Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 45. ! stopulli, en nálægð þeirra Ragnars og Möggu var alltaf söm í lífí mínu. Þau voru sjálfsagðir og ómissandi þátttakendur í öllum stórviðburðum, fögnuðu með okkur fæðingum barn- anna og fylgdust með þroska þeirra. Skím, fermingar og brúðkaup hefðu verið óhugsandi án þeirra þátttöku og sjaldan vantaði þau í afmælisboð. En það var ekki aðeins á hátíðar- stundum sem þau tóku þátt í lífí okk- ar, þau vom alltaf til staðar og smástund á heimili þeirra gaf ró og frið í sálina. Um langt árabil var eins og þau Magga og Ragnar væm óumbreyt- anleg, hefðu í raun engan aldur. Fram að níræðu keyrði Ragnar bíl- inn og þau fóm í laugamar á hverj- um degi. En um síðir náði ellin þó tökum á Ragnari og undanfama mánuði hrakaði honum ört. Núna í júnílok kom hann samt til að sam- fagna pabba á áttræðisafmælinu og ljómaði af ánægju yfír að hitta vini og ættingja þótt hann ætti orðið erf- itt með að tjá sig. Ragnar kenndi mér þrennt: Sund- tökin, mannganginn og að aka bíl. Enginn annar en hann hefði getað gert mig að ökumanni - en með sinni óendanlegu þolinmæði og rósemi tókst honum að hjálpa mér að kom- ast yfír hræðsluna við að stjóma bílnum. Á seinni ámm hef ég líka skilið betur og betur að það var miklu fleira en þetta þrennt sem ég lærði af Ragnari og þeim Möggu báðum - með lífi sínu og framkomu hafa þau miðlað ákveðnum gildum til allra sem umgengust þau: Réttsýni, trúmennsku, manngæsku, þolgæði, gestrisni, frændrækni. Dætur þeirra, Kolla og Gúkka, hafa líka fengið þessa kosti í vöggugjöf, það er alltaf jafn gott að sækja þær heim og leita til þeirra í bh'ðu og stríðu. Það er sárt að kveðja þann sem alltaf hefur verið til og aUtaf hefur skipt máli í lífi manns. En Ragnar heldur áfram að vera til í hugum okkar allra sem þekktum hann, í góðum og hlýjum minningum og vonandi líka í því hvernig við hugsum og breytum. Þegar ég var bam og lærði hugtakið „að vera drengur góð- ur“ varð mér ósjálfrátt hugsað til Ragnars frænda míns. Þannig er það enn - Ragnar er ímynd drengskapar í huga mínum. Við Bjössi og börnin okkar send- um innilegar samúðarkveðjur til Möggu og til systranna og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð sé minning Ragnars Þorgrímssonar. Ragnheiður Gestsdóttir. Kveikt er ljós við ljós burtersortanssvið angarrósviðrós opnasthiminshlið. Eg sest í dag inn í svala kirkju á sólarströnd. Kveiki á kerti. Hugur- inn er heima. Kveðjustund er runnin upp. Kær föðurbróðir kvaddur hinstu kveðju. Hann kvaddi þessa jarðvist á sama hátt og allt hans líf einkenndist af; hægt og hljótt. Hann var öðlingur hann Ragnar. Allra hag bar hann fyrir brjósti og fylgdist grannt með okkur öllum systkinabörnum sínum og vildi hvers manns vanda leysa. Fyrstur var hann til að samgleðjast og fagna, þegar svo bar undir. Minningarbrotin hrannast upp: Hlýtt handartak hans. Koss á kinn og alltaf fórstu örlítið betri mann- eskja af hans fundi. Jafnaðargeð hans. Sjaldan sást hann skipta skapi, en í þau fáu skipti, sem svo bar undir, var það yfir óþolinmæði og ungæðis- hætti okkar ungmennanna í fjöl- skyldunni, þegar undirbúningur ökuprófs stóð yfír. Þau eru fá frændsystkinin sem ekki nutu leiðsagnar hans og hans þætti í að koma okkur til manns. Aldrei var talað um greiðslur. Það var ekki hans háttur. En farsælir bflstjórar urðum við og það voru launin sem glöddu mest. Eg minnist okkar unglingsstúlkn- anna í hinum ýmsu veislum fjöl- skyldunnar, þar sem við stóðum í röðum og biðum eftir að Ragnar frændi byði okkur upp. Að dansa tangó með „dýfu“ við hann var