Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
0
Flugfélag Islands hækkar fargjöld að meðaltali um 10%
Flug til Egilsstaða og
Hafnar kostar ailt að
19 þúsund krónum
FLUGFÉLAG íslands (FÍ) til-
kynnti í gær að almenn fargjöld í inn-
anlandsflugi félagsins hækkuðu að
meðaltali um tæplega 10% frá og
með 21. ágúst nk. Meginástæður
hækkunarinnar eru sagðar eldsneyt-
ishækkanir og aukin skattheimta
hins opinbera. Fargjöld fyrir flug
fram og tii baka milli Reykjavíkur og
Egilsstaða munu kosta allt að 19 þús-
und kr. eftir hækkunina.
í tilkynningu flugfélagsins segir
að mikil áhersla hafi verið lögð á að
rétta af reksturinn með markaðs-
sókn og hagræðingaraðgerðum, en
verðhækkanir á eldsneyti og flug-
leiðsögugjöld hljóti að koma fram í
verðlagi. Reiknar félagið út að verð-
hækkun á eldsneyti hafi kostað um
45 milijónir kr. og ný flugleiðsögu-
gjöld í innanlandsflugi um 40 millj-
ónir kr. á ári.
Stefnir í tap á árinu
Bent er á að markaðssókn FÍ hafi
skilað verulegum árangri síðustu
mánuði og velta þess hafi á fyrstu
sex mánuðum ársins verið 30% meiri
en á sama tíma í fyrra. „Vonir stóðu
því til að afkoma fyrirtækisins myndi
batna milli ára. Eldsneytishækkanir
hafa gert þær vonir að engu og af-
koman hefur farið versnandi. Til við-
bótar þarf félagið að fást við miklar
launahækkanir og nýjar álögur hins
opinbera. Því stefnir í tap á árinu og
félagið verður því að grípa til þessara
aðgerða til að rétta stöðuna við,“ seg-
ir í tilkynningu félagsins.
Hæsta fargjald milli Reykjavíkur
og Akureyrar og Reykjavíkur og
ísafjarðar hækkar úr 15.130 krónum
með flugvallarsköttum í 16.530, en
lægsta fargjald hækkar úr 9.230
krónum í 9.930. Hæstu fargjöld tii
Egilsstaða og Hafnar hækka úr
17.130 krónum í 18.730, en lægstu
fargjöldin hækka úr 10.230 krónum í
11.430. Hæstu fargjöld til Vest-
mannaeyja hækka úr 11.130 krónum
í 12.330 krónur, en þau lægstu úr
7.730 krónum í 8.530 krónur.
Aðeins fjórar
flugleiðir arðbærar
Jón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍ, segir að um sé að ræða sér-
tækar kostnaðarhækkanir. Mikil
hækkun hafi orðið á verði eldsneytis
á heimsmarkaði og þá hafi launa-
kostnaður aukist í kjölfar nýgerðra
kjarasamninga, en þeir feli í sér 15-
22% hækkun launa eftir störfum á
næstu þremur árum. Auk þess hafi
hið opinbera kynnt í byrjun árs ný
flugleiðsögugjöld sem komi afar illa
við flugrekstur í landinu. „Rekstur
innanlandsflugs hefur verið í afar
erfiðri stöðu og má alls ekki við slík-
um álögum," segir Jón Karl um leið-
sögugjöldin sem tóku gildi 1. júlí sl.
og er ætlað að standa straum af
kostnaði við flugtum og þjónustu
Veðurstofu íslands við flugþjónust-
una.
Þegar hann er spurður hvort FÍ sé
að nýta sér minni samkeppni í innan-
landsflugi segir Jón Karl að svo sé
ekki, enda sé FÍ rekið með tapi og
fæstar leiðir arðvænlegar. „Við reyn-
um að tryggja lágmarksarðsemi og
viljum veita ákveðna þjónustu. En ef
við höldum aðeins áfram að tapa pen-
ingum endar þetta aðeins á einn
veg.“ Fjórar flugleiðir innanlands
teljast arðbærar að sögn Jóns Karls,
þ.e. milli Reykjavíkur og fjögurra
staða; ísafjarðar, Egilsstaða, Akur-
eyrar og Vestmannaeyja. „Við get-
um vel hugsað okkur að hætta flugi á
minni flugleiðum og einbeita okkur
að stærstu leiðunum. Ríkisvaldið vill
hins vegar útboð á smærri leiðum og
það útboð er nú í gangi. Skili það
engu leggst flug til þessara áfanga-
staða væntanlega af,“ segir hann.
Þingað
um tón-
listina
BALDUR eftir Jón Leifs verður
fluttur í tvígang í Laugardalshöll-
inni í dag. Það er í mörg hom að
líta þegar sýningar nálgast og á
myndinni bera þeir Bernharður
Wilkinson og Leif Segerstam saman
bækur sínar um tónlistina í verkinu.
