Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 50
1>0 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Ingvarsdótt- ir fæddist á ísa- firði 5. oktöber 1912. Hún lést á Landa- kotsspítala hinn 7. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Gunn- laugsson, vélstjóri frá Akranesi, f. 24. nóveraber 1875, d. 22. júní 1954 og Sig- y ríður Ólafsdóttir, húsmóðir frá Isafirði, f. 17. október 1879, d. 6. október 1966. Systkini Ólafar voru Kristín, húsmóðir, f. 27. júní 1911, d. 12. febrúar 1981, maki hennar var Steindór Þorsteinsson, múr- arameistari (bróðir Valdimars), f. Mér er ljúft að minnast hér nokkr- um orðum tengdamóður minnar, Ólafar Ingvarsdóttur, sem lést á frí- degi verslunarmanna 7. ágúst. Lóló eins og hún var ævinlega kölluð af sínum nánustu ættingjum og vinum var glæsileg kona sem geislaði af lífs- ,gleði og þrótti. Heimili hennar bar vott um að þar bjó skörungur og dugnaðarforkur hinn mesti. Það var mál manna að heimili hennar væri ekki aðeins glæsilegt, heldur var gestrisnin þar einstök og framúr- skarandi. Undanfarin þrjátíu ár var Lóló ekkja. Valdimar G. Þorsteins- son tengdafaðir minn dó langt um aldur fram 64 ára um sama leyti árs og kona hans nú, um helgi verslunar- manna árið 1970. Kynni mín af þeim hjónum Lóló og Valda hófust þegar ég sté í vænginn. við Eyþóru dóttur "^eirra. Þau kynni voru öll hin bestu. Ég hafði áður séð Lóló bregða fyrir án þess að vita að þar færi verðandi tengdamóðir m$n. Þetta gerðist með- an ég var 16 eða 17 ára og var að snatta í fiskbúð frænda míns i Máva- hlíð 1. Þá var ég sendur út og suður með ýsu, sem þrædd var með stálvír gegnum auga, því umbúðir voru sparaðar í þá daga. Ég minnist þess að hafa komið á Miklubrautina til Lólóar. I minningunni er reisuleg og glæsileg kona í bládoppóttum kjól, fallega snyrt og greidd, enda sjálf starfandi sem hárgreiðsludama áður en hún giftist Valda. Oft dáðist ég að þessum glæsilegu hjónum, tengda- foreldrum mínum. Þau voru sam- ^rýnd, það leyndi sér ekki. Þau voru nákvæmlega eins og öll hjón ættu alltaf að vera. Kynni mín af heiðurs- manninum Valda vörðu í 12 ár. Þau kynni voru góð, en sá tími hefði mátt vera miklu, miklu lengri. Valdi hafði gaman af að fara á völlinn og fórum við marga ferðina til að horfa á fót- boltaleiki saman. Ein ferð stendur þó upp úr öllu öðru. Það var þegar við fórum með hópi til Glasgow til að horfa á Þórólf Beck með St. Mirren í bikarúrslitaleik gegn Glasgow Rang- ers. Þetta var frábær ferð og við Valdi nutum okkar. En alltaf var hugur Valda heima hjá Lóló sinni. Eitthvað fallegt varð að kaupa til að gleðja hana við heimkomuna. Og fyr- valinu varð forláta kápa sem Lóló kunni að meta og skartaði næstu ár- in.Það er margs að minnast úr sam- skiptum okkar Lólóar í næstum 42 ár sem liðin eru frá því að við Systa giftumst. Hún sagði oft við mig þeg- Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, 2' sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. 