Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 5^ JÓN ANDRÉSSON + Jón Andrésson fæddist á Akur- eyri 17. apríl 1971. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru; Andrés Jón B. Ásgeirsson, f. 23.12. 1931og Valdís Guðbjörg Jónsdóttir f. 4.8. 1929. Systkini Jóns eru; Ásgeir Ingi, f. 20.12.1952, Guðný, f. 11.4.1954, Þorgeir, f. 12.7.1955, Svandís, f. 16.2. 1957, Andrés, f. 28.1. 1959, Logi, f. 13.3. 1961, Lísa, f. 17.7. 1962, Olga , f. 18.1. 1964, Fanný Man'a, f. 5.11. 1967, og samfeðra Hafsteinn, f. 20.2.1950. Unnusta Jóns er Elísabet Lára Tryggvadóttir, f. 20. aprfl 1975. Saman eiga þau Aþenu Mar- ey, f. 14. mars 1998, en Elísabet á Brynju Sól, f. 24. júlí 1995, sem Jón gekk í föður stað. I fyrra sam- bandi eignaðist Jón Aron Franklín f. 25. janúar 1991. Útför Jóns fer fram frá Víðistaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Nonni. Hver hefði trúað því að þú, fullur af krafti, myndir ekki verða eldri. Það er svo skrítið að sjá á eftir jafnrólegum og góðum strák sem var jafnframt svo fullur af orku og léttur á sér. Það eru tæp fjögur ár síðan þú komst inní okkar líf þegar þú fórst að búa með dóttur okkar. Þú varst strax mikill fjöl- skyldumaður og gekkst Brynju Sól strax í föðurstað. Þú komst með annan sólargeisla með þér inn í fjölskylduna, Aron Franklín sem varð ömmu- og afastrákur um leið. Og þegar Aþena Marey fæddist skildist okkur að við mættum búast við að eignast mikklu fleiri bama- börn. Katrínu okkar tókst þú alveg með trompi og ærslin í ykkur heyrðust langar leiðir er þú hermd- ir eftir Andrési Önd. Þegar við horfum út um stofugluggann hjá okkur sjáum við fyrir okkur hvern- ig þú brást á leik og stökkst jafn- fætis yfir vegginn og út í garð, oft- ast varstu beðinn að endurtaka leikinn nokkrum sinnum, þú bara hlóst og fannst það ekki mikið mál. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd og varst fljótur að sjá ef etthvað þurfti að gera. Þér fannst mjög gaman að ferð- ast og áttuð þið fellihýsi á móti for- eldrum þínum. Og var ánægjulegt að sjá gleðina er þið voruð á ferða- lagi með góðum vinum í sumar. Við munum alltaf minnast sumarbú- staðaferðanna sameiginlegu. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vonum að þú haf- ir fengið þann frið sem þú þráðir. Sólargeislarnir þínir munu minna okkur á þig. Elsku Elísabet, Aron, Brynja Sól, Aþena Marey, foreldrar og systkini, megi guð veita ykkur styrk í komandi framtíð. Jesús sagði: „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrgðar, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt. 11:28). Þínir tengdaforeldrar Erla og Tryggvi. Elsku Nonni minn. Það er svo sárt að kveðja þig, orð geta ekki lýst þeim söknuði sem ég finn fyrir. Mér finnst svo ótrúlegt að þú, Nonni frændi minn, sem ég hef allt- af verið svo stolt af, sért farinn. Ég man hvernig ég elti þig eins og skugginn. Þú varst alltaf svo góður við mig og leyfðir mér að fylgja þér í öllu sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Þegar við urðum eldri hélt ég áfram að líta upp til þín. Þegar vin- ir mínir fengu að hitta þig eða sáu myndir af þér þá varð ég svo stolt og sagði „þetta er hann Nonni frændi minn„. Sárast þykir mér hvernig við misstum af hvort öðru, þegar þú og