Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
Arftakar
og lýðræði
„Nútímavœðing“stjórnmálalífsins er
forsenda þess að virkt lýðræði komi í
stað arfleifðar Jónasarfrá Hriflu.
Jk hrifa Jónasar Jóns-
/* sonar frá Hriflu gæt-
ir víða þótt 70 ár séu
liðin frá því að ís-
lensk stjórnmál
snerust að stærstum hluta um
gjörðir hans og persónu. Einungis
með vísan tii þess hve hugsun
Jónasar frá Hriflu hefur reynst
mótandi verður skýrt hvemig nær
100 ára gömul heimssýn er enn
ráðandi í íslensku stjómmálalífi
um það bil sem þjóðin gengur á vit
21. aldarinnar.
Á áranum 1927 til 1931 er Jónas
Jónsson gegndi embætti
dómsmálaráðherra var hann iðu-
lega vændur um ólýðræðisleg
vinnubrögð, einræðishneigð og
pólitíska spillingu. Athyglisvert er
að mörg þeirra dæma, sem þá
vora tiltekin, þykja nú sjálfsögð
framganga af hálfu ráðamanna á
Islandi. Jónas frá Hriflu gekkst
fyrir fjölda pólitískra embættis-
veitinga og tryggði ráðherrum
margvíslegforréttindi. Hann iðk-
aðifyrir-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
greiðslupólitík
og hikaði ekki
við að beita
ríkiseignum
og opinberum fjármunum í þágu
þeirrar baráttu, sem hann háði.
Flokksaginn, sem hann reyndi að
innleiða í Framsóknarflokknum,
var undanfari þess, sem ríkir á Is-
landi nú um stundir. Ábyrgð póii-
tískra ráðamanna var óskilgreind
þá sem nú enda vora drög að því
ráðherraræði, sem ríkir á íslandi
lögð á dögum Jónasar frá Hriflu.
Fjallað var um ráðherraræðið
og flokksagann í fyrri grein um
arfleifð Jónasar frá Hriflu. Vert
er nú að huga stuttlega að því
hversu hugmyndir stjómmála-
stéttarinnar um lýðræðið era í
megindráttum óbreyttar frá því
að Jónas Jónsson var áhrifamest-
ur íslenskra valdamanna.
Jónas frá Hriflu ýmist mótaði
eða varði með oddi og egg þau við-
mið, sem nú eru skýrustu birting-
armyndir þess hversu vanþróað
lýðræði ríkir á íslandi en þar er
átt við ráðherraræðið, flokks-
agann og misvægi atkvæðanna.
Framsóknarflokkurinn naut yf-
irburðastöðu í íslenskum stjóm-
málum á fyrri helmingi aldarinnar
á grandvelli misvægis atkvæð-
anna. Þetta varð til þess að Héð-
inn Valdimarsson lýsti yllr því að
„flokkseinræði" væri við lýði á ís-
landi. Undan misvægi atkvæð-
anna hefur verið kvartað á íslandi
í meira en 70 ár. Ólafur Thors,
sem síðar varð leiðtogi Sjálfstæð-
isflokksins, sagði í grein er birtist
í Morgunblaðinu árið 1931 að
þetta fyrirkomulag væri „.í full-
komnu ósamræmi við sjálft lýð-
ræðið, algjört og augljóst brot á
hinum almenna kosningarétti.“
Þrátt fyrir háværar kröfur um
breytingar á þessu fyrirkomulagi,
sem er augljóslega mannréttinda-
brot, vega atkvæðin enn misjafn-
lega þungt á Islandi.Um þetta
hefur stjómmálastéttin samið; nú
síðast að hámarksmisvægið skuli
vera eitt atkvæði á móti tveimur.
Sú staðreynd að stjórnmálamenn
og flokkar standa enn vörð um
þetta kerfi er ásamt ráðherraræð-
inu og flokksaganum gleggsta
sönnun þess að gömul heimssýn
manna í þverrandi tengslum við
eigin samtíma mótar enn stjórn-
málalífið á íslandi. Er í því við-
fangi við hæfi að ítreka að grein
þá, sem vitnað var í eftir Ólaf
Thors ritaði hann fyrir 69 áram.
Misvægi atkvæðanna á íslandi
er til marks um hvemig hagsmun-
ir stjórnmálamanna og -flokka
hafa vegið þyngra en mannrétt-
indi og lýðræðislegar leikreglur.
