Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 43 ,
SKOÐUN
MINNINGAR
antekning hér á landi. Mér hefur
einnig virst að það tíðkist ekki að
menn undirbúi sig áður en þeir
koma fram í fjölmiðlum til að tjá
sig um aðskiljanlegustu efni. Oftar
en einu sinni hefur mig til dæmis
grunað að fólk sem fengið var til að
tjá sig um bækur í sjónvarpi hafi
alls ekki verið búið að lesa bókina
sem það var að tala um.
Ovandvirkni er þjóðarósómi
Þessi landlæga óvandvirkni er að
mínu áliti þjóðarósómi og hún kem-
ur ótrúlega víða fram. Mér finnst
hún koma berlega í ljós í allri um-
fjöllun um mál sem ég hef eytt
miklum tíma í að rannsaka og mér
finnst hún einnig koma fram í
ófremdarástandi skjala- og heim-
ildavörslu, að minnsta kosti hvað
samtímaheimildir varðar. Því er
þetta rifrildi um fjárhagsleg tengsl
íslenskra sósíalista og Sovétmanna
eins konar sjúkdómseinkenni. Það
er hægt að fjasa mikið um þetta
efni, nota það til upphlaupa, ásak-
ana og gervi-afhjúpana. Nær væri
að setjast niður og velta fyrir sér
spurningunum sem raunverulega
skipta máli:
Hvernig stendur á því að for-
maður Sósíalistaflokksins hafði
miklu betri og nánari tengsl við
ráðamenn stórveldisins í austri
heldur en andstæðingar hans í póli-
tík virðast hafa haft við sína banda-
menn erlendis? Hvað græddu sós-
íalistar pólitískt á
Moskvutengslunum? Hverju töp-
uðu þeir? Hvers konar afl voru sós-
íalistar í íslenskri pólitík? Hver er
arfleifð sósíalismans á Islandi?
Hver er þáttur Alþjóðasambands
kommúnista í uppbyggingu og gerð
vinstrihreyfingarinnar hér á landi?
Þannig má lengi áfram telja. Hvers
vegna skrifar fólk ekki greinar í
blöðin um þessar spurningar frekar
en að einblína á aukaatriði?
Höfundur er forstöðumaður Hugvís-
indastofnunar Háskóla Islands.
haft Rússagull. Áki sagði mér einn-
ig að hann væri að skrifa formála
fyrir útgáfu á hinni frægu ræðu
Krúsjeffs þar sem hann fletti ofan
af stjórnarháttum Stalíns. Áki
Íleyndi því ekkert að það væri Mót-
virðissjóður Marshall-hjáparinnar
sem legði fram peningana fyrir út-
gáfunni. Gömlu róttæklingarnir
voru heiðvirðir hugsjónamenn sem
skilja eftir sig djúp spor til hins
betra á öllum sviðum íslensks þjóð-
lífs. Þetta er auðvelt að sanna. En
þeir höfðu rangt fyrir sér með Stal-
ín og Sovétríkin og fyrir það skulu
þeir svertir í gröfinni. Það hefur
aldrei þótt góður siður á íslandi að
Íleggjast á náinn en ýmsir sálufélag-
ar Arna Snævarr stunda samt þá
iðju og telja það hrósvert.
Ég hef nefnt bók Jóns Ólafsson-
ar, Kæru félagar, í þessum pistli.
Mér finnst þetta góð bók, þó með
þeim galla að sums staðar gætir
nokkurs tvískinnungs í niður-
stöðum frásagnar. Eg nefni tii
stuðnings þessu áliti mínu t.d.
bls.ll (í formála) þar sem er sett
I fram bein fullyrðing og vísað til
Ifréttar Árna Snævarr á Stöð 2 í lok
októbermánaðar 1999. En á bls. 195
er líka vitnað til þessarar sömu
fréttar Árna en sagt: „Nú liggja
ekki fyrir aðrar heimildir fyrir um
þessar úthlutanir en tölur á blaði - -
-“ Og Jón setur fram þá tilgátu,
sem hann segist þó ekki geta sann-
að, að Mál og menning hafi fengið
þessa peninga. En Árni sagði hik-
laust að Sósíalistaflokkurinn hefði
í fengið þá.
