Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 41
Fjármálaráðherra vill
kaupa syndaaflausn
í OPNUVIÐTALI við Geir H.
Haarde fjármálaráherra í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag segist hann
vilja afnema eignatengingu barna-
bóta. Yfirlýsingu ráðheiTans er
réttilega slegið upp sem frétt í
blaðinu enda er ráðherranum mik-
ið niðri fyrir. Hann segir að þessi
tenging getí komið mjög illa út
fyrir fólk: „Ég hef séð dæmi þess
við álagninguna nú að hin gífur-
lega hækkun íbúðaverðs og fast-
eignamats hafi hækkað verðmæti
eigna viðkomandi án þess að
tekjurnar hafi nokkuð breyst. Þá
skerðast barnabæturnar af þess-
um sökum. Þetta kemur verst nið-
ur á þeim sem hafa lágar eða með-
altekjur en eiga sitt eigið
húsnæði." Síðan áréttar ráðherr-
ann að sér finnist þetta vera „mjög
ranglátt" og klykkir út með því að
hann vilji beita sér fyrir breytingu
í þessu efni „sem fyrst“ og segir
hann að athuganir sýni að þetta
„yrði ekki ýkja kostnaðarsamt".
Það er í sjálfu sér ágætt að fá
það fram að fjármálaráðherra
skuli gera grein fyrir því að hann
þekki dæmi þess að eignatenging
barnabótanna hafi
bitnað illa á milli-
tekju- og lágtekju-
fólki. En í framhald-
inu er eðlilegt að
beina þeirri spurn-
ingu til hans sjálfs
hvers vegna í ósköp-
unum æðsti yfirmað-
ur skattamála hafi
ekkert aðhafst í
þessu brýna réttlæt-
ismáli, að ekki sé
minnst á samstarfs-
menn hans úr Fram-
sóknarfLokknum, sem
gerðu það að helsta
kosningamáli sínu að
þeir vildu stórauka
stuðning við barnafólk. Ríkis-
stjórnin hefur enga tilburði sýnt
til að standa við gefin fyrirheit í
þessu efni og þarf nú að sitja undir
vaxandi gagnrýni og rísandi reiði-
öldu.
Dæmi úr
veruleikanum
„Ég ákæri“ var fyrirsögn mjög
skeleggrar greinar eftir Kristínu
Magnúsdóttur kennara
í Morgunblaðinu á
þriðjudag. Greinarhöf-
undur gerir ítarlega
grein fyrir því hvernig
barnabæturnar hafi
vérið skertar „í skjóli
ótrúlega giúmmilegs
ákvæðis í skattalög-
um“. Þar vísar Kristín
sérstaklega í reglu-
gerð sem sett var í
ársbyrjun 1999 en í
þessari reglugerð er
kveðið á um skerðingu
á barnabótum vegna
eigna og tekur hún
dæmi af sjálfri sér,
kennara með 140 þús-
und krónur á mánuði, einstæðri og
með sex börn á framfæri, þ.á m.
eitt átta ára og eitt tíu ára. Skerð-
ing barnabóta þessara tveggja
barna nemur 140 þúsundum króna
auk þess sem móðurinni er gert að
greiða hæiri fasteignagjöld vegna
íbúaðarhúsnæðis fjölskyldunnar og
nemur hækkunin 60 þúsund krón-
um. „Þessi þjófnaður gerðist á
mínu heimili og mun halda áfram
Ögmundur
Jónasson
Stjórnmál
Ef litið er til fjárlaga
síðustu ára kemur í
ljós hve kostnaðarsamt
það hefur verið fyrir
barnafjölskyldur, segir
Ögmundur Jónasson,
að hafa Sjálfstæðis-
flokkinn og samstarfs-
flokka hans við stjórn-
völinn í landinu.
að gerast verði hann ekki stöðvað-
ur,“ segir Kristín Magnúsdóttir
ennfremur í grein sinni.
Kosningaloforð að hætti
Framsóknarflokksins
Ekki veit ég hvernig framsókn-
armönnum líður við þennan lestur,
sérstaklega þeim sem höfðu hæst
um fyrirhugaðan stuðning við
barnafólk. Enda þótt einhverjir
kunni að hafa haft efasemdir um
að framsóknarmenn myndu standa
við kosningaloforð sín hafa eflaust
fáir haft ímyndunarafl til að sjá
fyrir að þeir myndu byrja á því að
efna kosningaloforð sín með því að
skerða barnabæturnar enn frekar!
