Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Móðir okkar, ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin mánudaginn 21. ágúst kl. 14 í safnaðarheimili
Innri-Njarðvíkur. Vilborg Gunnarsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Máría Kamal Gordonsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF INGVARSDÓTTIR,
Miklubraut 54,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, föstu-
daginn 18. ágúst, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Magnús V. Pétursson,
Jon Nordsteien,
Ásdís G. Sigurðardóttir,
Guðmundur Alfreðsson,
Bára Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.
Sigríður Valdimarsdóttir,
Eyþóra Valdimarsdóttir,
Ólöf Flygenring,
Valdimar Örn Flygenring,
Kristín Magnúsdóttir,
Jóhanna B. Magnúsdóttir,
Valdimar P. Magnússon,
+
Útför sonar míns, bróður okkar og mágs,
SIGURÐAR RÓSBERGS TRAUSTASONAR
frá Hörgshóli,
sem lést í Los Angeles 8. júlí sl., fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. ágúst
kl. 13.30. Jarðsett verður að Breiðabólsstað í
Vesturhóþi.
Trausti Sigurjónsson,
Björn Traustason, Sigríður Kerúlf Frímannsdóttir,
Þorkell Traustason, Halldóra Kristinsdóttir,
Agnar Traustason,
Þráinn Traustason, Ása Ólafsdóttir,
Guðbjörg Stella Traustadóttir,
Sigfús Traustason, Sigurveig Guðjónsdóttir,
Hörður Traustason.
+
Útför
SIGURÐAR MAGNÚSSONAR
fyrrverandi bónda á Hnjúki,
Mýrarbraut 25,
Blönduósi,
fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn
19. ágúst kl. 14.00.
Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, stuðning og vináttu við andlát
og útför elskulegs sonar okkar,
VILHJÁLMS EINARSSONAR,
Spóarima 1,
Selfossi,
sem lést miðvikudaginn 30. júlí síðastliðinn.
Ingibjörg Eva Arnardóttir og fjölskylda,
Einar Nílsen og fjölskylda.
Lokað
í dag föstudaginn 18. ágúst, vegna jarðafarar
ÓLAFAR INGVARSDÓTTUR.
Jói útherji
knattspyrnuverslun,
Ármúla 36, 108 Reykjavík.
ÞÓRÐUR
ÞORS TEINSSON
+ Þórður Þor-
steinsson fæddist
á Grund í Svínadal
27. júní 1913 og dó á
Héraðssjúkrahúsinu
á Blönduósi 8. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Ragnhildur Sveins-
dóttir, f. 27. júlí
1871, d. 24. feb.
1951, og Þorsteinn
Þorsteinsson bóndi á
Grund, f. 4. des.
1842, d. 21. ágúst
1921. Þórður átti
fjögur alsystkini en
þau voru; Ingiríður, f. 4. okt. 1902,
d. 29. okt. 1990. Unnusti hennar
var Þorsteinn Sölvason, hann dó
úr lömunarveiki 1942. Þau voru
barnlaus. Ingiríður tók að sér
dreng, Pál Eyþórsson, og ól hann
upp. Ingiríður starfaði lengi á
Landspítalanum. Steinunn, f. 15.
ágúst 1905, d. 5. okt. 1993 verka-
kona í Alþýðubrauðgerðinni og
Rúgbrauðsgerðinni. Hún átti eina
dóttur, Ástu Sigfúsdóttur, f. 9.
ágúst 1930. Þóra, f. 19. sept. 1908,
d. 16. ágúst 2000, var lengi síma-
stúlka á Landsímanum. Guðmund-
ur, f. 11. okt. 1910, fyrrverandi
bóndi á Syðri Grund, kvæntur
Guðrúnu Sigurjónsdottur, f. 16.
júlí 1922. Þeirra böm era; Val-
gerður, f. 18. des. 1945, Sigrún, f.
18. sept. 1947. Þorsteinn, f. 27.
nóv. 1952, og Sveinn Helgi, f. 17.
jan. 1956. Þórður átti sjö hálf-
systkini samfeðra. Stúlka, f. 9. júlí
1867, d. 9. júlí 1867. Oddný, húsfrú
í Reykjavík, f. 31. ágúst, 1868, d. 24.
nóv. 1934. Ingiríður, ógift, f. 3. feb.