IEg hygg að Jón Ólafsson geti
verið mér sammála um það að það
sé ekki hægt að sanna að tilgreind-
ar greiðslur hafi verið inntar af
hendi, vegna þess að það er alltaf
hægt að draga í efa dókumentasjón
sem kemur frá annarri hliðinni.
Ótvíræðar sannanir fást ekki fyrr
en við getum fylgt greiðslunni frá
einum aðila til annars. Þetta skilja
Árni Snævarr og sálufélagar ekki
þótt þeir séu sagnfræðingar.
Höfundur er líhuganiaður
um sagnfræði.
+ Haukur Bald-
vinsson fæddist á
Akureyri 24. febrúar
1914. Hann lést 25.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Svava Jónsdóttir og
Baldvin Jónsson.
Hann var eiim sex
barnaþeirra hjóna.
Árið 1938 kvæntist
hann Vilmu Magnús-
dóttur frá ísafirði, f.
28. mars 1910. Hún
lést 18. nóvember
1977.
Börn Hauks og
Vilmu eru: 1) Svavar, búsettur í
Gautaborg og á hann tvö börn. 2)
Örn, búsettur á Hvolsvelli, kvænt-
ur Sigríði Þorsteinsdóttur og eiga
þau tvær dætur. 3) Edda, sem lést
í bflslysi í Bandaríkjunum árið
1991. Hún átti tvær dætur. 4)
Hrafn, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Sólveigu Þorleifsdóttur.
Elsku pabbi minn! Mig langar að
kveðja þig með örfáum orðum og
þakklæti fyrir allt og allt. Minning-
arnar eru óteljandi eins og sand-
korn og læt ég þær vera hér.
Ég veit að þú ert kominn á betri
stað þar sem mamma og Edda
systir hafa tekið þér opnum örm-
um.
Pabbi minn - hvíl þú í friði.
Þín dóttir,
Svava.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast vinar míns, Hauks Bald-
Hann á þrjú börn af
fyrra hjónabandi. 5)
Svava, búsett á
Hvolsvelli og á hún
eina dóttur.
Barnabörn Hauks
eru tíu talsins og
barnabarnabörnin
níu.
Haukur lærði
garðyrkju- og gróð-
urhúsarækt og hélt
til til framhaldsnáms
á Jótlandi í Dan-
mörku. Að loknu
námu hóf hann
vinnu í garðyrkju-
stöðinni að Reykjum í Mosfells-
sveit, en árið 1939 flutti hann til
Hveragerðis og rak gróðrarstöð-
ina Lindarbrekku frá 1941 til árs-
ins 1981. Þá seldi hann stöðina og
fluttist á Hvolsvöll, þar sem hann
bjó til dauðadags.
Útför Hauks fór fram frá Kot-
strandarkirkju 1. ágúst.
vinssonar, sem ég kynntist
skömmu eftir að hann fluttist á
Hvolsvöll er við Golffélagar RLR
tókum upp árlega keppni í golfi við
félaga Golfklúbbs Hellu. Frá þeim
tíma tókst með okkur óvenju góð
vinátta, þótt við hittumst því miður
sjaldnar hin síðari ár.
Þegar samstarf okkar hófst við
þá GHR-golfara var gamli golfvöll-
urinn, sem margir muna eftir, í
kringum bæinn að Strönd.
í þá daga var Hermann Magnús-
son formaður klúbbsins og upp-
byggingarstarfið þar að hefjast.
Mér er í fersku minni þegar Her-
mann var að segja mér frá hug-
myndum sínum um 18 holu golf-
völl. Ég hélt að hann væri ekki með
öllum mjalla og hafði enga trú á
þetta tækist.
Þeir félagarnir í GHR undir for-
ystu Hermanns héldu ótrauðir ætl-
unarverki sínu og 18 holu golfvöll-
ur að Strönd varð að veruleika.
Ég held að allir séu sammála um
að Hermann Magnússon, þá sím-
stöðvarstjóri á Hvolsvelli, hafi ver-
ið sterki maðurinn í allri uppbygg-
ingu á Strönd á árunum eftir 1980.
