Morgunblaðið - 18.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 0 Flugfélag Islands hækkar fargjöld að meðaltali um 10% Flug til Egilsstaða og Hafnar kostar ailt að 19 þúsund krónum FLUGFÉLAG íslands (FÍ) til- kynnti í gær að almenn fargjöld í inn- anlandsflugi félagsins hækkuðu að meðaltali um tæplega 10% frá og með 21. ágúst nk. Meginástæður hækkunarinnar eru sagðar eldsneyt- ishækkanir og aukin skattheimta hins opinbera. Fargjöld fyrir flug fram og tii baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða munu kosta allt að 19 þús- und kr. eftir hækkunina. í tilkynningu flugfélagsins segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að rétta af reksturinn með markaðs- sókn og hagræðingaraðgerðum, en verðhækkanir á eldsneyti og flug- leiðsögugjöld hljóti að koma fram í verðlagi. Reiknar félagið út að verð- hækkun á eldsneyti hafi kostað um 45 milijónir kr. og ný flugleiðsögu- gjöld í innanlandsflugi um 40 millj- ónir kr. á ári. Stefnir í tap á árinu Bent er á að markaðssókn FÍ hafi skilað verulegum árangri síðustu mánuði og velta þess hafi á fyrstu sex mánuðum ársins verið 30% meiri en á sama tíma í fyrra. „Vonir stóðu því til að afkoma fyrirtækisins myndi batna milli ára. Eldsneytishækkanir hafa gert þær vonir að engu og af- koman hefur farið versnandi. Til við- bótar þarf félagið að fást við miklar launahækkanir og nýjar álögur hins opinbera. Því stefnir í tap á árinu og félagið verður því að grípa til þessara aðgerða til að rétta stöðuna við,“ seg- ir í tilkynningu félagsins. Hæsta fargjald milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og ísafjarðar hækkar úr 15.130 krónum með flugvallarsköttum í 16.530, en lægsta fargjald hækkar úr 9.230 krónum í 9.930. Hæstu fargjöld tii Egilsstaða og Hafnar hækka úr 17.130 krónum í 18.730, en lægstu fargjöldin hækka úr 10.230 krónum í 11.430. Hæstu fargjöld til Vest- mannaeyja hækka úr 11.130 krónum í 12.330 krónur, en þau lægstu úr 7.730 krónum í 8.530 krónur. Aðeins fjórar flugleiðir arðbærar Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍ, segir að um sé að ræða sér- tækar kostnaðarhækkanir. Mikil hækkun hafi orðið á verði eldsneytis á heimsmarkaði og þá hafi launa- kostnaður aukist í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, en þeir feli í sér 15- 22% hækkun launa eftir störfum á næstu þremur árum. Auk þess hafi hið opinbera kynnt í byrjun árs ný flugleiðsögugjöld sem komi afar illa við flugrekstur í landinu. „Rekstur innanlandsflugs hefur verið í afar erfiðri stöðu og má alls ekki við slík- um álögum," segir Jón Karl um leið- sögugjöldin sem tóku gildi 1. júlí sl. og er ætlað að standa straum af kostnaði við flugtum og þjónustu Veðurstofu íslands við flugþjónust- una. Þegar hann er spurður hvort FÍ sé að nýta sér minni samkeppni í innan- landsflugi segir Jón Karl að svo sé ekki, enda sé FÍ rekið með tapi og fæstar leiðir arðvænlegar. „Við reyn- um að tryggja lágmarksarðsemi og viljum veita ákveðna þjónustu. En ef við höldum aðeins áfram að tapa pen- ingum endar þetta aðeins á einn veg.“ Fjórar flugleiðir innanlands teljast arðbærar að sögn Jóns Karls, þ.e. milli Reykjavíkur og fjögurra staða; ísafjarðar, Egilsstaða, Akur- eyrar og Vestmannaeyja. „Við get- um vel hugsað okkur að hætta flugi á minni flugleiðum og einbeita okkur að stærstu leiðunum. Ríkisvaldið vill hins vegar útboð á smærri leiðum og það útboð er nú í gangi. Skili það engu leggst flug til þessara áfanga- staða væntanlega af,“ segir hann. Þingað um tón- listina BALDUR eftir Jón Leifs verður fluttur í tvígang í Laugardalshöll- inni í dag. Það er í mörg hom að líta þegar sýningar nálgast og á myndinni bera þeir Bernharður Wilkinson og Leif Segerstam saman bækur sínar um tónlistina í verkinu. ■ Hans tími er kominn/30 Flugleiðir draga saman, starfsemi í Stokkhólmi og Ósló Starfsemin efld í Kaupmannahöfn FLUGLEIÐIR kynntu í gær breyt- ingar á markaðs- og sölustarfi sínu í Skandinavíu, sem