1871, d. 11. júní 1894. Þorsteinn
bóndi á Geithömrum,
f. 12. mars 1873, d. 27.
jan. 1944. Jakobfna
húsfrú í Hnausum, f.
3. maí 1876, d. 3. maí
1948. Jóhanna
kennslukona í Reykja-
vík, f. 29. maf 1879, d.
13. júlí 1957. Sigur-
björg, húsfrú í Hnaus-
um, f. 29. maí 1879, d.
4. nóv. 1948.
Hinn 17. maí 1941
kvæntist Þórður eftir-
lifandi eiginkonu sinni
Guðrúnu Jakobsdótt-
ur, f. 2. okt. 1921. Þau
bjuggu á Grund allan sinn búskap.
Hún er dóttir hjónanna Jakobs
Lárussonar smiðs, f. 12. apríl 1874,
d. 26. nóv. 1936, og Guðnýjar
Hjartardóttur, f. 25. ágúst 1885, d.
15. okt. 1956. Þau bjuggu í Litla-
enni á Blönduósi. Guðrún var tekin
í fóstur nokkurra vikna gömul af
þeim Lárusi Stefánssyni bónda í
Gautsdal, f. 6. mars 1887, d. 3. jan.
1974, og konu hans Valdísi Jóns-
dóttur, f. 1. sept. 1886, d. 25. maí
1929. Þegar Valdís dó fór Guðrún
aftur í fóstur til systur Valdísar,
Ingiríðar Jónsdóttur, f. 15. júní
1888, d. 23. júní 1976, og Eiríks
Grímssonar bónda i Ljótshólum, f.
12. júlí 1873, d. 7. sept. 1932. Var
hún þar öll sín uppvaxtarár. Þórð-
ur og Guðrún áttu fjögur börn, en
þau eru: 1) Lárus kennari, f. 3. júlí
1942, giftist Sesselju H. Guðjóns-
dóttur kennara, f. 6. sept. 1966.
Þau skildu. Þau eiga tvö börn,
Steinunni Ástu matarfræðing, f. 1.
april 1970, gift Baldri Þórarins-
syni vélvirkja, f. 29. ágúst 1967.
Börn þeirra eru Elfa og Elías. Guð-
Tengdafaðir minn, Þórður Þor-
steinsson, fyrrverandi bóndi á
Grund í Svínadal, er farinn yfir
móðuna miklu á fund feðra sinna.
Er mér ljúft að minnast hans hér
nokkrum orðum.
Þórður var fremur lágvaxinn og
þéttvaxinn án þess þó að vera feit-
ur. Hann var laglegur og hýr í and-
liti og bar sig jafnan vel. Hann var
brúnamikill og fór vel. Úr augun-
um, sem jafnan eru kölluð spegill
sálarinnar, geislaði gleði og glettni
og örlaði stundum á stríðnisglampa.
Brosið var hýrt og mikið og lék
brosið um allt andlitið þar sem aug-
un léku stærsta hlutverkið. Þórður
var félagslyndur og skemmti sér vel
í góðum félagsskap. Var hann hlát-
urmildur og skemmti sér oft manna
best án þess að þurfa á aðstoð
Bakkusar að halda, en vín setti
hann sjaldan inn fyrir sínar varir.
Eftirlifandi eiginkona Þórðar er
Guðrún Jakobsdóttir sem dvelur nú
á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Segja má að Þórður hafi rétt brugð-
ið sér yfir lækinn til að ná sér í eig-
inkonu, því Gunna, eins og Guðrún
er jafnan kölluð, var alin upp í
Ljótshólum, sem er rétt framan við
Grund í dalnum. Gunna er greind
kona og góð kona, er vel að sér um
flesta hluti og hefur alveg einstaka
tónlistarhæfileika. Hún er gædd
þeim eiginleika að fólki líður vel í
návist hennar og átti hún kannske
hvað mestan þátt í því hversu gest-
kvæmt var alla tíð á Grund.
