Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Landverðir lögðu sig í lífshættu við björgunarstörf í Jökulsá á Fjöllum
Eiga hvort öðru
lífíð að launa
Landverðirnir Kárí Kristjánsson og Elísa-
bet S. Kristjánsdóttir komust í hann krapp-
an með austurríska ferðafólkinu sem beið
björgunar á þaki rútunnar sem festist í Jök-
ulsá á Fjöllum í fyrradag og sýndu þeim
ómældan stuðning.
„ÉG VAR orðinn kaldur og um það
bil að sigla minn sjó,“ segir Kári
Kristjánsson, en hann og Elísabet S.
Kristjánsdóttir reyndu að koma
ferðafólkinu til bjargar á litlum
gúmmíbát sem Kári var með í bíl sín-
um. Kári og Elísabet voru á fundi
með öðrum landvörðum þegar
óhappið varð og fóru þau strax á
slysstað eftir að hafa verið gert við-
vart af hjólreiðamönnum sem voru á
ferð á svæðinu. „Við sáum stax að
ástandið var mjög alvarlegt," segir
Kári. „Bílar sem lenda í staumhörð-
um jökulám verða sjaldnast kyrrir
Iengi, það grefur skjótt undan þeim
og frá þeim, og þess vegna ákváðum
við Elísabet að reyna að ná til fólks-
ins á gúmmíbátnum, sigla niður eftir
ánni að rútunni og koma þannig boð-
um til fólksins. Við töldum að verið
gæti að fólk héngi utan á rútunni og
vildum koma þeim í bátinn ef svo
væri ástatt," segir hann og bætir við:
„Við sigldum niður álana og kom-
umst að rútunni. Straumurinn var
mjög mikill og hann sogaði bátinn
undan okkur, hrifsaði hann framfyrir
homið á rútunni. í þann mund komst
Elísabet upp á þak rútunnar með
kaðal sem við tókum með í bátinn. Ég
náði taki á sólskyggni sem stóð út af
rútunni, en komst ekki upp. Elísabet
sýndi þá mikið snarræði og henti til
mín kaðlinum," segir Kári sem barð-
ist í tíu mínútur við að komast upp á
þakið, kaldur, blautur og þreyttur.
„Ég náði svo kaðlinum utan um mig
og Elísabetu, af miklu harðfylgi, dró
mig upp úr fljótinu með hjálp ferða-
mannanna og bjargaði lífi mínu,“
segir Kári, en hann var að vonum
uppgefinn eftir stríðið við Jöklu.
Spennufall þegar
Kári var hólpinn
Elísabet segir það hafa verið ólýs-
anlega tilfinningu þegar Kári var
hliðina á mér spurði
mig hvort mér þætti
hann ekki duglegur,
þar sem hann sat
fremst á rútunni,
blautur upp að hnjám,
og kunni ekki að
synda,“ segir Elísabet,
en hún talar þýsku og
kom það sér vel.
„Við sungum
„Bræðralagssönginn"
saman á þýsku og Kári
tók undir á íslensku.
Það var mjög falleg
stund.“
Elísabet S.
Kristjánsdóttir
Kári Kristjánsson
landvörður
kominn upp á þakið. Þau tóku strax
til við að hughreysta fólkið og létu
það vita að búið væri að kalla á hjálp.
Róaðist fólkið við það. „Við vorum þó
aldrei viss um hvenær hjálp myndi
berast," sagði Elísabet," en reyndum
bara að vera jákvæð og létta lund
ferðfólksins. Þegar Kári var kominn
upp á þakið leit þetta allt betur út, en
ég á honum alveg eins líf mitt að
launa. Hann sagði mér að fara fyrst
upp á þakið og ýtti undir mig svo að
ég kæmist upp,“ segir Elísabet. Að
hennar sögn varð ákveðið spennufall
eftir að Kári var hólpinn og eftir það
var hópurinn vonbetri. „Fólkið stóð
sig vel og mér er það sérstaklega
minnistætt þegar maður sem sat við
Feðgar 1 hópi ferðamanna sem lentu í Jökulsá á Fjöllum
Biðin
löng á
þaki rút-
unnar
FEÐGARNIR AIois og Leonhard
Vutkis voru meðal þeirra ferða-
manna sem lentu í slysinu við
Jökulsá á fjöllum. Þeir segja að í
dag sé þeim efst í huga þakklæti
til allra sem stóðu að björguninni
og fólkinu sem tók á móti þeim á
Húsavík.
Þeir segja að biðin uppi á þaki
rútunnar þar til að björgunarlið
kom vettvang hafi verið löng og á
stundum hafi þeir orðið vonlitlir.
Gerðist hratt
Alois segir að fólk í ferðinni sé
allt mikið áhugafólk um ljós-
myndun og ætlunin hafi verið að
ferðast, vítt og breitt um landið á
þremur vikum. „Þegar við kom-
um að veginum f Herðubreiðar-
lindir sagði leiðsögumaðurinn
okkur að vatn hefði flætt yfir
veginn þar upp frá og hættulegt
gæti reynst að fara þar yfir.