Má með réttu tala um „samsæri"
stjórnmálastéttarinnar og til ólík-
inda hlýtin- að teljast að al-
menningur skuli ekki hafa risið
upp gegn svo hróplegu misrétti.
Misvægi atkvæðanna bregður
ljósi á hvemig stjómlyndið hefur
reynst frjálslyndinu yfirsterkara
á Islandi. Stjómlyndið hefur boðið
fólkinu í landinu að sætta sig við
brot gegn lýðræðinu á sama tíma
og kjömir fulltrúar almennings
hafa lotið lenínískum flokksaga og
ráðherrar hafa fengið óheft svig-
rúm í allri framgöngu og embætt-
isfærslu. Stjórnlyndinu hefur enn-
fremur fýlgt mikil forræðishyggja
á flestum sviðum samfélagsins.
Það er síðan ekki fyrr en á allra
síðustu áram sem stjórnlyndið
hefur þokað fyrir frjálslyndinu á
vettvangi viðskipta- og fjármála-
lífs sökum breytinga á vestrænu
hagkerfi og alþjóðlegra skuld-
bindinga, sem íslenskir ráðamenn
hafa neyðst til að taka á sig til að
tryggja samkeppnisfærni og lífs-
kjör. Þannig hefur hinn nýi, ytri,
veraleiki mótað viðskipftalífið á
síðustu áram á íslandi en múrar
hafa verið reistir utan um stjórn-
málin og valdastéttina. Með þessu
móti hefur íslenska kyrrstöðu-
þjóðfélagið haldið velli á miklum
breytingatímum á Vesturlöndum.
Það er verðugt rannsóknarefni
hvers vegna stjómlyndið hefur
reynst fijálslyndinu sterkara á ís-
landi með þeim afleiðingum m.a.
að hér hefur steinrannið vanþróað
lýðræði flokksaga, misvægis at-
kvæða og ráðherraræðis. Jón Þor-
láksson, hinn merki leiðtogi
Ihaldsflokksins og síðar Sjálf-
stæðisflokksins, skilgreindi frjáls-
lyndi sem: „vöntun á tilhneigingu
til þess að gerast forráðamaður
annarra". Þessa heimspekilegu
nálgun hafa arftakar hans flestir
ekki skilið með þeim afleiðingum
að enn einkenna haftastefna og
forræðishyggja samfélag íslend-
inga í meira mæli en önnur lönd í
þessum heimshluta.
Valdið leitast jafnan við að við-
halda sér enda kallar umburðar-
lyndið á mannvit en stjórnlyndið á
blindu hins sannfærða.
Nú er hins vegar svo komið að
kerfi þetta heldur ekki öllu lengur
enda hefur almenningur á íslandi
kynnst öðrum viðmiðum erlendis.
Stjómlyndisins bíður undanhald.
Með sama hætti hafna sífellt fleiri
því að hagsmunir pólitiskra nátt-
trölla skuli vega þyngra en grann-
hugsun lýðræðisins á Islandi.
Otækt er að úrelt heimssýn fá-
menns hóps manna móti framþró-
un samfélagsins við upphaf 21.
aldar.
Næstu kynslóðar bíður það
verkefni að „nútímavæða" stjóm-
málalífið líkt og gerst hefur á
efnahags- og fjármálasviðinu.
Hvati að þeirri „lýðræðisvæð-
ingu“ mun að hluta berast erlend-
is frá og fela í sér endurnýjun
stjómmálaflokka, endalok
ráðherraræðis og afnám misvægis
atkvæða.
Þar með munu skapast for-
sendur þess að virkt lýðræði leysi
arfleifð Jónasar frá Hriflu af
hólmi.
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvert er hið raunveru-
lega ástand heimsins?
ÞAÐ er ekki á
hverjum degi sem út
kemur á íslensku bók
þar sem leitast er við
að svara grundvallar-
spurningum á sviði
umhverfísmála eins og
þeirri sem felst í fyrir-
sögninni hér að ofan.
Þegar af þeirri ástæðu
sætir útgáfa Fiskifé-
lagsútgáfunnar ehf. á
bók Björns Lomborg
„hið sanna ástand
heimsins" tíðindum,
en fleira kemur til. I
bókinni er sett fram
það sjaldséða sjónar-
mið að ástand heims-
ins sé allt annað og betra en al-
þjóðastofnanir og vísindamenn á
sviði umhverfismála yfirleitt telja.