5. desember 1904, d. 10. mars 1949. Seinni maki Kristínar var Björn Þórðarson, f. 4. október 1894, d. 23. júní 1972; Gunnlaug- ur, f. 11. nóvember 1913, d. 31. júlí 1948; Ingvar, garðyrkju- bóndi, f. 2. maí 1920, d. 9. október 1980, maki hans var Helga Páls- dóttir, húsmóðir, f. 18. september 1936; Ámi, skipstjóri, f. 1. ágúst 1921, d. 29. nóvember 1998, maki hans var Heidi Ingvarsson, húsmóðir, fædd í Þýskalandi 2. október 1927. Ólöf giftist hinn 20. febrúar 1932 Valdimar G. Þorsteinssyni, bygg- ar hún var að dást að dugnaði og glæsileika dóttur sinnar: „Þú varst heppinn að ná í hana“! Og auðvitað voru það orð að sönnu, því betri eig- inkonu held ég að erfitt sé að finna á jarðarkringlunni okkar. Þökk sé þér, Lóló mín, fyrir að taka mér svona vel, það gerðuð þið Valdi. Þið tókuð vel á móti stráknum úr Skerjafirði sem var alinn upp á grásleppu og rauðmaga, sem þú sagðir alltaf að væri uppáhaldssjávarfangið þitt. Þú áttir í fari þínu svo mikla glaðværð og glettni og það kunni ég vel að meta. Og þú kunnir vel við samneyti við fólk, hafðir gaman af að spila á spil, og tefldir frá barnæsku við bræður þína og seinna við Valda. Þarna varstu liðtæk eins og í ýmsu öðru. Það var gott að hafa Lóló ná- lægt sér. Við fórum fjögur saman til London og níu úr fjölskyldunni til Lúxemborgar. Þriðja ferðin var dá- lítið sérstök, hana fórstu til Mallorka með vinkonu þinni. En þá þótti mér til hlýða að fara utan og verða þér samferða heim. Svo við Valdi Pétur flugum með Flugleiðum fram og til baka, geri aðrir betur. Þegar þú sást Valda á flugvellinum áttirðu ekki orð, svo hissa varstu. „Hvað, erum við komin til Keflavíkur?“ varð þér að orði. Skemmtileg minning, lýs- andi dæmi um hugulsemi þína, kem- ur í hugann og verður að komast á blað. A hverju ári, á gamlársdag, fékk ég afmælisgjöf frá þér sem mér þótti alveg sérstaklega vænt um. Þetta var búðingur með vanillu- bragði og sósu út á. Þetta var besti ábætisréttur sem ég fékk og þér fannst svo sjálfsagt að búa hann til og gleðja mig með. Ég hef ekki í ann- an tíma fengið betri búðing. En svona var Lóló, eins og góð tengda- móðir á að vera. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Lóló mín, fyrir allt gott á umliðnum árum. Ég vona að þú hittir Valda hinum megin, og að guð varðveiti þig. Magnús V. Pétursson. Hinn 7. ágúst stundvíslega á há- degi kvaddi amma mín, Olöf Ing- varsdóttir, þessa jarðvist. Þó að stundvísi væri ekki hennar sterka hlið var hádegið sá tími sem afi not- aði til þess að koma heim, nærast og safna kröftum fyrir áframhaldandi athafnasemi dagsins. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Klapparstíg 12, við gott atlæti með systkinum sínum, Stínu, Gulla og litlu strákunum Inga og Árna. Ömmu var það alltaf eftirminnilegt þegar Kristján X Danakonungur kom til íslands. Þá var viðbúnaður- inn þess háttar að þær heimasætur á Klapparstíg 12 fengu nýja sérsaum- aða kjóla til að klæðast þegar börn fóru að taka á móti hans hátign niður að Reykjavíkurhöfn. Sjálfsagt þurfti hárgreiðslan af því sama tilefni að vera til sóma og var hárið krullað með heitu járni. Þá þurfti að aðgæta að hitinn væri ekki of mikill en unga daman sýndi þess víst einhver merki. Aðspurð sagði hún: „Það á að svíða“! Það mátti sem sagt þola ýmislegt til að verða nægilega fín. Þessi fleygu orð voru oft notuð síðar þegar það átti að gera einhvem fman. ingameistara, f. 8. desember 1905, d. 30. júlí 1970. Foreldrar Valdi- mars voru Þorsteinn Ásbjörnsson, smiður frá Andrésfjósum á Skeið- um, f. 23. maí 1873, d. 13. ágúst 1940 og Jónasína Guðlaugsdóttir, húsfrú frá Hrunamannahreppi, f. 8. júlí 1880, d. 22. maí 1963. Dætur þeirra Ólafar og Valdimars eru: 1) Sigríður ritari, f. 25. september 1932, maki hennar var Þórarinn Ág. Flygenring, framreiðslumað- ur, f. 25. september 1932, d. 3. sept- ember 1985. Böm Sigríðar og Þór- arins eru Ólöf, f. 10. september 1955 og Valdimar Öm, f. 5. júlí 1959. 