Gerð vallarins tókst það vel, að
stjórn GSI ákvað að Landsmótið í
golfi í meistara og 1. flokkum karla
og kvenna yrði haldið þar árið
1991. Það var stór stund hjá þess-
um litla golfklúbbi, þegar Her-
mann setti mótið og sló fyrsta
höggið. Mér var sagt að útlending-
ar sem voru að leika golf á Strand-
arvelli hafi undrast að klúbbur sem
teldi aðeins 30-40 félaga ætti slíkan
völl og spurt hvernig þetta væri
hægt. Sá sem varð fyrir svörum
sagði einfaldlega: „Ég veit það
ekki, en það er hægt.“
Það var samhentur hópur sem
stóð að baki Hermanns við upp-
bygginguna. Þeirra á meðal var
Haukur Baldvinsson.
Hann hafði kynnst golfinu í
Hveragerði og ásamt nokkrum fé-
lögum sínum stofnaði hann golf-
klúbb þar árið 1952 og þeir gerðu
völl í landi Fagrahvamms. Þetta
mun hafa verið þriðji golfvöllurinn
sem stofnaður var á landinu. Golf-
klúbburinn starfaði aðeins í sex ár.
Þá lagði Haukur kylfurnar á „hill-
una“ eins og sagt er á máli íþrótta-
manna.
Þegar hann, 67 ára gamall, seldi
gróðrarstöðina í Hveragerði og
fluttist á Hvolsvöll fór að leika golf
á ný, auk þess sem hann tók mik-
inn þátt í uppbyggingu vallarins.
Verk Hauks á Strandarvelli
HAUKUR
BALDVINSSON
+ Mohamed Jósef
Daghlas fæddist í
Jórdaníu 20. ágúst
1971. Hann lést af
slysföruin 7. ágúst
síðastliðinn. Hann
var þriðji í röðinni af
níu systkinum, þar af
sex bræður og þijár
systur. Foreldrar
hans voru frá Palest-
ínu og flúðu þau
stríðið árið 1967 frá
Nablus. Faðir Moha-
meds lést árið 1988.
Mohamed kom til
Islands seinni hluta
árs 1989, aðeins 18 ára að aldri.
Mohamed var búinn að ljúka
menntaskólanámi í Jórdaníu og
kom hann til Islands til að mennta
sig enn frekar. Tveir eldri bræður
Elsku Mohamed. Þú bjóst yfir
svo mikilli fegurð og ást, þú varst
alveg einstakur, þú varst alltaf svo
glaður hvert sem þú komst, ætíð
varstu brosandi, þú geislaðir.
Kurteisi og hjálpsemi einkenndu
þig-
Við vorum svo lánsöm að fá að
kynnast þér fjótlega eftir að þú
komst hingað til lands, og eru allar
stundirnar sem við öll áttum sam-
an óteljandi og ógleymanlegar. Þú
varst okkur alltaf eins og bróðir.
Þú varst alveg einstaklega barn-
góður, börnin munu sakna þín sárt,
þau munu sakna daganna sem þú
tókst þau með í Bláa lónið, í veiði-
ferðir, keilu og hvaðeina. Öll börn
elskuðu þig og dáðu. Alltaf varstu
tilbúinn að gefa þér tíma til að
leika við þau, þó að þú værir að-
eins að koma í stutta heimsókn.
Það er erfitt að trúa og sætta sig
við að þú skulir vera farinn frá
okkur, til nýrra heima, yfir móð-
una miklu, sem við öll væntum en
erum þó aldrei tilbúin þegar að því
kemur. Fegurð hjarta þíns var
fólgin í fallegum hugsunum og já-
kvæðu viðhorfi á lífið, og mun það
hans voru þá búsett-
ir hér á landi, Samir
og Semi. Mohamed
ákvað að leggja
flugnám fyrir sig og
lærði hann að fjúga
hér á landi og einnig
í Ameríku. Flugið
átti hug hans allan.
Hann lagði hart að
sér til að fjármagna
námið og kom hann
víða við, má þar
nefna bygginga-
vinnu, pitsugerð og
kenndi hann einnig
flug hjá Flugmennt.