Nú segir Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra það ekki „ýkja
kostnaðarsamt“ að kippa því
ákvæði sem hér er sérstaklega til
umræðu í liðinn samanber þá yfir-
lýsingu hans að afnema „sem
fyrst“ eignatengingu barnabót- >.
anna. Að sjálfsögðu yrði kostnað-
arsamara að bæta barnafólki þá
skerðingu sem það hefur orðið að
sæta á liðnum árum og það sem
meira er, búa því þannig skilyrði
að þjóðin verði fullsæmd af.
Éf litið er til fjárlaga síðustu ára
kemur í ljós hve kostnaðarsamt
það hefur verið fyrir barnafjöl-
skyldur að hafa Sjálfstæðisflokk-
inn og samstarfsflokka hans við
stjórnvölinn í landinu. í meðfylgj-
andi töflu sést hver þróunin hefur
verið á árabilinu frá 1991 til 1999.
Á föstu verðlagi eru barnabæturn- '
ar rúmum tveimur milljörðum
lægri nú en þær voru í upphafi
áratugarins. Þetta skyldi fjármála-
ráðherrann hafa í huga áður en
hann reynir að tryggja sér skjót-
fengna syndaaflausn. Þannig ger-
ast kaupin ekki á þessari eyrinni.
Hér þurfa raunverulegar og það
allverulegar kjarabætur að koma
til sögunnar. í þessu efni mun fólk
ekki láta blekkjast einfaldlega
vegna þess að það finnur fyrir
skerðingarhnífnum á eigin kroppi.
Þetta veit fjármálaráherra lands-
ins sem sjálfur hefur komið fram í
fjölmiðlum og vitnað um ranglátar
afleiðingar eigin gjörða og póli-
tískra samferðarmanna sinna. -c
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
í milljónuin kr. 1991 Barnabætur og barnabótaauki 1991- 1992 1993 1994 1995 -99. 1996 1997 1998' 1999'
Barnabætur:2 Barnabætur 3.623 2.505 2.522 2.584 2.635 2.684 2.693 4.078 3,779
Barnabótaauki 1.197 1.786 1.817 1.884 1.959 2.102 1.878 _ _
Barnabætur alls 4.819 4.291 4.339 4.468 4.594 4.786 4.571 4.078 3,779
Hlutfallsleg skipting: Barnabætur 75% 58% 58% 58% 57% 56% 59% 100% 100%
Barnabótaauki 25% 42% 42% 42% 43% 44% 41% 0% 0%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu:3 Barnabætur 0,9% 0,6% 0,6% 0,6% 0,6% 0,6% 0,5% 0,7% 0,6%
Barnabótaauki 0,3% 0,4% 0,4% 0,4% 0,4% 0,4% 0,4% 0,0% 0,0%
Samtals 1,2% 1,1% 1,1% 1,0% 1,0% 1,0% 0,9% 0,7% 0,6%
Á verðlagi í árslok 19994 Barnabætur 4.4 JO 2.941 2.844 2.871 2.879 2.868 2.826 4.208 3,779
Barnabótaauki 1.457 2.097 2.049 2.094 2.140 2.246 1.971 _ _
Barnabætur alls 5.867 5.038 4.893 4.965 5.020 5.114 4.797 4.208 3,779
1 Árið 1998 voru bamabætur og barnabótaauki sameinuð og kallast nú barnabætur.
2 Tölur um barnabætur cru byggðar á upplýsingum úr álagningarkerfi bamabóta aftur ti! 1992 en á ríkis reikningi fyrir
árið 1991. Tölur um barnabótaauka eru byggðar á álagningaryfirliti einstaklinga aftur til 1991.
3 Samkvæmt Þjóðhagsstofnun.
4 Miðað við neysluverðsvísitölu Þjóðhagsstofnunar.
og rofnar samfarir. í fyrrnefndri
rannsókn kom fram að 15% sögðust
oft nota rofnar samfarir og 33%
stundum.
