan þeim
og þau björguðust naumlega upp á
þak rútunnar. Að sögn þeirra var
þetta mikil lífsreynsla og eiga þau
hvort öðru lífið að launa. Elísabet
komst upp á þakið með hjálp Kára í
þann mund sem áin hrifsaði bátinn
til sín. Af miklu snarræði kastaði
hún kaðli til Kára, sem barðist við að
komast upp á þakið í um tíu mínútur.
Að sögn Kára náði Elísabet svo að
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
fallist á tillögu að áætlun um mat á
umhverfisáhrifum Kárahnjúka-
draga Kára upp á þakið með hjálp
ferðamannanna og var mikil mildi að
ekki skyldi fara verr.
Steinarnir í vegkantinum
stóðu upp úr
„Við vissum að vegurinn var fær
að vaðinu yfir Lindaá og ætluðum
okkur alltaf að snúa við ef okkur lit-
ist ekki á aðstæður," sagði bílstjór-
inn í samtali við blaðið. Ferðamenn-
virkjunar, en gerir jafnframt grein
fyrir ýmsum athugasemdum og
fyrirvörum í bréfi til stofnunarinn-
ar. Stofnunin telur ekki ástæðu til
að fara fram á að mat á umhverfis-
áhrifum álvers á Reyðarfirði og
virkjunar á Kárahnjúkum verði
metin saman sem ein heild eins og
farið hafði verið fram á.
Gerð verði grein fyrir
hugmyndum um þjóðgarð
Skipulagsstofnun segir að þótt
bygging virkjunarinnar sé nátengd
byggingu álversins sé ekki hægt að
líta svo á að um sé að ræða fram-
kvæmdir á sama svæði og því séu
ekki rök fyrir því að meta fram-
kvæmdirnar saman. Hins vegar
mun stofnunin beina þeim tilmæl-
um til framkvæmdaraðila að mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda
imir sem voru í rútunni eru allir
mikir áhugamenn um ljósmyndun
og var ætlunin að fara upp í Lindar-
hraun til að taka myndir. Þegar að
vaðinu yfir Lindaá kom mat bílstjór-
inn það eftir aðstæðum að vaðið væri
fært.
„Eg er búinn að fara þrisvar
þangað inn eftir í sumar og oft á síð-
ustu árum. Steinarnir í köntunum
stóðu upp úr báðum megin og því
verði auglýst um svipað leyti.
í niðurstöðum Skipulagsstofnun-
ar er einnig vikið að ábendingum
sem komið hafi fram, þess efnis að
í matsskýrslu þurfi að fjalla um
þann kost að virkja ekki og stofna
þess í stað þjóðgarð á svæðinu.
Telur stofnunin ekki eðlilegt að
gera kröfu um beinan samanburð á
virkjun og þjóðgarði, en aftur á
móti verði í matsskýrslu að gera
grein fyrir hugmyndum um stofn-
un Snæfellsþjóðgarðs.
Samkvæmt matsáætlun fyrir ál-
ver í Reyðarfirði er áætlað að
auglýsa matsskýrslu í janúar 2001
og matsskýrslu fyrir Kárahnjúka-
virkjun í mars sama ár. Áætlað er
að framkvæmdir við Kárahnjúka-
virkjun geti hafist sumarið 2002.
■ Ekki gerð/6
virtist vatnið alls ekki djúpt enda
var það það ekki. Hins vegar brast
kanturinn undan rútunni þegar við
komum út í ána og hún barst undan
straumi."
Bílstjórinn segist þá hafa brugðið
á það ráð að opna dyrnar inn í rút-
una og láta flæða inn í hana til að
stöðva rekið. „Þegar rútan stöðvað-
ist síðan klifruðu farþegarnir upp á
rútuna og þegar allir voru komnir
þangað heilu og höldnu ákvað ég að
synda í land.“ Þegar hann er spurð-
ur hvort það hafi ekki verið erfið
ákvörðun að stinga sér í ískalt jök-
ulfljótið og synda eftir aðstoð segir
hann að ekkert annað hafi komið til
greina en að sækja hjálp.
Hann barst fjögur- til fimmhundr-
uð metra niður eftir ánni áður en
hann náði bakkanum. „Ég fékk
aldrei krampa en var orðinn ansi
þrekaður þegar ég náði landi,“ segir
bílstjórinn.
■ Eiga hvort öðru/4
■ Eðli árinnar/10
í lífshættu
eftir slys
STARFSMAÐUR á trésmíðaverk-
stæði á Selfossi var fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi
síðdegis í gær. Að sögn lögreglu
var hann að vinnu við trésmíðavél
þegar slysið átti sér stað en trélisti,
sem var í vélinni, kastaðist út úr
henni og stakkst í síðu mannsins og
veitti honum áverka á kviðarholi.
Maðurinn, sem er um fimmtugt,
gekkst undir aðgerð í gærkvöld. Að
sögn læknis er hann lífshættulega
slasaður og er á gjörgæsludeild.
------UM-------
200 sprautu-
fíklar með
lifrarbólgu C
ÁÆTLAÐ er að um 500 virkir
sprautufíklar séu á Islandi um þess-
ar mundir og 200 þeirra séu sýktir af
lifrarbólgu C. Sjúkdómurinn er orð-
inn að faraldri meðal sprautufíkla.
Þeir eru langstærsti hópur þeirra
sem smitast eða 88-90%
Cir
OSTUR ER GÓÐUR
FYRIR TENNURNAR
Ostur er kalkríkur og kalkið styrkir tennur og bein.
Jluk þess er gott að enda hverja máltíð með osti
því hann skapar ákjósanlegt sýmstig í munninum
og ver tennumar Ipannig fyrir skemmdum.
OSTURINN A ALLTAF VIÐ
iSLENSKIR Vf
Ostah
tlMlNA
V*
(D
www.ostur.is
Björgunarmönnum tókst síðdegis í gær að ná langferðabílnum sem fór í Lindaá upp á árbakkann.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Skipulagsstofnun fellst á tillögu að áætlun
um umhverfísmat Kárahniúkavirkjunar
Ahrif virkjunar og ál-
vers ekki metin saman
■ Lifrarbólga C/36