Hann sagði hins vegar að bflstjóri
okkar væri afar reyndur og kæmi
okkur klakkalaust yfir ef á
reyndi,“ sagði AIois.
Hann segir að eftir að ákvörð-
un hafi verið tekin um að leggja
yfir ána hafi hlutirair gerst mjög
hratt. „Rútuna rak niður ána og
nokkrum mínútum síðar vorum
við öll komin upp á þak rútunnar.
Þar biðum við í um þrjár klukku-
stundir og þær voru mjög lang-
ar,“ sagði Alois.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Feðgarnir Leonhard Vukits og Alois Vukits á Húsavík, ánægðir með
að vera hólpnir eftir rútuslysið í Jökulsá á Fjöllum.
Leonhard segist hafa verið
orðinn skelkaður þegar hann
klifraði upp á þak rútunnar.
„Vatnið var kalt og áin straum-
þung. Það virtist ótrúlega langt
yfir á bakkann og mér fannst bið-
in löng. Oft var ég kominn á
fremsta hlunn með að missa von-
ina, en sem betur fer fór allt vel.“
Þaulskipað björgunarlið
Alois starfar sem læknir í Vín-
arborg og segist oft hafa unnið
með björgunarsveitum. „Ég hef
reyndar ekki starfað við björgun
úr vatni en vegna reynslu minnar
get ég samt sem áður fullyrt að
mjög vel var staðið að björgun-
inni. Allt var greinilega þaul-
skipulagt og allar aðgerðir fum-
lausar," sagði Alois.
Hann sagði móttökurnar sem
þau fengu hjá hjálparsveitunum,
læknum, hjúkrunarfólki og íbú-
um Húsavíkur vera ólýsanlegar.
„Þegar við komum í land fengum
við heita súpu, brauð og te. A
Húsavík var tekið á móti okkur
með þurrum fötum, en fötin sem
við vorum í voru þvegin og
þurrkuð fyrir okkur. Ég á vart
orð yfir þessari hjartahlýju og vil
koma á framfæri þakklæti til
allra sem hjálpuðu okkur,“ sagði
Alois.
Ferðamennirnir héldu fund
með fararstjóra sínum, Roland
Dunzendorfer, í gærmorgun og
eftir þann fund ákváðu flestir
þeirra að halda ferð sinni áfram
um ísland. Tveir farþegar halda
hins vegar heim á leið, 84 ára
gömul kona og Leonhard. Hann
segist hafa orðið fyrir töluverðu
áfalli og finnst réttast að Ijúka
ekki ferðinni.
„Ég er vanur að ferðast en
þegar maður lendir f svona að-
stæðum verður maður mjög
skelkaður og það dregur úr
manni kjarkinn. Mig langar
a.m.k. ekki að koma nálægt
vatnsfijótum næsta árið,“ sagði
Leonhard.
Stórkostleg stund
Bæði Kári og Elísa-
bet segja það mikla gleðistund þegar
björgunarsveitarmenn bar að garði
og eftir það tókst fljótlega að koma
fólkinu í land. „Við viijum þakka öll-
um sem stóðu að björgunaraðgerð-
um fyrir vel unnið starf, en allir sem
komu að eiga hrós skilið,“ segja þau
bæði, en nokkrir af ferðalöngunum
féllu saman og grétu þegar þeir sáu
til björgunarsveitarmannanna.
„Þetta var stórkostleg stund,“ segir
Kári að lokum, en bæði vilja þau
koma á framfæri þökkum til björg-
unarsveitarmanna, lögreglunnar á
Húsavík, Landhelgisgæslunnar,
Neyðarlínunnar og starfsfólks
sjúkrahússins á Húsavík sem veitti
fólkinu áfallahjálp.
Ákvörðun
um að fara í
ána virðist
hafa verið
sameiginleg
LÖGREGLAN á Húsavík yfir-
heyrði í gær bílstjóra rútunnar, sem
hafnaði í Jökulsá á Fjöllum, leið-
sögumanninn, sem var með í för og
hópstjóra á vegum hinnar erlendu
ferðaskrifstofu sem austurrísku
ferðamennirnir keyptu ferðina í
gegnum. Að sögn lögreglunnar á
Húsavík virðist ákvörðunin um að
leggja í ána hafa verið sameiginleg.
Hjá lögreglunni fengust þær upp-
lýsingar að rannsóknin snerist um
að fara ofan í það sem gerðist á mið-
vikudag frá því lagt var af stað um
morguninn þar til ökuferðinni lauk í
Jökulsá. Spuming væri hvernig
ákvarðanir voru teknar, meðal ann-
ars að fara veg sem auglýstur var
lokaður. Svo virtist sem þetta hefði
gerst þar sem fjallvegur 88 kæmi
niður af svokölluðu Lindaárhrauni,
talsvert áður en komið væri að vað-
inu yfir Lindaá. Jökulsá rynni þarna
meðfram veginum og hefði étið sig
inn í hann.