Þetta telur höfundurinn sig geta
sannað fyrst og fremst með töl-
fræði, enda ekki sérfræðingur í
umhverfismálum. Betur að satt
væri.
Umdeild
aðferðafræði
Við lestur bókarinnar kemur
hins vegar fljótlega í ljós að afar
litlar innistæður eru fyrir ýmsum
fullyrðingum höfundar og hann
reynir að afgreiða út af borðinu
mörg af hinum þaulræddu og
rannsökuðu hnattrænu umhverfis-
vandamálum með afar yfirborðs-
legri röksemdafærslu. Niðurstöður
hans og aðferðafræði hafa enda
sætt mikilli gagnrýni heimafyrir í
Danmörku og hvoragt jafnvel þótt
svaravert á alþjóðavettvangi.
Fiskifélagsútgáfan sýnir þvi nokk-
urn kjark að taka með þessum
hætti upp á arma sína jafn umdeilt
verk. Ekki þar fyrir að sjónarmið
af þessu tagi eiga að sjálfsögðu
sinn rétt og umræða um hin stóru
framtíðarmál mannkynsins verður
seint of mikil.
Björn Lomborg hefur að sjálf-
sögðu í vissum tilvikum nokkuð til
síns máls. Hann dregur fram að
áhyggjur manna af súru regni séu
nú minni en áður og að eldri spár
um það hvenær ýmsar óendurnýj-
anlegar auðlindir
myndu ganga til
þurrðar hafi reynst of
svartsýnar. Hvorat-
veggja er nær sanni.
Björn gerir hins veg-
ar ekki mikið úr því
að ein helsta ástæða
þess að í Vestur-
Evrópu t.d. hafa
menn nú minni
áhyggjur af súru
regni er einfaldlega
sú að baráttan fyrir
því að draga úr loft-
mengun hefur skilað
miklum árangri. Eins
er með endingartíma
auðlinda eins og olíu,
málma eða kola. Þó endingartím-
inn sé nú metinn einhverjum ára-
tugum eða jafnvel árhundraðum
meiri aðallega vegna þess að stór-
Umhverf ismál
Að því marki sem Lom-
borg tekst að sýna fram
á gáleysislega eða ranga
meðferð einhverra á töl-
um, segir Steingrímur
J. Sigfússon í fyrri grein
sinni, eða öðrum sann-
reynanlegum hlutum
er það auðvitað þörf
áminning um að vanda
vinnubrögð.
aukin tækni bæði við rannsóknir
(leit) og vinnslu hefur leitt til
breyttra forsendna, breytir það
ekki þeirri grandvallarstaðreynd
að þessar auðlindir endurnýjast
ekki og það gengur hratt á þær.
Sem sagt, svo lengi sem menn
taka ekki niðurstöðum Björns
Lomborg sem heilögum sannleik
og nota þær til þess að réttlæta
kæraleysi í umhverfismálum getur
það verið þarfleg æfing að lesa
bók hans og bera saman við aðrar
slíkar. Þar, eins og áður sagði, er
yfirleitt komist að mjög ólíkum
niðurstöðum. Að því marki sem
Lomborg tekst að sýna fram á gá-
leysislega eða ranga meðferð ein-
hverra á tölum eða öðram sann-
reynanlegum hlutum er það
auðvitað þörf áminning um að
vanda vinnubrögð.
Því miður er það of gott til að
vera satt að Birni Lomborg, einum
á móti nálægt sameinuðum vís-
indaheiminum, takist með sann-
færandi hætti að eyða áhyggjum
okkar yfir ástandi heimsins. Full-
yrðing hans um að við, núlifandi
kynslóð, munum skila heiminum af
okkur í betra ástandi en við tókum
við honum stangast á við allt of
margar staðreyndir sem benda til
hins gagnstæða.