fjölskylda þín komuð í heimsókn til Akureyrar, nú í end- aðan júlí. Sem betur fer á ég marg- ar minningarnar um þig og er ég mjög þakklát fyrir þær og mun geyma þær í hjarta mínu. Eg veit að þér líður betur núna, kominn á góðan stað og að amma María og afi Jón hafa tekið vel á móti þér. Elsku Elísabet, Brynja Sól, Aþena, Aron, amma, afi og allir aðrir að- standendur og vinir, Guð veri með ykkur og styrki í sorg ykkar. Kveðja, Guðrún Hrönn. Hinn 8. ágúst barst okkur féiög- unum sú sorgarfrétt að Nonni, vin- ur okkar, væri dáinn. Margar minningar vakna og ylja okkur um hjartaræturnar, minningar um góðan dreng. Við vorum svo lánsamir að kynn- ast Nonna þegar hann flutti í Nesjahverfið. Efst er okkur þó í huga hvað Nonni var mikill „brautryðjandi“ í nýungum, t.d. með BMX-hjól, hjólabretti, breikið, tölvur og fleira. Eftir að Nonni flutti suður hélst gott samband og ennþá betra eftir að hluti okkar fluttist suður líka. Alltaf þegar við heilsuðum uppá hann var vel tekið á móti okkur. Nonni var alltaf hress og kátur og vildi allt fyrir alla gera. Við gætum skrifað heila bók um allar samver- ustundirnar en þær ætlum við að varðveita í hjörtum okkar. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Viihjálmsson.) Við viljum votta ykkur, Elísabet, Aþena Marey, Aron Franklín, Brynja Sól, foreldrar, systkini og aðrir ástvinir okkar dýpstu samúð- arkveðjur og megi Guð vera með ykkur. Þínir vinir og æskufélagar, Þórólfur, Finnbogi og Sigurjón. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri er auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Góður vinur og samstarfsmaður er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Nonni eins og hann var ætíð kallaður var einstaklega samvisku- samur og duglegur drengur. Leiðir okkar Nonna lágu saman er fyrir- tækin Sjóklæðagerðin og Max hf. sameinuðust. Stýrðum við þá sömu deild innan fyrirtækjanna. Nonni varð strax góður vinur okkar hjóna, Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. en eiginkona mín vann einnig með okkur ásamt nokkmm öðrum starfsmönnum. Samstarf okkar varð strax mjög áhugavert og skemmtilegt, og kom Nonni oft með árangursríkar hugmyndir til að efla deildina. Við ræddum oft um þá framtíð- armöguieika á sviði prentunar sem deildin byði uppá og ekki vantaði hugmyndirnar hjá Nonna til að ná meiri árangri. Nonni hafði sterka réttlætiskennd og var umfram allt góður félagi.Hann sýndi mikla leikni og þekkingu í meðferð prent- gripa og var hann mjög vandvirkur við vinnu sína eins og þau verk sem hann vann vitna um. Það var einnig ætíð stutt í gamanið og hann átti auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- ina við hlutina. Nonni var líka mjög næmur og sárnaði stundum mjög ef honum fannst samstarfsmenn sínir ekki sýna vinnu sinni næga tillits- semi eða virðingu. Jafnframt lagði hann sig ætíð allan fram við að skila sinni vinnu á sem faglegastan og besta máta, og þess sama ætlað- ist hann til af sínum vinnufélögum. Nonna er sárt saknað og fráfall hans er mikill missir fyrir alla sem kynntust þessum góða dreng. Mestur er þó missir hans nánustu skyldmenna og vina. Biðjum við góðan guð að hughreysta þau og hjálpa í þeirra miklu sorg. Þórarinn Einar, Phaithoon Inkaew. Elsku Nonni, nú ert