Þau hófu búskap á Grund í félagi
við bróður Þórðar, Guðmund, og
konu hans Guðrúnu Sigurjónsdótt-
ur. Grund var síðan skipt í tvær
jarðir, Guðmundur og Guðrún Sig-
urjónsdóttir fluttu á syðri partinn
og nefndu Syðri Grund en Þórður
og Gunna bjuggu á Grund. Þórður
hóf strax uppbyggingu á jörðinni
þrátt fyrir erfiða tíma og nauman
fjárhag. Hann stækkaði og endur-
bætti íbúðarhúsið, byggði ný fjár-
hús ásamt hlöðu og síðar nýtt fjós
og fjóshlöðu og standa öll þessi hús
enn og gegna vel sínu hlutverki. Þá
þurrkaði hann landið og ræktaði
mikið. Þeir bræður unnu það þrek-
virki að virkja bæjarlækinn og
raflýsa þannig báða bæina. Voru
það fyrstu bæirnir í sveitinn sem
„fengu“ rafmagn. Rafstöðin var
byggð af mikilli vandvirkni sem
sést af því að hún gengur enn.
Þórður og Gunna voru samhent
hjón og skópu heimili sem unun var
að koma á og dvelja. Var þar jafnan
glatt á hjalla og aldrei vantaði um-
ræðuefni. Þórður hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum, helst til
ákveðnar á stundum, fannst mér.
En fyrir vikið voru umræðurnar oft
fjörlegar og skemmtilegar. Gest-
risni þeirra hjóna var með eindæm-
um og sjaldan kom sá dagur að ekki
kæmu gestir að Grund. Var þeim þá
jafnan boðið í eldhúsið, þar sem
hjarta heimilisins slær. Ailir fundu
sig jafn velkomna og engin leið var
að komast hjá því að þiggja veiting-
ar, sem ekki voru af skornum
skammti. Það var sama hvernig á
stóð og hversu mikið var að gera,
alltaf var nægur tími til að sinna
gestum, alltaf jafn sjálfsagt að þeir
kæmu í bæinn til að þiggja veiting-
ar og spjalla.
Þórður hafði mjög gaman af hest-
um og var alltaf vel ríðandi. Hann
var óþreytandi að segja mér sögur
af hestunum sínum eins og Faxa og
Rauð sem hann mat mest þeirra
allra. Hann var ungur þegar hann
fór fyrst í göngur á Auðkúluheiði og
fór eftir það flest ár í göngur fram
yfir sjötugt. Var hann alltaf á sterk-
um og liprum gangnahestum, enda
eins gott fyrir kvíslaforingja, sem
Þórður var lengst af. Þórður hafði
gaman af að fara í göngur og entust
honum gangnasögurnar jafnan
nokkuð fram eftir vetri.
Þórður hafði mikið yndi af ljóðlist
og var ágætur hagyrðingur. Var
hann næmur á hið spaugilega í til-
verunni sem oft varð kveikjan að
góðri vísu. Eru margar af vísum
hans sannkölluð listasmíð. Hann
hirti lítt um að færa vísur sínar í let-
ur, fannst nóg að hafa þær í kollin-
um, svo það hefur komið í hlut ann-
arra að forða þeim frá gleymsku.
Hann kunni ógrynnin öll af ljóðum.
Fyrir honum var Davíð Stefánsson
mestur allra ljóðskálda og kunni
hann utan að meiri hlutann af ljóð-
um Davíðs. Alltaf hafði hann á
hraðbergi vísu eða ljóð sem féll að
umræðuefninu hverju sinni. Af rit-
höfundum unni hann mest Einari
jón Ými, f. 13. júlí 1975, iðnfræð-
ingur, sambýliskona hans er Sig-
rún A. Þórsdóttir starfsmaður á
leikskóla, f. 1. ágúst 1979.2) Valdís
nuddfræðingur, giftist Jóhanni P.