Að sögn lögreglu virðist ákvörð-
unin um að fara út í ána hafa að ein-
hverju leyti verið tekin í sameiningu
af bílstjóra og þeim skipuleggj-
endum sem voru með í för.
Sagði leiðsögumaðurinn í skýrslu-
töku að fengin hefði verið staðfest-
ing á því að vegurinn væri lokaður
en væntanlega hefðu þeir talið að
þeir væru á það öflugum bíl að í það
minnsta yrði hægt að aka að vaðinu
og taka myndir ef veður leyfði og
snúa síðan aftur til baka ef aðstæður
væru þannig. En allan tímann hefði
að því er virtist verið gert ráð fyrir
að svo gæti farið að snúa þyrfti við.
Alvarlegt mál að
hunsa merking-
ar um lokanir
FJALLVEGI 88 frá hringveginum
að Herðubreiðarlindum, þar sem
rúta festist á miðvikudag og 14
manns voru hætt komnir, vai' lokað
fyrir allri umferð bíla á þriðjudag og
sagði Hjörleifur Ólafsson, deildar-
stjóri í þjónustudeild Vegagerðar-
innar, í gær að það væri alvarlegt
mál að hunsa merkingar um lokanir
vega.
Skilti um að vegurinn væri lokaður
var sett upp á þriðjudag, samkvæmt
upplýsingum frá Vegagerðinni.
„Úm helgina var farið að verða
þarna ansi mikið vatn og þegar vega-
gerðarmenn skoðuðu þetta nánar
leist þeim þannig á ástandið á þriðju-
dag að það væri ekkert vit í að fara
veginn og ákváðu að loka honum,“
sagði Hjörleifur. „Það var gert með
skiltum báðum megin, bæði við þjóð-
veg númmer 1 hjá Hrossaborgum og
eins þar sem leiðin liggur til norðurs
frá Öskjuveginum. Þessu var komið
til fjölmiðla og í útvarpsfréttir í há-
deginu á þriðjudag.“
Hann sagði að þar hefði verið talað
um alla umferð. í frétt Morgunblaðs-
ins í gær kom fram að bílstjórinn,
sem ók rútunni, hefði verið nýlega á
ferð á þessum slóðum og vegurinn þá
verið fær þrátt fyrir lokunarskiltið.
Hjörleifúr sagði að vatnavextir hefðu
verið í ánni í sumar og þá hefði vegin-
um verið lokað nokkuð oft í sumar,
einn til þrjá daga í senn.
Hann sagði að ástæðan fyrir því að
veginum var lokað hefði verið ástand
vegarins á þeim kafla við Lindaána,
sem slysið varð á.
„Lindaá, sem er mjög sakleysisleg
og rennur um Herðubreiðarlindir,
rennur út í Jökulsá aðeins fyrir neð-
an Herðubreiðarlindir," sagði hann.
„Þar er mjög gott vað og lítill
straumur. En það eru svo miklir
vatnavextir í Jökulsá að hún hefur
verið að flæða inn í Lindaána. í þessu
tilfelli gerist það hins vegar að bíllinn
lendir út af veginum þar sem Jökulsá
hafði brotið inn í kantinn áður en
hann kemst raunverulega að vaðinu
á Lindaá. Þar er vegurinn undir
vatni og hættan hefur ekki sést.“
Hjörleifur kvaðst ekki þora að full-
yrða hvort algengt væri að vegir
væru farnir þótt þeir væru lokaðir.
„Eitt er að Vegagerðin í samráði
við Náttúniverndarráð lokar öllu há-
lendinu á vorin,“ sagði hann. „Að
mestu leyti virðir fólk þessar lokanir,
sem gripið er til í því skyni að koma í
veg fyrir skemmdir. En menn brjóta
þetta eitthvað og ég tel að það sé al-
varlegt mál þegar menn fara fram
hjá skilti, sem stendur á lokað. Þetta
er bara umferðarskilti."
Hjörleifur sagði að hringt hefði
verið úr rútunni í upplýsingaþjón-
ustu Vegagerðarinnar þegar komið
var að þjóðvegi 88 og fengin staðfest-
ing á því að hann væri lokaður.
Að sögn Hjörleifs er eftirlit með
hálendisvegum í lágmarki. Treyst
væri á að þeir, sem ættu leið um, létu
vita væri eitthvað á seyði. Þá færi
Vegagerðin á vettvang til að athuga
málið. Vegir væru ekki vaktaðir þótt
þeim hefði verið lokað.
„Við verðum bara að treysta því að
menn fari eftir merkjum og fari sér
ekki að voða,“ sagði hann. „Þetta
gildir eins og með merkingar á
vinnusvæðum. Við erum alltaf að
reyna að brýna fyrir fólki að fara eft-
ir merkjum um ökuhraða og annað.
Við skulum segja að 90% manna fari
eftir því.“