Flest ungt fólk veit hvernig það
getur stjórnað barneign með því að
nota öruggar getnaðarvarnir eins
og smokkinn, getnaðarvarnapilluna
eða hormónasprautuna. Það veit
einnig að það þarf að nota þær til
þess að þær komi að gagni. Það er
alveg augljóst mál að smokkur sem
látinn er liggja í náttborðsskúffunni
þegar á þarf að halda kemur ekki
að neinum notum. Það þarf að finna
honum leið úr skúffunni og á hinn
rétta stað, á réttum tímapunkti
þannig að hann hafi möguleika á því
að gegna sínu hlutverki. Það þarf
einnig að finna smokknum leið úr
búðarhillunni og í innkaupapokann.
Það er margt sem getur hindrað
það ferðalag smokksins eins og
feimni við að taka hann úr af-
greiðsluhillunni eða biðja um hann
yfir búðarborðið, ótti við að aðrir
horfi á mann þegar þeir eru settir í
innkaupagrindina eða á afgreiðslu-
bandið. Jafnframt getur kostnaður
smokksins reynst hindrun. Um 70%
þátttakenda í fyrrnefndri könnun
frá 1996 voru sammála því að það
þyrfti kjark til að kaupa smokka.
Um 67% vildu lækka verðið á getn-
aðarvörnum. Oft hafa kaupin á
smokknum verið ábyrgðarhlutur
stráka en það er mikilvægt að ungt
fólk komi sameiginlega í veg fyrir
óæskilegar afleiðingar kynlífs. Það
er ekki síður mikilvægt að stúlkur
geti keypt smokkinn og átt hann til
taks alveg eins og strákar. Það er
eingöngu merki um að þær vilji
vera ábyi’gar í kynlífi. Þegar kemur
að notkun smokksins þarf að vera
þægilegt og afslappað andrúmsloft
svo hægt sé án vandræða að rúlla
honum á getnaðarliminn. Aðstæður
geta orðið spennuþrungnar þannig
að strákurinn grípur jafnvel til þess
ráðs að segja að hann vilji ekki nota
smokkinn eða hann segist ekki eiga
hann til. Það gerh’ heilmiklar kröf-
ur til hans að nota smokkinn og það
getur reynst honum erfitt að standa
undir þeim. Strákar geta verið ótta-
slegnir yfir því að verða klaufalegir
og þeim finnst jafnvel óþægilegt að
láta horfa á sig. Eins geta þeir ótt-
ast að snertingin veiti þeim of mikla
örvun. Strákar hafa brugðið fyi’ir
sig ýmsum í’áðum þegar að þessari
stundu kemur. Sumir segja við
stúlkuna að ef hún hafi ekki sam-
farir án smokks elski hún hann
ekki, það sé einnig svo ónáttúrulegt
að nota smokkinn og kynmök með
smokk séu eins og að borða kara-
mellu með bréfinu utan um. Stúlkan
veit oft ekki hvemig hún getur
brugðist við þessum aðstæðum.
Hún veltir því fyrir sér hvort hún
eigi að slá til eða hvort hún eigi að
segja nei. Ef hún velur fyrri kostinn
veit hún vel að hætta getur verið á
ferðum og ef hún segir nei getur
hún óttast viðbrögð frá stráknum
sem hún getur verið óörugg að tak-
ast á við, jafnvel óttast niðurlæg-
ingu. Stúlkan gæti til dæmis undir
þessum kringumstæðum spurt
strákinn að því hvort hann hafí
mjög mikla löngun til þess að verða
pabbi á næstunni! Það er því mikil-
vægt að strákar þori að nota
smokkinn og að stelpur séu
ákveðnar í að smokkurinn sé notað-
ur. Það getur komið í veg fyrh’
margvísleg vandræði, áhyggjur og
kvíða.
Stundum kemur fyrir að getnað-
arvörn bregst eins og þegar smokk-
ur rifnar (þótt fátítt sé), pillan
gleymist eða getnaðarvamir eru
ekki notaðar.
Undir þeim kringumstæðum get-
ur reynst nauðsynlegt að nota svo-
kallaða neyðargetnaðarvörn til að
koma í veg fyrir þungun. Neyðar-
getnaðai’vörn er notuð eftir óvarðar
samfarir. Sú neyðargetnaðarvörn
sem hentai’ ungu barnlausu fólki
eru hormónatöflur sem verður að
taka inn innan 72 tíma frá samför-
unum. Til þess að fá neyðargetnað-
arvörn þarf að hafa samband við
lækni, Móttökudeild kvenna eða
ráðgjafa í Hinu húsinu.