ómissandi þáttur veisluhaldanna. Við svifum um gólfið í fangi hans eins og prinsessur og fundum um leið svolítið til okkar. Það var einhvem veginn þannig með hann Ragnar, að hann var aldrei ungur í okkar huga og aldrei gamall. Hann var bara hann Ragnar hennar Möggu, ein grein ættartrésins, sem við reiknuðum með að héldi alltaf. Nú er komið að leiðarlokum, í bili. Öll hans gæska, elskusemi og tryggð skal hér þökkuð og verður honum ör- ugglega goldin „sem auðlegð á vöxt- um í guðanna rfld“ (Einar Ben.). Fullviss þess, að við hittumst í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer, þegarhannhljóðnar. (J.J.) kveð ég þig frændi minn. Möggu minni, Kollu, Gúkku og öll- um ástvinunum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ásta. Ragnar Þorgrímsson er látinn. Upp í hugann koma endurminningar frá æskuárunum á Hofteignum. Eg sem þetta rita flutti þangað átta ára gömul 1947. Fljótlega kynntist ég jafnöldru minni Kolbrúnu Ragnars- dóttur og tókst með okkur mikil vin- átta, en Kolbrún er dóttir þeirra hjóna Margrétar Helgadóttur og Ragnars, sem þá bjuggu á Hofteigi 21. Nú þegar Ragnar er allur minnist ég þess hve mikil vinsemd mætti mér ávallt á þessu góða heimili. Ragnar átti alltaf bíl og marga ferðina ók hann okkur Kollu og ávallt með sinni rólegu vinsemd. Hann kenndi lengi fólki að aka bíl, þar á meðal mér og seinna bömunum mínum. Oft hef ég hugsað um það , þegar árin færast yfir, hvað það er mikils virði fyrir ungt fólk að hafa verið samferða um stund svona góðu fólki. Eftir að ég flutti í Kalmanstungu 1959 var það mér til mikillar gleði þegar Ragnar og Margrét komu í heimsókn og vora það ávallt fagnað- arfundir. Nú þegar Ragnar er fallinn frá viljum við Kalman votta Margréti og allri fjölskyldunni einlægar sam- úðarkveðjur með innilegu þakklæti fyrir liðin ár. Bryndís Jónsdóttir. Kveðja frá SVR Lát Ragnars Þorgrímssonar kom okkur fyrrverandi samstarfsfólki hans hjá SVR ekki á óvart. Hann hafði síðustu misseri orðið að láta hægt undan tímans ágangi, enda ár- in orðin mörg. Saga Ragnars Þorgrímssonar og Strætisvagna Reykjavíkur er samof- in. Á næsta ári eru 70 ár frá því fyrir- tækið hóf þjónustu sína. Margir starfsmenn eiga langa tryggð við fyrirtækið, en ekki er á neinn hallað þó sagt sé að þar fari Ragnar fyrir. Hann vann hjá SVR frá upphafi, var nærtækur í aðdraganda að stofnun þess og starfaði með fyrirtækinu í um 60 ár. Þá hafði hann veitt for- stöðu flestum deildum þess, þ.e. akstursdeild, tækni- og viðhaldsdeild og síðast sölu- og þjónustudeild. Ragnar hóf akstur strætisvagns á árdögum starfseminnar og valdist til forystu í akstursdeild. Síðar veitti hann viðhaldsdeild vagna og annars búnaðar forstöðu. Ragnar var öflug- ur maður, gæddur náðargáfu í mannlegum samskiptum, óvenju vinnusamur, hjálpsamur og góðvilj- aður. Allt gekk þó fyrir sig með ró- semi og jafnaðargeði og þeirri mann- legu hlýju sem hann átti sterka. Störfum sínum gegndi hann á þann hátt að eftir situr virðing og vænt- umþykja hjá þeim sem með honum unnu. Ragnar var í mörgu frumkvöð- ull nýrra vinnuferla og enn í dag býr starfsemin að þeirri skipan í inn- heimtu fargjalda, sem hann kom á og þykir athyglisverð vegna einfald- leika og afgreiðsluhraða. Hann vann lengur en strangar reglur um aldur kveða á um, en þeir sem með honum unnu leituðu leiða til að hafa hann með sér sem lengst. Líklega voru stjómunarstörf honum ekki keppik- efli, það einfaldlega varð þannig að með fordæmi sínu og viðhorfi til verka og skilningi á þjónustu varð hann hin sjálfsagða fyrirmynd. Og hann færðist ekki undan er