þú farinn frá okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáum þig ekki aftur né heyrum rödd þína og hlátur hljóma í eyrum okkar. Það sem eftir situr er þessi yndislega minning um góð- an vin sem vildi öllum vel. Það er skrítið að hugsa til þess hversu stutt er síðan við kynntumst og hversu vel við náðum saman. Allar þessar frábæru kvöldstundir sem við áttum eru ógleymanlegar og ekki má gleyma sumarfríinu sem við eyddum saman. Það var yndislegur tími sem tengdi okkur, að við héldum, órjúfanlegum bönd- um. Það var sem við værum ein stór fjölskylda en ekki tvær. Elsku Nonni, við söknum þín svo mikið að það er sárt, allar þessar minningar hellast yfir okkur og við getum ekkert annað gert en að varðveita þær í hjarta okkar. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og vildum óska þess að þær hefðu orðið fleiri. Kæra fjölskylda og vinir, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og gefa ykkur styrk til þess að horfa björtum augum til framtíðar. Elsku vinur, megi Guð vera með þér og gæta þín. Þín minning lifir alltaf björt í hjarta okkar. Þínir vinir, Bjarmi, Elva og Daníel Dagur. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Á fyrsta degi að liðinni stærstu fríhelgi ársins þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið á far- aldsfæti og losað sig við amstur og áhyggjur hversdagsins, barst okk- ur starfsfólki Sjóklæðagerðarinnar hf. sú harmafregn að kær og mik- ilsmetinn starfsfélagi okkar Jón Andrésson hefði látist skyndilega. Jón gat sér góðan orðstír í fyrir- tækinu vegna dugnaðar og fjöl- hæfni til allra þeirra starfa sem hann hafði verið kallaður til og var vel metinn af starfsfólki fyrirtækis- ins. Hann var jákvæður og ljúfur í framkomu, hafði til að bera við- kvæma lund sem bar vitni um næmi hans fyrir umhverfinu. Það er skarð fyrir skildi við fráfall Jóns og það er sárara en tali tekur að sjá á bak þessum unga manni sem hafði rétt hafið lífsstarf sitt. Sárast er það þó ungri unnustu og þremur ungum börnum ásamt nánustu ætt- ingjum sem hafa nú orðið fyrir miklum missi. Það er aðeins tíminn sem læknar þau sár. Við sendum unnustu, börnum og ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minning- una um kæran starfsfélaga. Starfsfólk Sjóklæða- gerðarinnar hf. Nr. Skákmaður Land Titill Elo-stig 1 Ulf Andersson Svíþj. SM 2641 2 Curt Hansen Danm. SM 2613 3 Simen Agdestein Nor. SM 2590 4 Peter Heine Nielsen Danm. SM 2578 5 Helgi Áss Grétarss. SM 2563 6 Hannes H. Stefánss. SM 2557 7 Evgenij Agrest Svíþj. SM 2554 8 Sune Berg Hansen Danm. SM 2545 9 Margeir Pétursson SM 2544 10 Lars Schandorff Danm. SM 2520 11 Jonny Hector Svíþj. SM 2509 12 Einar Gausel Nor. SM 2492 13 Rune Djurhuus Nor. SM 2484 14 Stellan Brynell Svíþj. AM 2484 15 Helgi Ólafsson SM 2478 16 Tom Wedberg Svíþj. SM 2473 17 Johan Hellsten Svíþj. AM 2470 18 Olli Salmensuu Finnl. AM 2458 19 Emanuel Berg Svíþj. AM 2456 20 Þröstur Þórhallsson SM 2454 21 Jouni Yrjölá Finnl. SM 2442 22 Aleksei Holmsten Finnl. FM 2383 23 Emil Hermansson Svíþj. FM 2382 24 John Arni Nilssen Fær. 2354 Stjörnum prýtt svæðismót Norðurlanda - SKAK H e 11 i s h e i m i 1 i ð SVÆÐISMÓT FIDE 5.-14. sept. 2000 EITT helsta tilhlökkunarefni haustsins er svæðismót Norður- landa í skák, sem haldið verður í Reykjavík 5.