Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 33
Nýja kynslóðin í Nýló
MYIVÐLIST
IVýlistasafnið,
Vatnsstfg 3b
BLÖNDUÐ TÆKNI
TÍU ÍSLENSKIR
LISTAMENN
Til 3. september. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
Fimmtudaga og laugardaga er
sýningin opin frá kl. 14-23.
GRASRÓT 2000 er yfirskrift nýrr-
ar sýningar í Nýlistasafninu sem
Ráðhildur Ingadóttir hefur sett sam-
an ásamt fýrrverandi nemendum sín-
um úr Myndlista- og handíðaskólan-
um, núverandi Listaháskóla íslands.
Ekki er einungis um ný nöfn að ræða
heldur staðfestingu nýrra þreifinga
sem hafa verið að sækja í sig veðrið
að undanfijmu. Einkennandi fyrir
þennan nýja kúrs eru mun nánari
tengsl listamannanna við fyrirkomu-
lag sýningarinnar en við eigum að
venjast hér á landi. Til skamms tíma
voru íslenskar samsýningar lítið ann-
að en kippa af smáum sérsýningum
svo áhorfendum var spurn hvers
vegna viðkomandi listamenn væru að
sýna saman.
Þetta furðulega sambandsleysi
hefur nú vikið fyrir kammeraderíi
sem gerir ráð fyrir að samsýning sé
sameiginlegt átak þar sem listamenn
vinna náið að framþróun sýningar-
innar. Útkoman verður mun heild-
stæðari því hver sýnandi tekur tillit
til félaga sinna með því að laga sig og
list sína að ríkjandi aðstæðum. Hið
óvænta fær mikið pláss því lista-
mennirnir verða að semja sig að
heildinni með ýmsu móti, gjaman
með því að búa til eitthvað sem fellur
að því sem fyrir er en vekur um leið
eftirtekt sem sjálfstætt og afgerandi
íramlag. Þannig lýsir list samtímans
veruleika þar sem teymisvinna hefur
að miklu leyti leyst einstaklingsbogr-
ið af hólmi. Reyndar má benda á mun
eldri hallarbyltingu af svipuðum toga
því snemma á sjöunda áratugnum
leysti popphljómsveitin einstaklings-
söngvarann af hólmi þegar Bítlamir
stálu glæpnum af Elvis.
Ef til vill er það ekki að ófyrirsynju
sem samsýningar líðandi stundar
minna á tónlistarheiminn því annar
hver myndlistarmaður af yngstu
kynslóðinni virðist hafa músíkina sem
aukabúgrein. Þannig var hulduhljóm-
sveitin Mjólk - hún samanstendur af
myndlistarmönnunum þremur Hlín
Gylfadóttur, Karlottu Blöndal og
Unnari Emi Auðarsyni - ekki aðeins
mætt á opnunina til að halda blaða-
mannafund um glæsta framtíð sína
heldur átti Ólöf Bjömsdóttir gesta-
skarann í salnum á miðhæðinni með
eftirminnilegum söng sínum. Við-
staddir þóttust þekkja í Ólöfu ýmsar
íslenskar söngstjömur á frægðar-
brautinni án þess að nokkur þyrði að
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs.
Sláandi söngvamyndband Jdní Jónsdóttur byggt á japönsku brúðuleik-
húsi og í'slenska Lofsöngnum.
Tennisborð og bekkjarmyndir Særúnar Stefánsdóttur og Hafsteins
Ingimundarsonar í gryfju Nýlistasafnsins. í forgrunni er kjóll Ólafar
Björnsdóttur, gerður úr kalkipappír.
kveða upp úr um það hvaða stór-
stjömu hún líktist mest. En af hlátra-
sköllunum leyndi sér ekki að við-
staddir töldu sig hafa getið í
eyðumar.
Mímik, eða eftirhermulist, er at-
hyglisverður þáttur í sýningunni.
Auk þess að syngja fyrir opnunar-
gesti hefur Ólöf komið fyrir mynd-
bandi sínu af Lopamey, eins konar
svarthærðri tvíburasystur sinni
íklæddri íslenskri lopapeysu, sem
veifar áhorfendum stolt með sigur-
bros á vör. I portinu við tröppurnar
upp í safnið hélt Karlotta Blöndal
nokkurs konar mímíska sýnikennslu
þar sem hún fór í fötin þekktra koll-
ega sinna utan úr heimi og bað við-
stadda að botna hverjum hún hermdi
eftir. Hún var sömuleiðis með mynd-
band af sjálfri sér þar sem hún reyndi
að líkja eftir ósjálfráðum, tilfinninga-
legum viðbrögðum með því að kalla
fram andlitsroða. Slíkur áhugi á birt-
ingarmyndum geðshræringai' er nýj-
ung í myndlist samtímans; líklega
sprottinn af smitun myndlistarinnar
við leiklist og ljósmyndun. Það breyt-
ir því þó ekki að á tímum barokkstíls
17. aldarinnar hömuðust myndlistar-
menn við að lýsa svipbrigðum og
geðslagi fyrirmynda sinna.
Grasrót 2000 er heldur ekki laus
við barokktengslin þegar aðrir þættir
sýningarinnar eru skoðaðir. Hilmar
Bjamason hefur málað salinn sem áð-
ur hét bjarti- og svartisalur í húðlit og
þannig skapað tengsl, vísvitandi eða
ómeðvitað, við blekkingarlistina, eft-
irlætistækni barokktímans. Eins hef-
ur hann komið fyrir heymartólum á
svokölluðum palli þar sem gestir geta
hlustað á glettur hans, en Hilmar er
enn einn fjölmargra samferðarmanna
sinna í myndlistinni sem leiðst hafa út
á braut hljóð- og hljómlistar án þess
að segja skilið við myndlistina.