til hans var leitað. Um langt skeið starfaði Margrét Helgadóttir, eiginkona Ragnars, hjá SVR, m.a. við hlið manns síns. Unun var að íylgjast með hve létt og sjálfsagt þeim var að veita upplýsingar og þjónustu þeim fjölmörgu farþegum sem til þeirra leituðu og þurftu leiðbeiningar um ferðir eða komu til að fá keypta farmiða. Á löngum starfsaldri hefur hann veitt mörgum samferðamanni sínum styrk og verið öðrum fyrirmynd í störfum sínum og framgöngu. Félagslíf starfsmanna naut góðs af framtaki hans og í áraraðir var hann þar frumkvöðull. Starfsmannafélag Strætisvagna Reykjavíkur valdi hann sem heiðursfélaga sinn og hann sótti árshátíðir og heimboð fyrirtæk- isins fyrir eldri starfsmenn til skamms tíma. Löngum og farsælum ferli er lokið. Margréti og fjölskyldu þeirra eru sendar hlýjar kveðjur. Nú þegar Ragnar kveður okkur aldrað- ur maður þá er eftir með samstarfs- fólkinu virðing og tilfínning fyiir því hve gefandi það var að fá að kynnast Ragnari Þorgrímssyni. Hjá okkur er eftir verðmæt minning, sem við eig- um meðan ferðin stendur. Hörður Gíslason. t Ástkær eiginmaður minn og bróðir, KRISTINN HAFSTEINN HELGASON, Stóragerði 14, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðrún Svava Samúelsdóttir, Sigurður Óskar Helgason. t Ástkær frænka okkar, ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrv. talsímakona frá Grund í Svínadal, Flókagötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 16. ágúst. Ásta Sigfúsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir. t Elskuleg móðirokkar, tengdamóðir, ammaog langamma, ANNA ÞORVALDSDÓTTIR, Guðrúnargötu 3, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 16. ágúst. Anna María Bragadóttir, Atli Bragason, Kristján Bragason, Bragi Bragason, Ingveldur Björk Bragadóttir, Viðar Bragi Þorsteinsson, Ólöf Leifsdóttir, Ásta Margrét Jóhannsdóttir, Guðmundur Jónsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést 6. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug í veikindum og við andlát Lilju. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar og deildar B-7, Landspítalanum Fossvogi. Stefán Carlsson, Rannveig Ásbjörnsdóttir, Jón Carlsson, Anna Jónsdóttir, Sigursveinn Tómasson, börn, barnabörn og barnabarnaböm. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BJÖRG ÞÓRORMSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, sem lést mánudaginn 14. ágúst, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugar- daginn 19. ágúst kl. 11.00. Magnús Guðmundsson, Guðmundur Ingi Magnússon, Dagbjörg Sigrún Sigurðardóttir, Hákon Magnússon, Stefán Þórormur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR NORBERT LARSEN, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 16. ágúst í Portúgal. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét Larsen, Kolbrún Sævarsdóttir, Steinunn Margrét Larsen, Jóhannes Arnar Larsen, Friðrik Rafn Larsen, Linda Rut Larsen, Páll Jóhannsson, Rannveig Skúla Guðjónsdóttir, Margrét Ása Þorsteinsdóttir, Eiður Ingi Sigurðarson, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, barnabarn og tengdasonur, SIGURBJÖRN FANNDAL ÞORVALDSSON, Karlagötu 1, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítalans, deild 11E. Ása Lára Þórisdóttir, Þorvaldur Skaftason, Hafdís Þorvaldsdóttir, Jónas Fanndal Þorvaldsson, Skafti Fanndal Jónasson, Sigurbjörn Sigurðsson, Guðríður Ásgrímsdóttir, Þórir Bjarnason, Erna Sigurbjörnsdóttir, Björgvin Bragason, Ragna Magnúsdóttir, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Margrét Árnadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.