Það er mikilvægt að ungt fólk
stuðli að heilbrigðu kynlífi. Ef það
vill koma í veg fyrir þungun er eina
leiðin sú að nota öraggar getnaðar-
varnir. Til að koma í veg fyrir kyn-
sjúkdóma verður að nota smokkinn.
Ef smokkur er notaður sem megin-
getnaðarvörn verður ekki hjá því
komist að nota hann í hvert einasta
skipti sem hafðar eru samfarir.
Hann veitir enga vörn ef hann er
ekki notaður. Það gefur betri til-
finningu að gera ráðstafanir fyrir-
fram en að taka afleiðingunum eft-
irá. Það hefur margoft sýnt sig að
betra er öryggi en áhætta.
Höfundur er lektor í hjúkriumr-
fræði við Háskóla íslands og
ráðgjafi á sviði kynheilbrigðis.
Grunnskólar
Reykjavíkur
í fremstu röð
BORGARRÁÐ sam-
þykkti á fundi sínum
sl. þriðjudag samning
Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur og Línu.-
nets hf. um ljóðsleið-
aratengingu grunn-
skóla borgarinnar.
Samningur þessi
markar tímamót í
uppbyggingu sam-
skiptanets fyrir
grunnskóla Reykja-
víkur og er eitthvert
mesta framfaraskref
sem stigið hefur verið
til þessa í tölvu- og
gagnaflutningamálum
gi’unnskólanna. Á því
sviði mun samskiptanetið færa
grunnskóla Reykjavíkur í fremstu
röð í heiminum og opna nýjar
Borgarmái
Samþykkt borgarráðs
tekur af allan vafa segír
Hrannar Björn Arnars-
son um stórhuga upp-
byggingaráform
Reykjavíkurlistans í
tölvu- og gagnaflutn-
ingamálum grunnskóla
Reykjavíkur.
víddir í starfsemi grunnskólanna,
nemendum, kennurum og fræðslu-
málum Reykvíkinga til hagsbóta.
Nýir möguleikar
í skólastarfi
Auk þess að bæta úr brýnni þörf
grunnskólanna fyrir aukna gagna-
flutninga mun hið nýja samskipt-
anet bjóða uppá fjölmarga nýja
möguleika sem nýtast í innra
starfí skólanna. Þar
má nefna stóraukna
möguleika á fjar-
kennslu sem t.d.
mætti nýta til að
auka svigrúm ein-
stakra skóla til að
fjölga valgreinum í
elstu bekkjum grunn-
skólans. Möguleikar
opnast á skólasjón- *
varpi og beinum sam-
skiptum nemenda og
starfsmanna skólanna
um fjarfundabúnað
og öll notkun Intern-
etsins í kennslu verð-
ur mun auðveldari en
áður. Þá getur sam-
skiptanetið boði uppá sameiginlegt
innanhússsímkerfi, öfluga teng-
ingu við sameiginlegt bókhald-
skerfi, sameiginlega nemendaskrá
og ýmis önnur miðlæg þjónustu-
kerfi sem auka hagkvæmni og
bæta verulega rekstrarlegt vinnu-
umhverfi skólanna.
Breyting
strax í haust
Samningur Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur og Línu.nets hf. gerir
ráð fyrir því að þegar hinn 1. sept-
ember næstkomandi geti grunn-
skólar borgarinnar byi’jað að nýta
sér ýmsa af kostum samskiptan-
etsins. Þessi tímasetning er afar
mikilvæg þar sem starfsmenn
grunnskólanna starfa nú af fullum
krafti við undirbúning næsta
skólaárs og nauðsynlegt er að sú
vinna geti þegar tekið mið af þeim
nýju mögulejkum sem samskiptan-
etið býður. í þessum efnum tekur4
samþykkt borgarráðs af allan vafa
um stórhuga uppbyggingaráform
Reykjavíkurlistans í tölvu- og
gagnaflutningamálum grunnskóla
Reykjavíkur.
Höfundur er borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans.
Hrannar Björn
Arnarsson