Mohamed kenndi líka arabísku
fyrir yngri kynslóðina hjá Náms-
flokkunum í Reykjavík.
títför Mohameds fór fram frá
Fossvogskapellu 12. ágúst.
hjálpa okkur að lifa áfram. Gleði
þín var eins og vorið, svo hlý að
hún lét blómin springa út í höndum
okkar.
Elsku vinur, við munum minnast
þín um alla eilífð, við munum
sakna þín sárt. Minning þín mun
vera geymd í hjörtum okkar allra.
Elsku Mohamed, við vitum
aldrei hver fer næstur, vegir guðs
eru órannsakanlegir. Allah maak,
Guð veri með þér.
Abraham, Diana og börn,
Hilda, Magnús og Emilía,
Sigurlaug, Kristinn og
Sara, Jamil, Bára og synir.
Kæri Mohamed. Mig langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Það var snemma árs 1994, að ég
lét gamlan draum rætast og lét
verða af því að byrja að læra til
einkaflugmanns. Við vorum nokkr-
ir öldungar yfir þrítugu í leit að
áhugamáli ásamt fríðum hópi ungs
fólks, sem stefndu á að gera flug-
mannsstarfið að ævistarfi. Flug-
mannsnámið er strangur skóli frá
byrjun, en ég var svo lánsamur að
lenda í skemmtilegum og góðum
hópi hjá afbragðs kennurum flug-
skólans Flugmennt^ sem starfaði á
vegum Leiguflugs ísleifs Ottesen.
Þarna kynntist ég þér, brosmildum
heiðursdreng, sem sannarlega lýst-
ir upp umhverfi þitt. Þú hélst þínu
striki og fórst í atvinnumennskuna
sem þú lagðir stund á bæði hér og
í Bandaríkjunum. Það kom mér
ekki á óvart, að þú að námi loknu
hæfir störf sem flugkennari hjá
Flugskóla íslands og flugstjóri hjá
Leiguflugi ísleifs Ottesen. í þessi
ábyrgðarstörf eru aðeins þeir
bestu ráðnir. Aðstæður í innan-
landsflugi á íslandi eru oft mjög
erfiðar og ekki erfitt að skilja að
íslenskir flugmenn séu jafn eftir-
sóttir um heim allan og raun ber
vitni. En örlög okkar mannanna
eru óútskýi-anleg. í hörmulegu
flugslysi, mánudaginn 7. ágúst sl.
lauk þessari jarðvist þinni skyndi-
lega.
Aðstandendum ungmennanna
þriggja sem fórust ásamt þér,
votta ég samúð mína og piltanna
tveggja sem komust lífs af vegna
skjótra viðbragða hjálparsveita og
björgunarmanna, bið ég guð okkar
allra að gæta. Ég þakka þér alla
aðstoðina sem þú veittir mér ávallt
með glöðu geði, þegar ég leitaði
eftir aðstoð í viðhaldi einkaflug-
mannsréttinda minna til þeirra
flugi’ekstrar feðga, ísleifs og Frið-
riks. Ég votta þeim og öðru sam-
starfsfólki samúð vegna þessa
hörmulega slyss. Mannkostir þínir
og allt framferði gagnvart sam-
ferðamönnum í jarðvist þinni eru
sannarlega meðmæli um fjölskyldu
þína og þjóð. Megi góður guð
styrkja móður þína, systkini og
vini í sorginni yfir þeirra mikla
missi. Þú hafðir þann hæfileika að
gera þá sem þér kynntust ríkari
með allri þinni ljúfmannlegu fram-
komu og hátterni. Þakka þér,
Mohamed, og góða ferð þangað
sem þín er þarfnast.
Jónatan Karlsson.
Elsku Mohamed okkar.
Snöglega varstu tekinn frá okk-
ur í þessu hræðilega flugslysi.
