Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 52
^2 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
, Brennureið
og töðugjöld á
Kaldármelum
Brennureið og töðugjöld verða haldin á
^Kaldármelum laugardaginn 26. ágúst næst-
komandi. Ásdís Haraldsdóttir spjallaði við
Bjarna Frey hjá Utilífsmiðstöðinni í Húsa-
felli sem skipuleggur brennureiðina og ætl-
ar auk þess að standa fyrir Hestaþingi í
Borgarnesi kvöldið áður.
HESTAÞINGIÐ hefst kl. 17.30 á
fóstudaginn 25. ágúst í Hótel Borg-
arnesi. Að sögn Bjarna Freys munu
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma fjalla um markaðs-
«tegt gildi heilbrigðis hrossa, Bjarni
Maronsson, héraðsfulltrúi Land-
græðslunnar, um gæðavottun
landnýtingar, Ingimar Sveinsson,
fyrrverandi kennari á Hvanneyri,
um sérstöðu Islenska- hestsins og
fulltrúi Hrossaræktarsambands
Vesturlands fjallar um ræktunar-
mál á Vesturlandi. Að loknum kvöld-
verði mun Hrossaræktarsamband
Vesturlands veita viðurkenningar
fyrir hæst dæmdu kynbótahross á
svæðinu á þessu ári og velja hross-
. aræktanda ársins á Vesturlandi.
Brennureiðin og töðugjöld hefjast
með því að hestamenn leggja af stað
úr öllum áttum í átt að Kaldármel-
um. Gert er ráð fyrir að allir mætist
undir Fagraskógarfjalli um kl. 16á
laugardag og þaðan verður riðið inn
á mótssvæðið á Kaldármelum.
Dagskráin hefst með setningarat-
höfn kl. 18. Síðan verður grillað og á
eftir verða kappreiðar og skemmti-
atriði. Að þeim loknum verður verð-
launaafhending fyrir kappreiðar og
einnig gefst hestamannafélögunum
á svæðinu tækifæri til að veita verð-
laun fyrir framúrskarandi árangur.
Um kl. 22 verður kveikt í bálkestin-
um og klukkutíma síðar hefst dans-
leikur.
Bjarni Freyr segist vænta góðrar
þátttöku í brennureiðinni og segir
hann að reynt verði að gera alla um=
gjörð hennar veglega. Meðal annars
hefur verið smíðaður stór Tróju-
hestur sem verður uppistaðan í
bálkestinum.
Boðið verður upp á beit fyrir
hross í hólfum við Kaldármela.
Einnig verður hægt að tjalda á
svæðinu.
Ráðstefnugjald á Hestaþingi
verður 1.000 kr., en aðgangseyrir á
Brennureið og töðugjöld verður
2000 kr.fyrir 14 ára og eldri.
Hægt er að nálgast allar nánari
upplýsingar um viðburðinn á heima-
síðu Útilífsmiðstöðvarinnar og í
síma 435-1550 en miðar verða seldir
í Ástund í Reykjavík og Upplýsinga-
miðstöð ferðamála í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Valdtaar Kristinsson
V ordís frá Sandhólaferju hefur á 30 árum skilað þrettán afkvæmum og þar af hafa átta þeirra hlotið 1. verðlaun
í kynbótadómi, Einar Ellertsson, eigandi Vordísar og Adams, situr Vordísi lengst til vinstri á landsmótinu 1994
þegar hún hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Adam frá Meðal-
felli felldur ásamt
móður sinni
STÓÐHESTURINN kunni Adam
frá Meðalfelli var fyrr í vikunni
felldur tuttugu og eins vetra gamall
ásamt móður sinni Vordísi frá Sand-
hólaferju og voru þau grafm saman.
Með þeim eru horfin af sjónar-
sviðinu kynbótahross sem sett hafa
mark sitt á íslenska hrossarækt síð-
ustu tvo áratugina. Adam var einn
af mörgum sonum Hrafns frá Holts-
múla en hann vakti fyrst athygli á
sýningu stóðhestastöðvarinnar í
Gunnarsholti 1983 þá fjögurra vetra
er hann stóð efstur með 7,90 fyrir
sköpulag og 8,35 fyrir hæfíleika, í
aðaleinkunn hlaut hann 8,13. Var
hann fyrsti fjögurra vetra stóðhest-
urinn á stöðinni sem hlaut 1. verð-
laun. Árið eftir hlaut hann 7,83 fyrir
sköpulag og 8,65 fyrir hæfileika og
,24 í aðaleinkunn.
LÍFRÆN UPPSKERUHÁTÍÐ
LIFANDI TÓNLIST
í dag föstudaginn 18. ágúst
á torginu fyrir framan Kárastíg 1.
• Bændur sem rækta lífrænt mæta sjálfir á staðinn og selja
afurðir sínar.
• Úrval af bragðgóðu lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum
• Jónas Þórir og hljóðfæraverslunin Rín ehf sjá um ýmsar
tónlistaruppákomur milli kl. 16.00 og 19.00.
Yggdrasill,
Akur, Laugarási,
Hæðarendi, Grímsnesi,
Skaftholt, Gnúpverjahreppi,
Sólheimar, Grímsnesi,
Brauðhúsið, Grimsbæ.
Komið og sannfærist um gæði
lífrænt ræktaðra afurða.
Yggdrasill sérverslun með lífrænt
ræktaðar afurðir, Kárastíg 1.
Veðreiðar Fáks
hefjast á ný
FYRSTU kappreiðar hesta-
mannafélagsins Fáks fóru fram í
Víðidal í gær. Af óviðráðanleg-
um orsökum var ekki hægt að
sjónvarpa þeim í þetta sinn og
ekki hægt að veðja á hestana af
þeim sökum.Að sögn Þórðar Ól-
afssonar stjórnarmanns í Fáki
hefur verið samið við sjónvarps-
stöðina Sýn um að senda út veð-
reiðar Fáks á fimmtudögum út
ágúst og í september. Veðreið-
arnar verða haldnar í alls sex
skipti, en ekki tókst að sjón-
varpa þeim fyrstu sem fram
fóru í gærkveldi. Sjónvarpað
verður frá veðreiðunum fimm
næstu fimmtudaga og hefjast
þær um klukkan 17.30. Þá verð-
ur jafnframt hægt að veðja á
hesta í hlaupunum ýmist á
staðnum, í gegnum heimasíðu
íslenskrar getspár á netinu eða
með WAP símum.
Keppt verður í 800 og 350 m
stökki og 150 og 250 m skeiði.
Þórður sagði að áhugi væri
greinilega mjög mikill á þessum
kappreiðum. Aðeins var hægt að
skrá hross í einn dag, þ.e. sl.
mánudag, og voru skráð hátt í
60 hross fyrir kappreiðarnar í
gær. Þórður sagði það lofa góðu
um framhaldið. Þátttaka hefur
verið mjög góð í þessum síðsum-
arkappreiðum og áhugi almenn-
ings mikill. Hann sagði að alltaf
væri nokkuð um að áhorfendur
kæmu á staðinn til að fylgjast
með, en margir telja mun betra
að fylgjast með í sjónvarpi.
Þótt ekki hafi Þórði fundist
mikið veðjað í fyrra hafi það þó
aukist á milli ára þessi ár frá því
að veðreiðarnar hófust á ný.
Hann sagðist halda að veðreiðar
Fáks hafi orðið mikil lyftistöng
fyrir kappreiðar um allt land.
Milli manns og hests...
... er
#
nsTuno arhnakkur
flSTuno
FREMSTIR FYRIR GÆÐI