-14. september. Mót- ið er liður í heimsmeistarakeppni FIDE. Allar helstu skákstjömur Norðurlanda taka þátt í mótinu, þar af fimm íslenskir stórmeistar- ar. Mótið er tvímælalaust hápunktur skáklífs- ins á Norðurlöndum í ár. Skáksamband hvers lands fyrir sig velur sína fulltrúa og nú liggur keppenda- listinn fyrir eins og sjá má í meðfylgj- andi töflu. Miðað við að þátttakendalist- inn breytist ekki tefla eftirtaldir skák- menn saman í fyrstu umferð: 1. Andersson (2641) - Djurhuus (2484) 2. Hansen (2613) - Brynell (2484) 3. Agdestein (2590) - Helgi Ól- afsson (2478) 4. Nielsen (2578) - Wedberg (2473) 5. Helgi Áss (2563) - Hellsten (2470) 6. Hannes Hlífar (2557) - Salm- ensuu (2458) 7. Agrest (2554) - Berg (2456) 8. Berg Hansen (2545) - Þröstur (2454) 9. Margeir (2544) - Yrjola (2442) 10. Schandorff (2520) - Holm- sten (2383) 11. Hector (2509) - Hermansson (2382) 12. Gausel (2492) - Nilssen (2354) Sænski stórmeistarinn Ulf And- ersson er stigahæstur keppenda og jafnframt stigahæsti skákmað- ur á Norðurlöndum. Helgi Áss Grétarsson er stigahæsti íslenski keppandinn. Það er þó ekki vafa- mál að barátta skólastjóranna Simens Agdestein og Helga Ólafs- sonar mun vekja langmesta at- hygli íslenskra skákáhugamanna í fyrstu umferð. Agdestein hefur oft reynst landanum þungur í skauti og því þarf Helgi að undirbúa sig af kostgæfni fyrir þessa viðureign. Einnig verður spennandi að fylgj- ast með Margeiri í viðureign hans við Yrjola þar sem Margeir teílir lítið núorðið, en er enn stórhættu- legur við skákborðið. Ætla mætti að Helgi Áss og Hannes Hlífar eigi greiða leið í aðra umferð, en hafa verður í huga að allt getur gerst í tveggja skáka einvígi. Þröstur Þórhallsson þarf eins og Helgi Ól- afsson að keppa við töluvert stiga- hærri andstæðing. Það er Taflfélagið Hellir sem var falin framkvæmd mótsins í framhaldi af útboði sem Skáksam- band Norðurlanda stóð fyrir. Vescovi sigrar í ein- víginu við Mecking Einvígi þeirra Veseovi og Meck- ing lauk eftir spennandi baráttu með sigri Vescovi. Staðan í einvíg- inu var jöfn fyrir síðustu skákina. Vescovi náði síðan að sigra í sjöttu og síðustu skákinni og hlaut þar með 3% vinning gegn 2(4 vinningi Mecking. Þessi endurkoma Meck- ing heppnaðist því ekki sem skyldi. Borgarskákmótið 18. ágúst Borgarskákmótið, eitt vinsæl- asta skákmót landsins, verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fóstudaginn 18. ágúst, og hefst stundvíslega kl. 15:00. Tefld- ar verða sjö umferðir samkvæmt Monrad-kerfi með 7 mínútna um- hugsunartíma. Mótið er haldið sameiginlega af Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfé- laginu Helli. Hægt er að skrá sig með tölvu- pósti til Ríkharðs Sveinssonar (rz@itn.is) eða Gunnars Bjöms- sonar (gunnibj@simnet.is). Þátt- taka er takmörkuð svo skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin: kr. 12.000, kr. 8.000 og kr. 5.000. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á Heimasíðu T.R. Þar verður einnig hægt að fylgjast með skráningu. Ljóst er að mótið verður mjög sterkt og að stórmeistarar verða meðal þátttakenda. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Simen Grétarsson Agdestein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.