Það er erfitt að sætta sig við að
fá ekki að sjá þitt fallega bros og
MOHAMED JOSEF
DAGHLAS
munu lengi standa og minna á
hann um mörg ókomin ár, því hann
gróðursetti a.m.k. 10 þúsund plönt-
ur á vellinum. Mest er þetta Al-
askavíðir, eftir því sem hann sagði v*.
mér á sínum tíma, auk nokkurra
annarra tegunda sem hann var að
prufa sig áfram með. Þeir sem
leika á Strandarvelli taka t.d. eftir
því hvað kominn er skemmtilegur
skógarlundur við 3. teig. Trén hans
Hauks eiga ekki hvað minnstan
þátt í því að gera Strandarvöll að
þeirri golfparadís sem hann er í
dag.
Haukur var virkur keppandi í
golfi allt fram á síðasta ár og lék
golf daglega yfir sumarið um ára-
bil. Það voru ekki ófá mótin, þar
sem við vorum saman í „holli“ og
gekk á ýmsu. Oftar en ekki varð ég
að lúta í lægra haldi. Þessi ljúfi og
hægláti maður, var undir niðri
mikill keppnismaður og lét ekki
hlut sinn fyrr en í fulla hnefana.
Auk þess að gera liðtækur golf-
ari var hann góður bridsspilari og
harður keppnismaður á þeim vett-
vangi. Þá má geta þess að Haukur
var góður knattspyrnumaður á
yngri árum og lék mikið þegar
hann var við nám í Danmörku.
Haukur var gerður að heiðursfé-
laga í GHR fyrir störf í þágu
klúbbsins.
Það eru margir eldri kylfingar
sem sakna Hauks og við golffélag-
ar RLR kveðjum góðan vin og'
sendum börnum hans og öðrum
ættingjum samúðarkveðjur.
Ég þakka honum skemmtilegu
stundirnar sem við áttum á Strand-
arvelli í keppni og leik. Ég hef það
fyrir satt, að þar sem hann er nú
séu góðir golfvellir. Ég trúi ekki
öðru en að hann verði búinn að
panta rástíma og setja okkur sam-
an í holl, þegar að því kemur að ég
mæti á svæðið.
Helgi Daníelsson.
góðmennskuna sem alltaf skein af
þér.
Þú varst perla sem allir elskuðu.
Prúður og kurteis varstu alltaf við
alla.
Þegar þú komst í heimsókn til
okkar upp í sumarbústað í maí, þá
komstu með Alexöndru bróður-
dóttur þína, og ekki var að sökum
að spyrja, þú varst kominn í heita
pottinn með alla krakkana hjá þér
og skemmtið þið ykkur konung-
lega. Og svo var Sara litla þarna
líka sem var þá bara sex vikna
gömul. Þú spurðir hvort þú mættir
halda á Söru og gefa henni að
drekka sem var ekkert annað en
sjálfsagt og var auðvitað tekin
mynd af þér og Söru. Þetta er svo
lýsandi dæmi um þig.
Elsku vinur við viljum þakka þér
fyrir allar þær stundir sem við átt-
um saman með þér, hvort sem það
var í matarboði, kaffiboði, veislum,
sumarbústað, útilegu eða bara
heima í kaffisopa.
Þín verður sárt saknað og minn-
ingin þín mun lifa í huga okkar all-
ra.
Þínir vinir,
Salmann, Ingibjörg, Rakel,
Nazíma og Sara Ósk.
Elsku Mohamed minn. Ég vil
þakka þér allar þær stundir sem ■
við áttum saman. Ég man þegar þú
hringdir í mig og bauðst mér í út-
sýnisflug til Vestmannaeyja og
fékk ég að sitja við hliðina á þér í
flugvélinni. Ég mun aldrei gleyma
þessari æðislegu flugferð.
Alltaf þegar þú komst til
mömmu og pabba, gastu gefið þér
tíma til að tala við mig um flugvél-
ar því það er mitt uppáhald. Svo
þegar ég, þú og pabbi fórum til
Þýskalands í flugvél sem heitir
Boeing 757 þá spurði ég þig hvort
mögulegt væri að skoða flugstjórn-
arklefann, þá þekktir þú flugstjór- '
ann og leyfði hann okkur að skoða
klefann og það var æðislegt og
fékk ég að taka nokkra myndir.
Ég mun sakna þín sárt og alltaf
minnast þín þegar ég heyri í flug-
vél.
Þinn vinur,
Yousef Ingi Tamimi.