Særún Stefánsdóttir og Unnar Öm
Auðarson em einnig á barokkslóðum.
Leifar Særúnar í SÚM-salnum em
hlaðnar tilfinningalegum gildum eins
og leifar og rústir 17. aldarinnar. I
Karlotta Blöndal fer í fötin
frægra kollega sinna í porti Ný-
listasafnsins. Á myndinni sést
vel í spýtnabraksarabeskur
Unnars Auðarsonar fyrir glugg-
um byggingarinnar.
gryfju Nýlistasafnsins - neðsta saln-
um - hefur hún komið fyrir borðtenn-
isborði ásamt Hafsteini Ingimundar-
syni, en á tveim uppstækkuðum
bekkjarmyndum - af 8. U í Breiðholt-
inu og 9. K í Öldutúnsskóla - bregður
þeim báðum fyrir, þá vart komin á
táningsaldurinn. Bekkjarfélögum
þeirra á myndunum var sérstaklega
boðið á opnunina, og borðtennisborð-
ið var hugsað sem feimnileysir fyrir
hópinn sem ekki hefur hist í háa herr-
ans tíð. Hópmyndir vom dæmigerðar
fyrir barokköldina og hugmyndin um
hamingjuríka endurfundi blómstraði
sömuleiðis á þeim tíma sem aldrei
fyrr.
Þáttur Unnars Arnar í sýningunni
- róttækasta umbyltingin á rýminu -
er ekki síður á barokknótunum en list
félaga hans. Sú hugdetta hans að
negla lista og fjalir fyrir alla glugga
safnsins er í senn fyndin, undarleg og
myndræn, en sambræðingur þessara
þriggja gilda er af mörgum talinn for-
senda gróteskrar tjáningar. En Unn-
ar bætir um betur með mynstrinu
sem spýtumar mynda fyrir gluggun-
um því ekki er hægt að lesa það öðm-
vísi en sem arabeskur. Hét frumút-
gáfa hryllingssagna Poe ekki einmitt
„Tales of the Grotesque and Arab-
esque“? Til að kóróna rómantíska
hellisskútakenndina leiðir Unnar
garðslöngu úr kjallara Nýlistasafns-
ins upp allar hæðir byggingarinnar.
Vatnsniðurinn sem heyrist um alla
sali og ganga hússins eykur mjög
gróteskt andrúmsloftið um leið og
slangan bindur sýninguna saman eins
og Miðgarðsormur foma heimsmynd
okkar. Unnari tekst með öðrum orð-
um að gæða annars afslappað and-
rúmsloft sýningarinnar - þar sem
gestir láta fara vel um sig í Hangsinu
á miðhæðinni - óvæntri, dramatískri
spennu.
Kalkipappírskjóll Ólafar, Útvarps-
sendar Ingarafns Steinarssonar -
sem hægt er að nema á FM 105,7 - og
Gróðurhús hans í innstaportinu, þar
sem hann reynir að halda lífi í illgres-
inu, öðlast við umbreytingar Unnars
allt annað svipmót en ella og minna
eilítið á brynju, hlustunartæki og
fangelsisgarð. Þessi tilfinning víkur
þó snögglega fyrir austurlensku and-
rúmsloftinu í forsalnum þar sem slá-
andi myndband Jóní Jónsdóttur af
tveim leikbrúðum - sem faðmast og
kyssast undir umbreyttum Lof-
söngnum - líður fram bakvið svart
tjald undir fjarrænum söng listakon-
unnar, „Ást í þúsund ár“.
Jóní mætir til leiks með fersku og
stílhreinu verki sem dregur dám af
japanskri búnrakú-list, ekki síst
vegna hins ofurinnilega sambands
leikaranna. Þótt ekki sé hægt að tala
um barokktakta í verki hennar stóð
japanskt brúðuleikhús með mestum
blóma á barokktímanum og lýsti sér
með sömu leiftrandi tilfinningahyggj-
unni. Það er því ekki svo löng leið frá
mjallhvítum hanskabrúðum hennar
til pottsins hennar Karlottu Blöndal,
sem skvest hefur úr framan við
svarta tjaldið. Að því leytinu fellur
verk Jóní fullkomlega að heildar-
hugsun. sýningarinnar, rétt eins og
ljósmyndir Kristins Más Ingvarsson-
ar, en sláandi og tilfinningaþrungnar
samstæður hans í SÚM-salnum kall-
ast að inntaki og stíl á við búnrakú-
myndbandið í forsalnum.
Þannig kennir margslunginna og
óvæntra fijóanga í Grasrót 2000.
Sérhver sýnandi kemur sínu pers-
ónulega framlagi til skila skýrt og
vandræðalaust án þess að vart verði
þrúgandi frumsýningarskjálfta eða
óþarfa samkeppnisstreitu, en það er
of tíður og hvimleiður fylgikvilli ís-
lenskra samsýnenda. Svo virtist á
opnuninni sem ungu kynslóðinni
hefði tekist að losa okkur við þann
óþarfa með viðeigandi hátíðarskapi.
Halldór Björn Runólfsson
Heldur þú að
vítamín sé nóg ?
is Faest i apótekum og sérverslunum um iand ailt !
fæðubótarefnið sem fólk talar um !
NATEN
-órofin heild! |
- Lyf á lágmarksveröl
Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg
Lyfja Laugavegi • Lyfja Setbergi • Útibú Grindavlk