2) Eyþóra, íþróttakennari, f. 3. apríl 1936, maki hennar er Magnús V. Pétursson, verslunar- maður, f. 31. desember 1932. Böm þeirra em Kristín, f. 31. desember 1955, Jóhanna Björg, f. 12. ágúst 1959 og Valdimar Pétur, f. 20. júní 1964. Útför Ólafar Ingvarsdóttur fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sem ung stúlka hafði hún áhuga á að nema hárgreiðslu og var hún byrj- uð í því námi þegar draumaprinsinn kom til skjalanna. Hún giftist afa mínum, Valdimar G. Þorsteinssyni, upp á konungsbréf hinn 20. febrúar 1932. Skömmu síðar fluttust þau í sitt eigið húsnæði á Barónsstíg 41, fjölbýlishús sem afi byggði. Var það heimili fjölskyldunnar næstu árin eða þar til þau fluttust austar í Reykjavík að Miklubraut 54, sem varð endanlegt heimili þeirra auk þess sem kjallarinn var verkstæði afa. Amma hafði gaman af rifja upp einn af íyrstu hádegisverðum þeirra hjónakorna. Hún hafði mælt vatn og salt í pott eftir tilsettum uppskriftum af matreiðslunámskeiði. Ýsan og kartöflurnar voru hrá á borðinu þeg- ar húsbóndinn kom svangur heim úr vinnunni. Sá hann þá konu sína með tárvot augun, eyðilagða manneskju yfir því að kunna ekki að kveikja upp í kolaeldavélinni. Sumarbústaður $ Sæbólslandi í Kópavogi var afdrep fjölskyldunnar á sumrin, á árunum fyrir stríð og fór amma þá með dæturnar jafnvel í strætisvagni í bústaðinn og naut fjöl- skyldan þar sveitasælunnar við sjó- inn. Heimilið var samt þeirra griða- staður og spiluðu þau vel saman og lifðu í óvenju hamingjusömu hjóna- bandi. Hún snyrtileg, vandvirk, hagsýn og afbragðshúsmóðir sem var bæði smekkleg og fagurkeri fram í fingurgóma. Hann var lista- smiður, vinnusamur athafnamaður, hugvitssamur, forsjáll og gestrisinn. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og hafði því tilhneigingu til að gera sömu kröfur til annarra. Eðli- lega átti hann því erfitt með að líða liðleskjur til starfa og ef honum mis- bauð framkvæmdaleysi annarra átti hann það til að bregðast hastur við og kalla slíkt ómanneskjuhátt þótt öllu jafnan væri hann drengur góður. Amma og afi voru glæsilegt par. Hann óvenju hávaxinn, karlmann- legur og fríður sýnum. Á sínum yngri árum fékk hann viðurnefnið Valdi sterki. Hún var smávaxin, lag- leg og afar kvenleg. Hún taldi reynd- ar sig sjálfa vera nokkuð hávaxna en þá var hún að miða við frænkur sínar frá Isafirði (Sigrúnu Magnúsdóttur söngkonu og Áróru Halldórsdóttur leikkonu) en sannleikurinn var sá að þær voru rétt rúmlega málbandið á hæð. Bæði höfðu ánægju af góðra vina fundum og spilamennsku. Einnig naut amma spilapartýjanna með góðum vinkonum eftir að afa naut ekki lengur við. Á sínum yngri árum tefldi hún jafnvel skák. Amma vann ýmsa fagra muni í höndunum og ekki síst alla þá fallegu lampaskerma sem hún hannaði og saumaði handa sér og sínum. Hún hugsaði vel um heimilið sitt og við morgunverkin átti hún það til að taka lagið og söng með sinni háu, björtu rödd. Um tíma leigði hjá þeim hjónum tónskáldið Karl O. Runólfs- son. Rödd hennar og tónlistargáfur vöktu athygli hans með þeim hætti að hann hvatti hana óspart, en með litlum árangri, til að fara í söngnám. En á þessum tíma tíðkaðist það ekki að húsmæður væru í námi. Þegar stelpurnar hennar, Didda og Systa, voru litlar fór hún oft upp- ábúin að spóka sig í bænum áður en að kvöldverði kom og hafði gaman að því að eiga stundir fyrir sig. Hún unni borginni sinni, gamla miðbæn- um og Austurstræti, rétt eins og skáldið okkar góða, Tómas Guð- mundsson. Oft mæltu þær systur, amma og Stína, sér