Ódýr efnistök
I seinni grein minni um bók
Lomborgs mun ég tiltaka nokkur
dæmi um yfirborðslega afgreiðslu
mála í bókinni. En skoðum að lok-
um þá meginforsendu sem Björn
gefur sér að flestir þeir sem fást
við að rannsaka og fjalla um um-
hverfisvandamál séu heimsenda-
spámenn. Eins og sjálf bókarkáp-
an ber þegar í stað vitni um er
reynt að draga upp þá mynd að
„spádómar þeirra sem mest hafa
fjallað um umhverfismál“ eins og
þar segir, séu yfirleitt á þeim nót-
um. Hér er um ótækar alhæfingar
að ræða. Þvert á móti hafa flestar
alþjóðastofnanir, háskólar rann-
sóknarhópar og samtök (með að
vísu nokkrum dapurlegum undan-
tekningum í því tilviki) á seinni ár-
um gert sér far um að setja niður-
stöður sínar fram sem hluta af
leiðsögn um hvernig takast megi
með árangursríkum hætti á við al-
varlegustu vandamálin sem steðja
að á þessu sviði.
Höfundur er alþingismaður
og formaður Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs.
Steingrímur J.
Sigfússon
Ungft fólk og
ábyrgft kynlíf
KYNHEILBRIGÐI
felur það meðal annars
í sér að stjóma bam-
eign, koma í veg fyrir
smit af völdum kyn-
sjúkdóma og haga kyn-
lífi þannig að báðir að-
ilar geti notið þess. Að
lifa heilbrigðu kynlífi
krefst góðrar þekking-
ar, jákvæðra viðhorfa
til notkunar getnaðar-
varna og færni í sam-
skiptum. í rannsókn
höfundar frá árinu
1996 þar sem könnuð
voru viðhorf ungs fólks
á aldrinum 17-20 ára
til þjónustu varðandi
kynlíf og barneignir og fleiri þætti
kynheilbrigðis kom fram að flest
ungt fólk hafði ekki hug á barneign
á unga aldri. Það vora um 80% sem
sögðu að ótímabær þungun mundi
valda þeim vandræðum og bameign
væri of stórt verkefni til að fást við.
Eins álitu um 80% ungmenni í sömu
könnun að það væri áhættusamt að
nota ekki getnaðarvarnir (Sóley S.
Bender, 1999a). Þetta sýnir að
meirihluti ungs fólks vill ekki eign-
ast barn á unga aldri
og hefur hug á því að
koma í veg fyrir það.
Þegar tölur um þung-
anir unglingsstúlkna
hér á landi era skoð-
aðar er staðreyndin
hins vegar sú að
ótímabærar þunganir
era hér mun fleiri en
meðal ungmenna á
öðram Norðurlöndum.
Árið 1997 var hún til
dæmis liðlega helm-
ingi hærri hér en með-
al ungmenna í Finn-
landi (NOMESCO,
1999). Skýringar geta
verið margvíslegar
eins og ófullnægjandi kynfræðsla
bæði á heimilum og í skólum, að-
gengi ungs fólks að þjónustu á sviði
kynheilbrigðis (ekki síst um getnað-
arvarnir) sé ekki nægjanlega gott,
ungt fólk eigi kannski í einhverjum
örðugleikum með að nálgast og
nýta sér getnaðarvamir og þjóðfé-
lagsleg umræða um ábyrgt kynlíf
hafi ekki verið nægjanleg. I þessari
grein er fjallað um ábyrgðarhlut
ungs fólks og hvaða atriði geti varp-
Kynheilbrigði
Það er mikilvægt, segír
Sóley S. Bender, að
ungt fólk stuðli að heil-
brigðu kynlífí.
að Ijósi á nálgun og notkun getnað-
arvama, einkum smokksins.
Könnunin frá 1996 sýndi að um
60% sögðust hafa notað getnaðar-
vöm við fyrstu kynmök sem þýðir
að um 40% notuðu ekki getnaðar-
vöm og tóku því áhættu varðandi
þungun og smit af völdum kynsjúk-
dóma. Það er einnig athyglisvert að
fyrrnefnd könnun sýndi að viðhorf
til notkunar getnaðarvama er mun
jákvæðara en hin raunveralega
notkun segir til um. Það vora 92%
sem töldu mikilvægt að byrja notk-
un getnaðarvarna við fyrstu kyn-
mök en aðeins 60% notuðu getnað-
arvörn á þeim tíma. Það virðist
einnig vera nokkuð algengt þegar
rætt er við ungt fólk að notuð sé
óöragg leið til getnaðarvarnar eins
Sóley S.
Bender