Jóhannssyni bifreiðarstjóra, f. 27.
nóv. 1943. Þau skildu. Þau eiga tvo
syni, sem eru Þórður Gunnar vél-
stjóri, f. 29. sept. 1966, kvæntur
Kristínu R. Stefánsdóttur, f. 4. maí
1967, þau eiga tvær dætur, Karenu
Osk og Katrínu Ingu. Jóhann Ing-
var bifreiðastjóri, f. 27. des. 1970,
kvæntur Margréti Jóhannsdóttur,
f. 6. jan. 1972, þau eiga tvö börn,
Aron Inga og Hafdisi Rán. Áður
átti Jóhann einn son Karl Alex-
ander. 3) Ragnhildur húsmóðir, f.
12. nóv. 1951, gift Sigurði H. Pét-
urssyni, héraðsdýralækni, f. 16.
mars 1946. Þau eiga tvö börn Guð-
rúnu Valdísi nema við HÍ, f. 24.
mars 1976, sambýlismaður hennar
er Jóhann Haukur Björasson,
nemi við HÍ, f. 7. maí 1976, og Pét-
ur Magnús nema við HÍ, f. 9. mars
1979. 4) Þorsteinn Trausti, starfs-
maður við málmiðnað, f. 11. maí
1959, sambýliskona hans er Guð-
rún Atladóttir, stuðningsfulltrúi, f.
9. nóv. 1951.
Þórður var í Héraðsskólanum á
Laugarvatni í tvo vetur 1934-36
og tók þar mikinn þátt í félags-
störfum og var t.d. formaður
skólafélagsins seinna árið. Hann
tók mikinn þátt í félagsstörfum
innansveitar og utan. Hann sat
lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd.
Hann var lengi formaður skóla-
nefndar, sóknarnefndar og búnað-
arfélagsins. Hann var formaður
Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps
og síðar heiðursfélagi kórsins.
Hann var mörg ár í sýslunefnd og
sat í miðstjóm Framsóknarflokks-
ins um skeið.
títför Þórðar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í Auðkúlukirkjugarði.
H. Kvaran og taldi margar sögur
hans vera betri en nokkur prédik-
un.
Þegar Þórður var að alast upp
var ekki algengt að unglingar
sæktu skóla um langan veg. Þórður
var einn þeirra heppnu og var í
Héraðsskólanum á Laugarvatni í
tvo vetur. Taldi Þórður það hafa
verið mikla gæfu fyrir sig að fá að
njóta skólagöngu þar. Hélt hann
mikið upp á Laugarvatn og margar
sögur hefur hann sagt mér frá
skólalífinu þar. Þar var lagður
grunnur að félagsmálastörfum
Þórðar seinna á lífsleiðinni, því
seinni veturinn á Laugarvatni var
hann formaður skólafélagsins.
Þórður tók mikinn þátt í félags-
málum bæði innan sveitar og utan.
Hann var ungur kosinn í hrepps-
nefnd, var lengi formaður skóla-
nefndar, sóknarnefndar og búnað-
arfélagsins. Þá var hann gjaldkeri
sjúkrasamlagsins í sveitinni á með-
an það starfaði, og fleira mætti til
taka af innansveitarmálum. Hann
var lengi í sýslunefnd og sat um
skeið í miðstjórn Framsóknar-
flokksins.
Þórður var ágætur söngmaður og
söng lengi tenór í Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps. Var hann lengi
formaður kórsins og síðar heiðurs-
félagi. Kórinn var honum mjög kær
og lét hann fátt aftra sér frá því að
mæta á æfingar. Sem formaður
kórsins lagði hann mikinn metnað í
það að kórnum vegnaði vel.
Ég vil að lokum þakka Þórði fyrir
að hafa verið mér góður tengdafað-
ir og börnum okkar einstakur afi.
Þótt Þórður sé farinn mun minning-
in um hann lifa, hún mun aldrei
hverfa okkur. Um Þórð má segja
eins og segir í Hávamálum:
deyr sjálfur it sama
en orðstírr
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur
Far þú í friði, friður guðs sé með
þér og hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurður H. Pétursson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast afa míns, Þórðar á Grund.
Ég var svo heppin að fá að alast upp