miða að því að styrkja stöðu félagsins á markaðnum þar og nýta nýjustu tækni. í breyt- ingunum felst að sett verður upp ein öflug markaðs- og söluskrifstofa í Danmörku sem þjónar allri Skand- inavíu, en sölufulltrúar í hveiju landi munu svo þjóna ferðaskrifstofum og fyrirtækjum sem kaupa og nota þjón- ustu félagsins. Breytingamar hafa í for með sér fjölgun starfa í Dan- mörku, en einhveijum starfsmönnum verður sagt upp störfum í Ósló og Stokkhólmi. Steinn Logi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, segir að starfsfólki hafi verið greint frá breytingunum á fundum í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Ósló í dag. Greint var frá milliuppgjöri Flug- leiða á miðvikudag, þar sem kom fram að liðlega 1,2 milljarða tap varð af reglulegri starfsemi samstæðu Flugleiða á fyrra helmingi ársins. Steinn Logi segir þó að breytingam- ar nú tengist afkomu félagsins á eng- an hátt, hrein tilviljun sé að tilkynnt sé um þær á sama tíma. ,Á síðustu ámm höfum við reynt kerfisbundið að koma fyrirtækinu á framfæri með nýjum hætti, til dæmis í gegnum Netið. Þar höfúm við reynt að vera mjög framarlega í flokki," segir Steinn Logi og bendir á að í þessu skyni hafi m.a. stærstu sölu- skrifstofu Flugleiða á Laugavegi 7 verið lokað fyrir skemmstu og nú sé meira af ferðum selt gegnum síma og Netið. Hannes Hilmarsson, sem nú er svæðisstjóri Flugleiða á Bretlands- eyjum, verður nýr svæðisstjóri yfir Skandinavíu, með aðsetur í Kaup- mannahöfn. Þaðan verður öllu mark- aðsstarfi félagsins stýrt og þar verður einnig símsölustöð fyrir Danmörku, NoregogSvíþjóð. Um 40 starfsmenn, bæði íslending- ar og heimamenn, hafa starfað á skrifstofunum þremur og einhverjum þeirra verður sagt upp störfum, en að sögn Steins Loga á eftir að vinna þau mál í samráði við þarlend verkalýðs- félög. L/ f* (*• • • s II og rjor í REYKJAVIK skartaði sínu feg- ursta í gær í ágústsól og blíðu. Höfuðborgarbúar spókuðu sig í góða veðrinu í miðborginni auk þess sem fjöldi erlendra ferða- manna setti svip á bæinn. Gera má ráð fyrir miklum mannfjölda í borginni á morgun, fyrst í tengsl- um við Reykjavíkurmaraþon og Morgunblaðið/Jim Smart Reykjavík síðan á menningarnótt. Ekki er heldur úr vegi að bregða undir sig betri fætinum í dag á afmæl- isdegi Reykjavíkur og kíkja á mannlífið. Veðurguðirnir virðast ætla að brosa við höfuðborgarbú- um en spáð er lóttskýjuðu og 10- 15 stiga hita í dag og léttskýjuðu næstu daga. Morgunblaðið/Ásdís Fjögurra bfla árekstur F JÖGURRA bíla árekstur varð á Miklubraut klukkan rúmlega hálfsjö í gærkvöld. Slysið varð á móts við Tónabæ og voru bíl- amir á leið í austurátt. Einn bíl- stjóri var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann fann til eymsla í hálsi og í baki. Bam var einnig flutt til skoðunar á slysadeild. Að sögn lögreglu var um aft- anákeyrslu að ræða. Einn bíll, sá sem var annar í röðinni, var dreginn af slysstað en hinir vom ökuhæfir. Um áttaleytið féll maður af bifhjóli á gatna- mótum Kmmmahóla og Kríu- hóla. Hann var fluttur á slysa- deild. Að sögn læknis em hvorki áverkar hans né fólksins úr bílslysinu taldir alvarlegir. Féll af hestbaki STÚLKA sem féll af hesti í Víði- dalnum, laust fyrir kl. hálfátta í gærkvöldi, var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn lögreglu féll hún fram af hestinum og hann svo á hana. Að sögn læknis fékk hún áverka á hálsi en þeir vom ekki taldir alvarlegir. Brenndist í Straumsvík MAÐUR sem var við vinnu í álverinu í Straumsvík brennd- ist á höndum þegar ál slettist á hann, rétt fyrir kl. átta í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn læknis var um djúpan bruna að ræða en á litlu svæði. Sérblöð í dag Óvissa hjá Hauki Inga / C1 Brentford hagnast á sölu Hermanns / C4 BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM MEÐ Morgun- blaðinu í dag fylglr fjögurra síöna sérblað um Menningar- nótt í Reykjavík Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.