mót á Lækjar- torgi þegar þær voru orðnar einar og var þá stefnan oftar en ekki tekin í Skálann í kaffi og tertu. Síðan komum við barnabörnin til sögunnar og dvöldum endrum og eins í skemmri eða lengri tíma hjá ömmu og afa á Mikló. Stundum voru ærslin ef til vill orðin meiri en æski- legt var talið eða við krakkarnir að fikta í stofudjásninu og þá voru það þrjú lítið orð „Pass pa“! og „Soo“! sem hún notaði hátt og hvellt til þess að ávíta okkur. Þessar skelfilegu ávítur voru svo aðeins þrjú lítil dönsk orð sem urðu í tímans rás eða með tilkomu langömmubarnanna nánast ljúf og alls ekki svo ógnvænleg. Ef til vill voru það bara við sem höfðum stækkað og elst. Amma hafði gaman af góðum sel- skap og naut þess að bregða sér út fyrir fjörugrjótið eftir að hún varð ein. Uppgötvaði hún í einni Spánar- ferðinni að millinafnið hennar, Rósalía, hljómaði ljóðrænt og leynd- ardómsfullt úr munni innfæddra en sömu sögu var ekki að segja um Ólaf- ar-nafnið. Á síðustu árum fór hún sér til dægrastyttingar í Múlabæ en á und- angengnu ári hafði hún ítrekað þurft að dvelja á sjúkrahúsum og nú síðast á Landakoti þar sem hún lét vel af aðhlynningu og umönnun sem hún naut þar. Að lokum má ekki gleyma samverustundunum sem hún átti með dætrunum, Sigríði og Eyþóru, sem ávallt reyndu eftir bestu getu og aðstæðum að veita henni félagsskap, athygli og ástúð. Á afmælisdegi Reykjavíkur fylgjum við henni síð- asta spölinn. Með þessum ljóðlínum vil ég kveðja ömmu mína. Að eilífðarströnd umvafin elsku, fijálsertfarin ferðina löngu. I englaveröld andinn lúinn, í fóðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann ogtryggðaþelið, í mörgum mætum minningum er lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Blessuð sé minning elskulegrar ömmu minnar, Ólafar Rósalíu Ing- varsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Nú er amma komin til afa og henni er farið að líða vel aftur, en hún átti við veikindi að stríða síðustu mánuði sem leiddu hana veginn langa. Hún var orðin þreytt á sjúkrahúslégunni og langaði heim, og nú er hún komin þar sem henni líður vel. Þegar maður hugsar til baka um allar stundirnar sem við áttum saman er margs að minnast. Um nokkra mánaða skeið þegar ég var sex ára bjuggum við hjá ömmu, meðan verið var að klára hús- ið okkar í Breiðholtinu og vorum við þá mikið saman og sagði hún þá margar sögur sem ég man ennþá og í minningunni var eins og hún hefði sagt mér þær í gær. Ennþá hljómar morgunsöngurinn hennar í huga mér, en hún var alltaf fyrst á fætur og hafði til morgunmatinn fyrir okk- ur og söng þá „þegar sólin skín úr austurátt...“ og fannst öllum þetta ómissandi í morgunsárið. Á jólunum hittist öll fjölskyldan alltaf hjá ömmu sem reiddi fram jólasteikina af sinni einstöku list, enda var hún húsmóðir fram í fingurgóma. Á námsárum mínum í Háskólan- um bjó ég oft hjá henni, og var þá alltaf spjallað langt fram á nætur með kaffibolla og sykurmola og alltaf átti hún sælgætismola sem hún hafði mikið yndi af að bjóða og maður varð að þiggja einn, bara fyrir hana. Þeg- ar við sátum og spjölluðum saman sá ÓLÖF - INGVARSDÓTTIR maður hvað hún hafði upplifað margt, og var alltaf gaman að hlusta á hana tala um gömlu tímana, og ef- laust hafa margar sögurnar verið ósagðar við fráfall hennar. Lífið hefði verið annað án þinna kynna, elsku amma mín, megir þú hvíla í friði. Valdimar Pétur. Elsku amma. Að vera alinn upp í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld, eins