■ Hans tími er kominn/30
Flugleiðir draga saman,
starfsemi í Stokkhólmi og Ósló
Starfsemin efld í
Kaupmannahöfn
FLUGLEIÐIR kynntu í gær breyt-
ingar á markaðs- og sölustarfi sínu í
Skandinavíu, sem miða að því að
styrkja stöðu félagsins á markaðnum
þar og nýta nýjustu tækni. í breyt-
ingunum felst að sett verður upp ein
öflug markaðs- og söluskrifstofa í
Danmörku sem þjónar allri Skand-
inavíu, en sölufulltrúar í hveiju landi
munu svo þjóna ferðaskrifstofum og
fyrirtækjum sem kaupa og nota þjón-
ustu félagsins. Breytingamar hafa í
for með sér fjölgun starfa í Dan-
mörku, en einhveijum starfsmönnum
verður sagt upp störfum í Ósló og
Stokkhólmi.
Steinn Logi Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, segir
að starfsfólki hafi verið greint frá
breytingunum á fundum í Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi og Ósló í dag.
Greint var frá milliuppgjöri Flug-
leiða á miðvikudag, þar sem kom
fram að liðlega 1,2 milljarða tap varð
af reglulegri starfsemi samstæðu
Flugleiða á fyrra helmingi ársins.
Steinn Logi segir þó að breytingam-
ar nú tengist afkomu félagsins á eng-
an hátt, hrein tilviljun sé að tilkynnt
sé um þær á sama tíma.
,Á síðustu ámm höfum við reynt
kerfisbundið að koma fyrirtækinu á
framfæri með nýjum hætti, til dæmis
í gegnum Netið. Þar höfúm við reynt
að vera mjög framarlega í flokki,"
segir Steinn Logi og bendir á að í
þessu skyni hafi m.a. stærstu sölu-
skrifstofu Flugleiða á Laugavegi 7
verið lokað fyrir skemmstu og nú sé
meira af ferðum selt gegnum síma og
Netið.
Hannes Hilmarsson, sem nú er
svæðisstjóri Flugleiða á Bretlands-
eyjum, verður nýr svæðisstjóri yfir
Skandinavíu, með aðsetur í Kaup-
mannahöfn. Þaðan verður öllu mark-
aðsstarfi félagsins stýrt og þar verður
einnig símsölustöð fyrir Danmörku,
NoregogSvíþjóð.
Um 40 starfsmenn, bæði íslending-
ar og heimamenn, hafa starfað á
skrifstofunum þremur og einhverjum
þeirra verður sagt upp störfum, en að
sögn Steins Loga á eftir að vinna þau
mál í samráði við þarlend verkalýðs-
félög.
L/ f* (*• • • s
II og rjor í
REYKJAVIK skartaði sínu feg-
ursta í gær í ágústsól og blíðu.
Höfuðborgarbúar spókuðu sig í
góða veðrinu í miðborginni auk
þess sem fjöldi erlendra ferða-
manna setti svip á bæinn. Gera
má ráð fyrir miklum mannfjölda í
borginni á morgun, fyrst í tengsl-
um við Reykjavíkurmaraþon og
Morgunblaðið/Jim Smart
Reykjavík
síðan á menningarnótt. Ekki er
heldur úr vegi að bregða undir
sig betri fætinum í dag á afmæl-
isdegi Reykjavíkur og kíkja á
mannlífið. Veðurguðirnir virðast
ætla að brosa við höfuðborgarbú-
um en spáð er lóttskýjuðu og 10-
15 stiga hita í dag og léttskýjuðu
næstu daga.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjögurra
bfla
árekstur
F JÖGURRA bíla árekstur varð
á Miklubraut klukkan rúmlega
hálfsjö í gærkvöld. Slysið varð á
móts við Tónabæ og voru bíl-
amir á leið í austurátt. Einn bíl-
stjóri var fluttur með sjúkrabíl
á slysadeild Landspítala - há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi.
Hann fann til eymsla í hálsi og í
baki. Bam var einnig flutt til
skoðunar á slysadeild.
Að sögn lögreglu var um aft-
anákeyrslu að ræða. Einn bíll,
sá sem var annar í röðinni, var
dreginn af slysstað en hinir
vom ökuhæfir. Um áttaleytið
féll maður af bifhjóli á gatna-
mótum Kmmmahóla og Kríu-
hóla. Hann var fluttur á slysa-
deild. Að sögn læknis em
hvorki áverkar hans né fólksins
úr bílslysinu taldir alvarlegir.
Féll af
hestbaki
STÚLKA sem féll af hesti í Víði-
dalnum, laust fyrir kl. hálfátta í
gærkvöldi, var flutt á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi. Að
sögn lögreglu féll hún fram af
hestinum og hann svo á hana.
Að sögn læknis fékk hún
áverka á hálsi en þeir vom ekki
taldir alvarlegir.
Brenndist í
Straumsvík
MAÐUR sem var við vinnu í
álverinu í Straumsvík brennd-
ist á höndum þegar ál slettist
á hann, rétt fyrir kl. átta í
gærkvöldi. Hann var fluttur
með sjúkrabíl á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi.
Að sögn læknis var um
djúpan bruna að ræða en á
litlu svæði.
Sérblöð í dag
Óvissa hjá Hauki Inga / C1
Brentford hagnast
á sölu Hermanns / C4
BÍÓBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
MEÐ Morgun-
blaðinu í dag
fylglr fjögurra
síöna sérblað
um Menningar-
nótt í Reykjavík
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is