og það heitir víst, var stundum ekki auðvelt fyiir strák eins og mig og ekki veitti af að eiga góða að sem þið afi vissulega voruð. Amma og afi á Miklubraut áttu og eiga mjúkan, hlýjan stað í mínu hjarta. Þegar ég frétti það hingað í fjarlægt landt að þú værir dáin eftir erfið veikindi, átti það kannski ekki að koma mér á óvart, en samt, síðan þá hef ég fundið fyrir þessu sára tómi sem ekkert nema einmitt þetta getur skilið svo óíyllanlegt eftir. Börnin mín grétu sárt við fréttina því fyrir þeim varst þú merkileg langamma. Þóttust þau jafnvel sjá þig á flugi yfir Miðjarðar- hafinu þegar við skömmu seinna flugum frá Sardiníu til Rómar og mér, sem þekkti þig kannski betur en þau, kæmi það alis ekki á óvart ef satt væri, því þú varst á margan hátt mjög sérstök kona. Klæddist kónga- blárri hanskaskinnskápu, með flotta hatta, í glæsilegum Dior drögtum og notaðir sömu tegund af varalit og konan mín. Örugglega alflottasta ömmuskvísan í bænum og þetta segi ég og meina og hef vit á kvenfólki, enda brjálaðist víst öll gamalmenna- karlflóran í félagi eldri borgara þeg- ar þú lékst einu sinni vafasamt tál- kvendi í leikriti hjá þeim. En ekki bara það, þú varst nefnilega ekkert vitlaus og alveg stórskemmtileg enda sátum við oft saman löngum stundum í stofunni þinni glæsilegu á Miklubraut og þú rifjaðir upp ýmis- legt sem ég efast um að margir núlif- andi Islendingar muni eftir eins og t.d. leiksýninguna „Vér morðingjar" frá 1927 þar sem Guðmundur Kamb- an lék aðalhlutverkið, þótt þú mynd- ir ekkert sérstaklega eftir honum. En svona varstu, gast setið þarna í Chesterfieldstólnum í stofunni ýt- andi að manni Macintosh konfektinu endalausa, kannski með fjólubláan silkitúrban á höfðinu og Chanel á vörunum, allt gullið á fingrunum og upp eftir handleggjunum með buil- andi vit á leiklist og óendanlega langminnug á bæjarlífið í Reykjavík í gegnum alla síðustu öld og inn á milli komu spákonulega djúpvitrar athugasemdir um manneskjuheim- inn blandaðar þinni lævísu kímni. Fyrir allt þetta langar mig að þakka. Fyrir jólin ógleymanlegu á Mikló með stórfjölskyldunni, fyrir silfur- súpuskeiðarnar sem manni fannst á stærð við Þingvallavatn, jafnvel Ingmar Bergman gæti ekki toppað það. Fyrir mjúka mjúka sófann sem égfékk stundum að sofa í, fyrir söng- inn á morgnana: Ur augura stírur strjúkið fljótt og stökkvið nú á fætur skjótt, því dagur skín í austurátt og úti syngur lóan dátt: Góðan daginn, góðan daginn, góðan daginn, góðan daginn. (Guðm. Guðm.) Fyrir að kenna mér að borða te- kex með osti og marmelaði eða epli (og prófið nú), fyrir að hugsa vel um hann afa og lokka hann stundum upp til okkar af verkstæðinu í kjallaran- um með kaffiilminum einum saman (eða það hélt ég). Fyrir að knúsa svo börnin mín seinna ofan í hjónarúmið ykkar. Fyrir að vera mér fyrirmynd, því þegar ég hef fengið skringileg til- boð frá kannski enn skrítnara fólki, hef ég bara hugsað „hvað fyndist henni ömmu minni“ og þá hef ég ekki átt í neinum vandræðum með hvað gera skyldi. Fyrir að hafa alltaf stað- ið í dyrunum og kvatt okkur þangað til við vorum komin úr augsýn. Fyrir hana mömmu mína og fyrir að hafa kennt henni að baka pönnukökur. Fyrir að hafa sagt „shooo“ þegar nóg var komið. Fyrir ástina, fyrir minn- ingarnar, fyrir öldina sem leið. Elsku amma mín, sofðu vært. Þú, kona ald- arinnar, lifir að eilífu í mér og mín- um. Valdimar Flygenring og fjölskylda, Róm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.